Góður dómur yfir hundafólki

Þetta er góður dómur. Margt láta menn flakka á netinu og sumt af því sem sagt er um náungann er miður fallegt, en þessi dómur dregur línuna: menn geta ekki borið sakir á saklaust fólk.

Menn munu áfram kalla hver annan ónefnum ýmiskonar, efast um vitsmuni og andlegt ástand andmælenda sinna, og það verður hver og einn að virða eins og honum sýnist - en ásakanir um ólöglegt athæfi eru beinlínis refsiverðar. 

Eitt af því sem þessi dómur mun ekki áorka er að koma vitinu fyrir hundafólkið. Meðal þess er sem ríki einhver stórundarlegur þankagangur, þar sem ómálga, skynlausar skepnur eru manngerðar og þeim ætluð sömu réttindi og mennskum mönnum. Þegar hundur verður fyrir hnjaski ....eða því er upp logið að hann hafi orðið fyrir hnjaski  ....... þyrpist hundafólkið saman í einu allsherjar móðursýkiskasti, skjögrar hágrátandi um strætin með logandi kerti og fleytir þeim á stöðuvötnum, hundspottinu til heiðurs.

Þessu afkáralega sálarástandi hundafólks verður að breyta en það verður ekki gert með dómi. 


mbl.is Ummæli dæmd dauð og ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má samt ekki örugglega kalla Björgólf Thor hryðjuverkamann? Og Kjartan Gunnarsson hryðjuverkamann? Þeir hafa ekki séð ástæðu til að þvo af sér hryðjuverkastimpilinn fyrir dómi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 17:40

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hallast að því, Elín.

Baldur Hermannsson, 14.2.2011 kl. 17:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Því miður, Baldur minn sæll. Þetta eru háttvirtir kjósendur á Íslandi í dag. Fólkið sem fleytti kertum vegna hundspottsins forljóta Lúkasar er alveg sams konar og fólkið sem kaus Jón Geranarr Kristinsson til að gegna einhverju ábyrgðar- og valdamesta embætti landsins. Fólk sem þannig misnotar atkvæðisrétt sinn hefur ekkert með atkvæðisrétt að gera. 

Það væri löngu tímabært að þrengja kosningaréttinn stórkostlega, hækka kosningaaldur upp í a.m.k. 25 ár, helst 35 og vel athugandi að hugleiða tillögu eins kunningja míns, sem er Palestínumaður, sem ég kynntist á Spáni. Hann vildi svipta konur bæði kosningarétti og kjörgengi með þessum rökum. „Tíkur, kýr og hryssur eru í látum eða yxna aðeins stuttan tíma á hverju ári. Konur verða í látum fyrirvaralaust alla daga ársins. Því á ekki að treysta þeim fyrir ábyrgðarmiklum störfum“. Ég tek fram, að ég er ekki alveg sammála mússúlmanninum, en ég hafði þó gaman af. Það væri vissulega freistandi að svipta þá sem fleyttu kertum eða kusu Gnarrinn kosningarétti, en mannúðlegra væri að veita þeim aðeins hálfan kosningarétt og ekkert kjörgengi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.2.2011 kl. 20:35

4 identicon

Aldrei skilið þetta með að dæma ummæli dauð og ómerk. Ef ég kalla einhvern opinberlega fífl að þá a)finnst mér það hvað sem dómarinn segir b) þeir sem heyrðu/lásu vita hvað mér finnst þrátt fyrir allt. En þetta var öfgakennd móðursýki og viðurkenni ég að ég tók undir í byrjun.

Solveig (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband