Leyfum honum að vera í friði

Hégómagirnd og athyglissýki Ólafs Ragnars er við brugðið og það var ekkert annað ern hryðjuverk gagnvart þjóðinni að hafna fjölmiðlalögunum á sínum tíma. Auðmenn, braskarar og útrásarvíkingar höfðu náð tangarhaldi á öllum helstu fjölmiðlum landsins og höfðu í hendi sér að sveigja og beygja almenningsálitið að vild. Auðfúsir þrælar á fjölmiðlunum unnu með glöðu geði öll þau skítverk sem braskarapakkið þurfti á að halda - og þetta hefur ekkert breyst. Jón Ásgeir drottnar enn yfir Baugsmiðlunum og þar eru undirlægjur hans á fullu að fegra hlut hans í bankahruninu.

Ólafur Ragnar hefur tvennt sér til afbötunar. Hann hefur beðist formlega afsökunar á framferði sínu. Og hann hefur staðið sig með sóma í Icesave-málinu og skarað fram úr í vörn sinni fyrir Ísland í erlendum fjölmiðlum.

Síðasta kjörtímabil Ólafs er senn á enda og við eigum að leyfa honum að vera í friði það sem eftir er af því.


mbl.is Hvatti forsetann til að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það voru nú fleiri en forsetinn sem hrifust af útrásini. Útrásin blekkti líka stjórnmálamenn sem héldi líka að allt væri í himna lagi og sóttust því líka eftir bita af kökuni.  Ég get vel fyrirgefið forsetanum því hann vissi ekkert frekar en ég að þetta væru heiðarlegir viðskiptamenn.  Ég er honum þakklátur fyrir að hafna Icesave en mér hefði svo sem fundist að hann hefði mátt tala meir við þjóð sína eftir að honum var ljóst að fylleríið með útrásarliðinu leit ekkert of vel út.

Offari, 14.4.2010 kl. 13:00

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er hægt að fyrirgefa ÓRG fótinn fyrir fjölmiðlalögin?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 13:20

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

ÓRG verður í útvarpsviðtali seinna í dag. Hlustum vel!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.4.2010 kl. 13:28

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, hann hefði mátt gera það.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, ef hann biðst fyrirgefningar á þeim verknaði skulum við gera það. Fyrirgefum öðrum svo sem vér og óskum eftir fyrirgefningu vorra eigin afglapa.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 14:07

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, ég fer á palla og þrusa nokkrum golfboltum út í himingeiminn.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 14:07

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvenær verður Óli í útvarpinu..á hvaða stöð ?

hilmar jónsson, 14.4.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband