Leyfum heiðvirðu fólki að bera skammbyssur

Hvers vegna eru menn að ragast í þessu máli? Þótt löggan finni óþokkana verður ekkert við þá gert. Þeir fá kannski nokkurra mánaða skilorð. Látnir greiða 45 000 króna sekt í mesta lagi. Ísland er löglaust land. Hér má myrða, berja, skera, stinga, dópa og nauðga. Það er að vísu amast við því formlega séð en refsingar eru svo vægar að þær skipta ekki máli. Trúlega væri einfaldara að skipta sér ekkert af þessu en leyfa heiðvirðu fólki þess í stað að bera skammbyssur og verja sig.
mbl.is Kominn úr öndunarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnupenni

Varla

Stjörnupenni, 5.4.2009 kl. 14:09

2 Smámynd: Einar Axel Helgason

Fyndist þér í alvöru góð hugmynd að fólk á djamminu gengi með skammbyssur?

Einar Axel Helgason, 5.4.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, ég sé ekki beinlínis fyrir mér að fólk fari vopnað á djammið. Ég var ekki alveg að tala um það.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 14:16

4 Smámynd: Einar Axel Helgason

Ja, þá kemur það nú tæpast þessari frétt við.

Einar Axel Helgason, 5.4.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, kannski ekki beint - en óbeint. Fréttin setur af stað hugrenningatengsl, þú skilur.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Einar Axel Helgason

Já, ef til vill. Ég set mig samt á móti almennri byssueign og vopnaburði. Mál sem þetta hefði til dæmis getað farið miklu verr, hefði einhver málsaðili borið skotvopn. Það er heldur ekki hægt að segja bara „hér eru heiðvirðu borgararnir, hér eru glæpamennirnir.“ Ef bysseign almennings eykst, þá eykst byssueign glæpamanna að sama skapi (enda eru glæpamenn líka fólk). Ég segi ekki að hér séu engir glæpir framdir með hjálp skotvopna – en það er virkilega fátt um slíkt miðað við til dæmis Bandaríkin. Ég held það sé þess virði að halda skotvopnaeign niðri.

Einar Axel Helgason, 5.4.2009 kl. 14:52

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, þetta er auðvitað skynsamlega mælt hjá þér. Vangaveltur mínar eru af því sprottnar að mér hefur lengi ofboðið sinnuleysi gagnvart ofbeldisglæpum.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 15:23

8 Smámynd: Einar Axel Helgason

Það er rétt, ofbeldi þykir oft allt of sjálfsagt en ég held það sé djúpstætt vandamál. Ég minnist þess til dæmis að þegar ég var í grunnskóla (sem var nú reyndar ekki fyrir svo löngu síðan) voru kennararnir oft tregir til þess að grípa í taumana ef einhver varð fyrir einelti eða ofbeldi á skólalóðinni. Ég held að það hljóti að vera útbreiddara en svo að viðgangast aðeins í þessum eina skóla – en ég reikna með að á þessu stigi finni börnin strax að samfélagið leyfi ofbeldi að vissu marki.

Einar Axel Helgason, 5.4.2009 kl. 15:56

9 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Og hvernig leggur þú til að "heiðvirðuleiki" fólks sé mældur til að það hljóti leyfi til byssueignar??  Hins vegar er rétt að mér finnst að fólki eigi að vera vera gefinn rýmri rammi til að bregðast við í sjálfsvörn. Ég held að lög þar að lútandi hveði á um að það vald sem beita  megi í sjálfsvörnað vera "í réttu hlutfalli" -þ.e. af hlutfallslega svipaðri- stærðargráðu og það vald sem arasarmaður/menn beita; en þetta getur meðaljón ekki mælt fyrr en of seint; það er þegar hann er búinn að verða fyrir ofbeldinu; þá má hann sem sagt byrja á að verja sig: eins og einhverjar heiðursmannareglur gildi í þessum miðbæjarfrumskógi? "Jæja nú er komið að þér.."; Nei þaðer haldið áfram að níðast á fóli sem liggur í götunni og ef um hópofbeldi verður úr einhver hystería þar sem einstaklingur leggur ofbeldi í púkk en fyrrar sig á vissan hátt ábyrgða á heildarskaða árásarinnar: Ég sá nýverið umæðuþátt um ofbeldi í úthverfum Parísar (þar sem ég bý lungann af árinu - og nýlega var lögreglumaður myrtur með eigin vopni og 14 byssukúlum rétt hjá þar sem ég bý og geng hjá dag hvern) . Þar vildu fulltrúar lögreglunnar sem vinna á svona svæðum; að mögulegt væri að láta heilan hóp sæta ábyrgð í líkamsárásarmálum þar sem það virðist ætíð vefjast fyrir kerfinu að benda á sökudólg og þ.a.l. dæma í slíkum  málum....Sjálfsvarnar getur þurft að grípa til ef klárt er að manni er ógnað og án þess að bíða eftir að árásin komi. því þá getur það verið of seint - nema auðvitað að maður sé sérfræðingur í sjálfsvörn og telji vörnina létt verk: En aldrei skal vanmeta andstæðinginn.

Pétur Arnar Kristinsson, 5.4.2009 kl. 16:28

10 Smámynd: Björn Birgisson

Mikill fjöldi fer vopnaður á djammið. Ungir karlmenn ganga margir hverjir með hnífa og hika ekki við að beita þeim.

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 17:26

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég væri til í að skoða hvort ekki ætti að leyfa- ekki kannski endilega heiðvirðasta fólkinu að búa saman í úthverfum á lágum leigusamningum og leyfa þeim að bera byssur- í hverfinu. En alls ekki fyrir utan það. Ég er að tala um barnlausa einstaklinga.

En ég er orðinn skíthræddur við byssur í seinni tíð.

Árni Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 18:36

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef lent í því sjálfur um hábjartan dag í Reykjavík að tveir ofbeldismenn veittust að mér. Ég hefði ógjarnan viljað beita skotvopnum en mér hefði liðið betur vopnuðum. Það er ekki þeim að þakka að ekki kom til blóðsúthellinga. Á heimili mínu er ég með tvo riffla en þeir henta ekki vel ef í návígi. Ég ætti kannski að ráðfæra mig við Óskar Arnórsson.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 18:54

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Landið er ekki alveg löglaust - til dæmis eru háar sektir við því að pissa í sjóinn, aka eins og maður utan bæjar og svo er fullkomlega löglegt að setja landið á hausinn.

En:

Ef þú dreifir byssum á lýðinn má búast við að djammið minnki.  Fer samt mikið eftir því hve margir vopnast - ef fleiri - þá minnkar djammið, ef færri, þá verður það ansi svipað.

Þær rannsóknir sem ég hef heyrt af segja að morðum, nauðgunum og öðrum ofbeldisverkum fækki, en á móti fjölgi innbrotum, bílþjófnuðum og skemmdarverkum. Í stórum dráttum sko.

Það er fullt að óttast - ef maður á voða fínan bíl.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.4.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband