30.5.2010 | 10:30
Gnarr vann, Dagur tapaði
Sigurvegarinn í höfuðborginni er litli, feiti, rauðhærði karlinn sem gleymdi persónuskilríkjum sínum þegar hann fór á kjörstað og sat eins og fábjáni í sjónvarpssal í nótt, öldungis ófær um að svara einföldustu spurningum. Þegar Gnarr fær ekki að semja handritið sjálfur fatast honum flugið og hann verður eins og illa gerður hlutur.
Tapari kosninganna er Bergþórusonurinn. Hann var líka eins og álfur út úr hól í nótt. Leiðtogi flokksins sem féll undir 20% atkvæða. Varaformaður Samfylkingarinnar sem lék hverjum afleiknum af öðrum í kosningabaráttunni og var að lokum hafnað á kjördegi. Það er of snemmt að álykta að stjórnmálaferli Dags B. Eggertssonar sé lokið en hann hefur alla vega fengið harðan skell og ekki sýnt að hann muni nokkurn tíma rísa á fætur eftir þessar ófarir. Líklega væri viturlegast fyrir hann að láta nú staðar numið í pólitíkinni og opna læknastofu með Ólafi F. Magnússyni.
Hvað tekur nú við? Fjögur erfið ár fyrir Reykvíkinga en spennandi tímar fyrir alla þá sem hyggja á endurnýjun í stjórnmálum á Íslandi. Hvað sem líður heimóttarskap Jóns Gnarr þá verðskuldar hann heila þökk fyrir að hafa sýnt og sannað að endursköpun er algerlega raunhæfur kostur í pólitík á Íslandi.
Besti flokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dagur að kveldi kominn...
Birgir Viðar Halldórsson, 30.5.2010 kl. 10:38
Það er fínt að menn skuli vera að eygja sigurvegara og tapara í þessari hysteríu, Baldur.
Og Sjálfstæðisflokkurinn bara í stórsókn....
hilmar jónsson, 30.5.2010 kl. 11:16
Góðan dag, Hilmar Jónsson. Íhaldið fékk skell í 3 kjördæmum: Reykjavík, Akranesi og Akureyri, en að öðru leyti er útkoman góð og sums staðar fantagóð. Ég er hræddastur um að menn fari í gamla Pollýönnu-leikinn, sjái bara sigrana en loki augunum fyrir ósigrunum. Við golfarar lærum það af íþrótt vorri hve mikilvægt það er að gleðjast yfir góðu höggunum en læra af vondu höggunum.
Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 11:25
Sveitafélögum meinarðu, ekki kjördæmum. Töpuðu líka í Kópavogi
Skúli (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 15:54
Skúli, rétt hjá þér: sveitarfélögum. Íhaldið tapaði manni í Kópavogi en það var út af fyrir sig enginn skellur. Þótt Hanna Birna telji sig hafa unnið varnarsigur í borginni finnst mér útkoman þar vera skellur - 5 menn í stað 7 áður.
Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.