15.1.2011 | 21:28
Vinstri menn klúðra fjármálum
Alltaf sannast það í stóru og smáu að vinstri mönnum er ekki treystandi fyrir fjármálum. Það er ekki aðeins að kommaklíkan í Hafnarfirði hafi steypt okkur sem búum hér í botnlausar skuldir, þeir hafa ekki einu sinni hugsun á því að rukka verktaka um lögboðnar greiðslur upp á 100 milljónir. Réttast væri að þeir sem kusu þessa fábjána til valda tækju á sig skuldirnar og létu okkur hina í friði. Sorglegast af öllu er þó að vinstri mennirnir sem stjórna landinu eru ekki hóti skárri. Þeir eru verri ef eitthvað er. Ef Bjarni Ben og Sigmundur fengju að stýra Íslandi værum við á góðri leið út úr kreppunni og komin á rekspöl með nýtt góðæri.
Hafnarfjörður varð af 93 milljónum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 340676
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu í einhverri brandarakeppni, þeirra sem eru á jötunni? Endilega leyfðu mér að fylgjast með, minn kæri vinur!
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 21:55
Baldur fær stig frá mér í brandarakeppninni.
Doddi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 22:00
Strákar, nú eruð þið ósanngjarnir. Getum við ekki spjallað um þetta á vitrænum nótum?
Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 22:06
Haha góður... bjargaðir deginum fyrir mér :-)))))
ASE (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 22:11
Aha ég skil. Laugardagur. Drengirnir dottnir í það.
Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 22:14
Veit ekki með Svein vin minn, en ég datt í það fyrir 40 árum!
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 22:19
Voru þetta mistök eða voru þetta ekki mistök?
Eða var þetta vinagreiði?
Var það hvorugt?
Rauða Ljónið, 15.1.2011 kl. 23:18
Bjössi, ég vona að það hafi verið vegleg veisla. Þekkirðu Svein?
Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 23:26
Þú ert sem sagt að segja Baldur að skuldir og útgjöld greiðist eftir pólitík! Gott og vel, af hverju eruð þið sjálfstæðismenn þá ekki byrjaðir að borga niður þá skuld sem 18 ára stjórnarþátttaka sjálfstæðisflokksins kostaði þjóðfélagið? Af hverju bíðið þið eftir því að við hin tökum upp veskið?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.1.2011 kl. 23:26
Rauða Ljón, mér hafði nú ekki flogið sá möguleiki í hug.....en þú segir nokkuð. Hver veit nema einhverjir seðlar hafi gengið á milli manna í reykfylltum bakherbergjum. Þetta er eiginlega svo mikil fjárhæð að jafnvel forstokkuðum Hafnarfjarðarkrata myndi tæplega sjást yfir hana.
Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 23:28
Axel, á nú að kenna íhaldinu um, eina ferðina enn.
Baldur Hermannsson, 15.1.2011 kl. 23:29
Svein þekki ég að góðu einu í gegn um þetta net. Frábær og skynsamur maður. Það dugir mér ágætlega.
Björn Birgisson, 15.1.2011 kl. 23:39
Baldur minn, þeir hafa lítt kynnt sér pólitíkina þessir piltar.
Miðað við þeirra málflutning, varðandi það að stjórnmálamenn beri sök á hruni fjármálamarkaðarins, þá er það allt á ábyrgð Samfylkingarinnar.
Nú hvet ég þá sem vilja kynna sér staðreyndir til að fara inn á Samfylkingarvefinn og leita uppi ræðu Ingibjargar Sólrúnar sem hún flutti á landsfundinum árið 2007.
Þá sagði hún það, að gott hafi verið hjá framsóknar og sjálfstæðismönnum að fylgja eftir því fordæmi sem jafnaðarmenn gáfu, með opnun fjármálakerfisins að hætti EES.
Einnig var það á stefnuskrá landsfundarins, menn geta vel fundið það ef vilji er fyrir hendi, að SF vildi aðlaga regluverkið enn betur að þörfum fjármálamarkaðarins, til þess að útrásin gæti blómstrað enn frekar.
Þannig að miðað við þeirra röksemdir, þá er þetta allt Samfylkingunni að kenna og Jóhönnu líka, því hafi henni mislíkað ræða formannsins, þá hefði hún hlaupið á dyr og stofnað nýjan flokk.
En vissulega var þetta hvorki Samfylkingunni, Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum að kenna. Ég ætla heldur ekkert að núa VG því um nasir, að Ögmundur hafi dregið ummæli sín til baka varðandi það, að best væri að bankarnir flyttu úr landi. Ömmi og Steingrímur Joð báðust báðir velvirðingar á þessum ummælum, enda álitu þeir bankann hinar bestu mjólkurkýr á þessum árum.
Hrunið var að stærstum hluta offramboði fjármagns að kenna, sem og lágum vöxtum. Þess vegna hrundu bankar í fleiri löndum og sumir eru ennþá í miklum vandræðum. Geir og Davíð gátu nefnilega ekki reddað öllum, en þeir tóku rétta ákvörðum með að láta bankanna falla í stað þess að dæla í þá fé.
Það voru gráðugir bankamenn sem ollu hruninu en ekki stjórnmálamenn, þetta vita allir sem kynna sér málin út frá réttum forsemdum.
Baldur minn, ég hef svo gaman af að þvarga við vinstri menn, þeir koma sjaldan á síðuna mína til að þvarga, þannig að ég vona að þú misvirðir það ekki við mig, þótt ég leiki mér aðeins við þá á þinni síðu.
Jón Ríkharðsson, 15.1.2011 kl. 23:48
Og vinstri menn hafa aldrei getað stjórnað peningamálumk af neinu viti.
Jón Ríkharðsson, 15.1.2011 kl. 23:49
Ég veit ekki betur en auðugasta fólkið á þingi sé í VG. Aftur á móti eru helstu leiguálitsgjafar landsins persónulega gjaldþrota.
Doddi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 23:59
Jón, þetta eru allt saman geysi öflugar röksemdir sem þú teflir fram. Þá mátt fyrir alla muni velgja vinstri mönnum undir uggum. Það fer að styttast í kosningar og við þurfum að koma vitinu fyrir þá, þjóðinni til heilla. Við verðum að fórna okkur í þessum slag.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 00:03
Já tek undir það, Björn, Sveinn er greinilega öndvegis maður.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 00:04
.. ég held að það sé kominn tími á annan ríkisborgararétt en þann íslenska ef þetta er framtíðin..
Óskar Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 08:52
Pólítíkin er upphaf og endir alls. Það er pólítíkin sem leyfir þeim aðstæðum að skapast sem valda hruni. Það er einnig pólítíkunnar að sjá til þess að þannig aðstæður skapist ekki. Kjaftæðið um hægri vinstri pólítík á ekki lengur við. Hægri og vinstri stefnur hafa komið veröldinni til andskotans og ömmu hans.
Þess vegna verðum við að rífa hausinn upp úr sandinum og nálgast samélög manna á nýjan hátt. Móta lög, reglur, siði, venjur, skyldur og réttindi úr frá hagsmunum samfélaga sem heildar og þeirra einstaklinga sem þau byggja. Ef við gerum það ekki fer illa.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 16.1.2011 kl. 08:55
Ég held að það sé nú ansi margt til í þessum ummælum norðurhjaratröllsins. Pólitíkusar tóku ekki þátt í ferlinu, ef undan er skilinn þáttur Samfylkingar og ÓRG, en þeir skópu aðstæðurnar.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 13:04
Það þurfti vinstri menn til að hreinsa eftir fjármálaóreiðu þinna manna Baldur. Allt Icesave klúðrið sem var sagt vera „tær snilld“ var á ábyrgð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins. Þú ert greinilega með gleymnari mönnum Baldur og snýrð öllu á haus!
Það þurfti búsáhaldabyltingu til að skipta um stjórn og koma vitinu aftur í Stjórnarráðið!
Mosi
.
Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2011 kl. 15:41
Hér að ofan var getum að því leitt að einhverjir athugasemdaritarar væru drukknir.
Ég held að sá sem skrifar klukkan að ganga fjögur á sunnudegi að vitið hafi borist í stjórnarráðið í formi Jóhönnu Sigurðardóttur eigi við alvarlegt áfengisvamdamál að stríða.
Hólmgeir Guðmundsson, 16.1.2011 kl. 17:59
Hólmgeir, ég held að meirihluti þjóðarinnar sé búinn að átta sig á því hvílík ógnar mistök það voru að hrekja löglega stjórn Íslands frá völdum með skipulögðum ofbeldisverku. Sú stjórn hefði náð miklu meiri árangri en sá óskapnaður sem ofbeldislýðurinn leiddi inn í stjórnarráðið fyrir tveimur árum. Tvö ár .... hugsaðu þér! Tvö glötuð ár, ekkert hefur lagast, allt er orðið verra. Það er nú allt vitið hennar Jóhönnu og engin furða þótt Guðjón sé með glýju í augum.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 18:12
"Hér að ofan var getum að því leitt að einhverjir athugasemdaritarar væru drukknir."
Hver er nú fullur?
Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 18:20
Fyrirsögnin: Vinstri menn klúðra fjármálum
leiðir hugann ósjálfrátt að Árna Sigfússyni. Undarlegt?
Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 18:22
Björn, mér skilst að Guðjón sé fullur og það kemur mér á óvart því hann er kvæntur þýskri konu, hreinræktuðum arískum kvenskörungi sem seint myndi líða óreglu á sínu heimili.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 18:32
Björn, já það er frekar undarlegt. Atvinnulífið á Reykjanesi varð fyrir reiðarslagi þegar sterkasti vinnuveitandinn pakkaði saman og fór úr landi. Árni hefur róið lífróður og staðið sig vel. Hann er framtíðarmaður. Styðjum hann.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 18:34
Endilega.
Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 18:38
Betri fjármálastjórn en sem núverandi vinstri stjórn getur hrósað sér af verður vandfundinn í sögu þjóðarinnar. Þó verður að benda á að mjög mikil einföldun er að halda slíku fram en alla vega hefur ríkisstjórnin komið að því hjá flestum að mjög vafasamt er að steypa sér ís stórskuldir: Einhvern tíma kemur að skuldadögum. Loksins áttar fólk sig á því að þessi gegndarlausa lántaka til að fjármagna eyðslu gekk ekki.
Það sem Hólmgeir er að ýja að er mjög dæmigert um þann sem kemst í rökþrot: sá sem hefur andstæðar skoðanir er einfaldlega drukkinn!! Svona fullyrðingar ná ekki nokkurri átt og er Hólmgeir til vansa.
Baldur: Enginn ríkisstjórn hefir yfirgefið Stjórnarráðið með jafn mikillri skömm og niðurlægingu sem ríkisstjórn Geirs Haarde. Sjálfstæðisflokkurinn hefir farið gjörsamlega fram úr sér hvað fjármál snertir að undanförnu, ekkert hefir verið heilagt, bókstaflega allt lagt í sölurnar með því að koma fjöreggjum þjóðarinnar í hendur á mestu eyðsluseggjum og bröskurum þjóðarinnar en ekkert eftirlit haft með þeim. Skil því ekkert í að jafn skynsamlegur maður og þú lætur fara frá þér jafnmikla vitleysu. að hefja þessa ríkisstjórnarnefnu til skýjanna.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2011 kl. 18:46
Baldur, ég get ekki sagt að ég sakni ríkisstjórnar Geirs og Samspillingarinnar.
Hólmgeir Guðmundsson, 16.1.2011 kl. 20:14
Ó mæ god Baldur, mér dettur ekkert annað orð í hug þegar ég les athugasemdir manns sem menntaður er í bókmenntum eða réttara sagt bókasafnsfræðum.
Eiga bókasöfn engin gögn um stjórnmálasögu þjóðarinnar?
Það er mjög einfalt mál að slá inn í google.is "Samfylking.is". Þá kemst maður á viðkomandi síðu, síðan er leitað að upplýsingum á síðunni sem greinir frá landsfundinum árið 2007. Þá er hægt að finna ræðu formannsins þar sem hún segir berum orðum að jafnaðarmenn hafi veitt fjármálakerfinu það frelsi sem leiddi til hrunsins.
Svo með ofurlítilli þolinmæði er hægt að finna landsfundarályktun frá árinu 2007 og þar er m.a. hvatt til þess að regluverkið verði lagað betur að þörfum fjármálakerfisins.
Hvergi hefur það komið fram að Jóhanna hafi mótmælt ræðu formanns eða landsfundarályktuninni.
Ef hrunið hefði verið eingöngu hér á landi, þá væri kannski hægt að skilja þennan málflutning, en svo var víst ekki, eins og flestir vita sem ekki eru fastir í einhverri vitleysu.
Hvergi í veröldinni er verið að sækja stjórnmálamenn til saka fyrir hrunið, enda vita upplýstir menn að stjórnvöld voru vanmáttug í þessu máli.
Það er ekki svaravert kjaftæði að halda því fram að vinstri stjórnin sé að standa sig vel, menn þurfa að leggja flokksgleraugun til hliðar, ég get rökstutt þessi ummæli mín 100% ef menn ætla ennþá að halda sig við sama bullið. En ég vona að menn fari einhvern tíma að skilja staðreyndir.
Menn eru búnir að vera í tvöþúsund ár að melta boðskap Jesús, þannig að það er eðlilegt að það taki einhvern tíma fyrir suma að skilja sjálfstæðisstefnuna, þá meina ég stefnuna, .því menn innan flokksins eru margir hverjir meingallaðir eins og í öðrum flokkum.
Jón Ríkharðsson, 16.1.2011 kl. 20:47
Hólmgeir, ég hugsa að sárafáir sakni hennar, en þeir eru þó örugglega þúsund sinnum fleiri en þeir sem fagna núverandi ríkisstjórn.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 21:41
Jón, það er út af fyrir sig stórmerkilegt hve margir Íslendingar virðast ekki gera sér grein fyrir því að kreppan er alþjóðlegt fyrirbæri og Ísland er partur af heiminum. Margir halda að kreppan sé eins og gosið í Eyjafjallajökli ..... séríslenskt fyrirbæri. Og þetta viðhorf kemur að sjálfsögðu í veg fyrir að menn skilji nokkurn tíma hvað raunverulega gerðist og hverjir bera sök á því.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 21:44
Tímaröð. Að staðsetja hlutina í réttri tímaröð, hefur alltaf verið vandamál hjá mér. Þegar ríkið átti allt og réði öllu, voru margir gagnrýnendur. Hornefjaðir gróðasinnar.
Svo kom frjálshyggjan. Nú skyldi allt einkavætt. Bankarnir, síminn og svo margt fleira sem þjóðin átti skuldlaust. Það gekk eftir. Með þessum líka glæsilega árangri!
Baldur minn, hvort kom á undan, hin heimskulega einkavæðing hérlendis eða gosið í Eyjafjallajökli?
Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 22:59
Í mínum dagbókum kom einkavæðingin fyrst en þú ert nú alltaf á öðru máli..........
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 23:19
Elsku gáfaði bjáninn minn, tökum þetta ekki lengra. Bókin sem ég ráðlegg þér eindregið að lesa, og vitnaði til fyrr í vikunni, heitir:
Svar við bréfi Helgu, eftir Bergsvein Birgisson.
Konfekt. Snilld.
Bon Apetit!
Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 23:38
OK hef heyrt hennar getið. Er hann skyldur þér?
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 23:38
Nei, hann er ekki skyldur mér , en andagiftin .......... lestu bara bókina og segðu mér hvernig þér líkaði.
Þarf ég að kaupa hana fyrir þig? Eða áttu aflandskrónur frá flokki þínum fyrir henni?
Björn Birgisson, 16.1.2011 kl. 23:48
Ég er að lesa Sigurbegarinn stendur einn eftir Paulo Coelho, verð mér úti um hina þegar henni sleppir.
Baldur Hermannsson, 16.1.2011 kl. 23:56
Gott mál, minn kæri!
Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 00:24
Vinstri menn hófu einkavæðinguna á útvegsbankanum. Gáfu þeir ekki tóninn?
Njáll (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 14:01
Vel á minnst, voru það ekki einmitt Jóhanna og Steingrímur sem þar lögðu hönd að verki? Furðulegt hvað sá gjörningur hefur fallið í gleymsku.
Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.