Birgir ætti að hunsa sólgleraugun og skeggið

Meir en þriðjungur þingmanna vill faglega meðferð á málinu eins og Alþingi ber skylda til en óðagotið á vinstri flokkunum tekur út yfir allan þjófabálk. Ég er sérstaklega ánægður með frammistöðu Birgis Ármannssonar. Þar er kominn vaskur fulltrúi þeirrar æsku sem tekið hefur við stjórnvöl í Sjálfstæðisflokknum og mun einnig taka við stjórn Íslands þegar fram líða stundir.

Birgir er vel menntaður piltur, ágætlega máli farinn, undirbýr sig alltaf af stakri alúð og það er áberandi hvað hann skarar alltaf fram úr í allri umræðu sem hann tekur þátt í. Hann er dálítið gamall í fasi og minnir mig á höfðingja fyrri daga, Ólaf Jóhannesson, Ólaf Björnsson og fleiri slíka þungaviktarmenn.

Sumir eru að fjargviðrast yfir því hve settlegur hann er og óneitanlega hafa þeir dálítið til síns máls. Hann gæti rigsað um með sólgleraugu að hætti Helga Hjörvars, látið skeggið vaxa að hætti Össurar, steytt hnefa og barið fólk að hætti Steingríms - allt væri þetta til þess fallið að breyta ímynd hans og vekja athygli almennings, en ég legg samt til að Birgir haldi sínu striki: haldi áfram að vera fyrirmynd annarra þingmanna um virðulega og málefnalega umræðu, vönduð vinnubrögð og skynsamlegar ályktanir. Birgir á eftir að ná langt á því sem hann þegar er. Einn góðan veðurdag mun hann vakna sem forsætisráðherra Íslands. Hann ætti að hunsa sólgleraugun og skeggið.


mbl.is Skylda að koma í veg fyrir vanhugsaðar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband