22.4.2009 | 11:03
Sjálfsvíg á laugardaginn
Íslendingar eru eins og maðurinn sem missti framan af vísifingri vinstri handar í vélsög og varð svo spældur að hann sagaði af sér allan handlegginn. Menn eru gramir Sjálfstæðisflokknum og refsa honum og þar með sjálfum sér með því að kjósa vinstri flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn skóp mesta góðæri Íslandssögunnar. Þegar menn réðust í einkavæðingu bankanna - illi heilli - vorum við ein öflugasta, ríkasta og hamingjusamasta þjóð veraldar ár eftir ár.
Við þurfum að snúa aftur til góðu áranna. Það gerum við aðeins undir styrkri forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann einn er fær um að koma fjármálum okkar í lag aftur.
Ríkisstjórn vinstri flokkanna mun keyra hér allt á kaf. Hér verður dæmigerð vinstri vesöld, fátækt, skuldir og basl. Og þegar menn loksins átta sig á mistökunum verður það of seint. Við erum þjóð sem ætlar að fremja sjálfsvíg á laugardaginn kemur.
S- og V-listar bæta heldur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 340676
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ég að lána þér riffil?
Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 11:22
Grétar, þessi samanburður þinn er alger hártogun. Ég kannast við hann og veit hvaðan hann kemur. Hártogun. Berðu saman lífskjör Íslendinga 1991 og 2003. Skoðaðu bifreiðakaup, húsakost, utanlandsferðir. matarvenjur, tækjabúnað á heimili, vélakost heimilis. Þetta eru tvær veraldir. Láttu ekki Lobba með gröfin sín hafa þig að ginningarfífli.
Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 12:23
Er sjálfsvíg ekki refsivert athæfi?
Það hringdi í mig frambjóðandi áðan. Hann spurði mig hvernig mér litist á kosningarnar? Ég sagði honum að því gæti ég bara ekki svarað því ég ætti eftir að sjá úrslitin. Þá sagðist hann bara vera að minna mig á kosningarnar en ég sagði honum að það væri óþarfi því ég væri búinn að frétta af þeim. Svo spurði hann hvort ég þyrfti að spyrja einhvers!
Það var byrjað að fjúka verulega í mig og ég átti orðið erfitt með að forðast ókurteisi þegar hann loksins kvaddi. Ég sé núna að ég hef lengi haft miklar ranghugmyndir um þennan mann með því að álíta hann greindan. Reyndar hefur hann nú alltaf farið í taugarnar á mér en ég hef reynt að fyrirgefa það vegna þess að ég hef svo miklar mætur á pabba hans.
Fái ég fleiri svona hringingar þá lofa ég engu um hæverskuna.
Árni Gunnarsson, 22.4.2009 kl. 14:27
Við kaþólikkar lendum því miður í helvíti ef við fremjum sjálfsvíg, en þar eru víst margir skemmtilegir lífsnautnamenn og hagyrðingar saman komnir svo varla yrði það alvond vist.
Mér finnst nú samt fallegt af manntötrinu að láta þig vita af kosningunum. Bauðst hann ekki til að krossa fyrir þig?
Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 14:31
Sjálfstæðisflokkurinn kom okkur líka inní þá verstu martröð sem hugsast getur, gleymum því ekki að hann stýrði landinu í 18 ár og endaði á ap sigla þjóðarskútunni í strand og ætti frekar að sitja einhverstaðar og skammast sín fyrir það sem þeir hafa stuðlað að
Guðni Sigmundsson, 22.4.2009 kl. 16:23
og ég spyr hvernig á flokkur sem kom okkur í þessa hræðilegu stöðu að koma okkur út úr henni aftur fólk sem dásamar gjörðir sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera í einhverju ójafnvægi
Guðni Sigmundsson, 22.4.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.