Vonandi stendur eitthvað um Davíð Oddsson

Ég hlakka mikið til að lesa þessa skýrslu og vona að hún skýri nánar hvað olli bankahruninu, umfram það sem kemur fram í Umsátrinu eftir Styrmi Gunnarsson. Umsátrið er geysilega vönduð bók og alveg bráðnauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja skilja hrunið.Ég vona líka að það standi eitthvað um kappann Davíð Oddsson, þann mikla leiðtoga okkar Íslendinga. Það var hann sem skóp það stórveldi sem hrundi og það verður fróðlegt að sjá hvaða afsakanir þeir menn, sem hunsuðu viðvaranir hans, tefla fram sér til varnar.En mikilverðast er þó að þjóðin öll dragi skynsamlegan lærdóm af þessari skýrslu. Margir bíða eftir henni til þess eins að nota hana sem hafnarboltakylfu í hausinn á næsta manni en við sem vitrari erum munum spinna úr henni samfélag framtíðarinnar.
mbl.is Mikil eftirvænting eftir skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ófarir okkar má allar rekja til þess hvernig staðið var að  einkavæðingu bankanna. Það var rétt að einkavæða þá. Það átti  hinsvegar ekki að gefa þá sérvöldum einkavinum samkvæmt gömlu helmingaskiptareglunni. Og  svo lánaði Landsbankinn fyrir  kaupum á Búnaðarbankanum og  Búnaðarbankinn lánaði fyrir  kaupum á Landsbankanum!  Þetta er nú kapítalismi og karlar sem segja sex, félagi Baldur Hermannsson!

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 15:32

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Goðið þitt kom náttúrulega ekki nálægt einkavæðingu bankanna , nei nei , hann var bara svaka góði kallinn sem tók út peninginn - stóri "góði" kallinn ?

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 15:45

3 identicon

Skemmtileg söguskýring -- goðið skóp en átti engan þátt í hruninu! Davíð líkist þar með ekki bara Kristi, eins og hann sjálfur hélt svo smekklega fram um árið, heldur guði sjálfum. Guð skapaði nefnilega heiminn, eins og við öll munum, en átti þó engan þátt í syndafallinu. Hósanna, hósanna ... og amen.

Pétur (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 15:55

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Pétur !

    Þú getur ekki borið hann saman við almættið - þetta er miklu merkilegra en það .

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 16:03

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það bíða margir spenntir og sumir órólegir, eftir skýrslunni. En velkominn úr bloggfríi hægri bullunnar, Baldur!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.4.2010 kl. 16:04

6 identicon

Já það verður spennandi að sjá, og já, hann Davíð einkavæddi bankana. So what?  Þetta er svona svipað að þú seljir einhverjum bíl og hann keyrir hann í klessu, er það þér að kenna af því þú seldir honum bílinn???

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 16:09

7 Smámynd: Rannveig H

Meðvirkinn geri fólk mannlegt og ég held að ég geti unnt DO þess þar sem fátt er um fína (blinda) drætti í dag. Eitt er þó allavega öruggt hjá DO að  hann á góða penna að þar sem þú og Hannes meistari Hólmsteinn  verði fljótir að hlaupa upp til handa honum til varnar. Í guðanna bænum vertu samt ekki jafn dramatískur og væmin DO til handa og HHG

Rannveig H, 11.4.2010 kl. 16:16

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eiður, Íslandsbanki var ekki einkavæddur og þó virðist sem glæpamennskan hafi riðið þar húsum. Það er sem sagt ekki hægt að skella skuldinni á einkavæðinguna. En er það ekki svo að aðild okkar að EES gerði bönkunum auðveldara um vik að fá erlend lán og hreiðra um sig erlendis? Þú gjörþekkir þetta væntanlega.

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 16:47

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Við kærum þetta fyrir Hæðsta-Hæstarétti (Goðsrétti) , og þaðan kemur út réttvísin (Goðsvísin) .

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 16:52

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, eru ekki andmælin birt með skýrslunni? Þar hljóta Davíð og aðrir að gera grein fyrir máli sínu.

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 16:54

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, er til nokkuð sem kalla mætti réttvísi í svona málum? Hverjum sýnist sitt og þannig verður það.

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 16:56

12 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Horfum á staðreyndir , sé til réttvísi , þá er Goðið hafið yfir hana og hananú .

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 17:01

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK, orð þín eru lög.

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 17:02

14 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Velkominn vinur í bloggheima á ný.

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 17:19

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Hörður, gaman að sjá þig og heyra.

Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 17:25

16 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Ditto

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 17:29

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vildi bara að ég ætti hafnaboltakylfu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.4.2010 kl. 18:47

18 identicon

Ég skal lána þér 2"  75cm langagn galvanhúðaðan rörbút með blýfylltri múffu sem er lokuð með tappa. Ætti að gefa góð högg.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 19:21

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Um hvaða Davíð eruð þið að tala?

Ég man bara eftir Davíð mínum Oddssyni sem sagði eftir hrunið að hann hefði aldrei tekið þátt í þessum útrásarsöng og fundist allt það mál hið mesta furðuverk.

Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 19:50

20 Smámynd: Kama Sutra

Árni

Davíð er sá sem hefur varað þjóðina við öllu mögulegu síðan hann var ungbarn.  Spurðu bara Hannes Hólmstein.

Kama Sutra, 11.4.2010 kl. 19:57

21 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Baldur góður hehe -

er rannsóknarskýrslan skrifuð the Bonus way

Jón Snæbjörnsson, 11.4.2010 kl. 20:40

22 identicon

Vomandi stendur eitthvað un Davíð Oddsson í skýrslunni, á hvorn veg sem er. En vonandi stendur eitthvað um aðra stjórnmálamenn einnig og allir taki út sinn dóm, ekki dóm götunnar.

Menn verða að muna að þegar tveir flokkar eru við stjórnvölinn þá ræður ekki bara annar, hinn veitir samþykki.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 20:49

23 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Lítill fugl hvíslaði að mér um daginn , að Goðið væri farið af Klakanum og kæmi ekki fyrr en verstu hrinurnar af skýrslunni væru yfirstaðnar , þú sem allt veist um Goðið , hlýtur að vita hvort satt sé ?

    En hvernig er það átt þú afar gott barefli til að mæta með að Þjóðarleikhúsinu eftir skýrslusýninguna á morgun , exi væri að sjálfsögðu betri .

    Kannske stefnan verði frekar tekin á Hádegismóa - þú mætir , en átt þú bareflið?

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 20:58

24 Smámynd: Björn Birgisson

Minnst er á Davíð á bls. 13, 115, 389 og 2499.

Björn Birgisson, 11.4.2010 kl. 21:13

25 Smámynd: hilmar  jónsson

Við borgum ekki..Ég tók aldrei þátt í útrásargleðinni..Hver sagði þetta aftur ? Jú og í ábæti, sagði Írak stríð á hendur í nafni íslensku þjóðarinnar

hilmar jónsson, 11.4.2010 kl. 21:46

26 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Drottinn alsherjar blessi Goðið  , ei mun af veita .

Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 21:55

27 identicon

´´Og Davíð söng fjórum sinnum,,HÚRRA,HÚRRA,HÚRRA,HÚRRA...........

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:03

28 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er þetta hulduvefur Baggalúts?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.4.2010 kl. 23:50

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þér varð að ósk þinni Baldur. Það var ekki bara minnst á hann, Davíð er í einu af aðalhlutverkunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 15:52

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það undarlegasta af mörgu undarlegu er sú athygli sem Davíð tókst alltaf að vekja á sér hvar sem hann var í starfi. Öllum mátti vera ljóst að útbrunninn og afskrifaður pólitíkus yrði ekki tímamótamaður í Seðlabankanum þótt honum leyfðist að láta stofnunina borga sér ofurlaun. Þarna voru fyrir gamalreyndir hagfræðingar með langt starf í stofnuninni að baki.

En í hvert sinn sem fulltrúi bankans tók til máls þá birtist smettið á Davíð. 

Niðurstaða: Fagmennirnir tóku ákvarðanir sem máli skipti en Davíð fékk að vera í sínu gamla hlutverki- hlutverki trúðsins.

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 17:20

31 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Árni !

    Og tók sig vel út í því hlutverki - sjálft Goðið .

Hörður B Hjartarson, 12.4.2010 kl. 18:41

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vonbrigði, vonbrigði! Davíð er augsýnilega að koma mjög vel út úr skýrslunni. Það sem honum er fundið til foráttu gerist allt á síðustu metrunum þegar hrunið er byrjað. Þetta var líka skilningur fréttamanns á Stöð 2 rétt áðan. Þetta verða sár vonbrigði fyrir vinstri menn.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 19:07

33 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona eiga menn að skrifa söguna fyrir sína menn Baldur! Fjandi varstu heppinn svona mikill vinur Davíðs að sleppa við að heyra það sem skýrsluhöfundar sögðu um afglöp hans.

Komst hann um borð í hollenska duggu?

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 20:47

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hélt hann hefði reyndar farið úr landi en fréttamenn töluðu í kvöld eins og hann væri hérlendis. Væntanlega mætir björninn senn til leiksins.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 21:30

35 Smámynd: Kama Sutra

Ég held að Viðvararinn sé flúinn undir verndarvæng einhvers einræðisherrans í Suður-Ameríku.

Vonandi flýtir hann sér ekkert heim aftur.

Kama Sutra, 12.4.2010 kl. 21:42

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einn af sjö sem sýndu alvarlega vanrækslu í starfi að dómi nefndarinnar. D O.

En nú upplýsti Geir H.H. að það var ekki honum að kenna að bankakerfið hrundi. Aldrei datt mér í hug að ástæðan væri svona augljós eins og hann upplýsti við fréttamanninn. Þetta var stjórnendum bnkanna að kenna! Allt saman!

Hann klikkar ekki hann Geir. Enda var sagt um hann að hann væri best menntaði forsætisráðherra okkar frá fyrstu tíð. Gott ef það var ekki Hannes Hólmsteinn sem gaf honum þessa einkunn.

En alveg var þetta ótrúlega skörp ályktun hjá manninum í kvöld

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 22:45

37 Smámynd: Björn Birgisson

Einu sinni var maður nefndur Stálmaðurinn á einhverri bloggsíðu. Eftir nokkur orðaskipti samþykkti síðuhaldarinn að Stálbangsi væri kannski betur við hæfi. Mér fannst Tuskubangsi hæfa best. Hver er maðurinn?

Björn Birgisson, 12.4.2010 kl. 23:14

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú hefur komið í ljós að Stálbangsinn skelfur eins og lauf í vindi þegar í harðbakkann slær. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Annars er ég að lesa núna Í sögutúni eftir Bensa í Hofteigi. Það er ekki lakari skýrsla en margar aðrar.

Baldur Hermannsson, 12.4.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband