Níumenningarnir glata samúð

Níumenningarnir koma ekki vel út úr þessari yfirheyrslu. Þeir haga sér eins og harðsvíraðir stórglæpamenn sem hafa sér til fulltingis teymi af siðlausum lögfræðingum: þeir neita að svara spurningum saksóknara. Níumenningarnir eru óðum að glata allri samúð sem þeir kunna að hafa notið í samfélaginu. Og ekki bætir úr skák þegar í ljós kemur að árásin á Alþingi var vandlega skipulögð með löngum fyrirvara eins og hver önnur styrjaldaraðgerð.
mbl.is Mótmælin í Alþingishúsinu skipulögð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski bara þinni samúð, sem er einskis virði. Ekki þykir mér þú vera raunsær maður miðað við fyrri skrif, þess vegna sækir engin í þína samúð það máttu bóka. Gangi þér samt allt í haginn og gleymdu ekki að taka lyfin.

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 11:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og minni samúð líka, þó svo að hún hafi aldrei verið mikil..............

Jóhann Elíasson, 18.1.2011 kl. 11:47

3 identicon

Sammála Sigurði hér á undan.

Brynjar (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 11:47

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

"Það sem hefur aldrei gerst áður, getur alltaf gerst aftur" Það er ekkert nýtt í henni veröld, og þá ekki aðdragandi mótmæla í nágrenni þinghússins og á Austurvelli.  Í gamla daga voru það sellufundir og dreifibréf, núna notast menn við bloggið, Facebook og farsíma.

Flosi Kristjánsson, 18.1.2011 kl. 11:59

5 identicon

Hvernig var það annars Baldur,var það ekki margraára skipulögð árás á þjóðina hjá þeim misindismönnum er féflettu þjóð sína og eru um það bil að koma henni undir Mafíuveldið í Brussel,með efnahagshruninu er þeir stóðu að.Ég veit ekki betur en að einn mesti og besti vinur þeirra Jóhanna Sigurðardóttir telji að lausn þess vanda sem þjóðin sé í sé þetta áðurritaða Mafíuveldi.Jóhanna vinkona þín Baldur á stóran þátt í hruni Íslensks efnahags,hún og X-D,eru ansi lík þegar grannt er skoðað.Sennilegast hafa Jóhanna og Davíð vinur þinn Oddsson heilaþvegið Steingrím J.  Ég styð níumenningana heilshugar. Tek heilshugar undir skrif Sigurðar hér ofar í svardálki til þín Baldur. Það er lykilatriði að taka lyfin sín,en það geri ég,á hverjum degi.

Númi (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 12:21

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála  Sigurði og Núma hér að ofan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2011 kl. 12:26

7 identicon

nimenningarnir biðja ekki um samúð, bara réttlæti og sem lögga get eg sagt að ÞAÐ VERÐUR ALDREI....veiiiiiii

Lalli lögga (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 12:53

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég gleymi því aldrei að taka lyfin mín, takk fyrir umhyggjuna. Ég hef verið hlynntur því að taka á níumenningunum af náð og miskunn og láta þá gegna samfélagsþjónustu í stað þess að fleygja þeim í tukthús, en þegar maður les um hrokafulla framkomu þeirra í réttarsal er ekki laust við að manni snúist hugur.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 12:56

9 identicon

Það væri athyglisvert að sjá þig í þeirra stöðu , þú með þinn hroka og dómgreinarleysi,að öðru leiti tek ég undir orð allra hér að ofan að þér náttúrlega undanskildum.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 13:08

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þér væri nær að taka undir mín orð, Jón Ágúst, því ég tala fyrir lögum og rétti í landinu. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir eru einn eða níu. Og það er með ólíkindum að sjá fólk bera blak af ofbeldisglæpum .... og það jafn vel fólk sem alla jafna þykist vera andsnúið ofbeldi.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 13:34

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessir "krakkar" hafa samúð mína nú sem áður - ég sé þau þó í öðru ljósi nú en áður en samúðin er til staðar - ég ýtreka enn og aftur að ég tel þessa hörku í lögsókn gegn þeim vera mistök - kanski er ekki hægt að snúa við en það má kanski stoppa hér og leita sátta sem ég er nokkuð viss um að mundi ganga eftir eða því vil ég trúa.

er það ekki bara vitleysa að þegar maður snýr við að þá er maður hættur að halda áfram

Jón Snæbjörnsson, 18.1.2011 kl. 13:46

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hver er þyngsti mögulegi dómur sem þetta fólk stendur frammi fyrir? Hverju getur þetta fólk átt von á ef allt fer á versta veg, séð af þeirra sjónarhóli? Einhvern veginn grunar mig að dómur til samfélagsþjónustu sé ekki í boði í þessu máli. Hvað sem líður atburðunum sjálfum, þá eru ákærurnar mjög alvarlegar.

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 13:48

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ákærurnar eru mjög alvarlegar en það er ekki að sjá að þetta fólk taki málið í heild alvarlega. Framkoma þeirra í réttarsal ber vitni um forherðingu og er fyrir neðan allar hellur. Svona láta bara harðsvíraðir nauðgarar og raðmorðingjar. Ætli Ragnar Aðalsteinsson hafi kennt þeim þessa óheppilegu framkomu?

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 13:52

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, það er erfitt að ákæra ekki þegar fólk er slasað svo mjög að varðar örorku. Lög verða menn að virða og lögin eru fyrir alla. Ég efast um að unnt sé að ná sáttum úr því sem komið er, en annars er ég ekki lögfróður og get illa dæmt um það.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 13:54

15 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Baldur bjó of lengi í Svíþjóð og flutti of seint í Hafnarfjörðinn. Þessvegna er hann svona rótækur vinstri maður.

Guðmundur Pétursson, 18.1.2011 kl. 13:56

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta eru stór orð, Guðmundur. Þegar ég kom fyrst til Svíþjóðar var þjóðin stórsködduð eftir áratuga stjórn og skoðanakúgun vinstri manna og Hafnarfirði er líka stjórnað af vinstri mönnum eins og Þú veist......en hér er þó engin skoðanakúgun sem betur fer.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 14:00

17 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta var nú ekki illa meint, jafn fluggáfaður og þú ert Baldur þá áttu að fatta þegar verið er að atast í þér:) Það vantar fleiri Baldra í þennan heim, það kryddar tivleruna.

Guðmundur Pétursson, 18.1.2011 kl. 14:34

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Láttu ekki svona Guðmundur, ég má líka atast í þér. Mér finnst svo gaman að segja þessa setningu: "Þetta eru stór orð"......................... ég fæ svo skemmtilega myndugleika tilfinningu, eins og væri ég prestur í stól eða því um líkt.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 14:44

19 identicon

Vesaldómur þessa fólks er sá að það hefur ekki manndóm til að taka afleiðingum gerða sinna. Þau vissu hvað þau gerðu. Það hefði verið reisn yfir þeim ef þau hefðu síðan tekið dómi og afplánað hann hnarreist eins og Þórir Jökull þá hann gekk undir öxina.

Upp skalt á kjöl klífa,
köld er sævar drífa ;
kostaðu hug þinn herða,
hér skaltu lífit verða ;
skafl beygjattu skalli,
þótt skúr á þik falli ;
ást hafðir þú meyja ;
eitt sinn skal hverr deyja. 

Lítið leggst fyrir þetta lið þegar það vælir og skjálfar nú fyrir dómstólum og biður um vægð.

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:36

20 identicon

Ég er á móti ofbeldi , en allt í þessu máli sækjenda lyktar af annarlegum hvötum samanber tengsl saksóknara við alþingi og Samfó sem og málflutning þingvarða, einnig er bara til sá bútur af myndbandinu fræga sem hugnast ákærendum , búið að klippa burt hrottaskap lögreglu sem er að verða eitthvað norm í þessu sjúka þjóðfélagi

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:44

21 identicon

Hafa skal í huga að 9.menningarnir slösuðu ekki umræddan þingvörð. Hann datt þegar lögreglan ruddist inn. Það sýnir myndband.

Þorbjörn (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:45

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef ekki séð nema þann hluta af myndbandsupptökum sem sýndar voru í sjónvarpinu en það er alveg klárt að bæði sækjandi og verjendur hafa fullan aðgang að myndbandinu öllu. Staðreyndir málsins munu koma fram við réttarhöldin, með þeim fyrirvara þó að sakborningar neita að svara spurningum og hindra þar með vísvitandi gang réttvísinnar. Það er slæmt til þess að hugsa að sakborningar skuli yfirleitt komast upp með svona framkomu. Ég velti því fyrir mér hvort þetta framferði ætti ekki að jafngilda sektardómi.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 16:25

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góður punktur hjá þér, Barði. Ég gleymi því aldrei þegar ég átti rástíma á golfvellinum í Grafarholti og einn félagi okkar kom í spretti á síðustu sekúndunum. Hann hafði ekið of hratt og var stöðvaður af löggunni. Í stað þess að viðurkenna sekt sína umyrðalaust og skammast sín fór hann að rexa við lögguna .... þeim væri nær að handsama alvöru afbrotamenn í stað þess að elta ólar við svona smámuni. Við hundskömmuðum hann, allir félagarnir: sá sem brýtur lögin, hvort sem það er í stóru eða smáu, á að taka afleiðingum gerða sinna, afplána dóminn eins og maður og byrja nýtt líf. Það er svartur blettur á níumenningunum hvernig þeir engjast eins og maðkar og reyna að smjúga undan réttvísinni.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 16:29

24 Smámynd: Egill

" Ég velti því fyrir mér hvort þetta framferði ætti ekki að jafngilda sektardómi."

þetta er góð og gild ástæða af hverju þig á ekki að hafa í samráði þegar lög eru skrifuð. 

Egill, 18.1.2011 kl. 16:53

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er bara staðhæfing út í bláinn, Egill. Auðvitað á að hafa mig með í ráðum þegar lög eru samin. Afbrotamenn eru alltaf að ganga úr greipum réttvísinnar vegna þess að þeir neita að svara. Heiðarlegur maður sem ekkert hefur af sér brotið svarar spurningum því hann hefur ekkert að fela. Það eru vissulega brotalamir á réttvísinni og ævinlega í þá veru að glæpamönnum er sýnd of mikil linkind.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 16:57

26 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta hyski braut einhverja heilögustu reglu sem þekkist a.m.k. meðal norrænna þjóða síðan í gráustu forneskju. Það rauf þinghelgina. Slíkt var dauðasök allt frá landnámsöld og er svívirðilegur glæpur. Pakkið á að búra inni og henda lyklinum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 18.1.2011 kl. 17:51

27 Smámynd: Björn Birgisson

"Pakkið á að búra inni og henda lyklinum." segir Vilhjálmur, en á það ekki betur við um marga aðra, eftir allt sem hér hefur gengið á? Vissulega var þinghelgin rofin og fyrir það athæfi ber að svara til saka og dómsvaldið er nú með það mál til meðferðar, en mín tilfinning er sú að athæfi níumenninganna sé rétt eins og krækiber í helvíti samanborið við glæpi braskaranna og stjórnmálamannanna sem áttu að setja leikreglurnar og sjá til þess að þeim væri fylgt.

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 18:05

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfsagt væri við hæfi að búra inni mann og annan, en þótt erfitt reynist að koma böndum á suma réttlætir það ekki glæpi annarra. Ég var að heyra í fréttum að upptökum hafi verið eytt ..... hvers konar dómadags klúður er þetta eiginlega, er verið að hylma yfir með ofbeldismönnunum?

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 18:48

29 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Kannski er verið að hilma yfir með þingmönnum. Sumir þeirra vinstrisinnuðustu og vitlausustu tóku þátt í svívirðunni. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 18.1.2011 kl. 18:55

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já þetta er athyglisverð ábending, Vilhjálmur. Kannski er þetta líklegasta skýringin. Álfheiður hefur væntanlega látið eins og bestía eins og hennar er háttur.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 19:01

31 Smámynd: Björn Birgisson

Nafn Álfheiðar Ingadóttur hefur oft verið nefnt í þessu sambandi. Var ekki formaður þingflokks Framsóknar að hlusta, með öðru eyranu, á eggjunarorð hinnar ríku Álfheiðar, til öreiganna í hópi mótmælenda?

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 19:09

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú Álfheiður hélt hún yrði Trotzky norðurhjarans og hvatti öreigana til illverka. Meira skoffínið sú kona ..... og þessu akartar Vg eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 20:02

33 identicon

Álfheiður er eitt mesta böl sem fyrir íslenskt stjórnmál hefur komið.

Solveig (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 20:55

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Solveig, já ég held að ég geti tekið undir það. Hún hefur einhvern veginn lag á því að gera allt að ómerkingi sem hún snertir, hvort heldur það er Alþingi eða ríkisstjórnin. Vonandi losa kommarnir sig við hana í næstu kosningum.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 21:06

35 identicon

Mig rámar nú í það  að hinn háæruverðugi vitringur Össur Skarphéðinsson hafi rofið þinghelgina hér um árið og samstúdentar hans mynduðu varnarvegg um hann er hann hélt skammarræðu til Alþingis.

Númi (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 21:22

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Númi, þetta hafa menn verið að rifja upp Össuri til háðungar en líklega skemmtunar einnig, því mörg eru bernskubrekin. Ég held að sá tími sé einfaldlega liðinn að Alþingi geti haft opna palla fyrir almenning.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 21:39

37 Smámynd: Skríll Lýðsson

"Svona láta bara harðsvíraðir nauðgarar og raðmorðingja"

Þar tapaðir þú þeim litla trúverðugleika sem þú hafðir Baldur.

Hvers vegna ætli aumingjans þingvörðurinn hafi "óvart" eytt seinustu mínutunum af upptökuni.

Skríll Lýðsson, 19.1.2011 kl. 15:34

38 Smámynd: Skríll Lýðsson

eru þetta allt í einu "bernskubrek" þegar um efri skattþrep þjóðfélagsins um ræðir?!?!

Skríll Lýðsson, 19.1.2011 kl. 15:35

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

# 37, Skríll, ég ræði það í annarri færslu, "Er þingvörðurinn með öllum mjalla". Taktu eftir athugasemd Vilhjálms Eyþórssonar við þá færslu.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 16:34

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

#38, Össur beit engan, hrinti engum og slasaði engan. Hann geipaði eitthvað eins og hans er vandi og ég veit svo sem ekki hvort það skiptir máli hvort hann geipar uppi á þingpöllum eða niðri í púltinu.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 16:36

41 identicon

Þessi misserin er Össur Skarphéðinnsson að  meiða þjóð sína allverulega,með því að róa öllum árum að því að troða henni inní Mafíuveldið sem Evrópusambandið er.

Númi (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:03

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, framganga Össurar er með ólíkindum. Hann er raunverulega að nauðga þessari litlu, blásaklausu þjóð inn í kompaní sem hún kærir sig ekkert um og þar sem hún mun ekki fá rönd við reist yfirgangi stórþjóðanna. Við sjáum nú best hvernig þeir láta út af makrílnum sem svamlar um lögsögu vora og étur allt sem að kjafti kemur. Fyrst við megum ekki veiða þennan makríl ættu þessir andskotar að borga fyrir fæðuna upp í hann, það er lágmark.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 18:19

43 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef að þetta unga og efnilega fólk verður dæmt til langrar fangavistar en útrásarfíflin og þjófsnautar þeirra valsa áfram um þjóðfélagið sem frjálst fólk er trú minni eitthvað réttlæti endanlega lokið. En mikið væri það nú samt eitthvað svo týpískt, stórglæpamenn og landráðafólk gengur frjálst, en heiðarlegt fólk tekið heljargreipum fyrir litlar sakir, kæmi mér ekki óvart þó að við yrðum vitni að snautlegasta réttarmorði íslandssögunnar á næstunni.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.1.2011 kl. 18:46

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Georg, auðvitað er það súrt í brotið ef braskaramafían sleppur fyrir horn, en ég neita því ekki að ég er uggandi um framgang réttvísinnar í þeim málum. Við sáum hvernig ofurlögmenn Bónusfeðga vöfðu Hæstarétti um fingur sér. Saksóknari hafði ekki roð við ofurlögmönnunum. Og Hæstiréttur vísaði kærum frá vegna óverulegra formgalla. Þetta gæti gerst aftur.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 18:54

45 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, það getur verið erfitt að eiga við lögfræðingahjörð stórbokka og líklega sleppa flestir...hálir sem álar :)

Georg P Sveinbjörnsson, 19.1.2011 kl. 18:58

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þeir tefja allt og þæfa, véfengja, krefjast frávísunar, saka dóminn um vanhæfi og þar fram eftir götunum. Réttarhöldin munu dragast á langinn og kosta þjóðina stórfé. En lögfræðingar græða á tá og fingri.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband