12.4.2010 | 21:23
Siðanefndarkelling stígur ekki í vitið
Þetta er eflaust rétt með farið hjá Davíð Oddssyni en ég myndi nú ekki dæma þessa tvo nefndarmenn úr leik af þeim sökum sem hann tilgreinir. Best hefði auðvitað verið að velja fólk í nefndina sem hafið væri yfir allan vafa, og væntanlega muna flestir eftir uppnáminu sem varð innan nefndarinnar strax í upphafi, þegar kvennnablóminn í henni sleppti fram af sér beislinu og tók til að dæma fólk að órannsökuðu máli.
Mér finnst þó sýnu verra að Kristín Ástgeirsdóttir skyldi skipuð í siðanefndina sem einnig fjallar um hrunið. Kristín er harðsnúin stjórnmálarotta af gamla skólanum og einn nánasti samherji Ingibjargar Sólrúnar. Þetta eitt er nóg til þess að tortryggja allar ályktanir siðanefndarinnar.
Mér til ómældrar skemmtunar var Kristín rétt í þessu í viðtali í sjónvarpinu og hafði þar mörg orð um hve ótækt það væri að setja stjórnmálamann í stjórn Seðlabankans, því það hlyti að kalla á óbærilega tortryggni.
Kristín Ástgeirsdóttir er þaulreynd innanbúðarkona í vinstri mafíunni en ekki stígur hún í vitið fyrst hún sér ekki að gagnrýni hennar hittir hana sjálfa harðast fyrir.
![]() |
Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
-
kleppari
-
odinnth
-
viggojorgens
-
joiragnars
-
pallvil
-
kristinn-karl
-
halldorjonsson
-
bassinn
-
blaskjar
-
skari60
-
snjolfur
-
altice
-
andres
-
svarthamar
-
axelthor
-
hlf
-
gthg
-
noldrarinn
-
maeglika
-
finni
-
gustaf
-
ragnhildurkolka
-
bjornbondi99
-
gp
-
jokris
-
andrigeir
-
reykur
-
skagstrendingur
-
jonvalurjensson
-
offari
-
fun
-
bf
-
arikuld
-
lehamzdr
-
ziggi
-
skulablogg
-
rafng
-
juliusbearsson
-
jari
-
islandsfengur
-
stormsker
-
haddih
-
agbjarn
-
katagunn
-
brylli
-
esgesg
-
siggith
-
gorgeir
-
gleymmerei
-
holmarinn
-
holmgeir
-
jonmagnusson
-
kreppan
-
kristjan9
-
rannveigh
-
pjeturstefans
-
umrenningur
-
tilveran-i-esb
-
valdimarg
-
sisi
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
joelsson
-
gunz
-
mosi
-
ollana
-
allt
-
kebblari
-
thorarinn
-
muggi69
-
ihg
-
helgigunnars
-
what
-
nautabaninn
-
jonsnae
-
thjalfi
-
bjargfruin
-
stebbifr
-
170341
-
jakobk
-
lm
-
steffy
-
egillthord
-
alyfat
-
estheranna
-
re
-
olafurthorsteins
-
huldumenn
-
sigurdurkari
-
sjonsson
-
marinogn
-
arnthor
-
mullis
-
vogin
-
ace
-
axelpetur
-
jonkarijonsson
-
jaherna
-
gummi-p
-
borkurgunnarsson
-
snorrima
-
landfari
-
eyjann
-
gbe
-
carlgranz
-
heimssyn
-
gattin
-
gmc
-
kerubi
-
fullvalda
-
tourguide
-
omarragnarsson
-
morgunbladid
-
bjarnihardar
-
morgunblogg
-
krist
-
smjerjarmur
-
predikarinn
-
vinaminni
-
gagnrynandi
-
magnusthor
-
snorribetel
-
eeelle
-
veravakandi
-
nonniblogg
-
hjaltisig
-
benediktae
-
athena
-
hallarut
-
ksh
-
joninaottesen
-
thjodarheidur
-
harring
-
gamli
-
prakkarinn
-
zeriaph
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
vidhorf
-
yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 340830
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Baldur !
Vel má vera að ekki fari vel að Kristín sé innanbúðarkona þjóðarinnar , en hitt er þó staðreynd , hún er sú skeleggasta , samkvæmt mínu viti í þessarri nefnd (þessarra þremenninga) , hitt er aftur á móti staðreynd , að ef maðurinn er ekki blár , þá er hann vitleysingur - . Sættu þig við það
Hörður B Hjartarson, 12.4.2010 kl. 21:34
Hörður, enn sem fyrr hefur þú lög að mæla.
Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 21:44
Einhvern veginn hef ég trú á - að hugur fylgi ekki máli
Hörður B Hjartarson, 12.4.2010 kl. 22:00
Enn kynda hatursmenn DO sína lyga- og ófrægingaelda en hann mun ekki frekar en bóndinn á Bergþórshvoli brenna bæði þessa heims og annars. Gæsin hún Kristín Ástgeirsdóttir verður grilluð á teini í þúsund ár en DO mun dansa inn í himnasæluna á gullnum dregli.
seagull (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 22:04
Jú, hvað síðustu setninguna varðar.
Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 22:04
Æ hvað þetta er orðið eitthvað þreytt konsept hjá ykkur í náhirðinni: Allir vitlausir og illa gefnir sem ganga ekki í sama takti við það sem Davíð fyrirskipaði..
Davíð fór á endanum flatt á þessum frasa.. þið ættuð að læra af örlögum meistaranns....
hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 22:17
Það er bara ein náhirð á Íslandi í dag og Jóhanna er nádrottning hennar.
Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 22:25
Tek undir með Seagull.
Vilhjálmur Eyþórsson, 12.4.2010 kl. 22:44
Hvers vegna geta menn ekki séð að Davíð er glæpamaður? Hvernig getur einn maður komist svona langt, sagan segir samt að enn maður gat það en var á endanum stoppaður það var Adolf Hitler.
Sigurður Haraldsson, 12.4.2010 kl. 22:45
Heimskingi er Hilmar Jóns
en Haraldsson þó miklu verri.
Hann mér sýnist hörkuperri
með heimskusvipinn erkiflóns
seagull (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 22:51
Þvílí tilþrif Seagull. Grunaði alltaf að ljóðsnillingar leyndust innan hirðarinnar, en þessi dásemd.....
hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 22:58
Hehe, meistari seagull á ekki sinn líka. Hann er á stundum svo hagorður að manni stendur hálfvegis stuggur af.
Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 23:03
eins og flestir vita hefur ekkert verið minnst á það að davíð flúði land 2 dögum fyrir opinberunina sem sýnir að augljóslega hefur hann eitthvað að fela
Böðvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 23:43
Böðvar, það er eins gott að þú situr hvergi í embætti dómara. Davíð heldur sig fjarri að óskum útgefanda Morgunblaðsins, sem tók það sérstaklega fram þegar hann var ráðinn til starfa, að hann myndi ekki stýra umfjöllun Morgunblaðsins um skýrsluna. Af orðalagi fréttamanna í sjónvarpinu í kvöld mátti ráða að hann væri ekki erlendis, heldur hérlendis.
Hvað stendur þá eftir af þessari sérkennilegu athugasemd þinni, Böðvar?
Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 23:51
Ég hélt að menn vissu að Davíð fór til að tryggja að aðrir mundu sjá um umfjöllun Moggans um skýrsluna. Enginn skyldi halda að hann óttist vinstri- heilaleysingjana sem nú þenja sig sem hæst. Það væri ekki hans stíll.
Vilhjálmur Eyþórsson, 12.4.2010 kl. 23:52
baldur
ein skýring er á því því ég sá davíð ganga upp í vél sem fór til amsterdam núna á föstudaginn
Böðvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 23:55
Davíð á eftir að koma í sjónvarpsviðtal. Hann velur tímann sjálfur. Sá er háttur foringjans mikla.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 00:01
Hann valdi vissulega tímann sjálfur til að flýja land..........Háttur mikilla foringja i gues..?
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 00:10
Nei, útgefandinn valdi hann. Annars geri ég ráð fyrir því að andmæli Davíðs sé að finna í skýrslunni. Þú getur rýnt í þau til að byrja með. Svo hlýðum við andaktugir á leiðtogann þegar hann kemur aftur til Nazaret.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 00:14
Mér skillst að öll andmæli Davíðs hafi að mestu snúist um vanhæfni nefndarinnar..Vanhæfni..óhæfni heimsku annarlegra sjónarmiða.. osvfr..þú veist.
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 00:17
Það er sjálfsagt að benda á vanhæfi nefndarmanna finnist honum það skipta máli. Það virðist nokkuð ljóst að tveir þeirra eru raunar vanhæf en mér finnst það ekki alveg frágangssök.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 00:24
Það verður ekki af þér tekið Baldur að þú ert einhver allra mesti erkijólassveinn íslandssögunnar. Ég held að þér sé ekki hyggilegt að halda þeim fullyrðingum á lofti að einhverjir stígi í vitið þegar það er fullséð á bloggskrifum þínum að þú ert lítil meira en innihaldslaus frethólkur og útþaninn lofthani með nákvæmlega ekkert vitrænt innihald.
Þetta aulabragð Davíðs er þekkt meðal hægri vitleysingja en það byggir á því að fara í persónulegan rógburð í stað þess að svara gagnríninni málefnalega um hvað gerðist. T.d eru sérfræðingar innan seðlabankans búnir að gefa það út að það hafi ríkt algjört stjórnleysi í bankanum og Davíð hafi gert sig sekan af svo miklum heimskupörum að réttast væri að taka mannin upp á lækjatorg og flengja hann.
En hvað er ég kvapa annars við innihalds galtom eins og þig ? fáfræðina er ekki hægt að rökræða og á meðan þú sérð ekki þína sök í þínu máli þá er þér ekki viðbjargandi.
Brynjar Jóhannsson, 13.4.2010 kl. 07:47
Hvað ert þú að gera svona snemma á fótum, Brynjar? Voru hjúkkurnar að troða í þig lyfjaskammti morgunsins?
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.