28.5.2010 | 11:46
Alþingi fer sömu leið og Reykjavík
Ef Besta flokknum tekst að halda þessu fylgi alla leið inn í kjörklefana er það stórmerkur atburður og við hæfi að skrá hann þegar í stað í Íslandssöguna. Grínframboð þekkjast víða um lönd en þetta yrði örugglega í fyrsta skipti sem angurgapaflokkur sölsar undir sig heila höfuðborg.
Það er engin leið að sjá fyrir afleiðingarnar. Kannski verður Jón Gnarr borgarstjóri og keyrir allt á hausinn á skömmum tíma. Það skipulag sem Reykvíkingar hafa komið sér upp á tveggja alda þroskaferli riðlast á einni nóttu.
En það er alls ekki víst að sú verði reyndin. Hitt er ég algerlega sannfærður um, að velgengni Besta flokksins muni opna allar dyr og alla glugga fyrir nýju, öflugu framboði á landsvísu - flokki sem hæglega gæti í einu vetfangi orðið stærsti flokkurinn á Íslandi og markað þjóðinni alveg nýja stefnu.
Hvers vegna? Vegna þess að stjórnmálaflokkarnir eru allir sem einn löngu hættir að taka skyldur sínar alvarlega. Þeir taka sjálfa sig ekki alvarlega sem stjórnmálaflokka lengur. Þeir svíkja gefin loforð jafn auðveldlega og þeir lofa hverju sem er upp í ermina á sér. Þeir ljúga miskunnarlaust - jafnvel forsætisráðherrann lýgur og flokksmenn hennar yppta öxlum að hætti Fransara. Þeir hunsa það traust sem verður að vera milli flokks og fylgismanna.
En um fram allt: þeir eru hættir að taka sjálfa sig alvarlega sem stjórnmálaflokkar og því er ekki nema von að kjósendur geri það líka.
Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hérna er ég alveg hjartanlega sammála. Það verða vatnaskil í sögunni á morgun. Kjósendur eru að rjúfa böndin við gömlu flokkana, og þessir flokkar eru í raun dauðans matur. Það sem nú á að gera, er að stofnaðir verði nýjir flokkar á öllu litrófi stjórnmálanna skipaðir nýju fólki. Skiljum gömlu flokkana eftir á strandstað og smíðum ný skip!
Magnús Þór Hafsteinsson, 28.5.2010 kl. 11:57
Magnús Þór, gamli garpur, gaman að sjá að þú skulir vera enn á lífi! Verður þú ekki einn af þeim sem leggja hönd á plóg og erja landið? Þú ert enn á þeim aldri þegar menn telja ekki eftir sér að vinna dag og nótt fyrir heilagt málefni - og einhverja reynslu hefurðu af sjórnmálum, sem ekki er lakara.
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 12:14
ÆÆ, þú skemmdir sallafína athugasemd þína Baldur með því að falla sjálfur, undir lokin, í þá retórík, sem verið er að refsa flokkunum fyrir.
Lárus Ýmir Óskarsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 12:21
Hvað ertu að segja Lalli, hvar er sú retórík? Ég er einmitt þekktur fyrir að forðast retórík. En dæmi verður maður að tilgreina, ekki satt? Ég gæti nefnt miklu fleiri dæmi en jonas.is segir að bloggpistlar eigi að vera stuttir og ég hlýði mínum gamla yfirmanni.
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 12:25
Jú - einusinni var Jónas líka yfirmaður minn, ég man mest eftir hvað hann skammaði mig og Eddu Andrésdóttur fyrir að nefna að það væri fótkalt í blaðamannabásunum.
Retóríkin er sú að segja alltaf "þinn er vondur minn er góður" og að mæla gæði pólitíska umræðu í því hvað blammeringarnar eru hittnar, ekki hvaða árangri þær skila fyrir samfélagið. Áráttan að hnýta í "vondu kellinguna í stjornarráðinu" og aðgreina hana þannig frá öðrum kellingum - það er það sem ég á við.
Lárus Ýmir Óskarsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 12:31
Já maður er lifandi, maður lifandi, en hefur mis mikinn tíma til að hanga á netinu nú þegar sumarið er komið og blóðið ólgar í kúnum. Auðvitað er maður boðinn og búinn í að endurreisa landið og er nú ekki vanur að horfa á klukkuna þegar ég er að vinna. En ég fer ekki einn í að erja landið. Fleiri verða að leggja hönd á plóg.
Magnús Þór Hafsteinsson, 28.5.2010 kl. 12:36
Ég hef lokinni umhugsun, um styrkjamálin, mótmæli við heimili styrkþega og þeirra frétta um að það sé krafa "þjóðarinnar" að styrkþegarnir, segi af sér allir sem einn, ákveðið að kasta fram hér smápælingu.
Áður en ég kasta fram þessari "pælingu", vil ég þó geta þess að ég ætla ekki að taka afstöðu, til þess hvað er nóg og hvað er ofmikið, þegar styrkir eru annars vegar. Því síður ætla ég að beita fyrir mér reikningskúnstum, líkt og Hjálmar Sveinsson, sem að finnst stór munur á því að safna rúmlega 12 milljónum, vegna tveggja prófkjöra, en á því að safna tæplega 6 milljónum vegna eins prófkjörs.
En hér kemur "pælingin":
Ef að einhvern tímann útskrifast hér "óháðir" fræðimenn, eða fræðimenn sem þora, þá gerir kannski einhver úttekt á þessari "afsagnarvakningu".
Þegar fyrsta mótmælastaðan við heimili stjórnmálamanns (Þorgerðar Katrínar), eftir útkomu skýrslunnar var, birtist grein inná visir.is, þar sem greint var frá því að hópur fólks hefði safnast fyrir utan heimili Þorgerðar. Þegar sú frétt birtist, taldi sá hópur, fjóra til fimm einstaklinga. Síðan mun eitthvað hafa fjölgað í hópi þessum og eitthvað fleiri mættu næsta kvöld við heimili Þorgerðar og síðar við heimili Steinunnar Valdísar og Guðlaugs Þórs, en hópar þessir töldu aldrei fleiri en 30- 40 einstaklinga hið mesta. Síðan birtust viðtöl í Fréttablaðinu og DV við einstaklinga úr þessum hópi eða hópum, þar sem þessir einstaklingar, lýstu yfir því að það væri krafa þjóðarinnar að þessir "styrkþegar" ( mútuþegar) segðu af sér. Með öðrum orðum, 30 til 40 manna hópur, tekur að sér að tala fyrir alla þjóðina og ákveða vilja hennar. Hvorugur þessara miðla, lét t.d. gera skoðannakönnun, þar sem 800- 1000 manna úrtak úr Þjóðskrá var spurt, hvort einhverjir og þá hverjir ættu að segja af sér, vegna þessara styrkjamála, enda ekkert víst að slíkt hlyti stuðning, meirhluta þjóðarinnar og slík skoðannakönnun því ekki Þá að þjóna tilgangi sínum.
Ef að fólk man ennþá eftir Fjölmiðlafrumvarpinu, þá man fólk eflaust eftir því, gegn áhrifum hvaða einstaklinga, það var sagt vinna. Fólk man þá örugglega eftir því hvaða miðla, þessir einstaklingar áttu þá og eiga enn og beittu þeim miskunnarlaust í baráttunni, gegn frumvarpinu. Hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá benda niðurstöður skýrslunnar til þess að þessir einstaklingar, sem eiga og/eða hafa áhrif í þessum sömu fjölmiðlum, sem börðust hvað harðast gegn Fjölmiðlafrumvarpinu, hafi valdið hvað mestum skaða í bankakerfinu og þar með þjóðfélaginu, í undanfara hrunsins. Enginn þessara "styrkþega" er talinn hafa tæmt bankana, né aðstoðað eigendur bankana við þá iðju.
Þessum sjálfkjörnu "fulltrúum þjóðarinnar", sem tóku það að sér að raska heimilisfriði fólks, með mótmælastöðu fyrir utan heimili þess, hefur hins vegar ekki dottið í hug að "raska" á einn eða annan hátt þeim "friði" sem að eigendum þessara miðla, er veittur í skjóli stjórnvalda, til að stunda sín viðskipti áfram og reka sinn "áróður" á þeim miðlum, sem þeir eiga, nú með samþykki ríkisbanka.
Það er því ansi margt í þessari atburðarrás afsagnarkrafnana á hendur styrkþegum, sem svipar til þeirra aðferða, sem beitt var til þess að skapa andstöðu "þjóðarinnar" gegn Fjölmiðlafrumvarpinu og tilraunum dómsvaldsins að koma lögum yfir eigendur þessara miðla, um miðbik þessa áratugs sem er að líða. Það hlýtur því að vera sanngjarnt að spurt sé, hvort "þjóðin" sé enn leidd á "asnaeyrunum" í þeim tilgangi einum að beina henni frá "kjarna" málsins, sem hlýtur að vera sá "þjóðarinnar" vegna, að koma í veg fyrir að stærstu gerendur í hruni bankana, nái aftur vopnum sínum og haldi áfram glæpsamlegu atferli sínu, í skjóli núverandi stjórnvalda.
Kristinn Karl Brynjarsson, 28.5.2010 kl. 12:57
Já ég skil, Lalli, en staðreyndin er bara sú að Jóhanna og Steingrímur stjórna landinu en hvorki Bjarni Ben eða Sigmundur hafa komið að stjórn landsins. Ég er í rauninni alls ekki að hugsa bara um vinstri flokkanna, hinir eru undir sömu sök seldir. En svona er munurinn á ritmáli og kvikmyndamáli.
Sá sem skrifar verður að tilgreina einhver dæmi, annars veit lesandinn ekkert hvað hann er að fara. Í terminator var nóg að láta Arnold Schwarzenegger keyra yfir dúkkuna til þess að sýna hvers konar óféti var þar á ferð - og blóðið fraus í æðum áhorfenda andspænis svo ægilegri grimmd!
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 13:01
Hehe Magnús, það vantar bara EINN mann.........!
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 13:02
Kristinn, þetta er afar áhugaverð pæling. Því miður er ekki útilokað að þú hafir rétt fyrir þér. Að jafnaði hafna ég hvers kyns samsæriskenningum en samsæri Jóns Ásgeirs og hans leigupenna gegn Davíð Oddssyni er enn í fersku minni.
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 13:04
Þú þurftir ekki að nota dæmi mínvegna Baldur, ég skildi meir en vel hvert þú varst að fara. Sjálfur var ég búinn að velta sama máli aðeins fyrir mér, en ég verð að játa að það var ekki í jafn elegant knöppu formi og þú skrifar - http://larusymir.blogspot.com/ (það er þér að kenna að ég setti upp þetta vesæla og vanrækta blogg :-))
Lárus Ýmir Óskarsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 13:08
Lalli, þú ert greinilega ekki inni á blogginu þínu þegar þú skrifar þetta. Farðu inn á bloggið þitt og skrifaðu þaðan, þá geta menn ýtt á nafnið þitt og séð hvað þú ert að skrifa sjálfur. Ég ætla að skreppa inn á þína síðu og gá hvað þar er að finna!
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 13:11
Þessi nálgun sem ég nota, við smíði þessarar "pælingar", svipar til þeirra aðferða, sem að þær "fræðigreinar" nota, sem að hugsanlega munu einhvern tímann í framtíðinni, gera upp þennan tíma. Þær aðferðir byggjast upp á því að finna atburði í fortíðinni, sem gætu svipað til þeirra atburða, sem að til rannsóknar eru. Tilfinning stjórnmálafræðinga fyrir kjörsókn er t.d. fengin, með því að meta aðstæður nú, við einhverjar hliðstæðar í fortíðinni. Þó svo að erfitt sé kannski að finna aðstæðum dagsins í dag, einhverjar hliðstæður.
Fyrir kosningar lágu þessir styrkir velflestir, ef ekki allir fyrir, þó ekki hafi kannski verið vitað með vissu, hver uppruni þeirra allra var. Eins lá fyrir síðustu kosningar, hverjir höfðu sig hvað mest frammi við að ræna bankana að innan. Ennfremur lá fyrir að þeir aðilar sem tæmdu bankana, voru á meðal helstu styrkveitenda. Það eina nýja sem birting skýrslunnar kom fram með, var að tveir lögfræðimenntaðir einstaklingar og einn hagfræðimenntaður, staðfesti það sem þjóðin vissi nú þegar. Þjóðin gerði sér hins vegar, kannski ekki grein fyrir því um hversu háar upphæðir var tefla.
Það sem tengir Fjölmiðlafrumvarpið, dómsmálið gegn Baugi og niðurstöðu Skýrslunnar saman, er það að "skýrslan" eða niðurstaða hennar staðfestir, það sem menn vildu meina með Fjölmiðlafrumvarpinu og dómsmálinu.
Menn verða svo bara vega það og meta, ef að sagan gerir það ekki með tímanum, hvort að þessi "pæling" mín eigi við rök að styðjast eða ekki.
Kristinn Karl Brynjarsson, 28.5.2010 kl. 13:30
Baldur. Þú ert húmoristi og skilur því mikilvægi þess að kjósa Besta flokkinn til að breyta óréttlætinu í réttlæti?
Hefðbundnar leiðir í réttlætis-átt á Íslandi eru ekki til núna? Kjóstu eftir samviskunni en ekki flokks-svika-leiðarvísi! Bara smá ráð frá gamalli kellu . Hafðu það gott. M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2010 kl. 17:09
Siðasta málsgreinin hjá þér Baldur er kjarni málsins
Finnur Bárðarson, 28.5.2010 kl. 17:56
Anna Sigríður, ég er sem betur fer ekki búsettur í Reykjavík. Frekar myndi ég skila auðu en kjósa Besta flokkinn. Fyrir mér er lýðræðið ekkert grín og hagsmunir sveitarfélagsins eru rammasta alvara. Sjálfstæðisflokkurinn er með ágætan framboðslista í Hafnarfirði og ég kýs hann með bros á vör.
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 21:23
Finnur, þar erum við á einu máli. Verður ekki heljarinnar Evróvisjón-partí heima hjá þér eins og venjulega? (hehehehe)
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 21:24
Ég var að horfa á formennina í sjónvarpinu og Gnarrinn bar af sem gull af grjóti; hann vissi ekki að það ætti að grípa framm í - svona tala ekki stjórnmálamenn með reynslu - nei ó nei , þeir gjamma bara framm í .
Það er fullkomið ábyrgðarleisi og fáránleikinn uppmálaður - grínlaus , en stútfullur af sukki ofurstyrkjum og sviknum kosningaloforðum , sói menn atkvæði sínu á gömlu flokkana - þetta er dót sem marg marg marg verðskuldar ráðningu þótt fyrr hefði verið .
Hörður B Hjartarson, 28.5.2010 kl. 21:47
Angurgapaframboðið svonefnt hefur sannfært kjósendur um að reka ómerkilega angurgapa út úr Ráðhúsi Reykjavíkurborgar.
Besti flokkurinn hefur þekkta listamenn í forystu. Enginn kemst í raðir listamanna sem hefur ekki gengið gegn um strangan sjálfsaga. Enginn verður listamaður sem hefur ekki sköpunarþörf, sköpunarþrótt og þann aga sem sem til þarf að verða viðurkenndur listamaður.
Þar dugar ekki að hafa lært stjónmálafræði, lögfræði, ellegar farið í pólitískan heilaþvott og Morfískeppni.
Reykjavíkurborg vantar skapandi forystu og kraftmikla. Starfsmanna-og embættismannaliðið á kontórunum kann teoríuna sem þróast hefur og orðið að nokkru sjáfvirk. Við það verður að notast fyrstu vikurnar en leggja svo til atlögu við kontóristana í smáskömmtum.
Það eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá okkur Reykvíkingum!
Árni Gunnarsson, 28.5.2010 kl. 21:58
Það er með hálfum huga að ég hætti mér inn á þennan völl. Síðast þegar ég rak hér við var mér slátrað. En sláturhús eru svo sem hvert öðru lík og eiga það eitt sameiginlegt að þar eru dýr tekin af lífi. Á morgun göngum við í sjálfu sér hvert og eitt til slátrunar sem kjósum. Ég ætla að sitja heima og lifa.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.5.2010 kl. 22:01
Já Árni - allir þeir er fyrir eru í ráðhúsinu í Reykjavíkurþorpi , þurfa ráðningu og ég er að vona að Bjarnfreðarson stjórni þessu einn og óstuddur af ofurstyrkja- eða sukk- klíkumönnunum sem þarna voru fyrir , en það er ábyrgðarlaust , með öllu að nýta ekki atkvæði sitt , það vita allir sem - - .
Hörður B Hjartarson, 28.5.2010 kl. 22:07
Við Hafnfirðingar bíðum með öndina í hálsinum. Eftir morgundaginn færast allir Hafnarfjarðarbrandararnir sjálfkrafa yfir á viðrinin í Reykjavík. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott: velgengni Besta flokksins sprengir upp öll hin pólitísku grindverk í þjóðfélaginu og opnar dyrnar fyrir nýjum og ferskum framboðum. Það vona ég af alhug að gerist í næstu Alþingiskosningum.
Baldur Hermannsson, 28.5.2010 kl. 22:40
Þetta eru undarlegir tímar. Búið að snúa kosningum upp í grín og svo held ég að þjóðin sé miklu spenntari fyrir gengi Heru í Noregi en kosningaúrslitunum hér heima. Íslendingar eru alltaf flottastir!
Björn Birgisson, 29.5.2010 kl. 13:03
Ég veit ekki Björn, hafa menn almennt ekki áhuga á þrennu:
1) Heru
2) Úrslitum í Reykjavík
3) Úrslitum í sínu eigin sveitarfélagi
Baldur Hermannsson, 29.5.2010 kl. 13:15
Gamla flokkakerfið hrundi með bönkunum svo ekki er ólíklegt að þú verðir sannspár með framhaldið. Vissulega eru kosningaloforð besta floksins þess gerð að ekki er hægt að standa við þau. Eru þeir einfaldlega ekki bara að segja að kosningaloforðin séu bar grín sem þeir þurfa ekkert að standa við frekar en aðrir flokkar?
Ég hef fulla trú á að þessi flokkur geri sitt besta því ef þetta hefði átt að vera eitthvað grín hefðu þeir eflaust bakkað þegar fylgið streymdi að þeim.
Offari, 29.5.2010 kl. 14:38
Offari, þú hefur alltof mikla trú á mannkyninu. Mannskepnan er ekki skynsöm vera, það er nú hennar stærsti galli og aðalsjarmi.
Baldur Hermannsson, 29.5.2010 kl. 15:00
Nú er ég hissa...steinhissa, því ég er sammála pistlinum þínum Baldur.
Haraldur Davíðsson, 29.5.2010 kl. 17:08
Ég er hins vegar ekki vitund hissa, Haraldur, það eru mörg teikn á lofti um að þú sért að þroskast.
Baldur Hermannsson, 29.5.2010 kl. 17:12
Bíddu - er þá Haraldur ekki mannskepna sbr. 26.aths.
En til hamingju með nýja borgarstjórann í Reykjavíkurþorpi - allir sem einn , hann ber af þessu dóti sem gull af grjóti .
Hörður B Hjartarson, 29.5.2010 kl. 17:50
Ég bý ekki í Reykjavík svo það er óþarfi að óska mér til hamingju með nýja borgarstjórann.....sem hvorki þú eða nokkur annar veit hver verður.
Baldur Hermannsson, 29.5.2010 kl. 18:56
Besti flokkurinn er merkilegasta pólitíska bylting frá fyrri heimstyrjöld og mun leggja gamla flokkakerfið í rúst enda tími kominn til. Jón Gnrr er merkilegri leiðtogi en Jón Sigurðsson, Ólafur Thors, Bjarni Ben (gamli), Einar Olgeirsson og hvað þessar risaeðlur heita allar.
Ingólfur Margeirsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.