Smáfiskar sprikla og það er gott

Það er gaman að skoða hræringar á fylgi smáflokkanna. Bjarni Harðarson með sinn Fullveldisflokk er með 1,5 % og hann þarf að herða róðurinn á síðustu metrunum. Vonandi kemur þessi flokkur að manni og þá helst Bjarna sjálfum. Upp til hópa er þetta gott fólk og Bjarni er auðvitað himnasending í pólitíkina, rammíslenskur dreifbýlisdurgur, stórfróður og rífandi skemmtilegur.

Borgarahreyfingin er í frjálsu falli og verður víst fáum harmdauði. Þar er saman komið múrsteinafólkið og saurpokalýðurinn en þeirra tími er sem betur fer löngu liðinn.

Frjálslyndir eru líka á útleið og er það vel. Flokkurinn var stofnaður kringum heift og hefndarþorsta Sverris Hermannssonar og ekki skánaði bæjarbragurinn þegar Guðjón varð húsbóndi og fyllti öll herbergi af frákasti úr öðrum flokkum.

Er gagn að smáflokkum eða eru þeir bara til trafala? Ég er þeirrar skoðunar að það sé hollt og gott að hafa umræðuna fjölbreytta og því koma smáflokkar gjarnan til leiðar. Best væri að fá einn eða tvo nýja flokka á þing vegna þess að því fer fjarri að núverandi flokkar fullnægi pólitískri eftirspurn Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sko nú erum við farin að tala saman, ég er mjög ánægð með þessa færslu

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:17

2 identicon

Ég held að þeir grænu séu allra athygli verðir? Höfum reynt hitt allt. Íhaldið gerði feil með að framlengja umboð Þorgerðar. Auluðust að kjósa Bjarna en ekki Kristján. ( Gott á þá ).

Held samt svona heilt yfir að það sé sama rassgatið undir þessu öllu. Bæjar og sveitarstjórnarfólk er kapítuli út af fyrir sig. Haldi einhver að það sé ástríðuþungi fyrir almenningi í landinu sem drífur þetta fólk áfram vaða menn villu.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:41

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú færð ágætis mælikvarða á VG næstu 4 árin. Enn sem komið er veit enginn fyrir víst hvernig þeir verða í raun - þeir vita það ekki einu sinni sjálfir. Það mun reyna á forystuhæfileika Steingríms. Hann er með nokkra óalandi þegna með sér, svo sem Atla Gíslason. Það er afar erfiður maður, ótraustur, duttlungafullur og fýlugjarn. Þess vegna held ég að þeir fari ekki í stjórn með Samfylkingu nema meirihlutinn sé traustur.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 19:45

4 identicon

Þú segir fréttir? Mér hefur fundist Atli sexí pólitískt? Össur er hins vegar ótrúlegt dæmi um dómgreindaleysi kjósenda..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:55

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Talaðu við innanbúðarfólk í kjördæminu og fáðu upplýsingar um framkomu hans gagnvart félögunum í sambandi við uppstillinguna. Hann er ekki húsum hæfur. Talaðu við stangaveiðimenn og reyndu að finna einn mann sem ekki hrækir þegar nafn hans er nefnt. Veiðiþjófur, takk fyrir. Bannað að veiða í ám Íslands.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 20:03

6 identicon

14 Maríubænir ef satt er. Helvíti sem ég keypti lúkkið og sannfæringu mannsins..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:14

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hallgerður mín. Hvenær ætlar þú að læra að láta ekki blekkjast af fagurgala karlmanna?

(Vonandi aldrei, hohohohohoh )

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 20:21

8 identicon

Við í L listanum höfum ekki látið blekkjast af fagurgala eins eða neins   Og allir þeir sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og náunganum eiga samleið með okkur. Við erum ekki öll sammála um alla hluti, en berum virðingu fyrir skoðunum annarra.  Við eigum þó eitt sem við erum alveg með á kristaltæru að við getum séð um okkur sjálf,  og þar með verkað upp okkar ósóma líka.

Að velta okkar vandræðum yfir á aðra er okkur ekki til sóma, né heldur á fólk í Evrópu það skilið að við gerum það.   Að trúa því að ekki sé hægt að eiga almennileg samskipti/viðskipti við aðrar þjóðir í Evrópu án þess að gangast undir vald einhvers annars á að vera fráleit hugsun hjá öllum þjóðum. Að búa til hagsmunabandalag hlýtur í eðli sínu að vera til höfuðs einhverjum og til höfuðs hverjum er ESB??? jú löndum utan Evrópu, er það réttlátt ???

En réttlátast er að leggja niður ESB og taka upp eðlileg samskipti við aðrar þjóðir, og þá hverja þá þjóð sem okkur þóknast en ekki samkvæmt valdboði frá Brussel.

Ég mátti til Baldur, þetta lá svo beint við.

(IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:11

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir með þér Baldur, það víkkar umræðuna að hafa smáflokkana inn í dæminu, en eins máls flokkar lifa ekki lengi.

Ragnhildur Kolka, 2.4.2009 kl. 21:47

10 Smámynd: Björn Birgisson

Atli Gíslason er flottur maður. Ætti kannski að kjósa hann! Held hann eigi bróður í Grindavík, flottan karl.

Björn Birgisson, 2.4.2009 kl. 22:13

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki spurning. Atli er rétti maðurinn fyrir þig.

(hehehehehe)

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 22:19

12 Smámynd: ThoR-E

Ég átti ekki orð þegar Karl Mattíasson pastor .. var tekinn framfyrir gott fólk í FF á dögunum. Fólk sem m.a hafði unnið af heilindum fyrir flokkinn árum saman.

Lærðu menn ekkert af flokkaflökkurunum Kristni H. Gunanrssyni.. Jóni Magg .. og einum öðrum sem ég man ekki hvað heitir.

Klúður.... :P

ThoR-E, 3.4.2009 kl. 08:38

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, er í rauninni rétt að líta á þessa "eins máls flokka" sem þú kallar svo, sem alvöru stjórnmálaflokka? Þetta eru miklu frekar þrýstihópar sem eru að misnota það fyrirkomulag sem við höfum á lýðræðinu. Ég efast um að kvennalistinn hafi haft einhver gagnleg áhrif á sínum tíma. Þá voru konur að þyrpast í háskólanám og fengu í kjölfarið störf og laun í samræmi við það.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 08:43

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, þegar máttarstólparnir fúna hrynur húsið. Komdu þér út undir bert loft í tæka tíð!

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband