20.2.2011 | 21:45
Hver á að skýra kostina tvo?
Það er rétt hjá Lárusi að enginn tekur lengur mark á stjórnmálamönnum hvað þetta mál varðar, og eftir pöpulslega hegðun fréttamanna á Bessastöðum í dag verður erfitt að taka mark á blaðamönnum.
En nú er brýnt að okkar skörpustu heilar leggist á eina sveif og skýri út fyrir okkur kostina tvo: samninginn eða dómstólaleiðina. Ég fyrir mitt leyti hef alls ekki gert upp hug minn. Ég vil fyrst sjá nákvæman, málefnalegan samanburð á þessum tveim kostum og afleiðingum þeirra.
Hverjum er hægt að treysta til að gera slíkan samanburð? Þeir eru: Indefence hópurinn, samninganefndin, Stefán Már og Lárus Blöndal. Vera má að einhvejir fleiri bætist í þennan hóp.
Hverjum er ekki hægt að treysta? Svari því hver sem vill, en ég fyrir mína parta mun ekki trúa orði framar af því sem þau skötuhjúin fordæmdu bera á borð, Jóhanna og Steingrímur. Þeim hefur frá upphafi verið fyrir munað að tala vitrænt um þetta mál og engar líkur til að á því verði nokkur breyting.
Skýrir kostir í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er satt... eftir að fréttamenn gerðu sig að algjörum fíflum á Bessstöðum í dag þá er ekki hægt að treysta þeim frekar en stjórnmálamönnum í að upplýsa upp kosti og galla við að segja já eða nei... Hvað er þá í stöðunni þegar engum er hægt að trúa????
Bjarni Ingibergsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 21:56
Ég gerði heiðarlega tilraun á FB til að búa til vettvang þeirra sem vilja byggja ákvörðun sína á upplýsingum en ekki áróðri. Veit svo sem ekkert hvort stemmning er fyrir því. Óttast að svo sé ekki. En það má reyna. Kannski hjálpar einhver mér að komast að kjarna málins. En here goes:
http://www.facebook.com/pages/Icesave-Ég-vil-ekki-áróður-ég-vil-upplýsingar/135293543205116
Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 21:59
Hringdu í Bjarna Benediktsson. Taktu hans leiðsögn. Er hann ekki svo frábær? Algjör stálbangsi? Eða hræða sporin kannski?
Björn Birgisson, 20.2.2011 kl. 22:02
Líklegast verða upp tvær aðferðir til kynningar á samningunum, kostum þeirra og göllum. Skynsama leiðin og svo leið stjórnvalda.
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.2.2011 kl. 22:03
Það var merkileg upplifun að horfa á blaðamannastóðið í dag. Vafalaust upplýsandi fyrir einhverja.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 22:06
Ragnar Þór, vafalaust vera margir til þess að heimsækja þessa síðu næstu vikurnar.
Baldur Hermannsson, 20.2.2011 kl. 22:08
Gleymið ekki "aukna meirihlutanum" drengir. Jafnvel klappstýran hjá RUV er búin að læra þessi "rök" Steingríms og lét forsetann vita af því í dag.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 22:15
Góður dagur hjá þér, Loftur.
Baldur Hermannsson, 20.2.2011 kl. 22:19
Ég vil einfaldlega ekki gera neitt nema láta þá hafa þrotabúið, og hef engin rök heyrt fyrir því að annað sé eðlilegt, bara upphrópanir órökstuddar um að allt fari til helvítis ef ekki verður skrifað undir. Hún er reyndar orðin ansi löng leiðin sú, alla vega miklu lengri en við vorum upplýst um í byrjun. Ég tel það ekki einu sinni rétt að greiða þó dómstólar dæmi hið versta á okkur, því það getur aldrei orðið réttlæti til í þessari blessaðri veröld ef svo færi að landinn yrði dæmdur til að greiða upp þjófnað örfárra manna og kvenna vegna þess að einhverjir pappírskallar sinntu ekki eftirliti sínu eða vinnu sinni yfirleitt. Ef svo færi er alveg eins gott að fara út og hengja sig strax.
(IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 22:24
Að mínu mati þá á Ragnar Þór besta innleggið hjá þér Baldur.
Mín skoðun er sú, að það á enginn að taka afstöðu nema að vera í hjarta sínu viss.
Okkur ber að virða skoðanir allra og hætta þessum skotgrafaherðnaði, sagan geymir marga áróðursmeistara sem hafa boðað sannleika sem tíminn hefur í lygina breytt.
Við getum aldrei verið alveg viss um framtíðina, því lygi dagsins í dag getur verið sannleikur morgundagsins og öfugt. Þessi þjóð þarf ekkert að óttast, því við komumst í gegn um þetta, hvora leiðina sem við förum.
Þeta er sá veruleiki sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir alla daga og það er þjóðinni hollt, að reyna það á eigin skinni.
Jón Ríkharðsson, 20.2.2011 kl. 23:21
Sem sönnum sjálfstæðismanni er mér það bæði ljúft og skylt að játa mistök og biðjast velvirðingar á þeim.
Vitanlega átti að standa "þetta" en ekki "þeta" í síðustu línu.
Jón Ríkharðsson, 20.2.2011 kl. 23:25
Baldur minn, jafn skýr kjarnakarl og þú ert, þarf enga leiðsögn annara um hvað velja skal. Þú ert auk þess bullandi fullur af brjóstviti og bjartur í hjarta, svo þú ferð rúmlega létt með að taka ákvörðun án mikillar utanaðkomandi afskiptasemi.
Lestu bara samningin, treystu sjálfum þér, það hefur alltaf reynst mér sjálfum best!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2011 kl. 23:31
Blessaður Baldur, hver er þessi hinn kostur sem þú talar um???
Ætlar flokkurinn þinn í mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og krefja þjóðina um ríkisábyrgð á Tryggingasjóð innstæðna????
Með hvað rökum þá??? Hann verður fyrst að leggja fram þingsályktunartillögu um að Ísland segi sig frá EES samningnum, og fá hana samþykkta. Ríkisábyrgðin er jú bönnuð samkvæmt fjórfrelsinu, hornsteini Evrópska efnahagssvæðisins???
Það er ótrúlegt hvernig menn éta upp áróðurinn, ég hélt að þetta hefði dáið þegar næst síðast Stalínistinn dó hér fyrir austan, sá síðasti hefur engan lengur til að taka undir bábiljurnar með sér.
Það er ekkert dómsmál, hver getur tekið afstöðu um dómsmál sem enginn hefur stofnað til. Miðað við meint gáfnafar ykkar hægri manna, þá er ótrúlegt að lesa svona færslu. Að meta valkosti þegar aðeins einn kostur er í boði, að nota skattfé þjóðarinnar í að borga ólögvarða kröfu, svo ég vitni í formann þinn, eða nota þá eins og stjórnarskrá lýðveldisins gerir ráð fyrir.
Er eitthvað flókið við þetta????
En ég skal játa að ég hef ekki gáfnafar ykkar hægri manna, skil því ekki ykkar dýpri rök um að meta það sem ekki er.
Hér fyrir austan eigum við þó gamla sögu um djúpt hugsandi mann sem lenti með fjölskyldu sína á sveitina. Hann treysti sér aldrei til að slá, jafnvel í brakandi suðvestan blíðu. Það gat sko rignt.
Hann var reyndar kallaður búskussi. En hefur sjálfsagt verið djúpt hugsandi hægri maður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 00:19
Öryggi er aðeins til í móðurkviði, og þar jafnvel aðeins í ófullkominni mynd, en óþroskaða veran þar inni hefur engan samanburð og heldur sig ranglega vera örugga, því hún er þekkir ekki umhverfi sitt, heldur lifir þarna í hjúpi sem takmarkar veruleika hennar.
Margir þroskast ekki meira en svo að sækja stanslaust aftur í fals-öryggið. En öryggi er ekki til í lífinu. Hið illa hefði engin völd nema afþví það höfðar til þarfar mannanna fyrir öryggi. Ofsatrú vekur til dæmis mikla öryggiskennd. Þú þarft ekki að hugsa, því bækur og kenningar hugsa fyrir þig, þarft ekki að taka ákvarðanir, bara að kíkja á hvað trúbók eða predikari skyldi segja um málið, og lífið einkennist af mikilli reglufestu og trúarsiðum sem færa þér öryggiskennd. Sama með öfgafull stjórnmál. Hitler sigraði með að höfða til þarfar fólks fyrir öryggi.
Lífið er stríð. Friður er ekki til. Allt sem við berjumst ekki fyrir, eignumst við aldrei, og allt sem við höldum svo ekki áfram að berjast fyrir, missum við. Þetta gildir alveg sérstaklega um frelsið.
Eins og Benjamin Franklin sagði : "Those who would give up essential liberty to purchase a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety, and will lose both."
Segjum NEI við Icesave (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 01:45
Ef Hollendingar og Bretar vilja ekki fara í röðina með öðrum kröfu höfum [vera bail out] þá hugsa þeir upp kröfu sem endar fyrir fjölþjóða gerðardómstól, þá er best að sé EU dómstóll með frönskum dómara og þýskum. Þá hlustar hann á rök beggja og bera saman við lög og reglur og þvingar svo með dómi sættir.
Íslenskur almenningur uppsker virðingu og þetta getur aldrei komið vera út en semja við ofurefli liðs UK og Holland. Enda var samningaleiðin farin til þess að geta afskrifað sem mest til vildarvina.
Við berum ekki ábyrgð á fjárfestingum annarra, eða svindli þeirra með samþykki UK og Holland til að byrja með. Þeir voru í greiðslu erfiðleikum áður en þeir stofnuðu útibúin og það var ekkert leyndarmál. Veðin [í heimilum] voru of metin um 50% , yfirleitt eru þetta Prime eða AAAA + veðsöfn erlendis og ekki veðsett.
Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 04:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.