Björg er flott kelling

Björg Thorarensen er flott kelling, sjarmerandi og leiftrar af gáfum. Merkilegt hve margir lögfræðingar eru skemmtilegir og sjarmerandi....Björg, Jón Steinar, Brynjar Níelsson, Davíð Oddsson og miklu fleiri.

En það vita færri að Björg er dúndur söngkona. Ég hef hlustað á hana syngja og það var eins og íturvaxinn engill hefði stigið af himnum ofan og tæki lagið með hinum dauðlegu.

Ég tek mikið mark á Björgu og staðnæmist þessa stundina við eftirfarandi ummæli hennar:

"Björg sagði að ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn og niðurstaða dómstólsins yrði á þann veg að á Íslandi hvíldi greiðsluskylda þá lægi fyrir staðfesting á lagalegri skyldu Íslendinga og í framhaldinu þyrftum við að semja við þær þjóðir um hvernig við ættu að greiða kröfuna. „Þá þarf að semja um greiðslutíma, vexti og annað. Þá er staða okkar auðvitað talsvert veikari því þá er búið að úrskurða um greiðsluskylduna.“"


mbl.is EFTA-dómstólinn líklegastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Veit þú meinar vel en hún er engin kelling samt. Hún er flott dama.

Sjonni G (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 14:10

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hún ætti kannski að halda sig við sönginn í stað þess að tala máli "hyskisins"?

Magnús Sigurðsson, 22.2.2011 kl. 14:14

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Allt eru þetta kellingar, Sjonni minn, litlar kellingar, ungar, flottar, ríkar og gamlar kellingar.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 14:35

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, við sem erum háþroskaðir menn verðum að hlýða á allar röksemdir í málinu. Mikil og þung er sú ábyrgð sem hvílir á herðum vorum.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 14:36

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki ágætt ef þannig fer að fá þá úr því skorið fyrir dómstóðum hvort við "þurfum" að borga þetta eða ekki - fólk almennt er ekki á einu máli hér sem svo oft áður .....

kanski má birja á að leggja til hliðar ef fer á verri veginn

Jón Snæbjörnsson, 22.2.2011 kl. 14:56

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, hún er mörgum erfið þessi nagandi óvissa. En þetta er eins og einhver útlendingurinn sagði: blanda af lögfræði og stjórnmálum, og það er aldrei auðveld blanda.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 15:02

7 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er blanda af lögfræði, græðgi, stjórnmálum, glæpum og trassaskap yfirvalda í þremur löndum.

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 15:20

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Baldur, ef Jón stóri, þekktur handrukkari bankaði upp hjá þér eitt kvöldið, ræki þig út, og segði þér að skilja bílinn eftir í leiðinni, hvað myndi þú gera???

Hringja í lögregluna??  Og þegar hún bankaði upp, þá myndi Jón sterki sína henni plagg sem segði að samkvæmt EES samningnum ætti hann þetta hús, því þú hefðir mismunað honum einn dag með því ryðjast fram fyrir hann í röðinni í Bónus.  Og þar sem hann vitnaði í EES, þá væri þetta milliríkjadeila, og þar með yrðir þú að stefna honum.

Hvað myndi þú gera ef lögmaðurinn þinn héti Björg, syngi fallega, en segði þér að þú gætir tapað málinu, og ef þú  gerðir það, þá sætir þú uppi með lögfræðikostnaðinn að auki, auk skaðbótakröfu frá Jóni sterka.

Myndir þú spyrja hana um rökin?????   Um rökin fyrir þessu "ef-i", af hverju hún teldi að dómsstólar myndu dæma gegn skýrum lagatexta???  Eða myndir þú gefast upp????

Myndir þú sjálfur stela, ef lögfræðingur segði þér að "ef" dómsstóll myndi dæma þig saklausan, þá yrðir þú ríkari???  Lögin eru skýr um lögleysi þjófnaðar, en það er þetta "ef"????

Það er engin óvissa í málinu, þeir sem hafa sagt hana verið til staðar, hafa ekki rökstutt hana í einu einasta orði, vitna ekki í neina greinargerð, nema álit ESA sem Lárus Blöndal sagði vera vonda lögfræði.

Þú gleymir því Baldur að dómur EFTA dómsins er fordæmisgefandi, ef það er hægt að dæma ríkisábyrgð á þjóðir, þvert gegn þeim milliríkjasamningi sem málið er reist á, þá er allt hægt samkvæmt dómi.

Allt, hugsaðu þá hugsun til enda.

Og farðu síðan að spyrja þá sem þú vitnar í um rök.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 15:27

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Menn vilja gleyma þeim möguleika á að Bretum og Hollendingum verði meinað að láta reyna á lögin. Hagsmunir ESB eru miklu ríkari að fá ekki dóm heldur en jafnvirði stöðumælasekta 1 árs í London. Þær væru jafnvel tilbúnir að greiða þetta til Breta og Hollendinga og láta síðan greiðsluna hverfa í bókhaldi sínu, sem engir heilvita menn samþykkja og nenna ekki að skoða.

Eggert Guðmundsson, 22.2.2011 kl. 15:44

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þeir mun að sjálfsögðu biðja okkur um að halda kjafti um greiðsluna og taka loforð af okkur um að segja ekki Össuri frá.

Eggert Guðmundsson, 22.2.2011 kl. 15:51

11 identicon

Sæll.

Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neyðarlögunum, ESA virðist vera búið að gefa okkur grænt ljós á þau. EFTA dómstóllinn á að dæma eftir lögum og eins og Ómar benti á nýlega, ef ég skyldi rétt, kemur greinilega fram að ekki er ríkistrygging á innistæðutryggingasjóðnum í tilskipunum ESB. Af hverju ættum við þá að vera hrædd við EFTA dómstólinn? Er hann ekki bara enn eitt hræðslutækið?

Ef við síðan gefum okkur að EFTA dæmi okkur í óhag, fari ekki eftir lagabókstafnum, eru þeir í raun að segja að ríkistrygging hafi verið á innistæðutryggingasjóðum og hvaða afleiðingar hefur það fyrir aðrar Evrópuþjóðir? Þá þyrftu Bretar t.d. að borga innistæður íbúa á Mön eða var það einhver önnur eyja?

Helgi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 17:06

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi, ef þeir dæmdu ríkisábyrgð á innlánum, þá er sjálft fjórfrelsið í uppnámi.  Viðskipti eiga að flæða milli landamæra án þess að ríkisafskipti skekki samkeppnistöðuna. 

Þeir sem fullyrða um að EFTA dómurinn gæti dæmt gegn gildandi lögum, þeir hugsa aldrei þá hugsun til enda hvað það þýðir fyrir Evrópusambandið og lög þess.

Ef það er hægt að dæma þjóð til ábyrgðar á skuldum einkaaðila án þess að um slíkt sé kveðið á í lögum, þá hefur ESB í fyrsta lagi tekið yfir sjálfsforræði þjóða, og síðan má dæma allt, eftir á.

Til dæmis, þá væri hægt út frá félagsmálapakka ESB, hægt að dæma Norðmenn til að afhenda Brussel olíusjóðinn, því þessi ríflegi lífeyrissjóður þeirra mismunaði fólki og gerði fátækari ríkjum ókleyft að laða til sín hæft starfsfólk.  Eða þá að olían væri sameiginleg auðlind því það væri forn árframburður af meginlandi Evrópu sem hefði skapað þessi setlög sem urðu síðan að olíu í Norðursjó.

Og svo framvegis, takmörkin réðust aðeins af hugmyndaflugi sækjenda, og styrk þeirra sem færu af stað með ólögvarða kröfu.

Ef einhver hefði hafið umræðuna á þessum forsendum, til dæmis í lok árs 2007, þá hefði hann snarlega verið úrskurðaður veruleikafirrtur og settur á hæli.

Það eru jú takmörk fyrir allri vitleysu sem hægt er að halda fram.  

Minni á orð Sigurðar Líndals;

"ríkisábyrgð  "yrði að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild."" .

Á meðan ekki er bent á skýr fyrirmæli í lögum, skýr ákvæði alþjóðasamninga eða bendir á löglega bindandi yfirlýsingar ráðamanna, þá er verið að blekkja,gert í þeim eina tilgang að hræða þjóðina.

Það er ljótt að hræða börn, hvað þá fullorðið fólk til að loka sjúkrahúsum og skera niður menntun barna sinna.

Það er mál að þessum leik linni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 17:42

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef áætlanir standast jafngildir Icesave fjárhæðin einu stykki Hörpu. Það er viðráðanlegt.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 23:01

14 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn, skiptimynt miðað við klúður fyrrum Seðlabankastjóra í fjármálastjórn bankans. Harpa, kannski. Hvenær ætlar Íslendingum að skiljast að þeir eru að fara ótrúlega létt í gegnum þessa kreppu? Vissulega töpum við fjármunum. En hverjir bera mesta tapið? Svo sannarlega ekki við Íslendingar. Og það sem meira er: okkur er öllum skítsama um sérhvern erlendan aðila sem stórtapar á hruni bankanna. Er það eðlilegt sjónarmið? Er budda nágrannans eitthvað ómerkilegri en buddan okkar? Sjálfhverfari þjóð er vandfundin á jarðarkringlunni.  

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 23:12

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég kannast ekki við neitt klúður Seðlabankastjóra, öðru nær ..... hann bjargaði því sem bjargað varð þegar hann stöðvaði fjárheimtu Glitnis. Þá voru menn eins og þú stórhneykslaðir og töldu að Davíð gengi til meinbægni ein. En hann sagði stopp og bjargaði því sem bjargað varð. Allt tal um klúður af hans hálfu er ómerkilegur áróður og einelti.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 23:19

16 Smámynd: Björn Birgisson

"Allt tal um klúður af hans hálfu er ómerkilegur áróður og einelti."

Mikil er trú þín maður minn. Ertu líka trúaður á álfa í örðum hverjum steini á Íslandi? Gerðu mér svo ekki upp neinar skoðanir, minn kæri!

Tjáðu þig heldur málefnalega um innleggið mitt! Það væri snöggt um betra.

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 23:30

17 Smámynd: Björn Birgisson

..........öðrum hverjum steini ............

Björn Birgisson, 22.2.2011 kl. 23:32

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Forfeður mínir og formæður trúðu á álfa og ég tel ekki eftir mér að fara að dæmum þeirra.

Baldur Hermannsson, 23.2.2011 kl. 00:10

19 identicon

Getur verið að EFTA dómstóllinn sé ráðgefandi? Þetta er eflaust fín kona, en ætti að standa undir frómu hlutverki og skýra betur frá.

kv Halldóra

Halldóra (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 00:17

20 Smámynd: Björn Birgisson

Blankur, en borubrattur er karlinn!

Björn Birgisson, 23.2.2011 kl. 00:21

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Baldur, ertu nýfermdur, þú trúir sem sagt á stöðugt gengi á Íslandi næstu árin, enda aldrei upplifað annað??

Má sem sagt stela af þér eðalvagninum ef þér er sagt að þú fáir bara Trabant verð fyrir hann???

En trúðu mér, er orðinn það gamall að ég las einhvers staðar að þjófnaður varðaði við lög, líka á Trabant.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 07:07

22 Smámynd: Viggó Jörgensson

Halldóra.

EFTA dómstóllinn dæmir í málum sem undir hann heyra.

Dómstólar EFTA landanna geta fengið ráðgefandi álit hans í málum sem snerta þá löggjöf og eru til meðferðar innanlands. 

Viggó Jörgensson, 23.2.2011 kl. 08:27

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, við skulum ekki láta eins og þjóðin beri enga ábyrgð á hruninu. Við berum mesta ábyrgð og hljótum því að bæta skaðann.

Baldur Hermannsson, 23.2.2011 kl. 09:58

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha, ha Baldur.

Vertu velkominn í flokk Steingrímssinna.

Rökin gegn þessu bulli þínu, skaltu sækja hjá stuðningsmönnum foringja þíns.  Þú getur til dæmis lesið þau í bloggi þínu fyrir ári síðan.

Og núna skil ég Steingrím, þegar hann sagði að með "sorg í hjarta" ákærði hann Geir Harde, svona þegar ég les hrós þitt um Davíð.

En ef þú kannt ekki að lesa þín eigin blogg, ef þau ná lengra aftur en þegar Bjarni kynnti sitt ískalda hagsmunamat, þá skaltu lesa skrif Davíðs, frá þeim tíma.

En ef þú treystir þér ekki til þess, þá skaltu verða dús við Björn, hann hefur þó alltaf ákært, án sorgar í hjarta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 10:36

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, hvaða Björn ertu að tala um? Ef þú meinar Björn Birgisson þá hef ég alltaf verið dús við þann mann.

Það sem málið snýst um núna er að lágmarka skaðann. Nokkrir valinkunnir sérfræðingar telja að áhættan af höfnun sé alltof mikil, þá sé skárra að borga 50 milljarða og vera laus við þetta mál.

Sjálfur hef ég ekki tekið endanlega ákvörðun um hvað ég geri í kjörklefanum, en okkur er öllum - þér líka - skylt að leggja við hlustir þegar okkar færustu fræðimenn tala.

Baldur Hermannsson, 23.2.2011 kl. 10:43

26 identicon

Við samþykkt Icesave þrjú á Alþingi voru fyrstu Icesave lögin felld úr gildi, þar með talin áttunda grein þeirra sem hljómaði svo:

8. gr. Endurheimtur á innstæðum.

Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.

Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.

Hreyfingin lagði fram breytingartillögu um að setja þessa grein aftur inn en hún var felld af meiri hluta þings, þar með talið sjálfstæðismönnum. Með því að fella út þessa grein dregur verulega úr því að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar.

Er þingmönnum heimilt að kjósa burt réttarkerfið? Refsingar eiga að gilda fyrir alla. Sómalskir sjóræningar taka út sinn dóm. Á það sama ekki að gilda um íslenska bankaræningja?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 11:51

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er verulega slæmt, Elín:

Með því að fella út þessa grein dregur verulega úr því að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar.

Baldur Hermannsson, 23.2.2011 kl. 12:34

28 identicon

Já, mér þykir það líka Baldur. Með fullri virðingu fyrir Björgu þá talaði hún um viðteknar venjur. Ég veit ekki til þess að hryðjuverkalög hafi verið sett á íslenskt fyrirtæki áður. Vona að það verði ekki venja eftirleiðis.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:46

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn Birgisson er maðurinn, og hann hengir glæpi breta á þinn fyrrum foringja.  Samlíkingin er tengd þeim sem með sorg í hjarta verja einhvern, en afneita honum um leið.

Þú endurtekur fullyrðinguna um 50 milljarðana, telur þig ófermdan, þekkir ekki til 100 ára sögu íslensku krónunnar, kýst frekar að trúa þeim sem segja að hún muni styrkjast.  Eins og hækkun að olíu, matvörum og öðru styrki hana.  Og íslenskir skuldaþrælar reyni ekki að rétta sinn hlut gagnvart auðvaldinu.

Að ESB trúðar verkalýðshreyfingarinnar hafi þann styrk að berja niður allar kjarabót, eitthvað sem Gadafi  þarf skriðdreka til, og það dugar ekki einu sinni.

Það er rétt, maður rífst ekki um trú.  Rúmlega 2% hafði þessa trú síðast, hvað gat maður sagt, allavega var engin skynsemi þar að baki.

Og jú, öllum ber skyldu til að hlusta, ég hef hlustað á þau Björg og Lárus, ég meira að segja blogga reglulega þar sem ég vitna í orð þeirra.  Til dæmis í gær.  Það er nefnilega þannig með rök, að þau standa þó fólk kýs að skipta um lið.

Í Rússlandi var það þannig að kjör verkafólks og aðbúnaður var slæmur, og þess vegna gerði verkafólk uppreisn.  Og þeir sem tóku völdin, náðu þeim vegna þess að þeir voru sammála.

Eða alveg þar til þeir náðu völdin, síðan batnaði hvorki kjörin eða aðbúnaðurinn í tugi ára, en þeir sem stjórnuðu, sögðu víst.  Og skutu þá sem horfðu á raunveruleikann, og sögðu, Nei, þau hafa versnað.  

Á meðan Steingrímssinnar flokksins skjóta mig ekki, þá bið ég um rök, ekki fullyrðingar.  

"Gæti" og "óvissa" eru rök Steingríms, og þeim hafnaði þjóðin á eftirminnilegan hátt, svo ég vitni í þinn fyrrum foringja.

Hann var aldrei foringi minn, enda hef ég aldrei afneitað honum. 

Ég stend við mitt Nei, jafnvel þó Steingrímur hafi fengið liðsauka.  Frjáls maður segir nefnilega Nei við kúgun og ofríki, og hann trúir ekki draugasögum um að dómsstólar dæmi ekki eftir lögum og reglum.  Það eru aðeins glæpamenn sem halda því fram, ekki vegna þess að þeir trúa því, heldur vegna þess að það hentar hagsmunum þeirra.

Og að lokum þetta, Gamma greining metur hugsanlega jákvæðustu niðurstöðuna upp á 60 milljarða, og færi fyrir því rök.  Þessir 47 milljarðar sem þú ert að vitna í, er spá Seðlabankans, sem sagði að síðustu samningar væru upp á 220 milljarða, þegar einfaldur töfluútreikningur sýndi fram á að við bestu skilyrði yrði hann aldrei minni en 507 milljarðar.

En ég deili ekki við hindurvitni.,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 14:06

30 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, ég skil ekki alveg hvers vegna þú ert að blanda mér í þetta spjall ykkars Baldurs.

Björn Birgisson, 23.2.2011 kl. 14:59

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn, það er ekki illa meint, og snéri að manni sem kaus sér nýja foringja þegar sá gamli hafði unnið sér það til vanhelgi, að verja þjóð sína og framtíð.

Fannst það síðan hlálegt að verja hann, vegna einhvers í fortíðinni, þegar öll spjót auðmiðla og Baugsliðsins standa á honum í dag, vegna þess sem á sér stað í dag.

Hvað sagði í textanum, "hvorki heill né hálfur maður".  Og ég er alsekki að skipta mér af þínum skoðunum, og leyfði Baldur að hafa sínar í friði líka, ef hann væri ekki bara að nota sinn góða orðstír, til að snúa góðu fólki, sem er í vafa, til liðs við kúgun og ofríki.

Kúgun og ofríki sem hann hefur sjálfur valið hin hlálegustu orð til að lýsa.  

Í dag er Baldur Hermannsson hættulegri þjóðinni en allt Baugsveldið til saman, og ég er varkár í stöðumati þegar ég segi þetta.

Gangi hans ætlun eftir, þá er úti um sjálfstæði þessarar þjóðar, því kúgunin er ekki upp á 50 milljarða.  Miðað við efnahagsóvissuna, þá mætti ætla að hún færi nær 300 miljörðum en 50, og bikar sem er barmafullur, þolir ekki dropa í viðbót.

Skýringin er ekki dropinn, heldur það sem er fyrir.

Og það sem er fyrir má alfarið skrifa á ábyrgð flokksins sem Baldur sór tryggð ungur maður.

Það kallast manndómur að axla ábyrgð gjörða sinna, og hindra að það flói út úr.  Að hindra að vont verði ekki óviðráðanlegt.

Eða eins og foringinn sagði, "svona gera menn ekki".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 15:41

32 Smámynd: Björn Birgisson

"Í dag er Baldur Hermannsson hættulegri þjóðinni en allt Baugsveldið til samans, og ég er varkár í stöðumati þegar ég segi þetta." skrifar Ómar Geirsson.

Er þetta varkárni í stöðumati? Mér finnst þetta vera ótrúlegt bull.

Ég nenni nú ekki að lesa allt sem Baldur hefur skrifað hér að ofan aftur, en mig minnir að hann hafi sagst vera að íhuga málið, kallað eftir upplýsingum frá fræðimönnum, til að auðvelda sér ákvarðanatöku. Eitthvað í þeim dúr.

Ég sé ekkert þjóðhættulegt við það. Ég sé aðeins skynsemi í því.

Það getur ekki verið hættulegt að hugsa.

Það er miklu hættulegra að ana hugsunarlaust áfram!

Björn Birgisson, 23.2.2011 kl. 16:00

33 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Dæmdi ekki þessi EFTA dómstóll eitthvað um frelsi til fiskveiða? Hefur eitthvað verið farið eftir því?

Kjartan Sigurgeirsson, 23.2.2011 kl. 16:02

34 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn, enda bjóst ég ekki við að þú skyldir alvöru málsins.

En Baldur, sem þekkir mjög vel til míns vindmylluslags, hann veit eins og er, að svona nafngift fær enginn frá mér, sem er minna en fimm manna maki, og þá fimm manna þursa maki.

Meira hrós er reyndar ekki hægt að fá, þó ég ætli honum ekki að vera sammála forsendum mínum.

En það er með þá sem eru í sálarháska, þeir meta að einhver láti sig málið varða.  

Björn, ég er ekki að taka Baldur svona fyrir að gamni mínu, svona læt ég aðeins við alvöru fólk.

Þú ættir að kannst við það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 16:27

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú veist það nú vel frá fornu fari, Ómar minn, að ég ber alltaf virðingu fyrir þér og þínum skoðunum ...... það er því ekki af neinni lítilsvirðingu við þig, miklu fremur rótgróinni fordild í sjálfum mér, sem rjátlast ekki af manni þrátt fyrir háan aldur, að ég get ekki annað en haft gaman af eftirfarandi umsögn þinni:

"Í dag er Baldur Hermannsson hættulegri þjóðinni en allt Baugsveldið til saman, og ég er varkár í stöðumati þegar ég segi þetta."

Baldur Hermannsson, 23.2.2011 kl. 17:05

36 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar, ég skil alvöru málsins ekki síður en þú, vertu ekki að upphefja þig á minn kostnað eða annarra.

Ég átti von á því svari sem kom frá Baldri. Svo vel þekki ég hann í gegn um tölvuna.

Einmitt þess vegna setti ég færslu #32 inn í umræðuna.

Þú setur inn alvarlega ásökun um að Baldur sé hættulegur sinni þjóð og meintir líklega hvert orð.

Mér líkar ekki svona ofstæki, hvorki frá þér né öðrum og ég veit að þessi orð hafa sært Baldur, þrátt fyrir hetjuleg viðbrögð hans. Annars var ekki að vænta frá honum.

Stilltu þig, ágæti gæðingur!

Bestu kveðjur, Björn

Björn Birgisson, 23.2.2011 kl. 19:16

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona svona, strákar, sem betur fer segja menn sína meiningu hispurslaust og því fer fjarri að ég sé á nokkurn hátt særður maður. Þetta eru nettar samræður og engum til vansa. Mönnum er mikið niðri fyrir sem vonlegt er ..... sumir eru vissir í sinni sök en aðrir leitandi, en kappið er alls staðar mikið og við skulum tolla kjurir á hjöruliðum þótt smávegis hrikti í húsinu.

Baldur Hermannsson, 23.2.2011 kl. 19:28

38 identicon

Miðað við heimturnar í búið, þá stefnir í að við þurfum ekkert að borga, ekki einu sinni vexti. Það er því ekkert vit í að taka þá miklu áhættu sem felst í því að samþykkja ekki lögin.

Hvet menn til að horfa á Lárus Blöndal í viðtali á Ínn:

http://www.inntv.is/Horfa_á_þætti/Hrafnaþing$1298332860

Doddi (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 22:00

39 Smámynd: Ómar Geirsson

Björn ég er ekki á nokkurn hátt að upphefja mig á kostnað þinn, þú dróst óvart inní þessa umræðu þegar ég benti Baldri  á ósamræmið við að verja foringjann út af fortíðinni, en fylgja honum ekki á ögurstundu núisins, þegar öll spjót landsölumanna standa á honum, líka innan hans flokks.  Um svona stuðning er til sögn þar sem hani kemur við sögu, og gól hans.

Ef þú ert sár yfir því að ég skuli benda á að þú skiljir ekki alvöru ICEsave málsins, þá er það einfaldlega satt.  Þú áttar þig ekki á því að ICEsave/AGS þýðir endalok þess þjóðfélags sem við þekkjum, endalok velferðar okkar og þess jafnaðar sem birtist í því að á sínum tíma þá átti ég, sonur fátæks ríkisstarfsmanns, sama rétt til menntunar og heilsugæslu og synir burgeisana.  Ég þurfti ekki að standa í biðröð með húfuna í hendinni eins og í draumaþjóðfélagi AGS, bíðandi eftir molum og námsstyrk.

Þetta þjóðfélag ætlast ég til að synir mínir erfi, og það er ég að verja. 

Og miðað við alvöru málsins þá er ekki hægt að orða mildilega skýringuna á því að þú hafir ekki fyrir löngu söðlað fák þinn og haldið í vindmylluslag við höfðingja og fjárræningja.

En þú kemur Björn, engin efi í þeirri fullyrðingu.  Og ég er ekki að tala niður til þín, heldur að lýsa staðreyndum framtíðarinnar.

Nú ef Baldur verður sár yfir því að einhver skuli uppgötva hvað hann er hættulegur, þá er lítið við því að gera, hann gæti kannski hætt að vera hættulegur.

Með vinsamlegum kveðjum suður í Grindavíkina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 09:30

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur.

Að sjálfsögðu áttu að hafa gaman að henni þó Björn hafi gefið mér tækifæri til að slá henni fram.

ICEsave slagurinn er einn af mörgum sem þarf að há í stríðinu fyrir framtíð Íslands.  Stríðinu sem foringinn út í Móum á eftir að leiða þegar alvara lífsins rennur upp fyrir fólki.

Og útkoman úr þessum slag veltur á þögla meirihlutanum í Sjálfstæðisflokknum, velviljuðum íhaldssálum sem vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga.  Baugsmiðlar hafa engin áhrif á þennan hóp.

Það eru aðrir.

En ég er búinn að koma mínu pointi áleiðis, það er undir þér komið hvað haninn þarf að gala oft.

Málið milli okkar er útrætt og ég læt af þessu angri.

Ekki síður vinsamlegrar kveðjur í höfuðstaðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 09:39

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góðan dag Ómar austræni, þótt ég hafi miklar mætur á Davíð Oddssyni legg ég hann ekki að jöfnu við Jesús Krist. Vera má að þetta komi einhverjum á óvart, en svona er nú málum háttað hér í Áslandinu.

Baldur Hermannsson, 24.2.2011 kl. 09:47

42 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.2.2011 kl. 01:32

43 Smámynd: Björn Birgisson

Ég vissi að Baldur yrði sár vegna aðdróttana um að hann væri hættulegur þjóðinni. Þetta meinleysisgrey átti ekkert slíkt skilið. Hvorki að austan, né vestan.

Fyrir vikið er hann hljóðnaður hér á bloggi. Skömm sé þeim sem að því hafa stuðlað.

Björn Birgisson, 27.2.2011 kl. 23:09

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hljóðnaður er nú full stórt orð ..... tímabundið þagnarbindindi væri betra.

Baldur Hermannsson, 27.2.2011 kl. 23:47

45 Smámynd: Björn Birgisson

Sem þú segir meistari! Hafðu það sem best!

Björn Birgisson, 28.2.2011 kl. 00:04

46 identicon

Vona að það sé ekki vegna níumenninganna. Hef tekið eftir því að þau gagnrýndu bara fyrri stjórn. Nú eyða þau púðri á bloggara. Af hverju skyldi það nú vera?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 08:00

47 Smámynd: Sævar Einarsson

http://i.imgur.com/Q0FBZ.png

Sævar Einarsson, 1.3.2011 kl. 17:25

48 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Björg er ágætis kerling, nam með henni erlendis hér i den. En hvað er þetta með þig Baldur? Öll spjót standa á þér varðandi einhver ummæli um sakleysingjana sem voru að fylgjast með þingstörfum hér um árið. Þetta er voðalegur stormur í vatnsglasi. Veit þetta fólk ekki og skilur að þú ert einungis að gera að gamni þínu? :-)

Guðmundur Pétursson, 1.3.2011 kl. 22:10

49 Smámynd: Steingrímur Helgason

Baldri mínu var rángt gjört, af fólki zem að fattar ekki hanz hárfínu húmörzlínu...

Láttu af þúngum þönkum félagi.

Steingrímur Helgason, 2.3.2011 kl. 00:53

50 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn" þú segir svo sannarlega ekki við Íslendingar, það er bara ekki rétt hjá þér svo mikið veit ég. Og voru þeyr ekki að taka áhættu eins og svo margir aðrir Íslendingar? Jú ég vorkenni þeim, en líka Íslendingunum. En svona er þetta bara, og þeyr verða bara að bera sitt tap eins og aðrir!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.3.2011 kl. 23:21

51 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, ertu að tala við mig? Hvern andskotann áttu við maður?

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 23:25

52 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, þögn þín hér á bloggi er skiljanleg, en nú er mál að linni.

Hér kemur fyrripartur fyrir þig og gesti þína að botna.

Blábólginn gerðist til orða býsna kræfur

og bugtaði sig lítt fyrir feministum

 ............... Botnið þetta bæði andlausir og andfullir!

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 23:33

53 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þeyr var góð hlómsveit, þeir voru það geggjaðir rokkarar. Þeim mun ég seint gleyma enda voru þeir Þeyr.

Guðmundur Pétursson, 2.3.2011 kl. 23:53

54 Smámynd: Björn Birgisson

Stilltu þig Guðmundur! Ertu í "hlómsveit?"

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 00:06

55 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Björn, ekki telst ég mikill hagyrðingur en áskoranir á ég erfitt með að standast:

Blábólginn gerðist til orða býsna kræfur,

og bugtaði sig lítt fyrir femínistum,

Baldur kemur aftur alveg æfur,

ávallt ítur nýtur sín í orðsins æðstu listum.

Orðið "ítur" gæti litið út sem villa, en þetta er gamalt orð sem þýðir göfugur/ göfugmenni.

Jón Ríkharðsson, 3.3.2011 kl. 00:16

56 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Nei, ég var ekki í hómsveit, þeyr voru hljómsveit og þeir voru og eru miklir mátar.

Guðmundur Pétursson, 3.3.2011 kl. 13:45

57 Smámynd: Viggó Jörgensson

Baldur eru kellingarnar enn að sápa á þér munninn? 

Hvenær máttu skola og byrja að tala við okkur aftur?

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 17:33

58 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ef þær byrja svo að sápa niður á hálsinn

og færa sig upp, eða niður, á skaftið 

ber að kæra það í allar áttir,

...eða ekki. 

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 18:12

59 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi þrjú skipti sem ég var óþekkur sem krakki kallaði móðir mín heitin til mín nokkuð höstugum rómi. Þá hét ég skyndilega ekki bara Bjössi litli, heldur ....... Björn Birgisson!

Nú kalla ég: ............. Viggó Jörgensson!

Jæja, tökum upp léttara hjal í tilefni þess að nú fer að birta yfir öllu. Mannfólki, fénaði og landinu okkar fallega.

Hafnfirðingur nokkur leitaði til læknis og kvartaði yfir krónískum höfuðverk. Læknirinn fann ekkert út úr þessu og sendi manninn til sérfræðings.

Sérfræðingurinn áttaði sig ekki heldur á hvað gæti verið að hrjá þennan ágæta mann úr firðinum fagra, svo hann ákvað að opna á honum höfuðkúpuna og sér til mikillar furðu sá hann að kúpan var galtóm.

Að undanskildu því að grannur vír var strengdur þvert yfir kúpuna.

Jæja, þarna er þá meinið, hugsaði hann með sér og klippti á vírinn.

Þá duttu eyrun af Hafnfirðingnum!

Bestu kveðjur, Bjössi

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 19:01

60 Smámynd: Viggó Jörgensson

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 20:12

61 identicon

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1352152/Mother-charged-child-abuse-footage-forcing-son-swallow-hot-sauce-stand-cold-shower-shown-Dr-Phil.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 10:26

62 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur Hermannsson, þögnin þín hér á Moggabloggi fer þér ekki, en hún er vel skiljanleg. Held þó að þú leikir sterkari leik með því að rjúfa hana. Í alvöru. Skrifaðu bara eitthvað fallegt um okkur kommana, eða eitthvað miður fallegt um Sjálfstæðisflokkinn!  Þar er af nógu að taka, eins og þú veist manna best! Líka í fyrri tillögunni!

Bestu kveðjur, Bjössi

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 19:36

63 identicon

Sammála BB, BH þú getur t.d. skrifað eitthvað um hvað ég er oft vitlaus í fáráðnlegum athugasemdum mínum enda er ég annálaður bjáni. Svo verð ég nú að segja að þessi fyrripartur þinn BB er fyrir neðan allar hellur, hvernig í alverden á að vera hægt að botna þennan leirburð? Hvernig er það með þig BB, getur þú ekki komið með eitthvað betra?

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 20:08

64 Smámynd: Björn Birgisson

Jú, Bárður minn Bringdal, ég er bara ekki við tölvuna akkúrat núna!

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 20:13

65 identicon

Nú, nú BB þá verð eg bara að koma með einn lélegan eins og mín er von og visan:

Vakti BH af værum blundi,

valmennið BB og dæsti, 

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 20:19

66 identicon

Humm, jamm og jæja, erfitt, sannarlega erfitt, en ekki óvinnandi vígi:

Vakti BH af værum blundi,

valmennið BB og dæsti.

Éti nú Bringdal læri af úldnum hundi,

sem hann skaut og kæsti. 

Skondinn spéfugl (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 20:25

67 identicon

Þögnir ærir..minnir á kerlingu með fyrritíðarspennu. ég ætlaði rétt að hafa það að leggja saman 3 plús 5 í ruslpóstavörninni. veit að þú kemur aftur þú kemur alltaf aftur. farandi með faðirvorið eins og þér er einum lagið

Langbrók Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 10:16

68 Smámynd: Offari

Ég er ekki vel að mér í lögfræði en ég tel það nánast öruggt að enginn dómstóll geti dæmt ófædd börn til að greiða annara manna skuldir.

Offari, 5.3.2011 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 340773

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband