Kommarnir eru hlutlausir

Sigmundur Ernir farinn af Stöð 2 og kominn á lista hjá Samfylkingu, Robert Marshall farinn af Stöð 2 og kominn á lista hjá Samfylkingu, Baldur Þórhallsson sem verið hefur allsherjargoði ríkisfjölmiðlanna um árabil þegar stjórnmál eru annars vegar er kominn á lista hjá Samfylkingu.  Kommarnir stýra umræðunni í þjóðfélaginu og þeir hafa gert það lengi. Þeir þræta fyrir það svona til málamynda en staðreyndirnar blasa við. Á íslenskum fjölmiðlum gildir reglan: að vera vinstri sinnaður er að vera hlutlaus. Þess vegna er íslensk fjölmiðlun svo óumræðilega lágkúruleg. Allt sem vinstri menn koma nálægt verður lágkúra.
mbl.is Listar samþykktir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Baldur!

Misstir þú ekki spón úr aski þínum þegar krumminn flaug af skjánum?

xd (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:11

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Allt hefur sinn tíma, allir góðir hlutur eiga sinn enda. Það er ekki gott að eldast á fjölmiðli. Það er starfsvettvangur fyrir unga menn. En takk samt fyrir umhyggjuna.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Björn Birgisson

Svona blogg er neðan við beltisstað. Spurðu bara Bubba. Virtu vinstri menn, þeir eru nær þér, og þínu hjarta, en þú gerir þér grein fyrir!

Björn Birgisson, 1.4.2009 kl. 00:16

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel mælt Grindvíkingur, ég elska syndarann þótt ég hati syndina.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 00:17

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef að spyrja þarf Ásbjörninn er svarið verulega óþarft Björn.

Steingrímur Helgason, 1.4.2009 kl. 00:36

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hannes Hólmsteinn sagði í frægu sjónvarpsviðtali að sjálfstæðismenn væru nánast algjörlega ópólitískir, græddu á daginn og drykkju rauðvín á kvöldin, meðan vinstrimenn ræddu pólitík.  Svona kenningar og pælingar eru skemmtilegur samkvæmislekur og það er aldrei að vita nema eitt og eitt sannleikskorn leynist í pælingunum þó þetta sé að mestu til gamans gert.

Sigurður Þórðarson, 1.4.2009 kl. 06:54

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sagði hann það. Tali hver fyrir sig, segi ég nú bara.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 10:04

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þeir hoppa á þann vagn sem þeir telja vinsælastan þá stundina.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2009 kl. 10:24

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Skilja menn nú hvers vegna lotning fyrir erlendu valdi hefur einkennt fjölmiðlana ? Skilja menn hvers vegna þeir sem hallmælt hafa Sæluríki Sossanna, hafa verið úthrópaðir í Baugsmiðlunum ?

Nú á að senda útsendara Samfylkingarinnar á Alþingi, eftir vel unnin störf á fjölmiðlunum. Nú er verið að undirbúa loka-hnykkinn, til að nauðga okkur inn í Evrópusambandið.

Hvílík niðurlæging að hafa stjórnmálaflokk í landinu eins og Samfylkinguna. Flokk sem veifar rauðum dulum hins dauða kommúnisma og kyrja Internationalen með krepptum hnefa. Flokkur sem þannig hampar táknum hins erlenda valds á ekkert skilið nema fyrirlitningu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.4.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband