9.1.2010 | 21:28
Lilja sætir viðbjóðslegu heimilisofbeldi
Það þarf nú mikið til þess að ég skipti skapi en ég verð foxvondur í hvert einasta skipti sem það rifjast upp fyrir mér að Lilju Mósesdóttur skuli vera haldið fyrir utan ríkisstjórnina. Hér er á ferðinni glæsileg kona, falleg og aðlaðandi, stórgáfuð og hámenntuð, og hún gæti átt sæti í hvaða ríkisstjórn sem væri hvar sem er í heiminum og gegnt því embætti með sóma.
En öfundarliðið í vinstri flokkunum íslensku hefur gert samsæri um að halda henni utan stjórnar. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að hún ber af þessu pakki eins og gull af hundaskít og það þola ekki kommarnir. Það má enginn vera betri en hinir. Allir verða að kúldrast í sömu vinstri lágkúrunni.
Auðvitað er þessi uppástunga Lilju bráðsnjöll. En Steingrímur er strax kominn í gang með gömlu uppgjafarrulluna. Það eru engar líkur til þess að Bretar ljái máls á betri samningum, segir hann í sjónvarpinu.
Hvernig veit Steingrímur þetta? Við erum ekki einu sinni búnir að setja saman nýja samninganefnd. Við erum ekki búnir að ráða nýja sérfræðinga. Við erum ekki búnir að leiða liðsinnis erlendis eins og Eva Joly hefur margsinnis lagt til.
En Steingrímur er staðráðinn í því að steindrepa íslensku þjóðina. Fyrst hann klúðraði skal engum öðrum heppnast. Hve lengi mun Lilja sætta sig við þetta viðbjóðslega heimilisofbeldi í sínum eigin flokki?
Vill þýskan sáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Baldur þeir komast í ríkistjórn sem eru leiði tamir hinir eru úti.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 9.1.2010 kl. 21:39
Joscka Fischer er ESB sinni og kommúnisti. Hvort um sig nóg til að vera á varðbergi mundi nú einhver segja.
Gísli Ingvarsson, 9.1.2010 kl. 21:41
Rauða Ljón, því miður er þetta sennilega rétt hjá þér, samanber Ögmund. Þetta virðist vera hreinræktað lögregluríki þarna niðri við Arnarhól.
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 21:43
Gísli, það þarf alltaf að hafa gát á vinstri mönnum.
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 21:44
Það væri örugglega ýmsu öðruvísi farið ef að stærri hluti vinstrimanna myndu vera eitthvað í áttina að því hvernig Lilja er og starfar innan þings sem utan. Heyrði í henni í morgun í útvarpi, og það vottar ekki fyrir þessari vinstri öfgatrúarbragðarugli sem því miður virðist vera sammerkt með stjórnarþingmönnunum og rammfölskum fjölmiðlaþokulúðrum þeirra. Hún fær mann til að hlusta að athygli, þó hæglát sé. Ekki hrokinn og háfaða látalætin eins og í formannsdulu Breta og Hollendinga. Aldrei að vita ef fleiri fara á kreik af hennar sortinni, að maður fer að iðka þessi trúarbrögð sem snúast um að láta aðra vinna fyrir sig? Þægileg lausn.
Eru Steingrímur og Jóhanna hætt að berja hana til hlýðni?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 21:51
Nei, þau níðast á henni. Það er ferlegt að vita af þessu og geta ekkert gert. Svona er að búa suður í Hafnarfirði langt frá hringiðu atburðanna.
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 21:56
Nei þarna er Lilja,flokkssystir eitthvað að rugla,að fá þennan þýskara til að hjálpa okkur útur Icesave.Hvernig á það að ganga,þar sem Þjóðverjar eru aðaldrottnarar í ESB.Þarna hljóp þessi ágæta kona hún Lilja á sjálfa sig.
Númi (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:17
Nei ég held að þetta sé sterkur leikur hjá henni. Bretar bera okkur ofjarlar en í ES eru þeir í aukahlutverki. Joschka snýr þá niður og hefur nautn af því.
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 22:23
JF ef ég man rétt var virkur í Baader Meinhof, ekki satt?, Sem sprenglærður hagfræðingur finnst mér furðulegt hvað Lijla hefur furðulegar hugmyndir um allt sem við kemur þeirri ágætu en döpru vísindagrein (ef ég man rétt kallaði Schiller hagfræði "the dismal science" eftir að hafa lesið Maltus). Förum út fyrir Evrópu til að finna sáttasemjara, Greenspan yrði flottur.
Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:32
Nei það held ég ekki, en hann var svona vinstri grænn aðgerðasinni og hélt uppi fjörinu. Svo voru þarna fleiri skemmtilegir, Rauði Danny og þeir bræður allir. En Baader Meinhof var annað og verra mál.
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 22:41
Greenspan kallaði þetta hrunástand,Tsunami, eða risa flóðbylgju,það eru auðvitað hamfarir af mannavöldum,sem áttu upptök í U.S.A. ,,bera þeir ekki ábyrgð"?
Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2010 kl. 23:12
Helga, Tsunami er ansi viðeigandi orð í þessu sambandi. Skyndileg og mikil eyðilegging. Þegar Lehman Bræður féllu misstu Íslendingar marga milljarða en ekki hef ég heyrt neitt um að Obama hyggist bæta okkur þann skaða. Erum við ekki eina þjóðin í öllum heiminum sem gerð er ábyrg fyrir gjörðum einkabanka?
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 23:16
Ég held að sé leitun í sögunni að eins mörgum óvinum nokkurs lands, hlutfallslega - innan þess eigin landamæra. Svo dapurlegt sem það nú er, þá er ég loksins farinn að skilja orð Steingríms þegar hann sagði í sjónvarpi: "Við munum gera ALLT sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn komist NOKKURN TÍMA aftur til valda á Íslandi." Aldrei hvarflaði að mér að hann væri tilbúinn að leggja landið endanleg í rúst til þess. Gott er samt til þess að vita að einhverjir af okkar stjórnamálamönnum séu tilbúnir að leita hjálpar. Sá sem er fullviss um að ekkert þýði að tala við viðsemjandann, kemst nákvæmleg svo langt.
Erlingur Friðriksson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 00:24
Jú, hann er tilbúinn að sálga hverju einasta mannsbarni til þess að íhaldið komist aldrei aftur til áhrifa hér á landi. En stuðningsyfirlýsingarnar streyma að linnulaust. Nú síðast var kjarnakona á The Times, Bronwen Maddox, að taka stöðu með okkur gegn Bretum. Hún afhjúpar lygarnar rétt eins og Indefence hefur gert. En veslings Bronwen Maddox. Sú er sko komin í ónáð hjá Steingrími og Jóhönnu. Sjá nánar á þessum link:
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 00:32
Lehman bræðra ruglið enn og aftur. Ef að bankarnir hérna hefðu verið sæmilega vel reknir þá hefðu þeir ekki fallið. Það dugir að líta á lánabók Kaupthings til að fá staðfestingu á því. Bankarnir voru því miður reknir af pókerspilurum. Glórulaus áhætta tekin á ÖLLUM sviðum. Sæmilega gott áhættumat hefði komið í veg fyrir þetta ásamt því að ríkisstjórnin og stjórnsýslan hefðu nú aðeins hugsað um sitt hlutverk, t.d. varðandi eftirlit og fleira. Mér finnst við íslendingar vera farin að endurskrifa söguna full mikið og nú undir forystu útrásarforseta vors. Við erum bara óheiðarlegt þjófapakk sem skortir kúltúr. Þannig mun í það minnsta ímynd okkar í öðrum löndum verða í nánustu framtíð.
Karl K. (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 01:02
Karl. Stalst þú einhverju?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 01:23
Fyrir þá sem ennþá vaða í villu og svíma og vilja að þjóðin viðurkenni á sig afbrot sem hún framdi aldrei, afbrot sem var aldrei framið og verði refsað grimmilega fyrir afbrotið sem aldrei var framið, með að borga ólögvarinn falsreikning Breta og Hollendinga er slóð neðst í innlegginu á EES reglugerðir sem sýna og sanna að okkur ber ekki að greiða krónu. Glórulausar afbrotaásakanir Breta og Hollendinga sem njóta sérstaks stuðnings íslensku ríkisstjórnarinnar og þeirra ofsatrúaðra fylgismanna hennar, sem telja sig vera að gera landi og þjóð stórkostlegt gagn með visku sinni og einstöku innsæi. Eins og hinn illþokkaði Norðmaðurinn Quisling taldi sig vera gerða fyrir land sitt og þjóð í síðri heimstyrjöldinni.
Nú hefur eldrauði kommúnisti Eva Joli gengið á fund Evrópulagaspekinganna sem sömdu þau EES lög og reglugerðir sem stjórnvöld virðast ekki skilja, eða af einhverjum afar annarlegum ástæðum vilja ekki skilja eða túlka rétt. Eva Joly kom af fundi lagaspekingana með þau skilaboð að þeir tugir lagaprófessora og lögmenn sem hafa fullyrt að engin lög gera Íslendinga skylduga að greiða það sem Icesave deilan snýst um. Þeir sömdu lögin og þess vegna telja sig í betri aðstöðu en td. Steingrímur og Jóhanna og jafnvel Karl K hér að ofan að segja um hvað þau nákvæmlega fjalla. Aðstoð Evu Joly virðist enn einu sinni vera stjórnvöldum afar óvelkomin. Líklegt má telja að aðstoðar hennar verði ekki lengur þörf frekar en ráðgjafa ríkisstjórnarinn í endurreisingu bankanna, Mats Josefsson, eftir að hann komst að niðurstöðum sem hugnuðust ekki þeim hátignum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Slóðin er á EES lögin sem um er að ræða sem Landsbankinn rak Icesave reikningsapparatið eftir. Hvers vegna er aldrei spurt, ef að Icesave starfsemin var ólögleg, því í ósköpunum er þá ekkert gert í að upplýsa glæpinn og draga glæpamennina ábyrga fyrir dómstóla? Endilega ef Icesavevinir stjórnvalda og Breta og Hollendinga vilja eitthvað efast um lagalegan rétt þjóðarinnar og komandi kynslóða, þá endilega koma með vitrænni rök en "AÐÐÍÍÍBAAARA" hvers vegna að ábyrgðin er okkar, og frekar vitna í Evrópureglugerðina sem með fylgir.
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 02:40
Lilja er flottur þingmaður. Annars finnst mér helst vanta tengsl við atvinnulífið og almenna lífsreynslu hjá VG konunum í ríkisstjórn, þetta eru efnilegar konur, bara ekki tilbúnar. Svo eru þær of vinstri sinnaðar fyrir minn smekk eins og allur flokkurinn.
Smjerjarmur, 10.1.2010 kl. 02:41
Karl. K., ..ef íslensku bankarnir voru reknir af "pókerspilurum og glórulaus áhætta tekin á öllum sviðum"... hvers vegna fengu þá bankarnir hæstu einkunn hjá stærstu og virtustu greiningarfyrirtækjum veraldar, alveg fram í andlátið?
Reyndar færðu þessi "virtu" greiningarfyrirtæki, Ísland í ruslflokk, 2 klt. eftir að forsetinn tilkynnti ákvörðun sína. Þessi fyrirtæki eru "dindlar" ósýnilegrar handar, sem er yfir öllu og allt um kring
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2010 kl. 06:56
Greiningafyrirtækin höfðu ekki aðrar forsendur enn ársreikninga og önnur töluleg gögn frá bönkum, ríkisstofnunum og ráðaneytum. Það liggur ljóst fyrir að hér á landi voru framdir stórir glæpir og ótal glappaskot gerð því til viðbótar. Greiningafyrirtækin gáfu því þessa einkunn út frá röngum upplýsingum. ENRON hélt ágætis rate þangað til það hrundi, dæmi um hversu traust þessi fyrirtæki eru.Svo einfalt er það. Bara svo því sé haldið til haga þá er ég langt í frá að vera einhver sérstakur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar, kaus sjálfstæðisflokkinn i kringum 20 ár, en er nú pólitískur munaðarleysingi.
http://www.guardian.co.uk/business/2003/jan/28/usnews.internationalnews
Karl K. (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 08:25
Allt ágætt má segja um þessa Lilju hún hefur talsvert til síns máls með þennann sáttasemjara þýska sem hún vill flytja hingað til lands tímabundið reikna ég með - sér ekki hver heilvita maður að við erum ekki fær um þetta sjálf eða á að djöflast í flórnum endalaust svo útúr flæðir
Jón Snæbjörnsson, 10.1.2010 kl. 11:17
Karl K. (stendur K fyrir kommúnisti?), ég kallaði Lehman til sögunnar einungis til að minna á að við fengum ekki krónu endurgreidda af því fé sem við áttum í þeim banka og það voru margir milljarðar. Það er eins og íslendingar einir þjóða eigi að hlíta einhverri óskráðri reglu um ríkisábyrgð á einkabönkum.
Þú ert úti á veikum ís með þessar ásakanir um þjófapakk og glæpi. Bankarnir voru reknir á hæpnum forsendum (skammtímalánum) af mönnum sem voru of áhættusæknir, en það eitt gerir þá ekki að glæpamönnum.
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 12:43
Smjerjarmur, þú ert með þetta, en við verðum að velja það skárra fram yfir það lakara. Ég hef stórar efasemdir um fólk sem ekki hefur reynslu af þörfum atvinnulífsins - er þetta fólk tilbúið að setjast á Alþingi? Við hljótum að álykta að reynsla af atvinnulífi sé í það minnsta stór kostur.
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 12:46
Gunnar Th., þessi kostulegu matsfyrirtæki hafa í raun skipað sjálfum sér í ruslflokk með glópsku sinni.
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 12:47
Jón, sjálfsagt tilnefnir Lilja þennan gaur vegna þess að þau standa á sama pólitíska svæðinu. Þetta er glaðvær gaur, óhefðbundinn, og væri ábyggilega rétti maðurinn - ef hann gæfi kost á sér.
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 12:49
Hvar eru íslensku fjölmiðlarnir? Er einhver þeirra búinn að hafa samband við Joschka og gá hvort hann vill taka þetta að sér?
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 12:49
G2G, þú þarft að fara að gæta þín, ef þú ætlar að halda fram málstað Íslands svona eindregið, þá áttu á hættu að falla í ónáð hjá Steingrími og Jóhönnu.
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 12:51
Hvað segja íslenskir femínistar um meðferðina á Lilju?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2010 kl. 13:42
Heimir, það vill svo til að ég hef innanbúðar-heimildir um það mál. Feministarnir í VG hata Lilju eins og pestina. Þegar upp kom í VG hreyfing í þá átt að hrekja hana úr þingflokknum þá fóru feministarnir fremstar í flokki. Þær eru alveg dýrvitlausar, þessar bannsettu herkerlingar. Nú ætla þær að hremma 1. sætið hjá VG í borginni. Sóley Tómasdóttir. Ég hvet alla vinstri menn til þess að kjósa hana!
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 13:53
Það væri okkur Sjálfstæðismönnum í Reykjavík fengur að Sólargeislanum Tómasdóttur í fyrsta sætið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2010 kl. 14:00
Nákvæmlega. Nú er það maður á mann. Kjósa Sólargeislann! Koma svo.....!
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 14:02
Satt er það, meðferðin á Lilju er VG sannarlega ekki til fremdar. Vel má vera að feministar í þeim flokki eigi þar sök, mér sýnist nenfnilega að illa fari á því að feministar starfi með þeim í flokki sem ekki hafa sömu trú.
Takiði Samspillinguna, til dæmis og þríkross hennar, Baugsdýrkun, planið notum-tækifærið-og-keyrum-Ísland-inn-í-ESB-áður-en-nokkur-fattar og svo áróðurinn fyrir skilyrðislausri uppgjöf í Icesave. Nú voru kratar tiltölulega meinhægt fólk og kvennalistakellingarnar svosem ekki til stórra vandræða heldur. En samankomið er þetta álíka óþverri og fæst af því að blanda saman frostlegi og smurolíu, sem hvort tveggja eru gagnleg efni, sitt í hvoru lagi.
Hólmgeir Guðmundsson, 10.1.2010 kl. 16:46
Hólmgeir, verstu dreggjarnar úr Alþýðubandalaginu fóru þarna inn líka, þaðan renna ógeðslegustu straumarnir. Þessi flokkur er dauðadæmdur, hann verður ævinlega til trafala meðan hann stendur óklofinn.
Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 17:12
Segðu Baldur. Enda á eilífum flótta undan málfrelsisdauðasveitum stjórnvalda. Lem ekki á lyklaborðið eða sef nema eina nótt á hverjum stað.
Hér er annar terroristi á dauðalista stjórnvalda, og hvað hún sagði fyrir hálfu ári síðan til að forsætisráðherrann sendi talandi, rytjulegan páfagaukinn sinn í að kveða upp málfrelsisdauðadóm heilagrar Jóhönnu yfir honum:
http://eyjan.is/blog/2009/08/02/adstodarmadur-forsaetisradherra-deilir-a-evu-joly-aetti-ad-lata-adra-um-efnahagsmalin/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:22
Flokkurinn er klofinn. Merkilegt hvað heyrist lítið í þeirra fólki enda erfitt að koma fram með buxurnar niður um sig.
Eina sem Steingrímur getur gert í stöðunni er að viðurkenna að hann hafi farið á ranga braut og slitið stjórnarstarfinu. Og ég held að hann eigi eftir að gera það. Um leið á hann eftir að upplýsa hvernig Samfylkingin er búin að kúga hann og hans fólk. Ef hann gerir þetta ekki er hann dauður pólitískt séð.
Halla Rut , 10.1.2010 kl. 17:39
hehe, Baldur. K-ið er alls ekki fyrir kommúnisti, ég er frekar hægri sinnaður, en get ekki hugsað mér að kjósa D lista aftur. Hef reyndar svolítið gaman af því að sjá VG í ríkisstjórn, þvílík voru vonbrigðin með mína (fyrrum) menn. Ég var sjálfur mikið að vinna í kringum bankana sem verktaki í IT málum, þannig að ég þekki alveg hvernig hugsanahátturinn var þar innanhúss í mörgum málum. Skítarekstur í marga staði.
Karl K. (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 20:11
Viðbjóðslegt heimilisofbeldi" Alveg dæmigerð fyrirsögn fyrir umræðuna hér á Caffe/ Blogg. Landráð, föðurlandssvik kommúnistar og svo rétt-trúaðir. Þetta er aðalorðaforðin svo fær fólk það óþvegið. Málefnin liggja aðeins meira á milli hluta. Þetta er lagið að ná sáttum hjá þjóðinni Baldur er það ekki?
Svokoma G2G og að ógleymdum Heimi og lofa þig og dýrka.
Baldur þú ert með bestu pennum sem völ er á, í guðana bænum snúðu blaðinu við og sameinaðu en ekki sundra. Það er mannlegt hjá fólki að fara í vörn þegar á það er ráðist það á líka við um málefnin, þú vinnur þínum málstað frekar í óhag heldur en hitt. Þessi samræðupólitík sem hér er er löngu barn síns tíma.
Rannveig H, 10.1.2010 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.