Dónaskapur í ranni biskups

Ekki efast ég um að bak við þetta ógnvekjandi Drakúlabros býr hlýr og góður drengur. En hvernig er annars ráðningu þjóðkirkjupresta háttað? Það er algerlega óviðunandi að klerkur sem gerst hefur sekur um dónaskap við fermingarbörn fái að snúa aftur til starfa eins og ekkert sé - ég er þá auðvitað ekki að tala um Ólaf Jóhann Borgþórsson heldur kollega hans á Selfossi. Mér fannst það réttlátur dómur í Hæstarétti, sem sýknaði hann af glæpsamlegum verknaði, því dónaskapur og glæpur er ekki það sama. En það gengur ekki að hafa dóna í hempu. Dónar eiga að sinna öðrum störfum þar sem þeir geta klæmst og þuklað án þess að særi. Karl biskup hefur lagt sig í líma við að fullkomna ásýnd hins góðgjarna, guðhrædda manns, en í embætti biskups þarf ákveðinn mann og skörulegan sem ekki lætur dónaskap viðgangast í sínum ranni.
mbl.is Valinn prestur í Seljaprestakalli
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur allavega treyst því ágæti kennari að við fáum ekki betri menn en Óla Jóa í þessi embætti.

Axel Davíð (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:35

2 identicon

Þessir menn eru allir lygarar... það er ekki gott að vera lygari, tala nú ekki um að ljúga að ungum börnum fyrir peninga

DoctorE (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:04

3 identicon

Í hvaða stétt leyfist klám og þukl?

Axel (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, í hug koma súlustaðir og þess háttar.......

DoctorE, er þetta ekki fullharður dómur?

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 12:14

5 identicon

Harður dómur???
Að hér vaði uppi menn sem ljúga í börn og almenning að það sé súpergeimgaldrakarl sem elskar þau... EF þau elska hann fyrst... annars eru það pyntingar.
Þetta er ekki embætti, þetta er púra svikamylla sem sogar til sín þúsindir milljóna árlega.

Hversu steiktir & siðlausir þurfa menn að vera til að ljúga & boða svona vitleysu

DoctorE (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:43

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er skynsamlegt að beita sömu rökum á trúarbrögð og veraldleg fyrirbæri á borð við efni og orku? Prestur sem trúir á Krist lýgur ekki þegar hann boðar trúna. Á sama  hátt geturðu ekki sagt að þeir sem treystu lögmálum Newtons hafi logið, vegna þess eins að Einstein var ekki búinn að setja fram afstæðiskenninguna og þeir gátu því ekki þekkt hana.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 12:48

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Að hér vaði uppi menn sem ljúga í börn og almenning að það sé súpergeimgaldrakarl sem elskar þau... EF þau elska hann fyrst... annars eru það pyntingar.

Já, já, Doctor E prestar segja einmitt þetta!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.4.2009 kl. 13:20

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Uss nei, kæra vinkona, við erum ekki að yfir neitt strik hér í dag....

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 13:34

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Prestur sem trúir á Krist lýgur ekki þegar hann boðar trúna.
Hugsanlega ekki, en guðfræðimenntaður prestur úr Háskóla Íslands sem boðar að kristur hafi fæðst í Betlehem um jólin eða dáið á krossinum á Páskum, hann boðar gegn betri vitund.  Lýgur.

Matthías Ásgeirsson, 1.4.2009 kl. 13:50

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Matthías, það er ekki mitt að svara fyrir presta, en þegar ég les athugasemd þína, þá skil ég vel hvað þú ert að fara - en mér finnst enn að ekki sé rétt að nota mælikvarða raunhyggjunnar á trúarbrögð.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 13:57

11 identicon

Matthías, það var enginn að segja að Kristur hefði fæðst 25. desember og það kennir enginn prestur. Hins vegar er haldið upp á fæðingu frelsarans 25. desember og það er eins með páskana.

DoctorE..

úff.. margur hefur nú brennt sig á því að fara í rökræður við þig en ég ætla samt að svara þessu..

"...súpergeimgaldrakarl sem elskar þau... EF þau elska hann fyrst... annars eru það pyntingar."

10Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.

11Þið elskuðu, fyrst Guð hefur elskað okkur svo mikið þá ber okkur einnig að elska hvert annað - 1.jóhannesarbréf 4:10-11

Ég veit ekki hversu vel þú hefur fylgst með í sunnudagskólanum en skv kristinni trú kemur kærleikurinn fyrst frá Guði og okkur ber að elska hvert annað og Guð á móti en ekki öfugt.

Ekki halda það að Guð elski þig ekki vegna þess að þú elskar ekki hann, þá ertu allavega kominn í eitthvað annað en kristindóm. Kærleikurinn frá Guði er ekki verðskuldaður, ef hann væri það, þá ætti enginn von.

Axel (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:12

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, það er gott að hafa mann eins og þig á staðnum.

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 12:16

13 identicon

Takk fyrir það Baldur og sömuleiðis

Axel (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband