3.1.2011 | 18:53
Ég verð sífellt gáfaðri og þú líka
Þessi tíðindi koma mér ekki á óvart. Ég hef fundið þessa þróun hjá sjálfum mér og mínu kæra samferðafólki. Mér finnst hryggilegt að sjá hvernig neikvæðni og illska tærir litla samfélagið okkar. Við eigum eitt besta land heimsins: hér eru ríkulegar auðlindir, fiskimið, jarðvarmi, fallorka vatna, vindorka, gnótt af fersku vatni, landrými, glæsilegir fjallasalir, óviðjafnanleg náttúrufegurð, sterkur og fallegur norrænn kynstofn og hæfileg fjarlægð frá löndum Evrópusambandsins. Við getum átt hér besta þjóðfélag heimsins. Neikvæðni úrtölufólksins hefur skemmt samfélag okkar á liðnum misserum..... en látum það ekki eyðileggja framtíðina líka.
Gáfaðast um sextugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrír táradropar!
Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 19:05
.. og hér eru sjallar..
Óskar Þorkelsson, 3.1.2011 kl. 19:46
Svona Bjössi, þú ert sjálfur orðinn jafn gamall erfðasyndinni eða þvæi sem næst, og það er kominn tími til þess að þú látir af stráksskap og neikvæðni.....og verðir eins og ég.
Baldur Hermannsson, 3.1.2011 kl. 19:50
Óskar, ertu að kalla Björn Birgisson sjalla? Þú færð rós í hnappagatið sonur sæll.
Baldur Hermannsson, 3.1.2011 kl. 19:51
Baldur minn, þú hefur verið minn lærimeistari um langa hríð, en ég hef alltaf verið haldinn skrópasótt, því er ég eins raunin sýnir! Missi alltaf af bestu kennslustundunum!
Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 20:29
Mér verður samt ómótt að sjá hve fljótur þú ert að læra.
Baldur Hermannsson, 3.1.2011 kl. 20:51
Já, maður lifandi, ég hef líka fundið hvað viskan hríslast um mig allan með hverju árinu sem líður, en eru þó nokkur í það verði stórstreymt að það fari að fjara undan aftur.
Mikið svakalega var þetta eitthvað gáfulega sagt. :-)
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 20:56
Ég tók nú strax eftir því, er ég kynntist þér Rafn, hversu gáfaður, víðsýnn og skynsamur þú ert og það verður gaman að sjá hvers konar þroska aldurinn færir þér. Samkvæmt þessum atugunum...og reynslu okkar allra ... ætti tilfinningagreindin að aukast til muna og barnabörnin mega hugsa gott til glóðarinnar.
Baldur Hermannsson, 3.1.2011 kl. 21:02
Ómótt? Ég hélt að þú yrðir glaður. Ertu kannski að segja mér að ég hafi tileinkað mér alla þína verstu lesti? (Séu þeir einhverjir, auðvitað)?
Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 21:25
Ég vil hafa þig áfram fastan í steinöld mannsandans, þar ert þú öflugur og þar átt þú heima.
Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 01:57
Er ekki blind jákvæðni alveg jafn hættuleg? Getur ekki "jákvæð hugsun" orðið til þess við hættum alveg að gangrýna yfirvöld og þá skapist hér ástand svipað og í Kína og annars staðar þar sem menn MEGA ekki gagnrýna yfirvöld? Ég er alltaf að spyrja mig að þessu. Ætla að láta af ókurteisi og ljótu orðbragði og ýkjum, sem maður getur leiðst út í af ótta við að allir hinir séu sofandi, og ekki sé hægt að vekja þá upp með að höfða eingöngu til þeirra göfugu hvata, því lágar hvatir hrópa oft hærra en þær hærri, og geta vakið menn,...en sé nú þetta er ekki rétt, þetta er það að stytta sér óþarflega leið. En ég er ekki tilbúinn til að hætta að gagnrýna, því það tel ég of hættulegt. Sama þó maður sé þá kannski ásakaður um neikvæðni. En býr ekki of mikil jákvæðni bara til samfélag fasisma að eigin vali?
Vörður (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 03:27
Skarplega athugað, Vörður, og það er vert að staldra við og íhuga orð þín. Ég sé samt fyrir mér tvennskonar grunnviðhorf: jákvætt og neikvætt. Sá jákvæði er vissulega gagnrýninn og hreint ekki ánægður með allt sem fyrir hann ber, en hann reynir að snúa öllu til betri vegar, kappkostar að bæta umhverfi sitt og stuðlar að framförum hvar sem hann kemur.
-
Sá neikvæði týnir sér í nöldri og niður rífandi illmælgi um menn og málefni, og hann reynir ekki að stuðla að betri heimi vegna þess að hann hann er ekki trúaður á framfarir. Helst vill hann húka og bíða eftir því að aðrir vinni verkin, en hann er samt aldrei ánægður með það sem fyrir hann er gert, hann er alltaf belgfullur af óánægju, skít og óhroða.
Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.