Framsóknarmönnum hugnast óformlegar þreifingar

Úr tilsvörum þingmanna má lesa að þetta séu bara óformlegar þreifingar enn sem komið er, en þá skyldu menn minnast þess að fátt hugnast Framsóknarmönnum eins vel og einmitt óformlegar þreifingar. Þeir hafa eðlislæga gáfu til að þreifa sig áfram í niðamyrkri og sitja allt í einu óforvarendis við kjötkatlana. Minnumst þess líka að ógæfustjórn vinstri flokkanna var getin undir handarjaðri Framsóknarmanna fyrir tveim árum. Steingrímur og Árni Þór munu reyna til þrautar að kaupa Lilju með gýligjöfum en hafa Framsókn í bakhöndinni. Þeir hafa viku til stefnu.
mbl.is Framsókn eðlilegur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yrði það okkur ekki bara til blessunar ef sá skynsami drengur Sigmundur Davíð kæmi að stjórn landsins? Það hefði ég haldið.

Rofa-Barði (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 18:55

2 identicon

Ég er sammála Rofa-Barða.

                               Ef að Framsókn fær að ráða

                               fram mun sótt til nýrra dáða

                               afturhaldsins ógnum ljúka

                               aftur hægt að piss'og kúka

stormsveipur (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 20:03

3 identicon

Lengi má bæta góða vísu.

Ef að Framsókn fær að ráða

fram mun sótt til nýrra dáða

fláræði og fólsku ljúka

fjalladrottning lim þinn strjúka

stormsveipur (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 20:22

4 Smámynd: Björn Birgisson

Fjalladrottning? Hvernig skessa er það? Er þetta áhættunnar virði?

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 20:24

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sama segi ég, hvar er hún til húsa....hefur hún netfang?

Baldur Hermannsson, 28.12.2010 kl. 20:28

6 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn! Netfang? Sá er tæknivæddur! Hefur hún heimilisfang mætti heldur spyrja. Það sem hér er ýjað fer ekki fram í gegn um tölvu!

Hér kemur fyrripartur, byggður á athugasemdum:

Með fláræði og fólsku strýkur,

fjallaskessan vergjarna,

...........................................

.............................................

Besti botninn fær glæsilegan vinning!

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 21:23

7 identicon

Með fláræði og fólsku strýkur,

fjallaskessan vergjarna

feiknaböll sem fer gjarna

fúlar inn í klettapíkur

stormsveipur (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 22:30

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fróðlegt verður að sjá skilyrði Framsóknar:

Engar rannsóknir eða annað vesen gagnvart aðalspillingarmönnum Framsóknarflokksins. Þ. á m. Finnur Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson og Ólafur Ólafsson fái að vera í friði fyrir hvers konar óþarfa hnýsni eða grun um einhver misferli eins og að gera kvótabraska sér að féþúfu, léttúð að koma sér upp himinháum hlutabréfaeignum með umdeildum brasktilfæringum eins og að stofna fyrirtæki á tunglinu og leggja í Existu og hækka hlutafé um 50 milljarða til að gera eignaupptöku annarra einfaldari. Tilfærsla á skipaflota SÍS sem hefði löngu átt að vera margsokkinn vegna skulda en að eignarhald sé ekki lengur undir neinum vafa. Braskaranir í Kaupþingi verði hvítskúraðir með því sama og gerðir að englum utanríkisþjónustunnar þar sem þeir fá að fljúga í friði á örlitlu englavængjum sínum hvert á land sem er....

Leyfi mér að láta þig Baldur og aðra sem eru tortryggnir gagnvart hinu rétta og sanna eðli framsóknarmaddömunnar að botna þetta en sjálfur tekur MOSI undir kerlingunni þegar einn af  aðal útrásarvörgunum gekk fram hjá henni á Austurvelli í Búsáhaldabyltingunni hérna um árið: Svei þér!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.12.2010 kl. 23:01

9 identicon

Öllum Íslendingum ætti að vera það ljóst hvaðan fjalladrottningin kemur, færri vita það hins vegar að hún tekur virkan þátt í dýrasexi (animal sex) eins og kemur fram í þessari vísu.

Fjalladrottning móðir mín

mér svo kær og hjartabundin

en ægileg var elskan þín

þú áttir mök við fjárans hundinn

stormsveipur (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 23:03

10 identicon

Það væri fátt skemmtilegra, óvæntara meira "red herring" og "svartur svanur" en ef Framsókn myndi skyndilega hegða sér eins og menn og SANNA þannig að þeir hafi í raun bætt sig með betri forystu. Það gera þeir með að styðja þá sem fylgja eigin sannfæringu og eigin samvisku eins og Lilja Mósesdóttir. Ekki með því að leggja lag sitt við pólítískar mellur sem hafa selt samvisku sína fyrir örugg laun um hver mánaðarmót eins og flest pakkið í ríkisstjórninni. Lifi lýðræðið!

Sigurður (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband