Er Mogginn loksins að vitkast?

Það er ekki ýkja langt síðan bloggstjóri Morgunblaðsins sendi mér skilaboð og skipaði mér að fjarlægja færslu um heiðursmorð múslima á Norðurlöndum. Heiðursmorð voru þá þegar orðið talsvert vandamál sem fjallað var um opinskátt í fjölmiðlum á Norðurlöndum en Mogganum hugnaðist ekki hreinskilni í þessu efni og greip til ritskoðunar.

 

Þessi frétt bendir sterklega til þess að Moggamenn séu að vitkast og geri sér að einhverju marki grein fyrir þeirri vá sem er fyrir dyrum. 


mbl.is Hryðjuverkamenn horfa til norðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skrýtið að MBL hafi ekki viljað fjalla um þetta. Þykist vita að þú hafir aðeins verið með þína skoðun og hreinskilni í gangi og öll höfum við jú rétt á okkar skoðunum!!!

Gísli Foster Hjartarson, 4.1.2011 kl. 13:55

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gísli, þöggunaráráttan í þjóðfélaginu ríður ekki við einteyming.

Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 13:57

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þessi heiðursmorð eru fáranlega algeng hér á norðurlöndum og þau eru ekki þögguð niður í blöðunum hér..

hinsvegar hafa þessir menn það alltof gott í noregi til þess að þeir fari að sprengja sig í loft upp hér.. annað með atvinnuleysingjana í svíþjóð og danaveldi ;)

Óskar Þorkelsson, 4.1.2011 kl. 14:04

4 identicon

...innrás múslima í Ýmis-heimilið er ótengt Tamini-múslimum á Íslandi... heldur eru hér á ferð wahhabi múslimar... þeir herskáustu innan Islam.

...allir 19 hryðjuverkamenn Al Quaida 11. sept 2001 voru wahhabi múslimar... og flestir frá Saudi Arabíu... en þaðan eru þeir fjármagnaðir til hryðjuverka... mosku og skólahalds víða um vesturlönd

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 14:05

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Baldur, "þöggunaráráttan í þjóðfélaginu ríður ekki við einteyming".  Hinsvegar er þessi mbl frétt lítið annað en getgátur byggðar á hreinni lygi.

Magnús Sigurðsson, 4.1.2011 kl. 14:43

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég hef sjálfur orðið fyrir barðinu á Árna Matthíassyni, ritskoðara Moggans, eins og einhverjir kunna að muna. Í það skiptið var trúlega farið eftir upplýsingum uppljóstrara, beint eða óbeint á vegum „Samtakanna ´78“. Menn virðast almennt ekki gera sér fulla grein fyrir því, að samkvæmt 233. grein almennra hegningarlaga, sem Þorsteinn Pálsson kom á 1996 var tjáningarfrelsið, undirstaða alls lýðræðis og allra mannréttinda í raun afnumið. Það er ömurlegt til þess að hugsa að maður, sem eitt sinn var formaður Sjálfstæðisflokksins skuli hafa haft forystu um að koma hér á þjóðfélagi þöggunar, ritskoðara og uppljóstrara, en þannig er það.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.1.2011 kl. 17:48

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Fjarlægðirðu færsluna Baldur? Ef svo er væri fróðlegt að sjá hana að nýju, því ekki man ég eftir henni. Viltu vera svo vænn að birta hana að nýju, eða benda mér á hvar hún birtist upphaflega, ef hana er þar enn að finna?

Gústaf Níelsson, 4.1.2011 kl. 21:50

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Gústaf, ég fjarlægði hana strax enda hefði blogginu verið lokað ella. Mogginn á þetta bloggsvæði, Mogginn setur húsreglur og það er annað hvort að hlíta þeim eða fara. Ég vil ekki birta færsluna hér aftur, ég vil standa við orð og gerðir. En færslan varðaði frétt um heiðursmorð í Danmörku og ég sagði eitthvað á þá leið að við yrðum að varast þennan ósóma. Það er engin vafi á því að bloggstjórinn hefur litið á þessa færslu sem árás á múslima, jafn tröllslega fáránlegt og sú ályktun reynist vera. Ég held það sé farið að renna upp fyrir mönnum að þetta voru orð að sönnu.

Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 21:58

9 Smámynd: Björn Birgisson

Lenti í svipuðu og Baldur. Skrifaði svolítið ljótt um muslima eftir svívirðilegt dráp á saklausri konu í muslimaríki. Fjarlægðu eða við lokum blogginu þínu voru boðin sem ég fékk!

Björn Birgisson, 4.1.2011 kl. 23:48

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er eekkert á móti múslimum. Mér finnst að allt venjulegt folk ætti að eiga einn...og ef hann springur í loft upp, er bara að fá sér annan...nóg af þeim til.

Óskar Arnórsson, 5.1.2011 kl. 03:26

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Tek undir með síðasta ræðumanni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 5.1.2011 kl. 13:04

12 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar og Vilhjálmur, "........og ef hann springur í loft upp, er bara að fá sér annan.........."

Er það nokkuð í boði ef eigandinn springur líka í loft upp?

Björn Birgisson, 5.1.2011 kl. 14:42

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður Björn :)

Óskar Þorkelsson, 5.1.2011 kl. 15:48

14 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ja hérna Baldur. Ekki gerði ég mér grein fyrir því að bloggstjóri Mogga skuli ekki hafa lesið bókina Dýrmætast er frelsið eftir norsku blaðakonuna Hege Storhaug, en hún fjallar einmitt um vandann sem skapast hefur á Norðurlöndum, einkum Noregi, vegna fjölda og háttsemi og siða múslima þar um slóðir. Heiðursmorðin eru einmitt ein af fjölmörgum meinsemdum, sem þeir hafa flutt með sér frá heimalandinu. Þennan ósóma er bráðnauðsynlegt að ræða og fordæma með ráðum og dáð, alveg óháð því hvort bloggstjóri Mogga kjósi að flaðra uppum menningarlegan- og trúarlegan ósóma.

Það er að sönnu tímanna tákn, að á sama tíma og Skandinavar óttast hryðjuverk múslima í löndum sínum, eru Íslendingar að keppast við að útvega þeim lóð undir mosku, og enginn veit hvort þær þurfa að vera ein eða tvær, því þeir eru komnir í hár saman. Og enginn stjórnmálamaður þorir að leggja til hið augljósa.

Gústaf Níelsson, 5.1.2011 kl. 16:23

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

...já, ef eigandinn springur líka? Ja, ég hafði ekki hugsað svona rosalega djúpt um þetta mál...ég bara nenni því ekki...

Óskar Arnórsson, 5.1.2011 kl. 17:12

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gústaf, staðreyndin er bara sú að gamla, ævagamla Moggatepran ætlar að verða ansi lífseig. Bannað er samkvæmt lögum að flytja hatursáróður á forsendum kynhneigðar, trúar eða litarafts .... og það er allt hið besta mál ... en Mogginn oftúlkar þetta ákvæði og spornar gegn málefnalegri og sjálfsagðri umræðu um þessi mál. Tjáningarfrelsið nýtur ekki lengur þeirrar virðingar sem áður var.

Baldur Hermannsson, 5.1.2011 kl. 17:57

17 Smámynd: Björn Birgisson

"Og enginn stjórnmálamaður þorir að leggja til hið augljósa."

Engar moskur á Íslandi. Aldrei.

Björn Birgisson, 5.1.2011 kl. 18:42

18 identicon

Það ber að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann. Ritskoðun er fasismi. Fasismi er dauði.

Frelsi ofar öllu. (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband