Framtíðarsýn VG og Samfylkingar

Vinstri stjórnin er að kyrkja atvinnulífið í landinu. Hún ætlar að hækka skatta og hverskyns álögur. Fyrirtækin lognast út af hvert af öðru. Fólkið missir lífsbjörgina. Allir sem vettlingi geta valdið flytja búferlum til útlanda.

Til að kóróna svívirðuna ausa þeir digrum fúlgum í svonefnd listamannalaun. 33 nýir bótaþegar hafa bæst við á þeim vettvangi. Ég hef nú séð listaverkin sem þetta pakk er að búa til. Notaðir smokkar ofan í sultukrukkum. Flissandi ruddar að spræna yfir dópaðar stelpukindur. Þannig er framtíðarsýn VG og Samfylkingar.


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn var við völd sem endaði með atburðunum í október síðastliðinn. Telur þú að sami flokkur geti lagað vandamálið sem varð til þegar hann sjálfur var við völd og var orsök að?

Karl (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:48

2 identicon

Það er ekki nema von þessir svokölluðu listamenn þurfi styrki til að lifa af,ekki get ég ímyndað mér að nokkur maður heill á geðsmunum kaupi þetta rusl,það á að leggja niður alla þessa listamannastyrki í hvaða formi sem þeir koma,þetta fólk getur bara unnið eins og annað fólk ef það getur ekki lifað af listinni eða hvað sem þetta er kallað.

Valur Johannesson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, Karl. Ég treysti honum alveg til þess. Hverjum treystir þú sjálfur?

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 12:05

4 identicon

Ég treysti þeim flokkum sem hafa verið við völd síðustu áratug eða meir. Ég hugsa það sé hollt að aðrir fái tækifæri til að stjórna.

Ef maður horfir á sögu heimsins þá er það þekkt að því lengur sem sömu menn eru við völd því meiri tilhneigingu hafa þeir til að spillast.  Þess vegna er gott að skipta út fólki, ekki bara sumum heldur öllu liðinu.

Karl (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:15

5 identicon

Ætlaði auðvitað að segja "treysti ekki þeim flokkum" fyrir ofan :)

Karl (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:18

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst þú hafa mikið til þíns máls, Karl. Vil samt benda á að við höfum alltaf samsteypustjórnir sem dregur stórlega úr völdum eins flokks. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið lengi í stjórn - með þeim vandamálum sem löng stjórnarseta virðist oft skapa fyrir flokka - þá hefur verið skipt um samstarfsaðila.

Mér líst illa á hreinræktaða vinstri stjórn. Sérstaklega líst mér illa á þessa vinstri flokka sem við höfum núna. Þeir eru illa mannaðir og stefnan alls ekki klár eins og komið hefur í ljós. Vinstri flokkana vantar vitringa á borð við Tage Erlander, Einar Gerhardsen eða Gylfa Þ. Gíslason.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 12:35

7 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það sem vinstri stjórninni vantar er kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, ekki bara taka þær ákvarðarnir sem eru góðar fyrir fylgið þeirra og bíða með þær slæmu þangað til eftir laugardaginn. Síðustu daga hefur vel komið fram ósamræmi þeirra sín á milli og þegar koma óvinsælar skoðanir frá fólki er því svarað með enn meiri óvissu á þann hátt að það eigi að skoða málin eftir kosningar. Þetta er hræðilegt.

Við þurfum á leiðtoga að halda sem hefur kjark til að taka erfiðar ákvarðanir. Einnig leiðtoga sem gefur fólki von um það litla sem til er í þessu þjóðfélagi.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 24.4.2009 kl. 14:00

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Daníel, við eigum 7 flokksformenn - en hvar er leiðtoginn?

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 14:15

9 Smámynd: Björn Birgisson

Í fanginu á Jónínu Leósdóttur!

Björn Birgisson, 24.4.2009 kl. 14:30

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Undir belti eða utan?

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 15:21

11 Smámynd: Björn Birgisson

Stundum hér og stundum þar og einnig líka allsstaðar!

Björn Birgisson, 24.4.2009 kl. 15:27

12 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Eins og vant er hefurðu rétt fyrir þér. En hvað getum við gert? Eigum við kannski að kjósa heiðurslaunaflokkinn eða forsetaframbjóðandann eða vörubílstjórann?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.4.2009 kl. 15:31

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað ætlar þú að kjósa Baldur

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 15:47

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Strákar, við skulum ekki velta vöngum yfir svona lögðu, það gera bara kellingar og sveimhugar. Við strunsum inn í kjörklefann, hrifsum blýantinn og látum bláu höndina ráða krossi - samanber orðtakið að láta kylfu ráða kasti.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 16:12

15 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sama þótt við séum örvhentir?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.4.2009 kl. 16:25

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, þú setur flokkinn í vanda.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 16:28

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Benax, þú setur flokkinn í vanda. He, he, ekkert betra en smá hlátursgusa, þessar stuttu setningar......

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 20:35

18 Smámynd: Björn Birgisson

Var ekki vandinn ærinn fyrir?

Björn Birgisson, 24.4.2009 kl. 20:40

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fylgdust þið með hvernig Ástþór Magnússon stakk þessa ráðvilltu kjána af í kosningasjónvarpinu i kvöld? Þvílík snilld! Og Steingrímur ætlar þó að hringja í hann á mánudaginn og fá hann í málið, þakka skyldi nú!

Áfram X P

Árni Gunnarsson, 24.4.2009 kl. 21:50

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það verður ekki eina kosningaloforðið sem Steingrímur svíkur.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 22:05

21 Smámynd: Björn Birgisson

Jólasveinarnir klikka aldrei. En eiga þeir ekki að vera á fjöllum, eða öræfum, á þessum árstíma, Árni minn? Þjóðin þarfnast þeirra illilega, en bara í desember!

Björn Birgisson, 24.4.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband