Enn tuðar Siv í draugaskipinu

Þessi málflutningur Sivjar er henni til skammar. Hún talar eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver smáflokkur sem ekki sé mark á takandi. Halló! Sjálfstæðisflokkurinn er með 37% atkvæða, hann er langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi, langstærsti flokkurinn á þingi með meir en þriðjung þingmanna! Svo talar þessi stelpa eins og hægt sé að hunsa Sjálfstæðisflokkinn bara af því að hann er einn á báti en hinir fjórir saman í draugaskipinu . Við skulum ekki gleyma þessari skyrslettu stelpunnar á mótorhjólinu.
mbl.is Vilja taka önnur mál framfyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Bíddu... um hvaða fylgi ertu að tala? Síðustu kosningar, nýlegar skoðanakannanir eða hvað?

... og nei, ég var ekki að grínast.

Björn Leví Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 15:26

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vitanlega er ég að tala um kosningar, drengur. Það fer enginn maður inn á þing í krafti skoðanakönnunar.

Jú, ég held enn að þú hafir verið að grínast.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Venjulega myndi ég vera sammála þér að miða við síðustu kosningar en þú verður nú að viðurkenna að ýmislegt hefur breyst á undanförnum mánuðum sem gerir það að verkum að síðasta kosningafylgi þýðir bókstaflega ekki neitt.

Ég skal samt útskýra hvað ég á við. Í síðustu kosningum lofuðu allir flokkar hinu og þessu. Kosningasamningar við kjósendur voru settir og stjórnarsáttmáli út frá þeim samningi. Ef við skoðum bara kosningasamningana (því það er nýr stjórnarsáttmáli sem xD á ekki hlut að) þá getur ENGINN flokkur staðið við þá samninga sem gerðir voru við kjósendur í síðustu kosningum. Því getur enginn flokkur tautað né raulað (hvað þá hún Sif) um hvað fylgi þeir hafa frá kjósendum.

Að vísa í kosningafylgi þessa dagana er blekkingaleikur, vinsamlega útskýra hvaða fylgi þú átt við þegar þú notar það. Ekki gera sömu mistök og Solla þegar hún sagði "Þið eruð ekki þjóðin" ... 

Er orðinn pínu þreyttur á þessum blekkingaleik xD... aftur, smá útskýring.

Kosningaáróður xD:
"Kjósum ekki margra flokka stjórn, kjósum xD" ... bull bull bull - að einhver falli fyrir þessum "rökum" er skammarlegt.

"Við vitum að stjórnmálaflokkar standa hvort eð er ekki við loforðin sín þannig að við ætlum bara að sleppa þeim" ... ertu ekki að grínast? Í framhaldi sagði DO: "Ég trúi því ekki að Íslendingar séu svo heimskir að kjósa loforð". Þetta þýðir væntanlega að allir sem kusu ekki xD eru heimskir... í grófum dráttum sagt þá kallaði DO rúmlega 60% þjóðarinnar heimskingja. 

... Dómarar, Þjóðhagsstofnun, bankarnir, Síldarframleiðsla ríkisins (eða hvað það nú hét), þjóðarsáttin, kennaraverkfallið ... 

Þegar ég var 17 ára var mér boðið í fyrirpartý hjá ungum sjálfstæðismönnum. Þar var boðið upp á bjór ... fyrir 14 ára félaga minn til dæmis. En einungis ef þú gerðist skráður meðlimur í xD. Ég spurði hvort það þýddi þá að ég yrði að kjósa xD og fékk svarið "Já" við þeirri spurningu.

Þannig að ég afsaka bara aftur, ekkert... EKKERT hefur sýnt mér að xD starfi heiðarlega fyrir þegna landsins og eigi snefil af virðingu skilið. Ég er hins vegar ekki óforbetranlegur. Ég trúi að fólk breyti til .. sérstaklega af því að lýðræðislegt samfélag miðast við að enginn einn maður skipti sköpum heldur komi maður í manns stað.

... ég er enn að bíða eftir:

1. Afsökun, Geir komst langleiðis með að gera gott það sem áður var slæmt ... því miður voru hendur hans of bundnar af flokkshagsmunum.

2. Breytingu ... 

3. Vott af rökrænni hugsun.

Björn Leví Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessa hugleiðingu. Ég velti því stundum fyrir mér hvort flokkar ættu ekki yfirleitt að forðast loforð fyrir kosningar. Það er svo annað mál að þeir verða að kynna stefnu sína. Mér fannst til dæmis ótækt þegar þingmenn úr Framsókn og Sjálfstæðisflokki LOFUÐU Siglfirðingum göngum gegnum fjöllin ef þeir bara kysu þá. Þetta var siðleysi. Kæmi til greina að hreinlega banna þessa tegund pólitískra loforða, því raunverulega eru þetta ekki annað en mútur?

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 16:15

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ég sé loforð sem hluta af þeim kosningasamningi sem flokkurinn gerir við kjósendur. Að sjálfsögðu er siðleysi að segja "þú færð þetta ef ég fæ hitt" ... en er það ekki pínu eins og bönkunum og fleira var úthlutað?

Loforð = almenn staðhæfing um aðferðir og aðgerðir

Mútur = ... það sem þú sagðir.

Það eru fullt af ástæðum fyrir því að lofa, réttara sagt ENGIN ástæða fyrir því að gefa ekki loforð, en glæpsamlegar ástæður fyrir því að múta.

Björn Leví Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 16:24

6 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera við stjórn á Íslandi í hvað..16-18 ár...þeir eru snillar+ að kenna öðrum um ófarirnar og ég hef oft verið pisst off þegar framsókn var kennt um allt sem aflaga fór, þeir voru bara leppar...og svo samfylkilkingin þar á eftir...fyrir mér eru sjálfstæðismenn eins og smábörn...þegar þeir eru staðnir að verki þá benda þeir á samstarfsflokkinn og því miður hefur íslenska þjóðin trúað þessu eins og nýju neti!! Aumingja flokkarnir sem hafa lagt lag sitt við þennan flokk..því þeir fá skellinn...ekki sjálfstæðisflokkurinn!!..Nei allt hinum að kenna...hans háting Davíð Oddsson er enn við stjórn sjálfstæðisflokksins (ekki opinberlega) og enginn innan raðar þeirra vogar sér að andmæla manninum jafnvel þó hann hafi farið úr flokksforustunni og settur í bómull í seðlabankanum, merkilegt hvað hann náði að þegja opinberlega lengi..en um leið og hann gat fór hann að "gapuxast" og flokksbræður hans sátu eins og litlir krakkar að bíða eftir sleikjó...og gera enn..(pabbiDabbi)..Sjálfstæðisfólk heldur enn að það sé bara í stofunni heima hjá "pabbaDabba"...VAKNA..heimskúlan sefur ekki eins og þið!!!Hver innleiddi einkavæðinguna?? Hroki þessa Hitlers Íslands sýndi sig í ræðu hans á flokksþingi sjálfstæðismanna núna um daginn og klappið og hláturinn í salnum sýndi heiladauðadýrkun blessaðra kálfana.

Linda Gunnarsdóttir

Linda Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 12:23

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk, Linda. Ég skal íhuga þetta. Í dag er það bara náttúrufegurð og síðan sönglist með kvöldinu hjá mér. En það er ekki alveg svo slæmt að allir Sjálfstæðismenn neiti ábyrgð sinni, þótt eflaust geri það einhverjir. En viltu þá ekki líka þakka fyrir allt hið góða sem Sjálfstæðismenn hafa unnið á þessum yndislega framfaratíma?

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 13:00

8 identicon

Jú ég bið afsökunar á ókurteisi minni...ég vil endilega þakka sjálfstæðsmönnum fyrir að hlúa svona vel að þjóðinni...hélt reyndar að þjóðin væri rúmlega 300 þús. manns...átti að átta mig á því að hún er bara rétt um 30 einstaklingar...afsaka heimsku mína...reyndar er þetta ekki alveg rétt hjá mér...30 stuttbuxnadrengir átti ég við...og pabbi Davíð var stoltur af strákunum sínum...ert þú einn af þeim?

Linda (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 14:03

9 identicon

og jú Baldur minn....mikið skal ég þakka allt hið "góða" sem þið hafið gert fyrir okkur þjóðina...það er ljótt að þakka ekki fyrir sig..þakka ykkur fyrir að lánin okkar hafa margfaldast...þakka ykkur fyrir að við erum nú skráð á hryðjuverkaskrá heimsins...þakka ykkur fyrir ofurlaun ykkar sem þurftuð að sjá um öll þessi mál þjóðarinnar...(vorkenni ykkur hjúts og þið áttuð sko skilið 65.000.000 á mánuði fyrir allt vesenið)..þakka ykkur fyrir börnin okkar sem ekki fá vinnu í sumar...þakka ykkur fyrir atvinnuleysið...þakka ykkur fyrir hrun fyrirtækjanna...já mikið þökkum við þjóðin fyrir okkur...en úps..þetta var ekki sjálfstæðisflokknum að kenna!!!

Linda (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 14:17

10 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

og ekki gleyma stuðningnum við íraksstríðið... sleppti því í upptalningunni áður því að það er kapítuli út af fyrir sig. Ég vil kalla það mesta illvirki Íslandssögunnar.

Björn Leví Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 14:38

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þú áttir þátt í því að steypa illfyglinu Saddam Hussein og koma á lýðræði í Írak. Vertu stoltur af því eilíflega.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 14:41

12 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Já fyrirgefðu, ég er að springa úr stolti vegna þess að Íslendingar hjálpuðu heiminum að taka gereyðingarvopn af Írak. Ég kems ekki yfir það hversu stoltur ég er af því að þúsundir óbreyttra Íraka hafa látið lífið af okkar völdum. Ég er gríðarlega stoltur yfir því að við hunsuðum bara íslensk lög og hjálpuðum samt til.

Ég mun eilíflega benda á þessa ákvörðun og segja: "mikið er nú æðislegt að geta sagt að Ísland hafi tekið þátt í blóðugu og alþjóðlega ólöglegu stríði".

Ég gæti ekki verið ánægðari með aftöku Saddams, ég sef betur á nóttunni núna.

(málsgreinarnar hér að ofan innihalda kaldhæðni, dragið niðurstöður með það í huga).

 Vinsamlega ekki vera svona gríðarlega blindur á HVERNIG Saddam var steypt af stóli ... að einblína einungis á niðurstöðuna afsakar alls ekki aðferðina. Ég get til dæmis sagt án þess að blikka að "niðurstaða" kapítalismans er alls ekki slæm... aðferðin sem hefur verið beitt undanfarin ár er aftur á móti óafsakanleg.

Ignorance is bliss segja þeir á enskunni, þýtt sem "sælir eru einfaldir". Kannski ekki besta þýðingin ... en ég segi aftur, ég bíð eftir vott af gagnrýnni hugsun.

Björn Leví Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 15:09

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hoho þarna lékstu á mig. Í fyrstu fannst mér þú fara dálítið offari í stoltinu en létti stórum er ég las að þetta væri kaldhæðni. Einhvern tíma var þó sagt að kaldhæðnin væri brynja hinna veiklunduðu. Ætli við eigum það ekki sammerkt, ég og þú, að við erum báðir sælir og einfaldir?

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 15:16

14 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Nei, í þessu tilviki þá var kaldhæðnin notuð einmitt til þess að leggja áherslu á hversu skrítið það væri að vera stoltur af því sem Íraksstríðið stóð fyrir. Það var ekki brynja í þessu tilviki heldur ætlað að setja lesandann í þau spor að vera stoltur yfir einmitt þessum atriðum.

Íslenskan er dálítið slæm með þetta, sarcasm og irony er hvoru tveggja þýtt sem kaldhæðni en irony er frekar það sem þú vísar í sem "brynja hinna veiklunduðu". Það sem ég sagði var sarcasm.

Tók það einmitt sérstaklega fram að þessar athugasemdir væru kaldhæðnislegar vegna þess að kaldhæðni er einmitt mjög erfið framkvæmdar í texta, miklar líkur á að fólk misskilji boðskapinn.

Síðasta málsgreining mín var svona almenns eðlis með vísun í þá gagnrýnu hugsun sem ég bíð enn eftir að sjá hjá mörgum kjósendum á Íslandi. Eins og Linda segir þá hefur xD náð að halda í svona "leppflokka" ... DO byrjaði með því að nappa Jóni Baldvin í stjórn með sér, sá leppflokkur er nú ekki til lengur sem virkur stjórnmálaflokkur. xB er "líklega" búinn að læra að fara ekki í stjórn með xD næstu áratugina og MJÖG ólíklegt að xS láti plata sig aftur á næstunni með fögrum orðum og lofum um samvinnu.

Eini flokkurinn sem er eftir er xF því langt er í að ég sjái VG (darn, man ekki listabókstafinn) ganga í sæng með xD. Hef aftur á móti ekki trú á að xF nái nokkurn tíma þeim fjölda atkvæða sem xD þarf til að ná meirihluta með þeim.

... en já, gagnrýna hugsunin og einfeldnin hjá þessum stjórnmálamönnum. Þeir eru voðalega fljótir að gleyma þegar þeim eru boðnir ráðherrastólar.

Björn Leví Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 15:32

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir þessa laugardagshugvekju, Björn. Ég þyrfti að fá betri skilgreiningu á muninum á sarcasm og irony, maður kannski finnur hana á netinu.

Baldur Hermannsson, 4.4.2009 kl. 16:07

16 identicon

Held þú ættir að browsa á netinu..gætir orðið fróðari vinur

Li nda (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband