7.5.2010 | 20:54
Mig dreymdi Halldór Ásgrímsson í nótt
Ósköp var notalegt að sjá gamla greifann, gráan fyrir hærum, settlegan, rósaman og háttvísan að vanda. Við Íslendingar eigum Halldóri Ásgrímssyni margt upp að inna. Halldór er Íslendingur í allra bestu merkingu þess orðs; að honum standa sterkir, austfirskir stofnar og rætur hans liggja djúpt í frónskri jörð.
Halldór Ásgrímsson vann alltaf af heilindum fyrir Ísland. Vafalaust hefur honum stundum orðið á í messunni, en ávallt vildi hann vel og þess skyldu menn minnast - áður en þeir hallmæla honum - að Halldór gerði færri mistök á öllum sínum ferli en núverandi ríkisstjórn á einum degi.
Tilveran er undarlegur staður og stundum gerast tilviljanir sem gera mann gáttaðan. Í nótt dreymdi mig nefnilega Halldór Ásgrímsson! Ég var að labba upp eftir Laugavegi og hann kom hjólandi á reiðhjóli niður veginn, íklæddur skínandi svörtum leðurfatnaði, aðskornum buxum og blússu. Ég gleymdi þessum draumi þegar ég vaknaði en honum skaut upp í hugann er ég sá hann þarna í Kastljósinu.
Halldór Ásgrímsson horfir um öxl yfir farsælan feril og góðan, og þegar ég sá hann þarna rólegan og háttvísan þá hvarflaði hugurinn til þeirra tíma, er vitrir menn og góðgjarnir voru hafðir í hávegum á Íslandi.
Kannast ekki við handstýringu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér. Rólegur, yfirvegaðu, Háttvís. Ekkert óðagot.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.5.2010 kl. 20:59
Þetta "komment" á betur heima hérna.
Mér fannst nú Halldór komast nokkuð vel frá þessu. Skýrði meðal annars þann anda sem var í samfélaginu á þeim tíma sem að þessar ákvarðanir voru teknar.
Vinstri menn voru svosem ekki yfir sig hrifnir af einkavæðingu bankana, hvernig sem að hún hefði verið framkvæmd, en verst hefði þeim hugnast stór aðkoma einhverra útlendra "kapitalistabulla" að íslensku bönkunum.
Hann skýrði afhverju ekki hefði dreifða eignaraðildin verið valin. Hún þótti ekki hafa tekist þegar Framkvæmdabankinn og Íslandsbanki voru sameinaðir og því varla ástæða til þess að það hefði verið öðru vísi með þessa banka, því ekki hefði verið hægt að takmarka með lögum eignarhald manna á fyrirtækjum.
Fannst það reyndar fáranlegt af Helga Seljan að hafa spurt Halldór hvort að honum finnist það hafa verið mistök að afhenda "ÞESSUM" mönnum allt þetta frelsi?
Hvað átti Helgi við? Stóð það utan á þessum mönnum að þeir ætluðu að misnota þetta frelsi?
Átti Samherji ekki stóran hlut í Kaldbak? Reyndu ekki forstjóri Samherja og Jón Ásgeir að ná yfirráðum í Íslandsbanka 1999- 2000? Hefðu þeir farið eitthvað betur með Landsbankann, en þeir fóru með Glitni?
Var þetta erlenda fjármálaráðgjafafyrirtæki að leggja eigin orðspor að veði, með einhverjum "monkey bussiness" á Íslandi?
Halldór var sanngjarn séntilmaður, þegar að hann í umræðunni um húsnæðislánin, benti EKKI á að Samfylkingin og þá sér í lagi Jóhanna Sigurðardóttir vildu ganga enn lengra í því máli en gengið var. Hann minntist einnig ekki á það sem var, að allir flokkar(eflaust utan VG) lofuðu skattalækkunum í undanfara kosninga 2003..............
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 21:01
Já það er verið að veiða viðbrögð hér sé ég.. Átt örugglega eftir að fiska vel í kommentum.
Halldór er að mínu mati samnefnari fyrir þrjósku, heimsku og ótrúlega gamaldags úr sér gengna frasa .
Ætla síðan að reyna að í vonlausri stöðu að lappa upp á sig með trúarslepju, það er svo ótrúlega hallærislegt.
Þetta er maður með álíkann skítastuðullskarkter og Davíð, en það fer honum samt mun verr..
hilmar jónsson, 7.5.2010 kl. 21:04
Hilmar, ég varð nú ekki var við neina trúarslepju í þessu viðtali. Um hvað ertu eiginlega að tala? Vera má að ég hafi misst af einhverju - meðan viðtalið gekk var ég að stilla tölvuna á golfmótið á Sawgrass og var ekki með hugann allan við Halldór.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 21:10
Kíktu aftur á viðtalið á RUV Baldur.. Þú hefur ekki verið með hugann við þetta. Mér segir svo hugur að þessar mæringar þínar á þursinum, séu öðru fremur "kommentasmölun "
hilmar jónsson, 7.5.2010 kl. 21:16
Nei, Hilmar, ég tala og skrifa út frá mínu baldna hjarta eingöngu. Mér hefur alltaf verið hlýtt til Halldórs Ásgrímssonar. Það er nú aðalsmerki mitt og þitt að við skrifum það sem við hugsum og annað ekki.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 21:19
Baldur, þú ert afskaplega góður gagnvísir.
Doddi (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 21:20
Sá ljómi sem að fellur á starfsferil manna og kvenna, nokkur ár eftir að þeir hverfa úr sínu embætti ræðst að mestu, hvernig umræðan erum þessa menn og konur, eftir að þau hverfa á braut.
Ég man t.d. það að Vigdís forseti var alls ekki allra á meðan hún gegndi embætti. Hún sagði meira að segja að sér hafi fundist það mistök að sitja síðasta kjörtímabilið, vegna andúðar sem hún frá vissum aðilum í þjóðfélaginu.
Núna þegar árin líða og fólk hefur almennt talað fallega um hana síðan hún hætti, þá skánar forsetaferill hennar, með hverju árinu sem frá líður, síðan hún lét af embætti.
Halldór aftur á móti hefur fengið svotil daglega glósur, t.d. í Bloggheimum, að hann hafi verið þurs, "Sægreifi" þ.e. stór eigandi gjafakvota "Framsóknar-mafíósi" og margt þaðan af verra.
Ætli munurinn liggi ekki því að Vigdís átti sér þroskaðri andstæðinga en Halldór?
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 21:25
Þetta var allt þjóðernissinnunum að kenna. Han mundi ekki eftir neinum framsóknarmönnum í sambandi við Búnaðarbankann, kannski Finni Ingólfssyni en hann kom líka að þessu óbeint. Aldrei rætt þetta við Davíð og allt gert samkvæmt bestu samvisku!
Halldór þerf sem sagt ekki að biðja afsökunar á neinu en biðst samt afsökunar á syndum sínum í kirkju.
Það er ekki furða að þú Baldur minn fallir kylliflatur af aðdáun.
Sigurður Þórðarson, 7.5.2010 kl. 21:26
Siggi, alveg missti ég af kirkjuferðum Halldórs, enda var ég að stilla á Players mótið á Sawgrass, sem ég er að horfa á núna. Mér finnst kirkjan tilvalinn staður að biðjast fyrirgefningar. Það er fallegt ævikvöld þegar menn halla sér að Guði og leiða hugann að eilífðinni.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 21:39
Kristinn, menn voru gjörsamlega uppgefnir á Vigdísi síðasta kjörtímabilið. Væmnin bókstaflega lak af henni. Hún var orðin alveg óþolandi leiðinleg og gein yfir öllu. Hún var farin að líta á sig sem einskonar ættmóður þjóðarinnar. Fremur viðbjóðslegt. En Vigga gerði aldrei neitt stórt af sér annað en að vera sjálfhverf og væmin og þess vegna minnast menn hennar með hlýju.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 21:42
Sveinn, það gengur ekki að fella palladóma yfir mönnum og trúa þeim sjálfur. Horfðu til verka þeirra og dæmdu þá svo. Halldór er fínn náungi.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 21:43
Halldór komst óaðfinnanlega frá þessu. Hann var prúður og afslappaður eins og allir sem hafa góða samvisku og fara reglulega í kirkju til að biðjast fyrirgefningar á öllu því sem þeir kynnu að hafa gert án þess kannski að muna það.
Og þá brást spyrlinum ekki prúðmennskan heldur. Þetta var ungur og viðfelldinn maður sem minnti mig svona í útliti á hakkarann Helga Seljan sem tekur menn hálstaki í viðtölum og sleppir ekki fyrr en þeir eru farnir að blána.
Þessi var svona "hin týpan!"
Árni Gunnarsson, 7.5.2010 kl. 21:59
Vigdís átti nú ekki mikið umburðarlyndi inni hjá þjóðinni þegar hún hætti.
Virðing erlendra manna á henni færði henni líka stærri sess í virðingu okkar, eftir að hún hætti.
Breyting á samfélagsgerðinni og önnur skapgerð, gerði Ólafi ómögulegt að vera copy/paste af Vigdísi, mínus væmni.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 22:04
Árni, ég var einmitt að velta þessu fyrir mér meðan á viðtalinu stóð. Kannski hefur hægur talandi Halldórs svæft æsingamanninn í Helga. Og hver veit nema þeir séu skyldir - báðir að austan.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 22:08
Kristinn, Vigga varð strax númer í útlandinu, sjálfsörugg og brosandi út að eyrum. Hún var dálítil kúrekastelpa og varð sér stundum til skammar, en henni var alltaf fyrirgefið og fjölmiðlar kepptust um að þegja yfir ávirðingum hennar.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 22:09
Helgi fékk bara yfirveguð, greinagóð og rökstudd svör. Helgi hafði í rauninni ekkert svæsnara á Halldór, en tæplega 10 ára gamla gamlar tilfinningar Steingríms Ara og Valgerðar Sverris.
Halldór leiðrétti það sem lesa má úr umræðu undanfarna ára, að það hafi bara verið löng biðröð erlendra og innlendra fjárfesta, eftir því að fjárfesta í tveimur íslenskum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 22:15
"bönkum" átti síðasta komment að enda á.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 22:19
Það er erfitt að færa sönnur á atburði í svona gömlu ferli. Svo mikið er víst að ekki tókst gæfulega til, því miður.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 22:25
Já það er erfitt. En samt þegar maður hugsar til þessarar einkavæðingarnefndar og umfjöllunina sem hún fær í Skýrslunni, þá virðist bara vera vitnað í Steingrím Ara, varðandi störf hennar.
En eins og ég hef áður sagt, þá var það fundið út að bankarnir hefðu verið "gefnir", vegna þess að nýju eigendum bankana, tókst að "falsa" afkomutölur þeirra og verðmæti, með bókhaldssvikum og fleiri glæpsamlegum athæfum, sem lýst er í Skýrslunni.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 22:38
Menn taka aldrei nógu vel inn í reikninginn það sem þú hefur áður sagt Kristinn Karl. Mér finnst kominn tími til að gefa því meiri gaum.
Árni Gunnarsson, 7.5.2010 kl. 23:16
Já ég vísa á bug öllu kjaftæði um að bankarnir hafi verið gefnir, þetta gerist alltaf þegar ríkisstofnun er seld. Hún er seld hæstbjóðanda (nema þegar Ólafur Ragnar er fjármálaráðherra, hann selur samflokksmönnum ódýrt), en hinir nýju eigendur auka verðmæti eignarinnar og selja hana svo á hærra verði.
*
En við getum ekki útilokað að skort hafi á fagmennskuna við sölu bankanna. Ég hneigist til þess að taka mark á Steingrími Ara.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 23:51
Það er alveg vitað að ýmis tengsl manna við suma, þvældust ekki fyrir því hverjum voru seldir bankarnir. En það er samt ekki hægt að túlka söguna þannig að, með einkavæðingu bankana hafi verið sett af stað "tímasprengja" stillt á okt 2008.
Það hefur enginn gefið upp hverjir aðrir, en Kaldbakur, eða einhver franskur banki komu til greina, sem fjárfestar. Fyrir utan þennan sænska banka, sem að andstaða virtist vera um í þjóðfélaginu um að tæki yfir annan ríkisbankann.
Samt voru nú sumir andstæðingar "einkavæðingar" bankana fljótir að leggja lag sitt við hina nýja eigendur bankana, eins og kemur fram, meðal annars í Skýrslunni.
Ríkisbankarnir voru í rauninni reknir með spillingu og kjördæmapot að leiðarljósi. Á þeim tímum var það hverri sveit "gæfa", væri þingmaður úr kjördæminu í bankaráði annars ríkisbankans.
Kristinn Karl Brynjarsson, 8.5.2010 kl. 00:09
Saga ríkisbankanna var ein samfelld raunasaga. Hræðilegt hvernig þeir voru misnotaðir. Saga einkabankanna var líka raunaleg og verst að hún heldur áfram að vera raunaleg.
Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 00:20
Núna eiga "draugar" einkavæddu bankana tvo. Skilanefndir, skipaðar að FME eru sagðar stjórna þeim ásamt stjórn sem FME þarf að gefa "hæfnisvottorð".
Í öðrum "einkabankanum" fá meintir "gerendur" í bankahruninu fyrirgreiðslu. Og hinn "einkabankinn" hyggur á útrás í USA.
Sá banki sem enn er ríkisbanki, er líka fyrirgreiðslubanki meints "geranda" í bankahruninu og tekur við handhafa skuldabréfi upp á 440 milljónir,frá honum með annan veðrétt í yfir veðsettum fasteignum, til þess að greiða götu hans. Þessi "gerandi" sem að valdið hefur tjóni á við tvo jarðskjálfta, eins og voru í Chile fyrir ca tveimur mánuðum, fær einnig í boði ríkisbankans að halda úti skítadreifurum (fjölmiðlum) sínum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 8.5.2010 kl. 00:41
Halldór er Íslendingur í allra bestu merkingu þess orðs; að honum standa sterkir, austfirskir stofnar og rætur hans liggja djúpt í frónskri jörð.
Það er nefnilega það. Hvernig fór Halldór að því að verða meiri Íslendingur en aðrir ???
Brattur, 8.5.2010 kl. 12:48
Baldur:Hvernig haga ég undirbúningi til að fá að dreyma Halldór? Mér finnst óþarfi að þú sitjir einn að þessari lífsreynslu.
Árni Gunnarsson, 8.5.2010 kl. 14:54
Það er mikil íþrótt að stýra draumum sínum og á fárra manna meðfæri, lucid dreamning er það kallað á útlensku. Ég var með nemanda sem kunni þetta. Á hverri nóttu stýrði hann sjálfum sér inn í stórfenglegar kynjaveraldir og bætti þar með fyrir fötlun sína, en hann hafði verið blindur frá fæðingu. Ég reyndi en náði ekki tökum á þessu. Hins vegar dreymir mig stundum fyrir daglátum, mig dreymdi til dæmis fyrir andláti Steingríms Hermannssonar og sagði konu minni drauminn - áður en fjölmiðlar skýrðu frá andlátinu.
*
Það sem mér þótti athyglisverðast við drauminn var hve sportlegur Halldór var á reiðhjólinu, grannvaxinn, ungur og tískublaðalegur í sínu leðurdressi.
Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 15:50
Jæja loxins ertu farinn að hæla Framsóknarmönnum.
Offari, 8.5.2010 kl. 17:17
Já en Offari, það er ekkert loxins með það, því ég hef alltaf talað um alla menn af sanngirni og til dæmis hælt framsóknarmönnum sem eiga það skilið - en þeir eru bara miklu færri en hinir sem verðskulda botnlausa fyrirlitningu.
Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 17:23
Botnlausa fyrirlitningu - ert þú að tala um sjálfgræðgis FL flokksmenn ?
Sem betur fer hef ég ekki fengið martröð áratugum saman .
Hörður B Hjartarson, 8.5.2010 kl. 19:38
Hörður, ef þú lest athugasemdirnar gætilega muntu sjá að menn eru að ræða Framsóknarflokkinn. Er ekki annars kominn tími til að sleppa innantómum klíkuklisjum á borð við "sjálfgræðgi" og þessháttar, klisjum sem engu bæta við umræðuna og eru bara til heimabrúks í einhverjum hallærislegum hassklíkum.
Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 20:08
Það hefði mátt halda að það væru "Hinsegin dagar" því annað eins Drottningar viðtal hef ég aldrei horft á í sjónvarpi allra landsmanna og það að Helgi Seljan væri spyrjandi, þessi hvatvísi umgi maður sem hingað til hefur ekki setið á sér með hvassar spurningar og jafnvel stundum svívirðilega nærgöngular, en þarna sat hann eins og stillt fermingarstelpa sem naut sín prúðbúin og fáguð! Skildi hann vera Framapotari?
Jón Svavarsson, 8.5.2010 kl. 20:38
Ég held að þó að hafi verið að sjá verulega á Halldóri 2006, þá held ég að það hefi verið ákveðin mistök hjá flokknum að láta hann fara. Þó svo að úrslitin í sveitarstjórnarkosningum árið 2006 hafi verið stórt áfall fyrir flokkinn og kjaftshögg, þá var bara engin/n tilbúin/ á kantinum til þess að taka við flokknum og reisa hann við.
Jón Sigurðsson sem dreginn var fram og settur í formannsstólinn og gerður að Iðnaðarráðherra, er eflaust mætur og fróður maður, en hefur samt of mikið yfirbragð kerfiskarls og hafði ekki nógu skapandi og kraftmikinn karakter til þess að rífa flokkinn upp úr þeirri lægð sem að hann var í. Það kom líka í ljós í næstu kosningum að hann hafði ekki erindi sem erfiði, enda komst hann á þing í kosningum. Hann fór reyndar fram í "erfiðu" kjördæmi (öðru RVK-kjördæminu) þar sem Framsókn hefur löngum átt erfitt framdráttar, en maður sem rífa átti flokkinn upp, hefði átt að gera mun betur.
Kannski hefði "rétt" PR fyrir Halldór og einhver endurnýjun á því liði sem að stóð honum næst í flokknum, gert meira fyrir flokkinn 2007.
Kristinn Karl Brynjarsson, 8.5.2010 kl. 20:46
Athugasemd við færslu #32.
Þetta eru engar klisjur, forystusauðir flokkana hafa komið þannig fram og sínt af sér þau athæfi að þessi nýnefni eru vel við hæfi, það eru magir mánuðir síðan ég fór að umskíra flokkana; Sjálfgræðisflokkur, Framapotaflokkur, Siðblindafylkingin, VirðingarlausirGrænir og áfram mæti halda áfram, því enn halda þeir sig allir við sama heygarðshornið.
Þegar farið verður af alvöru í það að byggja upp atvinnulífið, slá upp skjaldborg heimilana og auka velmegun og velferð í landinu, í stað þess að auka skatta OK og niðurskurði á öllum sviðum, þá mun ég taka ofan fyrir þeim sem því stýra. :-)
Jón Svavarsson, 8.5.2010 kl. 20:47
Baldur minn ! Ég get ekki að því gert , en mér fynnst alveg bráðfyndið að heyra þig sjálfan Baldur Hermannsson tala um klisjur hjá öðrum - mætti halda að þú hafir aldrei komið inn á þessa bloggsíðu ; - )
Hörður B Hjartarson, 8.5.2010 kl. 21:12
Kristinn, ég á bók um Alberti Íslandsráðherra, eftir Jón Sigurðsson, og líkar vel við hana. Jón er fínn náungi en var sennilega orðinn alltof gamall þegar hann tók við flokknum. Hafði aldrei setið á þingi. En bensínið var búið hjá Dóra og eitthvað varð að gera.
Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 21:14
Hörður, ég myndi aldrei uppnefna þig Mörður Bjánason eða eitthvað ámóta vitlaust og klifa síðan á þeirri klisju árum og áratugum saman. Þessi uppnefni eru hundleiðinleg, hvort heldur þeim er klínt á menn eða flokka. Þau gefa vísbendingu um klíkuhugarfar þess sem notar þau. Hann getur notað þau í sinni klíku og hlýtur eflaust lófaklapp fyrir, en það er ótækt að bera þau á borð á almennum vettvangi.
Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 21:17
Jón, hvað uppnefni áhrærir - sjá #38. Fyrir rúmlega öld var manngarmur á Norðurlandi hýddur opinberlega fyrir að uppnefna fólk. Því miður hefur sá siður verið af lagður.
Baldur Hermannsson, 8.5.2010 kl. 21:19
Uppnenfi skapa menn sér með athæfi og framferði sínu og eiga það skilið, ég hef sjálfur verið uppnefndur ýmsum nöfnum bæði verðskulduð og óverðskulduð en sem betur fer get ég samt verið stoltur af þeim öllum, það er annað en stjórnmálaflokkarnir og forystusauðir þeirra geta sagt!
Jón Svavarsson, 9.5.2010 kl. 00:40
Var ekki manngarmurinn hÝddur vegna þess að hann sagði satt sem var eitthvað óþægilegt og einhver þurfti að þagga niður í honum eða amk reyna það. :-)
Jón Svavarsson, 9.5.2010 kl. 00:53
Ég þekki ekki nánari tildrög en hann lagði víst í vana sinn að uppnefna fólk svona almennt og sjálfsagt hefur hann dregið uppnefnin af einhverju sérstöku varðandi hvern og einn. Sumir nota aldrei orðið Samfylking, tala alltaf um Samspillingu - mér finnst allt í lagi að sjá það einu sinni, en þegar þetta er orðið áráttukennt hjá fólki finnst mér það leiðinlegt.
Baldur Hermannsson, 9.5.2010 kl. 09:19
Hér er einn sem notar ljót orð um fólk, sérstaklega Jóhönnu forsætisráðherra. Hvað finnst þér að við ættum að gera við þennan mann, Baldur ?
Gungan og Druslan verða að hverfa eins og vondur draumur og það strax. Þau eru ofurseld kjarkleysi, úrræðaleysi og aumingjaskap.
... Svavari Gestsyni, afdönkuðum Rússadindli ...
Veslings kerlingarálkan hafði enga tilfinningu fyrir inntaki ræðunnar...
Ef hún væri ekki svona lítilsigld og ómerkileg...
Jóhönnu sem virðist hafa þann einn starfa að þvaðra og skrökva þegar kerlingargægsnið er sjálft of þreytt til að standa í slíku.
...vesalings kerlingarhrotan var kominn...
Brattur (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 10:10
Haf þú þína hentisemi, Brattur, þetta eru ekki uppnefni.
Baldur Hermannsson, 9.5.2010 kl. 10:31
OK ekki uppnefni... en hvað köllum við þetta þá ?
Brattur, 9.5.2010 kl. 10:32
Takk fyrir þessa færslu, Baldur. Ég hló mig máttlausan yfir þessum draumi þínum um Halldór Ásgríms íklæddur Gay Pride-fatnaði. Síðan allt hrósið um þennan einstakling. Ef ég þekkti ekki Halldór, þá héldi ég að þér væri alvara. Bezti húmorinn felst yfirleitt í hnitmiðaðri kaldhæðni.
Vendetta, 9.5.2010 kl. 11:13
Vendetta, alltaf líkar mér vel við fólk eins og þig sem gætt er óbrigðulli rökhugsun með litríku ívafi af gamansemi. Ég er satt að segja dálítið klumsa yfir þessum draumi og hef ekki alveg lagt í að opna draumaráðningaskruddurnar.
Baldur Hermannsson, 9.5.2010 kl. 18:49
Brattur, ég sel þér sjálfdæmi um það.
Baldur Hermannsson, 9.5.2010 kl. 18:50
Elsku Baldur minn ! Þú hlýtur að hafa horft í spegil er þú ritaðir þessa aths. til mín , eða hefur þú einkarétt á þessum "Klisjum" ?
Hörður B Hjartarson, 10.5.2010 kl. 21:43
Ég horfi alltaf í spegil tvisvar á sólarhring og sé þá mig en ekki þig!
Baldur Hermannsson, 10.5.2010 kl. 21:45
Og klisjur .
Hörður B Hjartarson, 10.5.2010 kl. 21:50
Eina klisjan á mér er gamli hallærislegi hökutoppurinn og tveggja daga broddarnir á efri vörinni. Þú sérð um allar hinar.
Baldur Hermannsson, 10.5.2010 kl. 22:05
Það er þín fullyrðing , en ekki mín - gamli blöðruselur .
Hörður B Hjartarson, 11.5.2010 kl. 03:09
Fer ekki líka best á því að ég annist mínar fullyrðingar og þú þínar?
Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.