Villimennska í sveitarfélögum

Það nær ekki nokkurri átt að skerða laun kennara um 5% og raunar óskiljanlegt hvernig sveitastjórnarmönnum dettur slík endemis firra í hug. Það væri þá nær að skerða laun sveitarstjórnarmanna því þeir eru ekki valdir til starfa á faglegum forsendum heldur eftir pólitískum leiðum. Fljótlegast væri sennilega að fækka kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum um helming enda eru þeir óþarflega margir. Eins mætti lækka laun sveitarstjóra um helming - þeir eru líka valdir á pólitískum forsendum og hafa gegnum tíðina verið á alltof háum launum.

Sveitarfélög eru mörg í vanda einfaldlega vegna þess að þau hafa tekið á sig alltof mikla þjónustu við almenning og færst of mikið í fang. Þau verða að sníða sér stakk eftir vexti en þau geti ekki ráðist á einn tiltekinn hóp manna og slitið af þeim launin - það er villimennska.


mbl.is Hætta viðræðum ef skerða á laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það þarf nú að fara að skoða þetta sveitastjórnarsukk ofan í kjölinn. En það virðist ekki hægt. Menn eins og þessi Eskill fréttamaður líta á sig sem sérstaka blaðafulltrúa landsbyggðarinnar.

Finnur Bárðarson, 23.5.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Baldur, þegar ég var í skóla  fyrir meira en 50 árum, þá voru yfir 30 í bekk. Raðað eftir getu í A, B og C bekki. Nú eru eitthvað yfir 20 í bekk og passað að blanda saman þeim sem geta lært og hinum sem ekki geta það. Afleiðinginer sú að flestir læra minna en þeir gætu. Er ekki leið til að bæta kjör kennar með því að taka upp gamla lagið aftur ?

Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 19:46

3 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Sigurbjörg, Halldór var að mæra Gunnar Birgisson í TV í kvöld. Hvatti hann til frekari þeirra dáða sem íhaldið ástundar. Dáðadrengir, sem senn verða dæmdir til útlegðar í Hallmundarhrauni. En Halldór er skemmtilegur karl, bara nokkuð einsýnn. Sér ekkert út fyrir flokksklafann. Þeir eru nokkrir slíkir, nefni engin nöfn að þessu sinni.

Björn Birgisson, 23.5.2009 kl. 20:04

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við erum margir sem nenna ekki að horfa mikið út yfir flokksklafann en Halldór er ekki einn af þeim. Við gætum verið hreyknir af sjálfum okkur ef við hefðum áorkað einum tíunda af því sem hann hefur gert um dagana.

Askoti er annars gaman að honum Gunnari mínum Birgissyni. Tilsýndar er hann eins og japanskt glímutröll og þegar hann tekur til hendi verður allt undan að láta. Mér mislíkaði samt við hann þegar hann reif upp trén með rótum í Heiðmörk. Þá langaði mig í stríð. En það sem þessi hlunkur er búinn að gera fyrir Kópavog! Aumasta forarpollaþorp landsins er orðið að skínandi borg þar sem öllum finnst gott að búa. Megi tröllið dafna vel og dætur hans einnig.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 20:13

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Aumasta forarpollaþorp landsins er orðið að skínandi borg þar sem öllum finnst gott að búa. Megi tröllið dafna vel og dætur hans einnig."

Dæturnar (dóttirin) hafa dafnað vel í forarpollinum, tútnað út af veraldlegum gæðum. Tröllið fer nú snemmsumars bara undir brú, samanber ævintýrið um geiturnar þrjár. Allir vita hvernig það fór.

Björn Birgisson, 23.5.2009 kl. 20:28

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, hver er þá Brúsi?

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 20:32

7 Smámynd: Björn Birgisson

Réttlætið. Brúsi klikkar ekki.

Björn Birgisson, 23.5.2009 kl. 20:55

8 Smámynd: Björn Birgisson

Að færslunni sjálfri. Það að skerða laun kennara um 5% er langt um meira en sanngjarnt. Gífurlega margir þjóðfélagshópar eru að taka á sig skerðingu. Því skyldu kennarar ekki taka þátt í því? Fækkum sveitarstjórnarmönnum og skerðum laun þeirra um 5 - 15%. Skerum öll laun sveitarstjórnanna niður í sama hlutfalli. Hjá félagsráðgjöfum, hjúkrunarstéttum, stuðningsfulltrúum alls konar og svo framvegis. Látum ekki opinbera starfsmenn, hjá ríki eða sveitarfélögum, standa glottandi hjá á meðan þjóðinni blæðir. Þótt þeir þekki ekki muninn á bensíni og dísel!

Björn Birgisson, 23.5.2009 kl. 21:05

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rangt, almennir launþegar eru ekki látnir sæta skerðingu launa sinna. Það eru þá helst stjórnendur og millistjórnendur. Hins vegar fara menn á mis við áætlaðar hækkanir og það gildir um kennara líka. En ekki beina launalækkun!

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 21:22

10 Smámynd: Björn Birgisson

Víst.

Björn Birgisson, 23.5.2009 kl. 21:31

11 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Stefna fjármálaráðherra og ríkisstjórnar í launa og samningsmálum við þjóðfélagshópa birtist að mínu mati í undirritun svokallaðs búvörusamnings við búvöruframleiðendur rétt fyrir kosningar.

Þetta var stefnumarkandi undirritun og fordæmisgefandi ef um jafnræði á að vera milli þjóðfélagshópa. Samningurinn er óbreyttur og án skerðinga og að hluta til verðtryggður og er til 2013 að mig minnir. Ákaflega góður samningur fyrir launafólk til að byggja samningsforsendur sínar á.

Samningurinn er samþykktur með fyrir vara um afgreiðslu Alþingis og bænda þ.e.a.s. þeirra bænda sem eiga kvóta. Kvótalausir  sveitamenn ekki hér með taldir, enda hafa þeir að því er virðist engan sjálfstæðan samningsrétt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.5.2009 kl. 14:01

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þorsteinn, þetta er athyglisvert. Verst að gjörningar ríkisstjórna rétt fyrir kosningar gefa sjaldnast rétta mynd af gjörningum þeirra eftir þær.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband