Vesalings kerlingin veit ekki sitt rjúkandi ráð

Það er dapurlegt að lesa þessa frétt. Vesalings gamla kommakerlingin er ekki með á nótunum, hún veit ekkert hvað er að gerast í kringum hana, hún er leiksoppur varga á borð við Össur Skarphéðinsson og Steingrím Sigfússon sem nota hana fyrir stimpil á litlu valdaplottin sín. Nú ætlar hún að gera sig að landráðamanni með því að afhenda skriffinnum í Brúsel fullveldi þjóðarinnar. Við, þessi litla yndislega smáþjóð, eigum ekkert erindi í gin úlfanna. Það er auðsýnt hvað þeir hafa í hyggju, Össur og Steingrímur. Þeir ætla að tefla fram þessari gömlu, fáfróðu konu og stjórna öllu á bak við tjöldin, því sjálf ber hún ekkert skynbragð lengur á eitt eða neitt sem er á seyði. Þetta er ljótur leikur hjá þeim kumpánum.
mbl.is Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála - ljótt að plata "fullorðið" fólk,  illa farið með kellu

Jón Snæbjörnsson, 29.3.2009 kl. 17:56

2 identicon

Hingað til hefur Steingrímur Jóhann Sigfússon verið harður andstæðingur Evrópusambandins. Þar með skil ég ekki þær hugmyndir þínar um að hann ætli sér að nota sér Jóhönnu Sigurðardóttur til þess að koma Íslandi í Evrópusambandið og ráða síðan öllu sjálfur.

Grímur Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já veslings kerlingarálftin, þeir áttu að leyfa henni að fjara út í kyrrþey eins og hún vildi sjálf. Núna drösla þeir henni nauðugri upp í stjórnaráð, gera hana að forsætisráðherra og syndga svo ríflega í hennar nafni. Þessum mönnum er ekkert heilagt.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:02

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hafa ekki stórveldin hertekið okkur jafnoft og þeim hefur sýnst? Hafa ekki frændþjóðir okkar ráðskast með okkur að vild bæði fyrr og síðar? Hafa ekki Íslendingar staðið af sér alla óáran hingað til sem yfir þá hefur dunið? Heldur þú virkilega að vesæl kommakerling geti ekið vitsmunaverum eins og ykkur í þrot úr því að þið gátuð það ekki almennilega sjálfir?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 29.3.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benedikt, ansi ertu djúpur núna!

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég hugsa til þess með hryllingi að kommarnir verði til þess að bjarga okkur úr þessum úlfskjöftum.

Hvað býr undir?

Nú er landinu stjórnað af kommum, hommum, lesbíum, stjórnleysingjum (anarkistum), níhílistum og Samsullinu ásamt lyðveldishernum af Austurvelli.

Það eru eftirtaldir sem skal aldrei trúa né treysta; stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og opinberir starfsmenn.  Og nú eru allir starfsmenn bankanna "opinberir starfsmenn".    Hjálp!!!

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 29.3.2009 kl. 18:14

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já  við verðum bara að fara með Faðirvorið og treysta á Vinstri Græna!

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:24

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

GUÐLAST!!!   Að minnast á Faðirvorið og VG í sömu setningunni.  Hvað segir Jón Valur um þetta?

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 29.3.2009 kl. 18:29

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Shit, hvar er nú grænsápan góða..........

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 18:30

10 identicon

Ég vona að þjóðin taki höndum saman, hætti að hlusta á fögur loforð úrsérgenginna þingmanna og kjósi  L-listann. Ég get ekki hugsað mér að kjósa neitt annað.....Steingrím kýs ég ekki svo lengi sem hann er í bandi með Sundrunar-fylkingunni, og sjálfsæðisflokkurinn að riðlast í tvær andstæður....phuhhh

anna (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:04

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

L-listinn, er það ekki Bjarni Harðarson? Bjarni er drengur góður, greindur og skemmtilegur og sannur Íslendingur. Þú ert í góðum félagsskap ef þú ætlar að styðja hann.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:11

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef alltaf talað geysivel um Angelu Merkel, Margréti Thatcher og margar aðrar framákonur. Ég leggst hinsvegar ekki svo lágt að undanskilja konur opinberri gagnrýni. Það verða að gilda sömu lögmál um þær og karlmenn. Eða ertu kannski á móti jafnrétti?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:27

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góða nótt mín ljúfa.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband