17.4.2010 | 16:39
Hún brást öllum nema Baugi
Solla brást og Solla hefur alltaf brugðist. Verst brást hún sem borgarstjóri. Hún tók við auðugasta búi á byggðu bóli, sveitarfélaginu Reykjavík sem Davíð Oddsson hafði stýrt af fágætum myndarskap og þar draup smjör af hverju strái.
Solla skildi við Reykjavík á nástrái, miðborgin gjörónýt, húsin niðurgrotnuð, rónalýður í skuggasundum, dópistar og hrakmenni berjandi og nauðgandi, skuldirnar búnar að kæfa allt frumkvæði, helför Orkuveitunnar í algleymingi - og það er ekki séð fyrir endann á þeim allsherjar ófarnaði sem þessi brigðula kona kallaði yfir höfuðborg Íslendinga.
Hún brást þjóðinni þegar hún lét tengsl sín við Baug ráða því að Samfylkingin stóð gegn lífsnauðsynlegum fjölmiðlalögum. Hún einangraði bankamálaráðherrann og brást þar með honum, sínum eigin flokki og hagsmunum þjóðarinnar.
Hins vegar hefur hún aldrei brugðist vinum sínum bröskurunum. Baugsveldið og Bónusfeðgar áttu tryggan vin þar sem hún var og henni öðrum fremur geta þeir þakkað þá staðreynd að þrátt fyrir að hafa keyrt landið á hausinn hafa þeir enn þá tögl og hagldir.
Ingibjörg Sólrún brást öllum nema Baugi.
Mér finnst ég hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Baugur brást IGS og hún þjóðinni. Skítt með Samfylkinguna, hún er ekki þjóðin.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2010 kl. 17:09
Hún klúðraði meira að segja öruggu sæti í öryggisráðið með misheppnuðum pönnukökubakstri.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:18
Kva??? Getur hún ekki einu sinni bakað pönnukökur............
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 17:35
Jahá, ég man ekki betur en hún hafi reynt að kaupa athvæði með því að baka pönnukökur ofaní liðið. Hún kann greinilega ekki pönnukökusönginn,
Ég man þá góðu dýrðar daga þegar Davíð var borgarstjóri, Eftir að Samspyllingin tók við fór allt til fjandans. Bærinn allur útkrotaður og lyktar af óþef sem hefur ekki náð að hreinsa ennþá þó að sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við en hreinsunarstarfið er erfitt en ekki ógerlegt og í tíð Hönnu Birnu hefur verið lyft Grettistaki, en betur má ef duga skal.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:48
Já, Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stjórna með hreinum meirihluta í 12 ár til þess að hreinsa til og koma borginni í gott horf aftur.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 17:58
Það er líka athyglisvert að í umræðunni um Baug og Samfylkinguna, Össur svaraði því aðspurður á Alþingi að líklega hefðu tengsl Samfylkingarinnar við Baug, haft áhrif á það hvernig flokkurinn barðist gegn fjölmiðlalögunum. Fjölmiðlar gripu þetta á lofti og ruku í að spyrja Ingibjörgu sjálfa, hvort eitthvað væri til í þessu? Ingibjörg þvertók fyrir slíkt og þar með var þeirri umræðu lokið.
Svo er annað sem að hefur ekki farið jafnhátt, að fyrir kosningar 2007, þá "sömdu" flokkarnir sín á milli um að halda auglýsingum í lágmarki, eða kostnaði við þær og var einhver upphæð nefnd í því sambandi. Samfylkingin auglýsti eins og enginn væri morgundagurinn og að stórum hluta í Baugsmiðlum. Að kosningum loknum, þegar menn skoðuðu aulýsingakostnað kosningabaráttunnar, sáu menn það fljótlega að miðað við birtingar, þá hlyti Samfylkingin að hafa farið hressilega framúr þessu kostnaðarviðmiði flokkana varðandi auglýsingakostnað. Samkvæmt bókum Samfylkingarinnar mun ekki svo hafa verið, þannig að þá hlýtur ástaðan að vera sú að Samfylkingin naut betri afsláttarkjara hjá Baugsmiðlunum en aðrir. Menn geta svo spurt sig afhverju að Samfylkingin, sem barðist með kjafti og klóm gegn Fjölmiðlafrumvarpinu á því kjörtímabili, sem þá var að líða, fékk betri afslátt á birtingum auglýsinga í Baugsmiðlum en aðrir.
Kristinn Karl Brynjarsson, 17.4.2010 kl. 18:20
Maður gæti barasta haldið að þú værir sjálfstæðismaður Baldur.
Landfari, 17.4.2010 kl. 18:21
Kristinn, það vantaði ekki að kommarnir þvertóku fyrir Baugs-tengslin en það var allt saman haugalygi, Samfylkingin var hinn pólitíski armur Baugsveldisins á sama hátt og Fréttablaðið og Stöð 2 eru fjölmiðlaarmur þess.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 18:36
Landfari, ég styð Sjálfstæðisflokkinn meðan hann stendur við sína eigin stefnuskrá en ekki deginum lengur. Það ættir þú að gera líka.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 18:37
Það sést nú kannski best á viðbrögðum Samfylkingarinnar, hvers konar flokkur þetta er. Einn segir af sér ( fer í frí) því hann heldur að hann hafi svo óþæginlega nærveru. Svo skilst mér að stofnuð hafi verið nefnd innan flokksins fjalla um þátt flokksins í skýrslunni og þar með er það upptalið. Ekki stafkrókur um Baugs-tengsl eða neitt slíkt. Ekki orð um þingmannastyrkina.
Kristinn Karl Brynjarsson, 17.4.2010 kl. 18:42
Já þetta eru hænsn. Annars fannst mér óþægilegt að sjá þessar grátkellingar í sjónvarpinu áðan. Mátti ei á milli sjá hvor var aumlegri. Og liðið klappaði fyrir þessu.
Tvlr handónýtar kellingar hætta í pólitík og stærstu flokkar landsins láta eins og það sé persónulegur harmleikur.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 18:44
"Óþægilegt" er orðið..
hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 19:11
Hilmar, heldur þú að stjórnmálaflokkar á Bretlandi eða Norðurlöndum létu svona vegna þess eins að einhverjar misheppnaðar kerlingar pakka saman? Erlendis líta menn á það sem nauðsynjamál að endurnýja þingliðið. Hérna grætur hver um annan þveran eins og forsetinn hafi fótbrotnað.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 19:15
Hann vill nú meina það, fyrrverandi borgarstjóri, að hann hafi sagt sig úr flokknum þegar flokkur var kominn svo langt frá grunngildum sínum að ekki yrði við unað lengur. Þeta var löngu fyrir hrun nota bene.
Hvað reiknar þú með að hanga lengi í flokknum enn?
Landfari, 17.4.2010 kl. 19:20
Baldur: Erlendis fara þingmenn frá leið og sannast á á misferli án þess að land fari á hvolf. Þannig eru reglunar meðal siðaðra þjóða.
Ég er kannski barnalegur, en ég geri mér von um að hér sé að skapast ákveðið fordæmi, þannig að smátt og smátt getum við farið að bera okkur saman við þessar þjóðir.
hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 19:22
Hilmar, gleymum samt ekki að þrátt fyrir þessa herfilegu niðurlægingu erum við bestir, stærstir, sterkastir, fallegastir og flottastir. Við komum aftur!
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 19:25
Hvað ertu að segja, Landfari? Um hvaða borgarstjóra ertu að tala? Þetta er eitthvað sem ég kannast ekkert við......en virðist vera áhugavert.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 19:27
In your dreams...
hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 19:29
Hilmar, ég var nú ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn heldur Íslendinga almennt....:)
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 19:30
Læknirinn sem sem er með læknisvottorð uppá að hann sé hæfur til að gegna störfum borgarfulltrúa (sá eini þeirra). Ég skil ekki af hverju ég man ekki nafnið hans í augnablikinu. Ég þarf sennileg að kíkja til hans og láta hann kíka á hausinn á mér.
Landfari, 17.4.2010 kl. 19:32
Ó...
Nei það verður ekki auðveldlega slökkt á oflátungs minnimáttarkendinni..
hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 19:34
Já hann Láfi, nú er ég með á nótunum. Endilega láttu hann kíkja á heilabúið í þér.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 19:36
Hver er Láfi og hvaðan fékk hann þetta nafn? Ég kem af fjöllum
Landfari, 17.4.2010 kl. 19:37
Ólafur F. Magnússon alias Láfi Magg.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 19:51
Hversvegna að endurreisa óarðbærasta geira landsins? Ef það kostar áframhaldandi fákeppni á neytendamarkaði. Geirinn vaxtaskattleggur bæði neysluna og húsnæðið.
Lítið skuldlaus fyrirtæki eru oftast lítil og eigandi er á vakt við reksturinn 24 tíma á sólarhring.
Júlíus Björnsson, 17.4.2010 kl. 20:26
Ok. maður er alltaf að læra en hvað heldurðu að þú hangir lengi enn?
Landfari, 17.4.2010 kl. 20:42
Það sem er jákvætt er að þessi hrokafulla kerling er hætt á þingi og kemur þangað vonandi aldrei aftur, déskoti er þetta mikil asnagangur í mér, ég er jú ekki af þessari þjóð sagði kerlingin líka, afsakið og ég fer núna líka að grenja eins og kerlingin.
Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:59
"Landfari, ég styð Sjálfstæðisflokkinn meðan hann stendur við sína eigin stefnuskrá en ekki deginum lengur. Það ættir þú að gera líka."
Baldur ég skrifaði ritgerð um Sjálfstæðisflokkinn þegar Geir Hallgrímsson var Forsætisráðherra. Náfrændi konunar Jón Þorláksson stofnaði flokkinn, og skammast sín væntanlega fyrir að hafa látið óvandða götustráka snúa allri stefnuskránni á hvolf, sé litið á Stefnuskrá versus framkvæmd.
Hve margir aðilar t.d. innan Sjálfstæðisflokksins hafa verið hundeltir vegna skoðana sinna innan flokksins og flúið annað hvort í aðra flokka, eða stofnað nýja? Þeir skipta tugum þúsunda.
Ef þú verður var við að grunsemdir hafi vaknað um að einhver af stefnuskráratriðum flokksins hafi fengið byr undir báða vængi innan flokksins, þá endilega láttu mig vita.
Vegna þess að ég hef persónulega álit á þér í hvaða flokk ert þú farinn?
Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 21:20
Júlíus, athugasemd þín er góð svo langt sem hún nær, en ertu viss um að þú hafir ætlað að setja hana þarna?
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 21:49
Landfari, það er ekki gott að segja, fram á haustið alla vega.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 21:50
Heyr minn himnasmiður, það er erfitt fyrir mig að þerra tárin gegnum internetið en ef þú skreppur hingað í Áslandið skal ég rétta þér klósettrúlluna.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 21:52
Erlingur, gaman að heyra í þér, ert þú nokkuð að tefla á gameknot.com eða chess.com?
Ég er skráður í Sjálfstæðisflokkinn þótt ég hafi um áratug skeið haft þau ein skipti af honum að kjósa frambjóðendur hans í prófkjörum og svo lufsast maður vitaskuld á kjörstað og krossar við hann, yfirleitt með tilheyrandi útstrikunum.
Ég er í meginatriðum nokkuð sáttur við starfssemi hans síðustu áratugi.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 21:57
Hvað reiknarðu með að breytist í haust?
Þú ætlar semsagt ekki að styðja Ólaf F. í vor.
Landfari, 17.4.2010 kl. 21:58
Ástandið er erfitt og eldfimt í öllum flokkum landsins. Mjög líklegt verður að teljast að jarðvegur sé að myndast fyrir ný öfl. Verði kosið fljótlega munu klofningsframboð og sérframboð örugglega setja sitt mark á kosningarnar. Það ríkir upplausn í pólitíkinni eftir Skýrsluna góðu.
Björn Birgisson, 17.4.2010 kl. 22:09
Landfari, ég hef aldrei stutt Láfa og þar að auki bý ég í höfuðborginni Hafnarfirði en ekki úthverfinu Reykjavík og gæti ekki stutt hann þótt ég væri nógu vitlaus til að vilja það.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 22:12
Björn, pólitísk upplausn þarf ekki að vera slæm. Án hennar hefðum við til dæmis ekki fengið Þráinn Bertelsson á þing. Það væri hressandi og jafnvel þroskandi að fá vænan skammt af pólitískri upplausn núna.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 22:14
Baldur, hugsaðu þér hve staða Borgarahreyfingarinnar væri sterk núna ef hún hefði sleppt því að sprengja sjálfa sig í loft upp!
Björn Birgisson, 17.4.2010 kl. 22:19
Borgarahreyfingin líkist á meir einhvers konar borgarskæruliðum eða afdönkuðum hryðjuverkamönnum á elliheimili, en satt er það: hún væri firna sterk.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 22:21
Hér er ágæt samantekt um ræðu Sollu, sem vert er að renna gegn um. Jón Valur er skarpur maður:
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1044016/
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 22:22
Þetta er allt einn harmur.. nú er að losa þetta fólk úr stólunum og finna heiðarlegt fólk sem fer eftir þeim gildum sem á að ríkja á hinu háa alþingi.. Menntun er ekki skilyrði því menntun er löngu komin fram úr sér.
Sigríður B Svavarsdóttir, 17.4.2010 kl. 22:28
Jón Valur Jensson
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:29
Sigríður, er menntun ekki skilyrði? Ætla menn ekki að læra nokkurn skapaðan hlut af örlögum Björgvins Sigurðssonar?
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 22:30
Rafn, hvernig ferðu að þessu? Kenndu mér trixið......
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 22:31
Það er nú bara vegna þess að þú styður Sjálfstæðisflokkinn sem þér finnst ekki slæmt að Þráinn komst inn á þing fyrir Borgarahreyfinguna.
Annars finnst mér að Þór Sari og Birgitta hafi alveg staðið sig þokkalega en Þráinn á að einbeita sér að öðrum verkenfum sem við erum jú líka að greiðahonum laun fyri.
Landfari, 17.4.2010 kl. 22:49
Þór Saari kemur alltaf á óvart. Inn á milli hrökkva út úr honum slík vísdómsorð að maður leggur við hlustir og ljómar af hamingju. En hann gasprar líka ótæpilega og hefur ótrúlegustu ranghugmyndir um sjálfan sig og ágæti flokksins síns.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 23:00
Hvenær kemur Davíð, Baldur ? Og hvar er hann ?
hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 23:39
Þú velur þá síðu sem þú ætlar að linka við og ferð i gluggann uppi sem þú highlightar og copy t.d
http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=713
síðan skrifar þú t.d.
Þór Saari og highlitar það þá byrtist efst í athugasemdaboxinu þar sem stafagerðin og broskarlinn og púkinn er tveir hlekkir ( lýtur út eins og keðjuhlekkur) einn er brotinn og hinn óbrotinn þú velur þann óbrotna og klikkar á hann og þá opnast Link Url og þú setur paste þar inn og í Url byrtist http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=713
og síðan hakar þú við insert. og Bingó. Vona að þetta sé skiljanlegt.
Þór Saari
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:46
Rafn þakka þér fyrir. Prófa þetta.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 23:46
Hilmar, svo er sagt að í hjarta hvers heiðarlegs manns búi Davíð.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 23:49
Rafn, ég nota Chrome-vafrann og af einhverjum ástæðum gengur þá illa að virkja grafíska möguleika í athugasemdum. Tæknideild Moggans er með þetta til skoðunar.
Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 23:51
Rafn, hvernig gerir maður þetta með Makkanum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2010 kl. 23:55
Eins og ég lýsti hér að ofan
Þú finnur síðuna sem þú ætlar að linka t.d
http://hlf.blog.is/blog/hlf/ Þetta highligtar þú og hægri smellir á mús og copy
skrifar nafn sem þú ætlar að linka við í athugasemdarboxið og highlitar það
Þá birtast tveir hlekkir efst við hliðina á örvunum return þar sem púkinn er og broskarlinn.
Það verður að vera higlítað.
Þú smellir á óbrotna hlekkinn
þá opnast gluggi með Link Url þú ferð í hann og paste
http://hlf.blog.is/blog/hlf/ og svo neðst hakar þú við insert og linkurinn er kominn inn
Heimir L Fjeldsted
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 00:26
Ég nota Firefox vafrann Held að þessi möguleiki sé ekki i Safari verður kanski að fara aðra leið
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 00:35
„Ég tel að ekkert þeirra mála sem uppi hafa verið í umræðunni og mig snerta hafi ekki verið skýrð að fullu. Ég tel ekki að það sé ástæða fyrir mig að víkja til hliðar og ég mun ekki gera það," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann hafi hugleitt að hætta sem formaður flokksins." segir Bjarni Benediktsson á visi.is
Þá höfum við það. Á sama tíma og þessi ummæli falla er sami Bjarni að hvetja til þess að landsfundi flokksins verði flýtt. Sem er afar skynsamlegt við núverandi aðstæður í Sjálfstæðisflokknum, sem er líklega nær því að klofna en verið hefur um langa hríð.
Innsti kjarninn í flokknum veitti Bjarna góðan stuðning í Stapa í morgun, en allir þeir Sjálfstæðismenn, sem ég hef heyrt í, sjá ekki aðra leið en að Bjarni víkji eins og Þorgerður Katrín hefur gert. Hann skortir kjarkinn og viljann til þess.
Herforingjaráð flokksins verður máttlítið, sem og innstu klíkur flokksins, þegar fótgönguliðarnir vilja allir ganga gegn þeim öflum. Þá klofnar flokkurinn við mikla ánægju margra landsmanna.
Annars vegar í þröngan hóp sérhagsmuna sinnaðra manna og auðhyggjumenn og hins vegar í gamla Sjálfstæðisflokkinn, sem vildi að stétt gengi með stétt og var ekki heltekinn af sérumhyggju fyrir fáeinum, en hafði hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Sá flokkur er löngu horfinn, en gustukaverk væri að endurvekja hann, þótt klofning þurfi til.
Orðið sjálfstæðismaður þarf ekkert að vera skammaryrði, þótt flokkurinn hafi gert allt til að svo yrði.
Sjálfstæðismenn voru flottir hér áður fyrr.
Björn Birgisson, 18.4.2010 kl. 00:37
Hvenær voru þeir flottir Björn ?
hilmar jónsson, 18.4.2010 kl. 00:46
Hilmar, þegar þú varst ekki orðinn kassavanur.
Björn Birgisson, 18.4.2010 kl. 01:35
Rafn, þakka kærlega. Reyni þetta á Firefox.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.4.2010 kl. 13:43
Ja hérna! Flokkar skipta of miklu máli og persónur of litlu máli á Íslandi!
Málefnin eru svo alls ekki til umræðu á rökréttan hugsunar-hátt!
Er ég að mis-skilja mjög alvarlega eina ferðina enn? Gangi Íslendingum vel!
Verður maður að flýja frá landinu vegna hlutleysis í þessari rugl-flokka-pólitík? (ber er hver að baki nema sér bróður eigi).
Margir eru nú þegar flúnir og fleiri fara þegar skólum lýkur! M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2010 kl. 00:22
Anna, það er líka spurning hvort flokkar skipti ekki of LITLU máli í umræðunni og persónur of MIKLU. Ef flokkar hefðu skýra stefnuskrá og fylgdu henni eftir undanbragðalaust, þá væri trúlega margt betra en það er. Ég veit ekki hvort menn græða á því að flýja land til lengri tíma litið. Það er viðvarandi atvinnuleysi í Evrópu, miklu meira en hér. En það er best að hver tali fyrir sig.
Baldur Hermannsson, 21.4.2010 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.