Útsmogin leikflétta kommúnista gæti borið árangur

Margir urðu hlessa þegar vinstri stjórnin fól gamla Austur-þýska kommúnistanum, Svavari Gestssyni, að semja við Breta. Ég varð strax hrifinn af þeirri leikfléttu og yrði ekki hissa þótt hún bæri nokkurn árangur.

Mönnum hættir til þess að gleyma þeirri einföldu staðreynd að við semjum ekki við vinstra viðrinið Gordon Brown, við semjum við Alistair Darling. Og Alistair er sko ekkert krataviðrini heldur gamall harðlínukommúnisti eins og Svavar Gestsson - hann gekk í Verkamannaflokkinn þegar hárið fór að grána og Karl Marx féll í gleymsku.

Svavar og Alistair tala sama tungumálið. Trúlega þekkjast þeir persónulega frá fyrri tíð, þegar markmið þeirra var að koma Vestur-Evrópu undir járnhæl Ráðstjórnarríkjanna. Enginn veit hver launráð þessir tveir menn hafa bruggað saman. Ef Alistair Darling hlustar á einhvern þá er það Svavar Gestsson. Þetta var útsmogin leikflétta.


mbl.is Ekki í þágu íslenskra hagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er athyglisverð tilgáta Baldur. Voru þeir kannski í skóla saman? Nú fer maður að skilja ýmislegt í "diplómatískum" samskiptum ríkjanna. Vona samt ekki að Ísland endi sem samyrkjubú Breta eftir að Samfylkingin treður okkur inn í ESB.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, það verður aldrei upplýst. Stasi-skjölin um Svavar voru horfin úr hillunum þegar menn ætluðu að skoða þau. Nú sitja þeir á rökstólum, gömlu Stalínistarnir, lepja rauðvín og bjarga kapítalismanum.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 14:56

3 identicon

Já sem betur fer eru fasistarnir ekki lengur með völdin á Íslandi. Heil Davíð!

Valsól (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:49

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, Valsól, hver ert þú eiginlega? Þú gengur lengra í Davíðsdýrkun en hans grimmustu fylgismenn.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 16:19

5 identicon

Darling var trotskyisti. Svo Svavar ætti kannski að munda ísöxi á samningafundum.

Viðar Víkingsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Viðar, Darling hörfar undan ef Svabbi sveiflar ísöxinni.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband