12.4.2010 | 18:09
Solla hneppti kjánann Björgvin í einangrun - skýrslan
Eiríkur Bergmann Einarsson hefur um árabil verið ein helsta áróðurssprauta vinstri manna og margoft farið út yfir öll velsæmismörk í árásum á Davíð Oddsson og aðra frjálslynda stjórnmálamenn á Íslandi. Þess vegna er mikill fengur að þessari frétt. Vinstri menn hafa í örvilnan sinni reynt að klína því á Davíð að hann hafi haldið kjánanum Björgvin fyrir utan alla atburðarás í sambandi við hrunið, en Eiríkur staðfestir nú að að sú einangrun sem kjánanum var gert að sæta sé alfarið á ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Út af fyrir sig er vel skiljanlegt að Solla hafi reynt að halda Björgvin utan við alla meiri háttar pólitíska ákvarðanatöku, því hann hafði nákvæmlega enga burði til þess að gegna störfum í ríkisstjórn og allra síst jafn mikilvægu starfi og embætti viðskiptaráðherra.
Og þetta dæmi undirstrikar enn og aftur að Samfylkingin var hreinlega ekki stjórntækur flokkur frekar en hún er núna. Mannvalið er einfaldlega alltof klént. Hún hefur ekki mannval til að skipa í embætti ráðherra. Ingibjörgu var því nokkur vorkunn. Hún hefur sjálfsagt viljað hindra að Björgvin yrði sér til skammar á mannamótum. Í raun var stjórnin því án viðskiptaráðherra og það gat aldrei endað nema illa.
Átti að upplýsa Björgvin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefði Sólrún kannski átt að fá Pétur Blöndal lánaðan í djobbið frá samstarfsflokknum? Eða kannski bara Árna Johnsen, ekki skortir hann viðskiptavitið!
Björn Birgisson, 12.4.2010 kl. 18:22
Bjössi, ég hef alltaf undrast hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað tefla fram Pétri Blöndal. Hafi núverandi ríkisstjórn gert eitthvað sér til afbötunar þá tel ég það vera skipan faglegra ráðherra. Það er nýmæli sem ég vona innilega að verði ekki einsdæmi heldur regla.
Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 18:28
Aldrei sem nú vantar Sjálfstæðisflokkinn menn sem kunna að leita uppi vanhirt fé. Pétur Blöndal er þessi dæmigerði Fjalla- Bensi sem flokkinn vantar. Eða þá mann eins og hann Marka-Leifa. "Aleinn á ferð með óheimt vonarfé" eins og einn húnvetsnskur vinur hans sagði í óvenju hugþekkri sonnettu sem hann orti um gamla manninn.
Sjálfstæðismenn eru góðir fjármálamenn- góðir fjármálamenn þegar um er að ræða að ávaxta eigið fé. Spurning um fjárvörslu almennt kannski
Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 20:55
Fjalla-Bensi íhaldsins verður senn að búast til erfiðrar hálendisferðar í leit að fé sínu og þá er eins gott að hafa dyggan hund og hrút sér til fulltingis.
Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 21:28
Davíð talaði um þetta á landsfundinum í fyrra, hér er myndskeiðið
http://wms0a.straumar.is/xd/DavidOddson.wmv
Hann kemur að þessu eftir 21 mínútu í myndskeiðinu og fram að 24 mínútum þannig að það er bara að spóla áfram.
Annars er allt myndskeiðið hin besta afþreying ef menn hafa lítið að gera.
Axel (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 23:28
Björgvin virðist bara vera grín í Samfylkingunni
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.