5.1.2011 | 15:52
Þorsteinn Pálsson fær langhæstu bæturnar
Páll Vilhjálmsson bendir á að þarna sé komið langþráð og mikilvægt fordæmi: allir þeir sem skriðið hafa í skítnum til þess að þóknast Jóni Ásgeiri og þeim Bónusfeðgum eiga nú rétt á skaðabótum fyrir þann skelfilega mannorðsmissi sem þeir hafa mátt þola fyrir auvirðilega þjónkun sína. Hæstu bæturnar fær að sjálfsögðu Þorsteinn Pálsson sem um langt skeið var helsti leigupenni Bónusfeðga. Hallgrímur Helgason og Gunnar Smári Egilsson fá líka vænar fúlgur en þó ekki eins miklar og Þorsteinn, því þeir höfðu ekki eins háan söðul úr að detta.
Fékk þóknun vegna málaferla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ok, Þorsteinn er ekki þinn maður, en er þetta ekki langsótt ?
hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 16:19
Nei það finnst mér ekki, Þorsteinn var ritstjóri Fréttablaðsins og þar með fremstur meðal húskarla Bónusfeðga. Kannski ætti að telja Bubba Morthens með í þessari félegu hirð.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 17:08
Ekki gleyma Ólafi Clausen.......
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2011 kl. 17:16
Heimir, Ólafur litli Clausen er einn af ótal leigupennum auðjöfranna. Það er sorglegt að sjá hvernig sá piltur hefur gjaldfellt sjálfan sig.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 17:58
Ekki má svo gleyma ,,hagfræðiséníinu" Þorvaldi Gylfasyni, sem tekið hefur baráttuna með Baugsfeðgum í ca. 6 ár.
Kristinn Karl Brynjarsson, 5.1.2011 kl. 18:04
Kristinn! Hann verður örugglega æðsti prestur á Stjórnlagaþingi.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.1.2011 kl. 18:12
Rétt er það, en Þoddi var meira svona verktaki hjá þeim, ekki satt?
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 18:12
Silla, mun þá Jón Ásgeir fjarstýra Stjórnlagaþinginu?
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 18:13
Ekki yrði ég hissa!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.1.2011 kl. 18:14
Ég kýs nú frekar að kalla Þorvald æðsta strump, fremur æðsta prest. En miðað við alkunna frekju hans og innlegg hans í Kastljósþætti, eftir að úrslit stjórnlagaþingskosninga voru ljós, má reikna með því að eitthvað gusti um hann á stjórnlagaþinginu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 5.1.2011 kl. 18:19
"þeir sem skriðið hafa í skítnum til þess að þóknast Jóni Ásgeiri og þeim Bónusfeðgum". Þar maður bara að vera stuðningsmaður einhvers umdeilds einstaklings til að hljóta svona ummæli?
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 18:42
Voðaleg forðist þið Sjallar að nefna Björgólfsfeðga..
hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 18:55
Stefán, hér er við að tala um menn á mála en ekki stuðningsmenn.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 19:18
Stefán: ......verið .....
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 19:19
Hilmar, hvað áttu við? Útskýrðu.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 19:19
Það er eins og margir Sjallar sjái eingönu sökudólga hjá Baug, en séu tilbúnari til að loka augunum fyrir afrekum Björgólfsfeðga bara af því að þeir voru Davíð þóknanlegir og fengu frá honum Landsbankann á silfurfati.
hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 19:29
Þar held ég að þú farir villur vegar, Hilmar. En þessum auðjöfrum verður ekki jafnað saman. Baugur er alveg sér á parti, búinn til eftir bandarískri fyrirmynd: Baugur átti verslanakeðjur víða um lönd, Baugur átti banka, Baugur átti risavaxið fjölmiðlaveldi og Baugur átti stjórnmálamenn og jafnvel forseta.
Baugur var stórhættulegur lýðræðinu og er það kannski ennþá. Það verður með engu móti sagt um Björgólfsfeðga.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 19:59
Það væri eftir öðru að þjóði færi að rífast um hver sé meiri og hver minni glæpamaður af þeim sem komu okkur á vonarvöl.
Höldum fókus...Please.
hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 20:04
Vianlega skiptir það máli hver er í aðalhlutverki og hver ekki. Baugur er stórbófinn í hruninu, Björgólfsfeðgar eru klaufar.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 20:37
Hvað með Davíð Oddsson leigupenna kvótagreifanna hjá Morgunblaðinu?
Haraldur (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 20:42
Þú kannt að orða það.. Bófar og klaufar. Gæti verið titill á farsa eftir Feydeau..
Allir eru þeir jafn sekir hvað mig varðar. Einbeittur brotavilji og vissu upp á hár hvernig þjóðin myndi sitja eftir..
Það sem er ótrúlegast og nánast hefur þjóðina að fíflum er að þessir menn skuli ganga lausir.
hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 20:43
sammála þér Baldur - nákvæmlega Hilmar halda fókusnum
Jón Snæbjörnsson, 5.1.2011 kl. 20:48
Baugshjörð leigupenna... með Hallgrím Helga... Guðm Andra thors... jónas.is... Þorvald Gylfa í forystu... ásamt fjölda annarra vel ritfærra Baugspenna... ásamt Baugsstefnu Gunnars Smára að ráða eingöngu ritstjóra og fjölmiðlastjórnendur með Davíð á heilanum "Davíðs-Heilkennið"... Illuga Jökuls... SME... Þorstein Páls... Jónas Kristjánsson... ofl... sem vörðuðu leiðina fram af bjargbrúninni... á meðan 3 af 10 stærstu gjaldþrotum sögunnar voru skipulögð... mesta bankarán sögunnar.
Einn maður reyndi að andæfa... hafnaði 300 milljónum fyrir "gott Baugsveður"... tók 400.000 kr út úr KB-banka vegna sjálftöku bónusa 2 bankamanna... varaði ríkistjórn við yfirvofandi bankahruni 7. mars 2008... sagði "við greiðum ekki skuldir óreiðumanna" í okt 2008
Einn maður gat ekki staðið gegn örvadrífu 10 milljarða Baugsáróðurs frá 2006... 1.5 milljarða kaup Rauðsólar... fjármagnað af skattfé í formi styrkja til BYR... og nú 2.5 milljarða huldufé... samtals 14 milljarðar... er flótti barst í lið hans... þegar þjóðin trúðri Baugs-möntrunni... að allt væri Davíð að kenna... og hans fylgismönnum.
... landsölumaðurinn Þorsteinn Páls sýndi sitt rétta andlit... um miðjan okt 2008... þegar öll spjót stóðu á Davíð... þá skreið Þorsteinn úr Fbl holu sinni og fór að tjá sig um þátt seðlabankastjóra í hruninu... og hélt sig vera sparka í liggjandi mann... en þagnaði snarlega... þegar ljóst var að Davíð stóð keikur.
@Hilmar... þú ert með Baugskeyptar skoðanir... fyrir 14 milljarða... þú ert fórnarlamb auðræðis.
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 21:23
Ha ég ?..Já hvernig læt ég..
hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 21:31
Hilmar, ég vil fá 1% af þessum Baugsmilljörðum þínum.....svona upp á vinskapinn, you know.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 21:49
Haraldur, við erum að spjalla um skaðabætur til Baugsþýjanna. Davíð Oddsson er ekki í þeim hópi.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 21:49
Jón, Hilmar er erfiður en í sameiningu höfum við hemil á þeim rauða.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 21:50
Jóhann, þetta er þarft sögulegt yfirlit hjá þér .... minnisstæðastur verður líklega sá merki atburður þegar Davíð Oddsson tók út sparnaðinn úr KB-banka til þess að mótmæla ofurgreiðslunum og brjálæðis sukkinu ..... ef Íslendingar hefðu fylgt fordæmi hans þá hefði kannski ekkert hrun orðið.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 21:52
Ótrúleg blinda, bófar og svo saklausir klaufar. Baldur ertu það hræddur við Sjálfstæðuisflokkinn að þú þorir ekki að gagnrýna neitt sem tengist flokknum? Þetta sést mjög vel í þessari færslu og í fleiri færslum eftir þig.
Valsól (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 22:00
Valsól, ég hef ótal sinnum gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn. Hugmyndir þínar um hræðslu gagnvart stjórnmálaflokkum gefa til kynna að þú hafir ansi kynlega og bjagaða sýn á þjóðmálin.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 22:12
Eigið þið ekki við Ólaf Arnarson? Alltaf er hann kallaður Clausen þegar á að sparka í hann.
Ragnheiður Elín Clausen (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 23:17
Ég þarf að kíkja í sparibaukinn Baldur. Síðast þegar ég tékkaði var bara bergmál..
hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 23:26
Valsól: Baldur er ólíkindatól, en það má ekki taka af honum sem hann á. Hann er auðvitað eldheitur Davíðssinni, en hefur þó átt til að gagnrýna flokkinn.
hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 23:37
Ragnheiður, þetta er svona þegar krakkarnir eru óþekkir, þá segir pabbinn: Sigga, taktu nú hana dóttur ÞÍNA......talaðu við hann son ÞINN......
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 23:52
Hilmar og Valsól, ég held að ég hafi miklu oftar gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn en hælt honum. Og þessir gaurar sem hér um ræðir eru jú Sjálfstæðismenn, Þorsteinn er meira að segja fyrrverandi formaður, og Jói í Bónus var ágætur flokksmaður á sinni tíð.
Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 23:53
Hm ....................
Björn Birgisson, 5.1.2011 kl. 23:58
Hvað ert þú að humma gamli kommúnisti?
Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 00:02
Hm .............. Hmm ..........
Hér er líklega sumt gáfulega mælt, þótt ég komi ekki auga á það ..............
Björn Birgisson, 6.1.2011 kl. 00:13
Þið gáfnaljósin í Grindavík eruð alltaf svo kröfuhörð. Við hérna smælingjarnir erum nú bara að rabba um daginn og veginn okkur til fróðleiks og ánægju.
Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 00:25
Sé það! Þú varst flottur á Eyjunni í allan dag!
Björn Birgisson, 6.1.2011 kl. 00:32
Ég?
Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 00:34
Ég skil.
Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 00:35
Baldur minn, ég hef í tvígang lent svona á Eyjunni með mínar færslur á síðustu dögum. Og þvílík traffík í kjölfarið. Fór í 2800 IP talna heimsóknir! Sem er eiginlega bara klikkun! Sá að þú varst kominn vel yfir 3000 skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld! Veit ekki töluna þína um miðnættið! Kannski 4000? Er Mogginn bara að verða eitrað pað?
Björn Birgisson, 6.1.2011 kl. 00:49
Kærum okkur kollótta, Björn Birgisson, höldum okkar striki og verum aldrei sammála um eitt eða neitt.
Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 00:51
Atkvæði móttekið!
Björn Birgisson, 6.1.2011 kl. 01:02
Gott innlegg hjá Jóhanni Gunnarssyni, #23
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2011 kl. 02:52
Björgólfsfeðgar ekki bófar? Ertu ekki búinn að heyra um rússlandsævintýri þeirra og samskipti við rússnesku mafíuna?
Tóti (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 03:00
Tóti, hvar kemur það fram .... annars staðar en í haldlausu slúðri?
Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 03:22
Allt sem þú vilt vita um þeirra Rússlandsævintýri kemur fram í dómum hæstaréttar. Þeir feðgar stálu þar heilli bjórverksmiðju af manni þegar hann lá veikur með krabbamein. Þetta fór fyrir dómstóla bæði hér á landi og í Rússlandi og þeir feðgar töpuðu málinu í báðum löndum. Björgóllfur hefur aldrei verið annað en glæpamaður. Hér var hann dæmdur fyrir skjalafals, bókhaldsfals og fjárdrátt en samt fannst Davíð eðlilegt að gefa honum heilan banka.
Halldór Pálsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 06:10
@Halldór Páls... þú verður að gera greinarmun á Baugsáróðri... og staðreyndum.
...skv EES reglum þá eru ríkisbankar ólöglegir innan ESB... ríkisstjórnin varð að selja B.Í. og L.Í.... sem voru auglýstir 2001... en ekkert tilboð barst... aftur voru þeir auglýstir 2002... enn kom ekkert tilboð... enginn áhugi.
...síðan var aðferðafræðinni breytt og kjölfestu fjárfestum gefinn kostur á tilboðum... Kaldbakur... S-Hópur... Samson komu með tilboð... Kaldbakur var ekki talinn hafa það fjárhagslegt bakland sem áskilið var... svo aðeins Samson og S-hópur komu til greina.
... bankarnir voru metnir á 24 - 25 milljarða 2002... 43% L.Í. voru seld á 11.8 milljarði til Samson... eftirleikurinn var ekki á hendi ríkisstjórnar... hvorki kross-lán kaupenda B.Í. og L.Í. til fjármögnunar hvors annars... né innheimtur
@Halldór Páls... þú ert með keyptar Baugsskoðanir... að "Davíð hafi gefið banka"
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 07:27
Baugsáróður/Davíðsáróður... Þetta eru bara 2 af mörgum hliðum lygateningssins.
Kommentarinn, 6.1.2011 kl. 08:03
Halldór, eru þessir hæstaréttardómar á netinu?
Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 08:24
...Hæstaréttardómar á heimasíðu Hæstaréttar ná aftur til 1999... en Credit Info er með Hrd til 1943... Halldór Páls... komdu með Hrd númer sem þú ert að vitna í og ég get pastað þá hér inn... og kíkjum á þá...
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 08:42
Hér er grein úr Guardian frá 2005, vonandi trúir þú því að það sé ekki Baugsmiðill:
http://www.guardian.co.uk/business/2005/jun/16/marksspencer
Á meðan verið var að kveikja í öðrum bjórverksmiðjum og/eða skjóta eigendur þeirra í hnakkann fengu þeir frítt spil og urðu stærstur í þessum geira í St. Pétursborg, höfuðborg rússnesku mafíunnar.
Burtséð frá því, ber það ekki vott um siðleysi að formaður SÁÁ skuli auðgast á sölu áfengra gosdrykkja?
Tóti (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 21:31
Þið eruð eins og lítil börn þegar það kemur að Jón Ásgeiri!
Egill A. (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 22:24
@tóti... þú ert "off topic"... hér eru ekki Björgólfsfeðgar til umræðu... eða SÁÁ... heldur bætur Baugspenna vegna mannorðsmissis fyrir "vel unnin störf"... við að dreifa athygli almennings... á meðan Baugsgengið rændi bankana innan frá... í skjóli leigupenna með "Davíðs-Heilkennið"
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:21
Ég var að skoða þetta fyrir nokkrum árum og þá voru dómanir á netinu. Þetta er fyrir árið 2000 sem þessi málaferli eru í gangi. Ég hef ekki hrd númer en skal athuga hvort ég get haft upp á þeim. Jóhann þú segir keyptar baugsskoðanir á sölunni. Það er vitað að bankinn var ekki seldur hæstbjóðenda helur ákveðið fyrirfram hverjir ættu að fá bankann. Bankinn var seldur dæmdum glæpamanni, sem getur varla talist rétt. Árni Matt var í kastljósinu um daginn hann lýsti því svo af að öllum þessum víkingum væri Björgólfur Thor sá allra ómerkilegasti það væri ekki hægt að trúa einu orði af því sem hann segði. Þessir náungar eru alveg sömu glæpamenn og hinir víkingarnir en þið eruð að verja þá vegna þess að þetta eru vinir Davíðs
Halldór Pálsson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:38
@Halldór... Bjöggarnir eru ekki upp á dekki núna... hér er verið að ræða Baugsbætur vegna sjálfsáhættutöku lagatækna og leigupenna sem skýldu Baugsgenginu í stærsta bankaráni sögunnar...
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 00:08
Halldór, það er af og frá að ég sé að halda uppi einhverjum vörnum fyrir Björgólfsfeðga og þar að auki veit ég ekki hvað þú hefur fyrir þér í því að þeir séu einhverjir sérstakir vinir Davíðs Oddssonar. Einhvers staðar kom fram í fréttum að B. eldri hefði komið boðum til DO gegnum Kjartan Gunnarsson, nánari var nú vinskapurinn ekki.
-
Það má vel vera að þeir séu verri menn en ég vissi til en veldi þeirra var þó ekkert í líkingu við Baugsveldið, sem hafði verslunarkeðjur, banka, risavaxið fjölmiðlaveldi og þar að auki heilan stjórnmálaflokk sér innan handar um hríð.
-
Ég held við ættum almennt ekki að drepa málum á dreif með því að vísa stöðugt til annarra mála sem eru kannski áþekk að einhverju leyti en þó ekki eins. Svoleiðis aðferðir verða bara til þess að ýta allri umræðu út af borðinu og þjóna engum vitrænum tilgangi.
Baldur Hermannsson, 7.1.2011 kl. 00:26
frekar pathetic bloggpistill og komment.
Sá flokkur sem studdi Baug mest og best var sá sami flokkur og fékk mestan stuðning þaðan, Sjálfstæðisflokkurinn. Umræddur Baugspenni sem hér um ræðir, Þorsteinn Pálson er enda fyrrum formaður og ráðherra þess flokks, sömuleiðis er núv. ritstjóri Fbl. gallharður íhaldsmaður og Sjálfstæðisflokksmaður.
Menn mega alveg stimpla alla sem nokkurn tímann hafa komið nálægt 365 fjölmiðlum fyrir Baugspenna, en ekki ruglast á því að Sjálfstæðisflokkurinn er og var BAUGSFLOKKUR nr. 1, fyrir utan svo tengsl hans við önnur viðskptaveldi.
Skeggi Skaftason, 7.1.2011 kl. 14:02
Skeggi hefur líklega ekkert verið á landinu undanfarinn áratug, miðað við þetta innlegg.
Þorsteinn Pálsson hvarf úr pólitík með skottið á milli lappanna, þegar það gerðist í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæðisflokksins að sitjandi formanni var hafnað á landsfundi. Síðan þá hefur hann ekki verið mikið fyrir það að mæra Davíð og/eða Sjálfstæðisflokkinn, en auðvitað er hann hægrimaður áfram.
Baugsforkólfarnir eru allir hægrimenn, en þegar þeir gátu ekki keypt eina hægri flokkinn í landinu, þá fóru þeir á útsölu og fengu Samfylkinguna. Þetta vita allir á Íslandi sem eitthvað hafa fylgst með.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2011 kl. 16:36
Jamm. Guðlaugur Þór er svo mikill Samfó maður. Baugur borgaði reyndar helling fyrir hann.
Skeggi Skaftason, 7.1.2011 kl. 20:05
Já, já, og marga fleiri. Þeir voru með alla anga úti, þessir kallar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2011 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.