Besti kosturinn heitir Þórólfur Þórlindsson

Vel gerir Bjarni að standa í ístaðinu gegn linnulausri sjálfseyðingarhvöt þeirra Gungu og Druslu, en mig langar til þess að benda á lang besta kostinn í stöðunni, og hann heitir Þórólfur Þórlindsson.

Það hefur þráfaldlega vakið undrun mína hve innantómir, klisjukenndir og gagnslitlir þeir eru, stjórnmálafræðingarnir sem öllum stundum eru kvaddir til þess að láta ljós sitt skína í fjölmiðlunum. Þar eru ævinlega á sjó dregnir sömu sótraftarnir og breytir engu þótt þeir geri sig seka hvað eftir annað um að fara með staðlausa stafi.

Það má minna á Gunnar Helga Kristinsson sem varð sér til ævarandi skammar þegar hann sagði ranglega fyrir um viðbrögð forseta Íslands. Röksemdir Gunnars - að forsetinn ætti svo fáa vini að hann myndi ekki vilja styggja þá sem eftir væru með því að hafna lögunum - voru ekki aðeins heimskulegar og kolrangar, þær voru líka svo ruddafengnar að þessum manni ætti ekki að tefla fram aftur sem álitsgjafa.

Í viðtali gærdagsins við Þórólf Þórlindsson kveður við algerlega nýjan tón. Þar er kominn fræðimaður sem hefur vitsmunalega dýpt og skilning langt um fram alla þá sem hingað til hafa verið til kvaddir, ég tala nú ekki um þegar sjónvarpið dustar rykið af varaþingmanni Samfylkingarinnar og kynnir hann sem hlutlausan fræðimann.

Þórólfur talar ekki aðeins sem fræðimaður - hann talar sem maður, vitur maður og góðgjarn. Hann talar fram hjá pólitískum víglínum og kemur þráðbeint að hjarta málsins og hjarta þjóðar okkar.

Hér má nálgast Þórólf Þórlindsson:

http://ruv.is/heim/ahugavert/nanar/store218/item320147/

 


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Forsetinn eignaðist marga vini þegar hann neitaði að undirrita.

Offari, 9.1.2010 kl. 15:22

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, það er manni ofraun að setja sig inn í frumstæðan þankagang Gunnars Helga - en kannski var hann fyrst og fremst að lýsa sjálfum sér.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Offari

Það gerist margt óskiljanlegt í þessum heim. Við hugsum sem betur fer ekki öll eins ef svo væri og hefði verið um aldir  er líklegt að jörðin væri ennþá flöt.

Offari, 9.1.2010 kl. 15:32

4 Smámynd: Rannveig H

Sem kona með þrjú ráð undir rifi hverju, finnst mér ráðlegt að senda Ástþór Magnússon út til samningagerða með kæsta skötu og hákarl og málið er steindautt.

Rannveig H, 9.1.2010 kl. 15:46

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtilega hugsað hjá þér, Offari, það er líka hluti af gangverkinu að gagnrýna skoðanir annarra.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 15:53

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, betra væri að senda hann upp í stjórnarráð með þann úldna varning og hrekja úr heimafólkið.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 15:54

7 identicon

Ég tek undir með þér varðandi Þórólf Þórlindsson. Hann kom mjög sterkur út úr þessu viðtali. En þó er athyglisvert að hann sagði eiginlega ekkert annað en sjálfsagða hluti - eitthvað sem manni finnst að allir ættu að geta verið sammála. En svona er andlegu atgervi okkar stjórnmálamanna illa komið þegar viðtal byggt á common sense vekur sterk og jákvæð viðbrögð.

Þá langar mig að bæta því við að mér finnst Ólafur Ragnar og Eva Joly hafa sýnt hvað okkur er mikilvægt að eiga sterka talsmenn sem kunna að tala okkar máli. Ég vil ekki neina "þverpólitíska" nefnd með meðalfólki til að tala okkar máli.

Ragnar Tómasson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 16:02

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þórlindur hitti naglann á höfuðið þegar hann benti á að traust almennings á stjórnmalamönnum væri komið á svipað level og traustið á gjaldþrota bönkunum.

Hvernig á annað að vera.  Árið 2003 hældu stjórnmálamenn sér af því að hafa selt ríkisbankana á 12-15 milljarða.  Nú hæla þeir sér af því að hafa sparað skattgreiðendum stórfé við endurreisn þeirra það hafi ekki kostað nema um 240 milljarða í stað áætlaðra 370.  Auk þessa verða skattgreiðendur að taka ábyrgð á icesave upp á 700 milljarða.

Er hagstætt að hafa svona fólk í vinnu?

Magnús Sigurðsson, 9.1.2010 kl. 16:03

9 Smámynd: Rannveig H

Baldur ég var líka hrifin af viðtalinu við Þórólf, þó sérlega þar sem hann varaði við ekki bara pólitískum skotgrafahernaði heldur líka persónulegum. Það eru nú oftlega notuð stóryrði hér af síðuskrifara og hans nánustu spjöllurum. Ég man t.d aldrei eftir að þú hafir nefnt nafn ÓRG sem er stórvinur þinn í dag, en man eftir mörgum ónefnum á manninn. Eftir svoleiðis gagnrýni setur að manni kjánahroll, þegar maðurinn er svo upphafin á einu augabragði.

Rannveig H, 9.1.2010 kl. 16:09

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þórólfur er flottur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2010 kl. 16:11

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnar, kannski  þörfnumst við einmitt þess að styrkja jarðtenginguna eftir allan hamaganginn. Almenn skynsemi á það til að týnast þegar ólætin keyra úr hófi, ekki satt?

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 16:13

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, það er einmitt málið - firringin fer með himinskautum.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 16:13

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, þetta er ekki alveg rétt eins og þú setur það fram. Við erum fyrst og fremst að meta verk manna en ekki þá sjálfa. Ég held að það sé fremur í eðli kvenna að einbeita sér að manninum sjálfum fremur en verkum hans, og sú aðferð hefur sjálfsagt líka marga kosti.

Þegar Ólafur gerir vel ljúkum við lofsyrðum á störf hans. Þegar hann stendur sig illa gagnrýnum við störf hans. Svona er nú heimur karlmannsins leiðinlega rökréttur.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 16:16

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, það er málið, hann er rosalega fær maður og við sjáum og heyrum alltof sjaldan til hans. Það er alltaf eins og einhver lítill hópur einoki álitsgjöfina í ríkisfjölmiðlunum sérstaklega.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 16:17

15 Smámynd: Jón Svavarsson

Einhvernvegin held ég að oft er lagt of mikið traust á menn fyrir störf þeirra, í stað þess að meta gæði hans, illmenni getur gert góðahluti og kanski þrjá slæma á móti, sem sjást ekki, góðmenni lætur frekar sjást eftir sig góð störf en velur að gera EKKI þau slæmu, svona sem einfalda útskíringu.

Upplag fólks er af mismunandi toga og græðgi hefur misjöfn tök á hverjum og einum. En þegar öllu er á botnin hvolft þá eigum við öll sameiginlega alla Jörðina, undur þess, náttúru og auðlindir, nema það eru alltaf einhvejir sem vilja vera að skammta öðrum hvað þeir mega og mega ekki. Líkt og í Bavínana fjölskyldunni, Öldungurinn fær alltaf firsta og besta bitann, því þau þekkja eigi betur, en sýna honum alltaf þá virðingu, en hann er jafn dauðlegur og allir hinir.

Við þurfum að læra betur að meta gæði þess að lifa, elska og virða hvert annað og leggja metnað í að gera alltaf betur en við gerum hverju sinni.

Jón Svavarsson, 9.1.2010 kl. 16:39

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, þú lyftir umræðunni á heimspekilegt plan og rennir stoðum undir viðhorf Rannveigar. Sjálfsagt hefur þú nokkuð til þíns máls. Mér finnst hinsvegar að maður sem hefur dottið í sjóinn eigi ekki að velta vöngum sérstaklega yfir karakter mannsins sem kastar til hans bjarghringnum.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 16:44

17 Smámynd: Jón Svavarsson

Ekki nema að bjarghringurinn sé steyptur úr blýi, sem er einkennandi fyrir fyrir mörg þau "ráð"  og "Úrlausnir" sem margir vilja gefa sem lausnir á vandanum.

Jón Svavarsson, 9.1.2010 kl. 16:52

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Snjöll samlíking, Jón, þá myndi ég segja að hringurinn Svavars væri úr blýi og til þess fallinn að sökkva okkur öllum á fertugt dýpi.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 17:02

19 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þórólfur er mjög fær einstaklingur, hjartanlega sammála þér þar!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 9.1.2010 kl. 17:21

20 Smámynd: Jón Svavarsson

Ekki fæ ég samhengi í "hringurinn Svavars" en ég er alls ekki að bera á brigður neitt um Þórólf ég er aðeins að vitna til þess að í gegnum tíðina hafa verið allskyns ráðgjafar sem hafa veið að kasta BLÝHRINGJUM og við erum að súpa seiðið af því.

Jón Svavarsson, 9.1.2010 kl. 17:56

21 identicon

Sammála öllum þeim sem hugnast Þórólf.  Samt myndi ég helst kjósa að færustu samningamenn veraldar yrðu sóttir með íslenskum ópólitískum sérfræðingum eins og honum, til að sýna að þetta er alvörumál.  Núna yrði unnið fyrir Íslendinga og enga aðra. 

Hef oft bent á að það sem Bretar eru að krefjast af okkur er einhver 1 miljarður í réttu stærðarhlutfalli okkar og þeirra hvað fjárlög varðar.  Ekki er ég viss um að íslenska þjóðin samþykkti að ríkið gengi að Grænlendingum eða Færeyingum og rústlegðu fjárhag þeirra vegna slíkrar upphæðar.  Að málsverjendur Breta og Hollendinga, Steingrímur og Jóhanna hafa tekist svo "frábærlega" upp með að hræða líftóruna úr þó þetta stórum hluta þjóðarinnar í rúmt ár, er kostuleg staðreynd.  Hugsum okkur að allur tíminn, peningarnir og orka stjórnarflokkanna og stjórnarliðsveitarinnar hefði farið í að skýra málstað okkar og lögverndaðan rétt, heima og erlendis, í stað þess að ala á og sýna umheiminum sundrungina og taugaveiklunina heima fyrir.  Það er algerlega á ábyrgð Steingríms og Jóhönnu og liðleskjur þeirra sem hafa starfað fyrir Breta og Hollendinga.  Þetta lið á að afmunstra opinberlega, til að sýna að okkur er alvara að ná sanngjarni niðurstöðu.

Elihu Root, fyrrverandi utanríkisáðherra Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, gaf James Brown Scott, lögfræðilegum ráðgjafa sínum þetta einfalda ráð varðandi samningagerð:

„ Við verðum ávallt að sýna varúð og einkum í samskiptum okkar við minni ríki, þeim megum við aldrei bjóða neina lausn, sem við gætum ekki sjálfir unað, ef staðan yrði öfug.“

 Er hægt að orða það betur og réttar?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:56

22 Smámynd: Jón Svavarsson

Vel að orði komist Guðmundur 2. G, ég hefði ekki gert það betur og tilvitnunin er mjög góð VARÚÐ og HÓFSEMI þarf að vera leiðandi í slíkum málum.

Jón Svavarsson, 9.1.2010 kl. 18:11

23 Smámynd: Rannveig H

Ég sé fyrir mér að það verði tekin upp ný gildi á þessu bloggkaffihúsi, Jón er alveg með þetta "hófsemi og varúð"og Steingrímur og Jóhanna fá sín réttu nöfn, svo verður gagnrýnt og leitað lausna :))

Rannveig H, 9.1.2010 kl. 18:29

24 identicon

Mikið rétt hjá þér BH, við þurfum einhvern góðan, kristilega útlítandi mannkostagæðing til að tala mildilega við Breta og Hollendinga, mér detta tveir í hug; Biskupinn eða Reyni Pétur göngugarp.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:47

25 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er sammála öllum hér, það er víst best

Finnur Bárðarson, 9.1.2010 kl. 21:20

26 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú hefur náð fullkomnum tökum á bloggkaffhúsatækninni Finnur. Til hamingju!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2010 kl. 21:26

27 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristilegur? Mér dettur nú bara Jón Valur í hug

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.1.2010 kl. 21:46

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stop the press! Lilja er búinn að finna gaurinn - Joschka Fischer! Brilliant hugmynd hjá þessari frábæru kommatelpu.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 22:09

29 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bloggaði einmitt um það um daginn hve menn gerðu ráð fyrir lítilsigldum hugsunarhætti að það myndi ráða úrslitum við ákvarðanatökur hvaða áhrif það hefði á vinsældir, vini og óvini, - að það væri ekki gert ráð fyrir því að annað réði en svo lítilfjörleg atriði miðað við þau eftirmæli síðar meir, jafnvel að mönnum gengnum, sem þeir fengju fyrir ákvarðanir sínar.

Ómar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 00:56

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, væntanlega hefur Gunnar Helgi ekki háar hugmyndir um hugsanagang forsetans. Þótt vér bloggarar látum gjarnan vaða á súðum finnst mér vafasamt af álitsgjafa í sjónvarpi, að haga sér á þessum nótum.

Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband