Ráðskona Atla og trunta keisarans

Rómverski keisarinn Caligula átti sér eftirlætishest sem hét Incitatus. Svo miklar mætur hafði Calicula á hesti þessum að hann veitti honum þegnrétt í Rómaborg og skipaði honum jafnframt sess í öldungaráði þeirra Rómverja, senatinu. Ekki er þó upphefð truntunnar öll talin, því keisarinn hugðist gera hann að konsúl, sem var ein helsta virðingarstaða Rómaveldis, en óvíst er hvort sú ætlan komst til framkvæmda.

Caligula má telja til betra máls að hann var illa haldinn af sýfilis, sem lagðist á taugakerfið og gerði hann snarvitlausan. Ekki er vitað með vissu hvað Atli Gíslason hefur sér til málsbóta annað en það að vera forskrúfaður vinstri durtur, þröngsýnn og fremur leiðinlegur stjórnmálamaður.

En blóðugt er til þess að vita að skattpeningum Íslendinga skuli varið til slíkrar endemis þarfleysu meðan aldraðir svelta, sjúkir kveljast og heilbrigðir flýja land vegna atvinnuleysis og fátæktar.


mbl.is Fagna kynjagreiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Getur verið að Caligula hafi verið forfaðir Hannesar rassasleiks ?

Hörður B Hjartarson, 22.5.2010 kl. 01:14

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er alls ófróður um niðjatal Rómarkeisara svo þessu get ég trauðla svarað. Ef Caligula á einhverja niðja á Íslandi, sem er alls ekki óhugsandi, þá eru þeir væntanlega miklir hestamenn en ekki nákvæmnismenn um almennt siðferði.

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Caligula gat ekki hafa haft sýflis af þeirri einfölldu ástæðu að þetta er indíánasjúkdómur sem var óþekktur í gamla heiminun þar til fyrstu tilfellin komu fram hjá sjómönnum Kólumbusar strax 1493. Stundum er sagt að sjúkdómar hvíta mannsins hafi gert út af við indíánana, sem er að vissu marki rétt, þótt það sé yfirdrifið. Það gleymist að sjúkdómar smitast í báðar áttir og sýflis var einn þeirra sjúkdóma sem fylgdu í kjölfar landafundanna. Calígúla var bara gamaldas geðsjúklingur með mikilmennskubrjálæði.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.5.2010 kl. 01:37

4 Smámynd: Polli

Takk fyrir þetta! Ég sagði áður, skrifaðu sem mest! Þú hefur þetta allt, húmorinn, þröngsýnina, en umfram allt, færnina til að skrifa. Rosalega gaman að lesa! Hvaða bloggara finnst þér gaman að lesa? Gefðu mér fáein nöfn. Takk fyrir frábæra færslu.

Polli, 22.5.2010 kl. 01:46

5 identicon

"Konur og karlar eru 50% af þjóðinni" Sagði Ráðskonan. ( Eru menn í hlutverkaleikjum á þessum bæ?)

Ok. hvað er þá restin af þjóðinni?  

Er ekki tími til kominn að einhver bendi þessum bullukollum á hlutverk nefndarinnar, sem var að fara yfir aðkomu Ráðherra og annara stjórnmálamanna. Að hruninu.

En  hver býst við að sjálfskoðunarnfnd Alþingis komist að einhverju öðru og sé annað en marklaus.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 02:45

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Uppbótavinna á kostnað okkar óbreyttra.

Þráinn Jökull Elísson, 22.5.2010 kl. 03:14

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vilhjálmur, um þetta atriði eru fræðimenn ekki á eitt sáttir. Hyggja margir að löngu fyrir daga Kólumbusar hafi vissar tegundir sýfiliss verið til í Evrópu og hafa fundið ummerki hans á fornum beinagrindum, meðal annars í Pompei. En auðvitað er það satt og rétt að mannkynið þarf ekki syphilis til að vera vitlaust, samanber Samfylkinguna.

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 08:40

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Polli, ef þú ferð á mbl.is geturðu sér hvaða þræðir eru mest sóttir hverju sinni en það er auðvitað afar einstaklingsbundið hvað manni finnst skemmtilegast að lesa. Og bloggarar eiga misjafna daga eins og aðrir. Margir leggjast í bloggleti yfir sumarið en taka svo til óspilltra málanna þegar sumri hallar.

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 08:44

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðvitað er þetta atvinnubótavinna en verst er að hún skapar engin verðmæti - það væri þá skárra að verja þessum fjármunum í brúarsmíði eða viðhald á byggingum hins opinbera, svo eitthvað sé tínt til. Hvað ætli hið opinbera framleiði margar svona tilgangslausar skýrslur árlega - skýrslur sem eru kynntar en hverfa svo samstundis niður í skúffur og eru aldrei teknar upp framar?

Baldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 08:55

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mikið er ég sammála þér núna Baldur..Þetta gengur svo mikið út í öfgar að það hálfa væri nóg. Og myndin með fréttinni er táknræn..Hún er af ráðskonunni! Mér er meira í mun að verja peningunum í að halda fólki heima heldur en að velta fyrir mér hvað margar konur eða karlar komi fyrir í skýrslunni. Ég er farin að halda að stór hluti yfirvalda sé veruleikafyrrt. Einhverjir hljóta að ganga um á skýi sem við sjáum ekki!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.5.2010 kl. 11:02

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fyrir þá sem ekki muna það, eflaust af eðlilegum ástæðum, þá var þessi nefnd hans Atla, sett saman til þess að vega það og meta, hvort ætti að færa nokkra ráðherra úr "hrunstjórninni" fyrir Landsdóm.

Í fyrstu var bara talað um þá þrjá ráðherra, sem talað er um í skýrslunni, að hafi sýnt af sér vanrækslu og jafnvel afglöp í embætti. Allt reyndar karlar, þó svo að ein kona (ISG) hafi tekið það að sér, að halda einum af þessum körlum í myrkrinu (BGS). Spurning hvað "kynjafræðin" segir um konu, sem tekur þá ákvörðun um að halda karlmanni óupplýstum um mál sem hann varðar og taka það að sér að klúðra þeim, allt að því ein og óstudd, vegna vandlætingar á enn einum karlinum (DO).

 Reyndar bárust af því fréttir fyrir 2-3 vikum, að nefndin væri jafnvel að hugsa um að kanna fleiri ráðherrar, jafnvel ráðherrar sem enn eru í embætti, hefðu sýnt af sér vanrækslu og afglöp í starfi.
 Þar koma tvö nöfn strax upp í hugann. Össur Skarphéðinsson, sem sinnti störfum ISG þegar hún veiktist og sat einhverja fundi þar sem slæm staða efnahagsmála var og rædd og hélt áfram því sem ISG hafði gert þ.e. að halda BGS fyrir utan sinn málaflokk.
  Hitt nafnið, sem óneitanlega kemur upp í hugann er Jóhanna Sigurðardóttir, sem var félagsmálaráðherra í "hrunstjórninni".  Hún sat í nokkurs konar "æðsta" ráðherraráði, sem vann að aðgerðum til þess að vinna á efnahagsvandanum og semja við norrænu seðlabankana um aðstoð, að undangengnum efnahagsaðgerðum. 
  Þar á aðgerðalista var meðal annars, að styrkja Íbúðalánasjóð.  Framlag Jóhönnu til styrkingar sjóðsins og til hækkunnar fasteignaverðs,  þremur mánuðum fyrir hrun, var að breyta lánareglum sjóðsins og að fella niður, að einhverju eða öllu leyti stimpilgjöld.
  Þessar aðgerðir Jóhönnu skiluðu því að, miðað við síðustu þrjá mánuði fyrir þessar fjölgaði húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs úr 1600, síðustu þrjá mánuði fyrir breytingar, í rúmlega 2800 síðustu þrjá mánuði fyrir hrun, eða um rúm 75%.  Ætla má að margir þessara nýju lántakenda séu nú í miklum vanda, enda vextir og verðbætur hærri upphæð, eftir því sem höfuðstóllinn er hærri.  Eins er þá líklegt að margar þær fasteignir sem keyptar voru fyrir þessi nýju lán, endi hjá Íbúðalánasjóði og stór hluti lánsfjárhæðarinnar tapist og varla styrkir það Íbúðalánasjóð, sem á reyndar nú þegar í vandræðum.

 Það er því alveg kjörið þegar rannsókn á atburðum í undanfara hrunsins, höggva svo nærri stjórnvöldum, að vandinn sé  "kynjagreindur", svo ekki komi til frekari óþæginda fyrir stjórnvöld, eða trufli helför þeirra frekar.

 Jóhanna hefur reyndar gefið það út að hún hafi verið "andsetin" af Tony Blair. Ber hún af þeim sökum við "blakkáti" og "blindu" á raunveruleg gildi, enda "andsetið fólk, sjaldnast með "sjálfu" sér.

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.5.2010 kl. 12:19

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, Karl, þú bregst ekki vinum þínum. En ályktanir þínar eru algerlega óhrekjanlegar.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:26

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta er nú ekki svo flókið Baldur, yfir 90% af þessu innleggi, var upp úr fréttum undanfarna vikna.  Eiginlega bara hægt að kalla síðustu setninguna "ályktun", hitt allt áður birt efni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 20:40

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það verður svo hjákátlegt að sjá "ráðherfur" okkar á erlendum vettvangi, þegar búið verður að "femma" upp ráðherraembættin, sem konur gegna og verða þær þá "ráðskonur" í stað "ráðherra".  Jóhanna yrði þá t.d. "Prime-housekeeper of Iceland".  Embætti Kötu Júl myndi hins vegar hljóma, eins og vélmenni sem tekur að sér að halda iðnaðarhúsnæðum hreinum: "industri-housekepper."

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband