11.4.2010 | 14:24
Alltaf sama karpið hjá Agli
Alltaf sama hundleiðinlega karpið hjá Agli Helgasyni. Það getur verið að einhverjum geðsjúklingum finnst þessir þættir áhugaverðir en það er útilokað að viti borið fólk hafi af þessu gagn eða gaman.
Ég hef stundum horft á kappræður frambjóðenda í bandarísku forsetakosningunum. Það eru alltaf áhugaverðar samræður, fræðandi og skemmtilegar, enda er þeim stjórnað af geysilega hæfu fólki.
Ég vonast líka til að sjá kappræður frá bresku kosningunum fljótlega. Þar munu eigast við þungaviktarmenn undir stjórn háttvísra fréttamanna sem kunna sitt fag út í ystu æsar.
Ég vonast líka til að þessum hræðilega ófyndnu útyflum á vegum Besta flokksins verði úthýst úr kappræðunum. Allt gera þessir vesalings, leiðinlegu menn til að auglýsa sjálfa sig og gera sig að söluvarningi á markaðinum.
Heitar umræður oddvitanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hægt að taka undir hvert orð þitt Baldur. Hanna Birna var sú eina sem reyndi að vera málefnaleg, en Egill kann lítt að meta slíkt framtak.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2010 kl. 14:27
Satt er það, en það er einhvern veginn tilgangslaust að reyna að vera málefnalegur við svona aðstæður. Það er strax gjammað fram í og hreytt í mann skætingi og útúrsnúningum. Ég held að Egill sé farinn að draga málefnalegu samræðu á Íslandi niður í svaðið með þessum karpþáttum sínum.
Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 14:30
"Ég vonast líka til að þessum hræðilega ófyndnu útyflum á vegum Besta flokksins verði úthýst úr kappræðunum."
Tja, þeir eru í framboði og þangað komnir samkvæmt öllum reglum - ekki satt??? Auk þess eru þeir skv. skoðanakönnunum með nokkurt fylgi!!! Því er ekki hægt að meina þeim þátttöku í kappræðum flokka.
Þar fyrir utan er þessi hugmyndafræði um höft á kynningu ákveðinna sjónarmiða í fjölmiðlum helst tengd einræðisskipulagi.
Svo má spyrja hvort ekki sé bara hollt fyrir alvöru pólitíkusa að sjá að fólk vill frekar "hræðilega ófyndin útyfli" en þá sjálfa í borgarstjórn. Það hljóta að vera einhver skilaboð fólgin í því - ekki satt???
"Það er strax gjammað fram í og hreytt í mann skætingi"
Segir þetta nú ekki meira um þátttakendurna en stjórnandann?
Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2010 kl. 15:12
Haraldur, ég er ekki alveg viss um þetta. Mér finnst umræður í sjónvarpi yfirleitt verða betri, markvissari og vitrænni eftir því sem þátttakendum fækkar og hver maður fær betra næði til að setja fram heila hugsun.
Þetta er eins og að verða vitni að rifrildi kófdrukkinna manna. Fyllibyttunum finnst rifrildið bráðskemmtilegt en öðrum leiðist.
Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 15:17
Haraldur, ég sé að þú bæði feitletrar og undirstrikar - ég get hvorugt! Eftir 3 mánaða hlé hefur útlit bloggsins eitthvað breyst hjá mér. Er það vegna þess að ég skipti um vafra í millitíðinni?
Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 15:19
Ég held að þetta hafi ekkert með vafrann að gera heldur sé innsláttarglugginn einhverra hluta vegna stilltur á html ham. Þú notar örugglega firefox eða chrome, er það ekki
Til að fá valröndina fyrri feitletrun og allt hitt þarf að velja grafískan ham - ekki HTML ham. það er raunar hægt að setja allt þetta inn í HTML, en þá þarf að slá inn kóða fyrir feitletrun o.s. frv.
Tékkaðu á þessu
Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2010 kl. 15:35
Hárrétt hjá þér, ég skipti yfir í Chrome fyrir nokkrum vikum. Þegar ég skrifa nýja færslu get ég farið í grafískan ham og þá birtast möguleikar til að feitletra og svo framvegis, en veistu hvernig ég get gert grafískan ham að reglu, þannig að ég geti til dæmis notað feitt letur í þessum athugasemdum?
Baldur Hermannsson, 11.4.2010 kl. 16:43
Var ekki búinn að rekast á þetta - nota firefox að jafnaði og þar er grafíska stikan við athugasemdaboxið eins og innsláttarformið. Er ekki búinn að fnna út úr þessu...
Einhver???
Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2010 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.