18.4.2010 | 12:04
Náhirð Jóhönnu lætur svínin grafa annars staðar
Náhirð Jóhönnu titrar en hefur þó rænu á því að skilgreina verkefnið á þann veg að versta misferlið í fortíð flokksins verði ekki dregið fram í dagsljósið. Þegar Jón Ásgeir hóf stríð sitt við réttvísina voru allir fjölmiðlar Baugsveldisins virkjaðir í einu allsherjar, samstilltu einelti gegn Davíð Oddssyni. Tugþúsundir einstaklinga og fyrirtækja sæta skattrannsókn en rannsóknin á umsvifum Jóns Ásgeirs var undantekningarlaust túlkuð sem afsprengi Davíðs og skipti þá engu máli þótt allir vissu að viðskiptaaðili Jóns, búsettur í Bandaríkjunum, hafði borið á hann þungar sakir og saksóknari var beinlínis skyldugur að hefja rannsókn.
Illu heillu lagðist Samfylkingin af öllum þunga á sveif með Jóni Ásgeiri og um árabil einkenndust íslensk stjórnmál af glórulausu einelti gegn fremsta stjórnmálamanni landsins. Samfylkingin gerðist gólftuska útrásarvíkinga og botninum náði niðurlæging hennar þegar hún kom í veg fyrir að nauðsynleg lög um eignarhald á fjölmiðlum næðu fram að ganga.
Fortíð Samfylkingarinnar er einn risastór sorphaugur en náhirð Jóhönnu sér til þess að svínin róti annars staðar.
Samfylkingin skipar umbótanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjölmiðlamenn fengu upp í hendurnar, einstakt tækifæri til þess að leggjast í þá rannsóknarblaðamennsku, sem að siðferðishluti skýrslunnar, segir að hafi vantað í íslenska fjölmiðla í undanfara hrunsins og vantar reyndar enn.
Tækifærið var að Össur svaraði því aðspurður á þingi, að hugsanlega hefðu tengsl Samfylkingarinnar við Baug, haft áhrif á afstöðu flokksins til fjölmiðlalagana. Þessu tækifæri klúðruðu fjölmiðlar allir sem einn með því að láta það nægja að spyrja ISG um málið. Hún að sjálfssögðu neitaði öllum tengslum við Baug og gekk meira að segja svo langt að halda því fram að þessi þrjú fyrirtæki sem hún tiltók í "Borgarnesræðunni" hafi verið valin af "handahófi" og hafi ekkert haft með tengsl við Baug eða fyrirtæki Jóns Ólafssonar, kenndan við Skífuna.
Kristinn Karl Brynjarsson, 18.4.2010 kl. 13:13
„Hlutir bara berast ekki úr svona samráðsnefndum
– það er eins og menn líti svo á að þetta sé bara vettvangur til að tala
saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það
sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað.“ ISG úr skýrslu
Grímur (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 14:35
Það er ekki bar fortíð Samfylkingarinnar sem er einn stór sorphaugur. Þetta samkrull gamalla kommúnista og undirmálsmanna hefur alltaf verið einn stór sorphaugur. VG- menn eru kannski bjánar, sem er slæmt. Samfylkingar- mensévíkarnir eru hins vegar kjánar, sem er miklu verra. Þessi flokkur hefur án nokkurs vafa hæst kjána- hlutfall allra íslenskra stjórnmálaflokka óg þótt víðar væri leitað.
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.4.2010 kl. 14:47
Fóru menn öfugu megin fram úr í morgun?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 18.4.2010 kl. 16:09
Eitt stykki þjóðfélag hrunið, bæði fjárhagslega og siðferðislega undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og maður einsog Vilhjálmur Eyþórsson talar um þá sem gagnrýnt hafa óstjórnina, undirmálsfólk. Hversu veikir geta brennuvargarnir verið? Vilhjálmur, leitaðu þér hjálpar.
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 19:20
Ég veit að þú hefur góðan mann að geima Baldur, og ég trúi vart mínum eigin augum að þú sért að skapa hér bloggskrif til að næra hér hrokagikki dauðans samanber Vilhjálm Eyþórsson.
Rannveig H, 18.4.2010 kl. 19:28
Rannveig, hefur fundum ykkar Vilhjálms virkilega aldrei borið saman? Hann er einn skarpskyggnasti blaðamaður landsins og þótt víðar væri leitað. Þú ættir að fylgjast með bloggskrifum hans því af þeim má læra margt og mikið.
Baldur Hermannsson, 18.4.2010 kl. 19:49
Gunnar, hvað sem skoðunum Vilhjálms líður getum við þó glaðst yfir því að í núverandi ríkisstjórn eru tveir ráðherrar sem ekki eru undirmálsfólk. Tvö er stórum betra en enginn. Og þegar þessi undirmálsstjórn verður blessunarlega liðin undir lok getum við virðurkennt að eitt innleiddi hún sem seinni tíma ríkisstjórnir ættu að taka sér til fyrirmyndar: utanþings menn í mikilvægum embættum sem krefjast mikillar menntunar og reynslu.
Baldur Hermannsson, 18.4.2010 kl. 19:53
Vilhjálmur Eyþórsson! Ég hef lesið þær færslur sem þú hefur sett inn að undanförnu og verið ansi hugsi yfir þeim. Svona fljótt á litið sýnist mér þú kalla alla kjána og fábjána sem ekki eru sammála þér í einu og öllu.
Nú langar mig að leggja fyrir þig einfalt krossapróf. Hvaða valmöguleiki af eftirtöldum hugnast þér best?
1. Stefna og ákvarðanir og gerðir Sjálfstæðisflokksins á valdatíma hans, segjum sirka tvo áratugi aftur í tímann.
2. Stefna og ákvarðanir og gerðir Bush stjórnarinnar fram að valdatöku Obama í Bandaríkjunum.
3. Stefna og ákvarðanir og gerðir þjóðernisjafnaðarmanna í Þýskalandi á Hitlerstímanum.
Þetta ætti að vera þér auðvelt.
Björn Birgisson, 18.4.2010 kl. 19:55
úr Borgarnesræðunni frægu
"Í efnahags- og atvinnumálum hljótum við líka að leiða til öndvegis leikreglur hins frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir. Ef ketti er ætlað að veiða mýs þá má einu gilda hvort hann er svartur eða hvítur – svo lengi sem hann gegnir sínu hlutverki. Í atvinnu- og efnahagslífinu eru það umferðarreglurnar sem gilda og þær eiga að vera skynsamlegar og í þágu alls almennings. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim"
þór (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 19:58
Björn minn! Ég sé ekki alveg hvers vegna ég ætti að taka eitthvað próf sem þú hefur sett saman og ætlar að vera prófdómari. Ég næ því ekki alveg hvað þú ert að fara. Það gleymist stundum að sósíaldemókratar voru upphaflega flokkur Lenins. Hann klauf sig frá ásamt nokkrum mönnum úr flokknum og það segir mikið um aðferðir hans að hann kallaði sjálfan sig og menn sína síðan „meirihlutamenn“, þótt þeir væru aðeins agnarlítill hluti sósíaldemokrata. Það segir þó miklu meiri sögu um skapgerð og sálarlíf yfirgnæfandi meirihluta sósíaldemokrata, að þeir létu Lenin komast upp með að kalla þá „mensévíka“, þ.e. minnihlutamenn. Þér létu bolsévíkana plata sig þá og öll þeirra píslarganga síðan er saga misheppnaðra og fallít hugsjóna, t.d. Alþýðuprentsmiðjan, Alýðublaðið, Alþýðubrauðgerðin og loks Alþýðuflokkurinn sem gafst upp og varð endanlega fallít eftir fjölmargar greiðslustöðvanir. Við öllum völdum tóku ný- mensévíkar, fyrrverandi bolsévíkar úr Alþýðubandalaginu sem fóru að kalla sig, af þeirri sýndarmennsku sem þessu fólki er svo lagin, „lýðræðiskynslóð“. Þeir eru sama sorrý liðið og gömlu mensévíkarnir á dögum Lenins. Gefast alltaf upp (sbr „búsáhaldabyltingin“) og láta alla plata sig, bolsévíka og aðra. Ég stend við allt sem ég sagði hér að ofan.
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.4.2010 kl. 20:43
Vilhjálmur Eyþórsson! Aldrei átti ég von á að þú svaraðir mér beint og tækir þátt í krossaprófinu. Færslan (#9) mín hefur þjónað sínum tilgangi. Svo getur þú enn svarað og sagt lesendum þessa bloggs hvað af þrennu eftirtöldu hugnast þér best: Stefna Sjálfstæðisflokksins, stefna Bush stjórnarinnar eða stefna þjóðernisjafnaðarmanna í Þýskalandi. Söguskýringar geta verið mikilvægar og skemmtilegar, en þeir sem færast undan beinum spurningum verða alltaf aumkunarverðir.
Björn Birgisson, 18.4.2010 kl. 21:18
Að sjálfsögðu stefna Sjálfstæðisflokksins þótt hún sé ekki fullkomin fremur en önnur mannanna verk. Hins vegar er alveg ljóst hvað fyrir þér vakir með þessu undarlega „prófi“. Þig langar alveg óskaplega að reyna að orða mig við Hitler og hyski hans. Þetta er gamalkunnugt bragð. Hitler og nasistar hafa nú fengið svipaða stöðu og Kölski og púkar hans höfðu á miðöldum. Þá var nóg að kenna þá sem ekki viðurkenndu hinar „réttu“ skoðanir við andskotann og ára hans. Nú reynir þú á sama hátt að gera mig að einhvers konar verkfæri djöfulsins með hjali um Hitler „þjóðernisjafnaðarmenn“. Það er ekki svaravert.
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.4.2010 kl. 21:28
Vilhjálmur Eyþórsson. Þarna kom það. Ég þakka þér svarið. Þú ert þá ekki hrifinn af Íraksbrölti Bush stjórnarinnar, mistökum og morðum, og tekur okkar litla og ómerkilega Sjálfstæðisflokk fram yfir það brölt, þrátt fyrir allar brotalamirnar í þeim flokki og dekur hans (Davíðs) við Íraksstríðið. Það er gott. Þú segir: "Nú reynir þú á sama hátt að gera mig að einhvers konar verkfæri djöfulsins með hjali um Hitler „þjóðernisjafnaðarmenn“. Það er ekki svaravert."
Kannski ekki, en segðu mér eitt.
Hvort heldur þú að þú eða Hitler hafi hatast meira út í kommúnismann eða socialdemokratismann, jafnaðarmennskuna?
Öllu heldur, útskýrðu fyrir mér og lesendum hér hver munurinn er á ykkar afstöðu.
Björn Birgisson, 18.4.2010 kl. 21:52
Hitler hataði kommúnistana, en fyrirleit sósíaldemókrata alveg botnlaust. Á því er afar einföld skýring. Kommúnistarnir höfðu, þótt vitlausir væru kjark til að berjast og svifust einskis. Sósíaldemókratarnir gáfust strax upp og þá eins og nú var alltaf hægt að plata þá upp úr skónum. Þetta hefur ekkert breyst. Eins og ég sagði hér að ofan: Vinstri grænir eru bjánar, en Samfylkingarmenn kjánar, sem er verra.
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.4.2010 kl. 22:06
Vilhjálmur, ert þú sammála þessu mati sem þú segir Hitler hafa haft? Um hatur hans á kommúnistum og fyrirlitningu á sósíaldemókrötum? Eftirfarandi setning þín bendir til þess: "Vinstri grænir eru bjánar, en Samfylkingarmenn kjánar, sem er verra."
Björn Birgisson, 18.4.2010 kl. 22:23
Þetta er allt voðalega skrýtið hjá þér. Mér skilst að þú sért að þú sért að reyna að koma því inn hjá fólki að vegna þess að bæði ég, Hitler og tugmilljónir annarra eru bæði á móti kommúnistum og sósíaldemókrötum sé ég einhvers konar nasisti. Um það snýst málið, sýnist mér í þínum huga. Þú trúir því, að vegna þess að Hitler var á móti sósíaldemókrötum hljóti ég að vera nasisti af því að ég er líka á móti sósíaldemókrötum. Þetta er afar dæmigerð Samfylkingar- röksemdafærsla og staðfestir einungis það sem ég hef sagt hér að ofan.
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.4.2010 kl. 22:34
Ég vil ekki skemma þennan stórskemmtilega spurningaþátt þeirra Vilhjálms og Bjössa í Neðstakaupstað, vil þó skjóta inn smávegis hugleiðingu sem ekki getur talist merkileg.
Ég hef á alltof langri ævi starfað með fólki með gerólík lífsviðhorf og skoðanir í stjórnmálum. Ég hef unnið með kommúnistum og ég hef unnið með krötum.
Einhvern veginn er það svo að kommúnistar ávinna sér oftast ákveðna virðingu hvað sem þeir koma. Öfgamenn eru þeir vissulega, en þeir eru líka einlægir, dálítið barnalegir, og upp til hópa hafa þeir verið óeigingjarnir, ósérhlífnir og fyrirtaks samverkamenn.
Kratar eru misleitari hópur en það er ekkert í þeirra fari til þess fallið að skapa þeim virðingu umfram annað fólk; oft eru þeir tækifærissinnaðir, latir, undirförulir, hlífa sér til vinnu og ætlast til að aðrir vinni verkin fyrir þá.
Ég get alls ekki sagt með sanni að allir vinstri menn sem ég hef kynnst séu undirmálsfólk en margir eru það og þegar maður virðir fyrir sér þingflokka Samfó og Vg núna verður því ekki neitað að þar er ekki sterkan stofn að líta.
Baldur Hermannsson, 18.4.2010 kl. 22:39
Vilhjálmur, ertu nasisti eða hallur undir skoðanir þeirra? Hefðir þú kosið Hitler hefðir þú verið á kjörskrá til þess? Tvær beinskeyttar spurningar. Svaraðu!
Björn Birgisson, 18.4.2010 kl. 22:42
Björn minn! Þú ert orðinn ósköp þreytandi. Ef það gefur þér frið í sálina get ég sagt þér að ég er hvorki saxófónisti, kommúnisti, nasisti, aðventisti, eða „isti“ af neinu tagi. Mér leiðast ismar og hananú!
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.4.2010 kl. 22:55
Vilhjálmur, auðvitað er ég þreytandi. En það ert þú líka!
Björn Birgisson, 19.4.2010 kl. 00:03
Björn og Vilhjálmur. Þið eruð að verða dálítið skemmtilegir. Nú er stutt sumarið og stóðhestarnir farnir að verða næmir fyrir lykt.
Spurning:
Eruð þið nágrannar og ung sílíkónbomba nýflutt í götuna?
Árni Gunnarsson, 19.4.2010 kl. 07:54
Hehe spurningaþátturinn tekur óvænta stefnu. Árni Gunnarsson gerist yfirdómari. Hverju svara þeir Villi og Bjössi núna?
Baldur Hermannsson, 19.4.2010 kl. 08:59
Hehe, skemmtileg spurningarimma hjá Bjössa og Villa. Ég get samt skilið hvernig Bjössi vill gera lítið úr Villa með því að tengja hann við afarkosti eins og Hitler og Sjálfstæðisflokkinn. Hinsvegar botna ég ekkert í því hvað frelsishetja Íraka er að gera þarna.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 18:25
Tómas Jónsson, ekki metsölubók, segir: "Hinsvegar botna ég ekkert í því hvað frelsishetja Íraka er að gera þarna."
Hvort áttu þá við Davíð Oddsson eða bullukollinn hann Bush?
Björn Birgisson, 19.4.2010 kl. 19:14
The answer my friend is blowin' in the wind.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 20:35
"Blowin' in the Wind" is a song written by Bob Dylan and released on his 1963 album The Freewheelin' Bob Dylan. Although it has been described as a protest song, it poses a series of questions about peace, war, and freedom. The refrain "The answer, my friend, is blowin' in the wind" has been described as "impenetrably ambiguous: either the answer is so obvious it is right in your face, or the answer is as intangible as the wind".
Hverju spáir hann?
Björn Birgisson, 19.4.2010 kl. 21:06
Baldur, hvernig gengur þér með "Favorites" eða ertu ekkert að pæla í því lengur? Þú kemur aldrei í heimsókn, samt er alltaf full skál af Maarud snakki og Pepsí Max með. En þitt er auðvitað valið.
Björn Birgisson, 19.4.2010 kl. 23:09
Ég fer ekki suður með sjó fyrr en rofar til í vinnunni, það er annatími núna hjá kennurum og nemendum. En það er óþolandi að sjá ekki þegar þú ert að úthella óhróðrinum yfir mann og maður veit ekki einu sinni af því sjálfur. Ranglæti, hefði nú einhver sagt.
Baldur Hermannsson, 19.4.2010 kl. 23:13
Kíktu bara á síðuna mína, kúturinn minn, og þar sérðu óvænt tíðindi. Óhróður? Honum beiti ég ekki, enda einkaleyfi til þess hjá fólki með aðrar skoðanir. Ég spurði þig um Favorites. Getur þú svarað því? Annars vegar af einlægni, hins vegar með undanfærslum, kjósir þú það. Ég mun meta svarið að verðleikum og bregðast við því. Hvað gæti ég annað gert? Hvað er ranglæti?
Björn Birgisson, 19.4.2010 kl. 23:47
Ég er með Chrome vafrann og hann er að angra mig, meðal annars hvað varðar bókmerki. Ég tékka þig af öðru hverju, stúfurinn minn, svona til að sjá hvaða óskunda þú ert að fremja gagnvart samfélaginu og æðri gildum mannkynsins.
Baldur Hermannsson, 20.4.2010 kl. 00:13
Ævinlega skal ég vera þakklátur fyrir það. Þú ert öðlingur!
Björn Birgisson, 20.4.2010 kl. 00:44
Hér er listinn yfir málaliða bankanna á Alþingi. Þeir eru margir í Samfylkingunni. Hvað skyldi til dæmis Kristján Möller hafa gert við 2,5 milljónirnar sem hann fékk til að fara í prófkjör fyrir?
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.4.2010 kl. 12:58
Slóðin: http://magnusthor.is/default.asp?sid_id=23965&tId=2&Tre_Rod=006|=&fre_id=101373&meira=1
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.4.2010 kl. 12:59
Takk Magnús, það er fengur að rannsóknum þínum. Ég hef reyndar á netinu bent mönnum að fara á bloggsíðu þína til þess að kynna sér staðreyndir um þessi mál og ýmis önnur sem þú hefur fjallað um, svo sem atkvæðagreiðslur í kvótamálum. Þú skorar grimmt.
Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.