16.4.2009 | 21:28
Norðausturkjördæmi er orrustuvöllur þungaviktarmannanna
Norðausturkjördæmi er orrustuvöllur þungaviktarmannanna. Þar eigast við Kristján Þór Júlíusson, Kristján Möller og Steingrímur Sigfússon valinkunnir mælskumenn sem gjörþekkja viðfangsefni samfélagsins. Sjónvarpsþátturinn í kvöld bar þess merki að þar fóru vígfimir menn og gamalreyndir.
Steingrímur er í sérflokki hvað áhrærir leikræna tilburði. Hann þenur sig ákaft, æsir upp röddina og kallar af ákefð, heggur handarjaðrinum hart og títt eins og norrænn víkingur sem ræðst til uppgöngu á skip fjenda sinna og heggur á báðar hendur. Gamli nöldurstónninn hvarf þegar hann varð ráðherra og nú er gaman að hlusta á hann. Hann lofar jarðgöngum hverjum sem hafa vill og heitir því að skerða aðeins hár á höfði hinna ríku. Hann fer með hlutverk Hróa hattar og gerir það vel.
Kristján Þór Júlíusson hefur af að státa lengri og glæsilegri stjórnmálaferli en nokkur hinna. Þrautreyndur í bæjarstjórnum. Hann hefur rifið upp atvinnulíf og eflt samfélagið hvar sem hann hefur komið. Hann var sá eini sem hafði manndóm til að slá á framréttar lúkur þeirra sem heimta jarðgöng fyrir atkvæði.
Kristján Möller er sagður hafa mætt einhverju andstreymi í kjördæminu. Viðkunnanlegur öldungur sem úthlutar jarðgöngum af föðurlegri velvild þeim sem þess óska. Kristján Möller hefur þann kost með sér að vera bjartsýnismaður að eðlisfari og neitar að bugast. Góður maður í vondum flokki.
Birkir Jón er fyrirgreiðslupólitíkus af gamla skólanum. Enginn skyldi láta blekkjast af barnsrassinum, því undir sléttri húð dylur sig gamall fyrirgreiðslurefur. Góðærisþingmaður og pókerspilari. Léttviktari.
Ásta Hafberg heitir kona sem talar fyrir Frjálslynda flokkinn. Afar áheyrilegur kvenmaður, kýrskýr og vel heima í mikilvægum málum. Flokkurinn hennar er steindauður og er það vel, en vonandi finnur Ásta nýjan og betri farveg fyrir ótvíræða hæfileika sína.
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Köld staðreynd. Flokkur þjóðernisjafnaðarmanna á Íslandi hefur leitt Steingrím til æðstu metorða. Hann var fyrir nokkrum vikum talinn "óstjórntækur maður", eins og raunar allur hans flokkur. Ég hafði heitið því að ef VG liðið kæmist til valda myndi ég éta fallega svarta sixpensarann sem frúin gaf mér í jólagjöf 2007. Hann smakkast ekki vel, en við jafnaðarmenn stöndum við orð okkar. Fékk annan, gráan, um síðustu jól frá syni og tengdadóttur. Ét hann aldrei. Steingrímur hefur beðið við hliðarlínuma í á annan áratug. Nú er hann að brillera. Kristján Þór er flottur strákur, all nokkuð á skjön við flokkinn sinn, einsýnan og stirðbusalegan. Hann átti engan séns í kvöld. Möller og jarðfræðingurinn áttu sviðið.
Björn Birgisson, 16.4.2009 kl. 21:54
Ekki svo galin greining, nema hvað glýjan í augum þínum um glæsilegan feril Þristjáns Þórs, er nú slæm, en ekki alls ókunnug okkur Höfuðstaðarnorðurlandsbúm! Sannleikurinn nefnilega sá, að í þeim kosningum sem hann leiddi D listan, tapaðist minnir mig bara alltaf fylgi, nema kannski með einni undantekningu. Veit ekkert hvernig hann var liðin á Ísafirði eða Dalvík, en hér var hann ekki neinn sérstakur vindsældapamfíll, síður en svo. En það má hins vegar segja um hann, að alls ekki slæmur náungi er hann. og finnst minnst er á spil í pistlinum, þá er einmitt gamall sveitungi Kristjáns og sjálfsagt meðspilari í Bridge einvhern tíman, Hermann Jón tómasson, að taka við sem bæjarstjóri hérna innan nokkura vikna. Hann er hins vegar í Samfó. Og svo allrar sanngirni sé nú gætt Baldur, þá er Birkir Jón nú ekki lengi búin að brölta í einhverju pókerspili, hann fyrst og síðast mjög liðtækur í Bridge líkt og HJT. (gef mér að þú hafir verið að vísa óbeint allavega í að fréttamatur varð er spurðist af pókerspilamennsku BJJ) Það raunar orðið nokkuð algengt með Bridgespilarana, að reyna sig við pókerinn, meiri "aflavon" víst þar að finna.
Magnús Geir Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 22:48
Undarleg færsla hjá Magnúsi
Björn Birgisson, 16.4.2009 kl. 22:55
En eru menn ekki sammála mér um Ástu Hafberg? Veit ekkert um þessa konu en ég vildi að hún væri í öðrum flokki og komin á þing.
Og Sigurbjörg, þú ert með broskalla eins og við hin, það er þessi guli gaur á strimlinum fyrir ofan athugasemdadálkinn hjá þér. Annars eru nú svo mikil brosmær sjálf að þú þarft engan broskall - nema náttúrlega broskallinn hann Gunnar!
Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 23:00
Svona svona Björn!
Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 23:00
OK
Björn Birgisson, 16.4.2009 kl. 23:50
Mér fannst nú minn maður Herbert Sveinbjörnsson komast ágætlega frá þessum fundi líka!! X-O það er málið Þjóðin á þing.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.4.2009 kl. 01:33
Jóna Kolbrún, var ekki búsáhaldabyltingin best komin utan Alþingishússins? Ég fæ ekki með neinu móti séð að þetta fólk eigi erindi inn í þingið. Það er áreiðanlega full þörf fyrir fleiri stjórnmálaflokka - en ekki þetta.
Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 01:37
Fussum svei auðvitað á þjóðin að fara á þing, það er engin spurning.!!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.4.2009 kl. 02:13
Jæja, fyrst þú segir það
Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 02:18
Blessaður vertu Björn, maðurinn sjálfur hann ég, er stórundarlegur svo skrifin eru það líka oftar en ekki! Mér finnst til dæmis margt alveg stórstkemmtilegt sem Baldur skrifar, það segir kannski sína sögu!?
En ég sagðist sammála greiningunni hjá þér Baldur fyrir utan Kristján, í því fólst einmitt m.a. að vera sammála þér um Ástu, hún kom vel fyrir sig orði. En hvar hún ætti annars staðar heima,tja, hvergi bara!?
Magnús Geir Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 09:31
Magnús, sem betur fer er "enginnn maður eins", svo ég noti nú orðalag fjölmiðlanna. Það er mikil blessun fyrir mannkynið hvað við erum ólík hvert öðru og höfum mismunandi skoðanir og sannfæringu.
Hvað Ástu varðar: mér finnst bráðvanta nýjan stjórnmálaflokk ögn til hægri við miðju. Stjórnmálaflokkarnir eru ekki of margir, þeir eru of fáir. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í herkví sem hann mun dúsa í lengi. Ásta er flott og ég vildi sjá meira af henni.
Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 10:14
Sæll Baldur!
við erum já alveg sammála um fjölbreytileikamikilvægið, annað væri nú líka!
En varðandi flokkana og fjölda þeirra til eða frá, þá hafa merkilega margir reyndar verið settir á fót, en þrek og úthald meðlima hefur bara nær alltaf reynst eiga það sameiginlegt að vera svo lítið og alla þolinmæði hefur skort. Svo er þetta bara málið með fjórflokkakenninguna, hún virðist í stórum dráttum svo fjári lífsseig, líkt og með hverja á sem að ósi skal stemma, virðist vilji meginþorra kjósenda alltaf vilja stemma við þá þótt frárennslisskurðir myndist alltaf annað veifið í aðrar áttir eða farvegi.
Magnús Geir Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 23:38
Magnús, smáflokkarnir klikka alltaf á grunninum. FF var stofnaður utan um hefndarþorsta Sverris Hermannssonar og varð strax eins-máls-flokkur. Nýju flokkarnir núna eru ekki raunverulegir stjórnmálaflokkur. Maður þarf ekki annað en lesa bloggsíðurnar til að sjá að ansi margir vilja fá nýja alvöruflokka. Ég skil ekkert í því að enginn slíkur skyldi líta dagsins ljós núna.
Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 23:42
Get alveg tekið undir það, frjórri jarðveg er allavega ekki hægt að ímynda sér en þann sem myndast hefur sl. mánuði.Held þó að FF hafi átt gullið tækifæri til að þróast og eflast ef gæfan hefði verið flokknum hliðhollari og samstaða um einhverja sterka og góða forystu hefði myndast. Því eins og við vitum báðir, þá skiptir það svo gríðarmiklu að fólkið sem ber upp viðkomandi stefnu, sé sterkt og hafi hæfileika til að hrífa fjöldan með sér. Held að slíkt vanti allavega enn sem komið er reyndar hjá hinum nýja foringja Sjálfstæðisflokksins, svo ég nefni það í framhjáhlaupi, en það á kannski eftir að koma, hver veit!?
Annars veit ég, að leiðtoga- eða foringjatal fer í taugarnar á mörgum, en þetta er bara gömul staðreynd og ný sem verið hefur gegnumgangandi í mannkynssögunni, sterkir leiðtogar, forystusauðir til að leiða hjörðina, hafa og verið og verða sjálfsagt lengi enn, forsenda árangurs og velgengni.
Magnús Geir Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.