23.4.2009 | 13:31
Handónýt veðurstofa
Við vorum lagðar af stað austur á Hellu til að spila golf, fjórar fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu. Illu heilli tókum við mark á veðurstofunni. Spáin seint í gærkvöldi sýndi litla sem enga úrkomu og þolanlegt hitastig. Sá sem fyrstur kom á staðinn hringdi í okkur hin og sagði okkur að snúa við. Þar var þá 3 stiga hiti og húðarrigning. Það er búið að vera svona í allt vor: ekkert að marka þessa veðurstofu. Hún getur ekki einu sinni spáð 12 klukkustundir fram í tímann. Er ekki eins gott að leggja niður svona gerónýta stofnun?
Sumar og vetur frusu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst að Veðurstofa Íslands eigi alltaf að spá góðu golfveðri. Sama hvernig viðrar! Það væri alvöru bjartsýni, nú á þessum ...................
Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 13:39
Er ekkert sem er að virka hér á landi lengur , mér er spurn.
Finnur Bárðarson, 23.4.2009 kl. 15:04
Í þessu gildir nú sem í fleiru, að klæða sig almennilega!
Hvað ertu annars með í forgjöf Baldur minn, milli 25 og 30?
Hjó nefnilega eftir því um daginn, að þú sagðir (og gott ef ekki var, einmitt í spjalli við Björn?) að golfbröltið væri 95% félagsskapurinn. Hygg að það sé ekki fjarri lagi hjá þér, þ.e.a.s. hjá þeim sem geta ekki of mikið!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 15:05
Hehe, ég er með 9,9, var lengi með 9,7. Í sumar reikna ég með að spila nálægt 7,0.
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 15:22
9,9? Það er andskoti gott! Þá ert betri en ég átti von á. Hve mörg golfár liggja að baki þessum frábæra árangri?
Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 15:31
Ég byrjaði 10. júlí 1989, þá tæplega 47 ára gamall. Síðasta sumar og nú í vetur hef ég stúderað One Plane Swing, sem Jim Hardy kennir, og það er að skila fanta árangri. Dræfin eru orðin miklu lengri en mestu skiptir þó að járnahöggin eru loksins komin inn, föst, löng og ákveðin. Stutta spilið hefur alltaf verið gott hjá mér, svo nú ætti ég að geta spilað á 7 yfir pari og náð einum og einum hring á 4-5 yfir pari. Betri verð ég líklega aldrei.
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 15:37
Það er kannski satt Sigurbjörg mín, en argaþras er líka gott, það kemur blóðinu á hreyfingu og dælir út hormónunum! Svo ert þú nú svo mikil dúlla að veröldin fer að skellihlæja af eintómri lífsgleði þegar þú birtist á blogginu !
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 15:42
Ja hérna, frábært, en gleymdu þó ekki því að í pólitíkinni ertu með fulla forgjöf!
Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 15:47
Það var og (svo ég vitni nú í heiti frábærra pistla ónefnds nú frambjóðanda á líku reki og Baldur) ERt já bara sratti seigur og það meir en mig grunaði kannski, telst því dágóður 1. flokks kylfingur og ert áreiðanlega framarlega í þínum aldursflokki að forgjöfinni að dæma!?
Keilir eða SEtberg, nú eða kannski GKG eða GR?
Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 16:34
GR, hef aðgang að: Korpu, Grafarholti, Leyni, Hamarsvelli, Leiru, Þorlákshöfn, Hellu. Ókeypis á 4 fyrstu, 800 kr á hina.
Hvað eruð þið með drengir?
Og þú Magnús, hvar spilarðu? Ertu ekki í dreifbýlinu?
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 18:09
Byrjaði aldamótaárið, þá 49 vetra. Fór lægst í 13,8, en er nú með 15,5. Ef ég væri ekki þessi aumingi í baki væri ég þottþétt með 9,8!
Ókeypis? Það er aldrei neitt ókeypis. Hvað með félagsgjaldið?
Björn Birgisson, 23.4.2009 kl. 18:23
EF þú veist hvar "Stóri-Boli" býr, þá veistu hvaða "dreifbýli" um er að ræða og auðvitað veistu það! En ég spila ekki nú, var að gaufast lengi vel með einum frænda mínum (sem svei mér þá er eða hefur verið með nánast sömu forgjöf og þú Baldur) fyrir um 25 árum, en ekkert varð af ferli, þó kanski sé ekki ´öll nótt úti enn. Áhugin hins vegar verið mikill allt frá því Bjarni Fel. fékk Frímann heitin Gunnlaugs til að tala inn á fofmyndir fyrir allavega 25 árum eða meira.Fjölskyldumeðlimir svo á kafi og verðlaunin innanklúbbsw sem á landsvísu orðin heilmörg!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 18:34
Allar veðurspár rætast einhvern tímann. Hvort það hentar golfurum skiptir auðvitað engu máli.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.4.2009 kl. 18:35
Fjölmörg væri reyndar betra að segja.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 18:37
Björn, 15,5 er ágætis forgjöf, eiginlega finnst mér allt undir 18 nokkuð gott, það þýðir að þarna eru mörg pör og fuglar innan um. Sveiflan hjá mér hefur ekki verið stöðug, þannig að oft yrði tvísýnt milli okkar.
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 18:51
Nei Magnús, eini Stóri-Bolinn sem ég veit um er Gunnar Birgisson. Ég hélt þú værir úti á landi, þá helst fyrir norðaustan. Nema Stóri Boli eigi við þann bola sem Þjórsá er við kennd. Þú verður að skýra þetta betur.
Gary Player: golf begins at fifty!
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 18:55
N'u? Þetta eiga nú allir ALVÖRUGOLFARAR að vita! En haha, án gríns, þá er þetta nú eldgamalt viðurnefni á þeim nokk svo langa og erfiða velli er kenndur er við bæinn Jaðar! Eitt sinn og raunar lengstum var hann ofan við bæinn fagra, en nú er byggð víst komin meira og minna upp að honum eða í kring held ég megi segja!
Norðaustan erum vér semsagt já, en víst varla hægt að tala um dreifbýli, nema jú reyndar hvað íbúðabyggðin innan bæjarins sjálfs áhærir, hún ansi dreifð og reyndar svo mjög Baldur, að maður sem þú þekkir dável, lýsti því þannig einvhern tíma, að það væri eins og að horfa yfir stórborg að líta hann úr lofti í flugve´l!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 20:21
Jaðarsvöllurinn á fáa sína líka þegar liðið er á sumar og hann er vel á sig kominn. Því miður hefur hann átt erfitt uppdráttar mörg undafrin ár. Flatirnar ekki í góðu standi. Ég held að frábært vallarstæði sé að finna fyrir utan þorpið. Man ekki hvað þetta svæði heitir, en það er nálægt sjónum, austan megin við veginn þegar ekið er til Dalvíkur. Þar eru fell, hæðir og dalir - og nálægð við sjó. Allt sem golfari getur óskað sér, nema trén að sjálfsögðu, en það væri nú hægt að gróðursetja þau. En það er alltaf gaman að koma á Jaðar og heimamenn eru vingjarnlegir. Aðalgallinn er sá að það er alltof dýrt að spila hann. Þegar maður er þarna á ferð með frúna, kannski með hálft sett á pallinum, þá er betra að spila annars staðar.
Baldur Hermannsson, 23.4.2009 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.