Hann er hetjan mín

Eiginmaðurinn er að mínum dómi hetjan í þessu skemmtilega máli. Auðvitað var þetta reiðarslag þegar upp komst um klækina, en hann beit á jaxlinn eins og karlmanni sæmir. Í stað þess að fleygja kellingunni fram af svölunum eins og veiklundaðir menn hefðu gert, þá ræddi hann einslega við sína spúsu og saman ákváðu þau að endurreisa heimili sitt.

Konan sýndi merki djúprar iðrunar - og eiginlega of djúprar, því hún reyndi að taka sitt eigið líf í örvæntingu.

Ég held að hjónakorn um víða veröld geti lært mikið af okkur, íslenskum karlmönnum. Í flestum löndum ganga menn að eiga óspjallaðar meyjar en ekki standa okkur nú slíkar krásir til boða. Það er alltaf einhver búinn að vera þarna á undan okkur. Stundum heilu fótboltaliðin. Og svo fáum við auðvitað litlu krílin í heimanmund. Og við glottum að víkinga sið, vitandi vel að við erum bestir.

Mér finnst Peter Robinson, sem mun vera eins konar forsætisráðherra á Norður-Írlandi, hafa brugðist við eins og íslenskur karlmaður hefði gert. Við látum ekki smávegis glyðrulæti í frúnni eyðileggja langa og ástríka sambúð. Íslenskur karlmaður kann listina að fyrirgefa. Og hvað ætli þessir táningar geti boðið ástríðufullum kvenmanni sem við þessir sjötugu gerum ekki helmingi betur?

Peter Robinson er hetjan mín - næst á eftir Ólafi Ragnari að sjálfsögðu.

 


mbl.is 19 ára ástmaður 58 ára þingkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hetjan mín er Keith Richards (og svo þú krúttið mitt)

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:46

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Keith Richards er og verður einn af þeim bestu, en finnst þér þetta ekki flott hjá Pétri? Alls ekki láta einhverjar lausgyrtar kellingar koma sér úr jafnvægi. Aldrei.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 22:49

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jú Keith er minn maður í allt öðru samhengi en sammála þér Baldur um Peter en hvað varðar Ólaf er önnur ella..... eða hvað ?

Finnur Bárðarson, 8.1.2010 kl. 23:04

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, jú talsvert önnur Ella (eða ella).

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 23:06

5 identicon

Heyrði í gær lag sem heitir "I told a joke that got the whole world laughing" svo dásamlega flott að ég tékkaði á því á Google og viti menn, var með Bee Gees! hesus maria och hosef hvað ég varð hissa, en svona er lífið, allir geta komið á óvart, líka forsetinn maður, nú á þessum síðustu og verstu tímum. Guð blessi þig BH, gamli garmur.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:06

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Drengztauli þezzi er 'gráfíkja' ...

Steingrímur Helgason, 9.1.2010 kl. 00:00

7 identicon

Og enn og aftur kemur SH með fornþýsku sem enginnveit hvað þýðir, jessus hvað ég myndi vilja kunna lágþýsku!!

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:12

8 Smámynd: Björn Birgisson

Nú halda góðir menn sig innan eigin brókar. Sem aldrei fyrr! 

Björn Birgisson, 9.1.2010 kl. 01:20

9 identicon

er ekki hægt að gera big Like á þessa færslu?

Tómas (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 05:16

10 identicon

Blessaður Baldur. Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín. Þau eru tær snilld og sýna mikið innsæi. Varðandi færsluna þína þá vildi ég vekja athygli á því að það getur komið mönnum beinlínis í koll að eiga óspjallaðar og óreyndar kvennsur fyrir eiginkonur. Við skulum ekki gleyma því hvað kom fyrir Hrút Herjólfsson þegar hann gekk að eiga Unni. Hún hafði svo litla reynslu af karlmönnum og lítinn skilning á þeim að hún brást Hrúti á erfiðum tíma í lífi hans. Maður eins og Hrútur hefði að sjálfsögðu átt að kvænast lífsreyndri og skynsamri konu en ekki óreyndri og óforskammaðri stelpu eins og Unni.

Eboue (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 11:26

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Miklir menn eruð þið drengir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2010 kl. 12:22

12 Smámynd: Halla Rut

Ja, það er nú það. Hvað ætli þessi 19 ára hafi gert sem greinilega betra? !!! :)

Svona fer er menn missa athyglina og hætta um leið að vera í sókn sem og standa í markinu.

Halla Rut , 9.1.2010 kl. 12:33

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eboue, þakka þér fyrir að rifja upp söguna af frænda mínum Hrúti, hún á að vera okkur öllum áminning um að sækjast ekki eftir meyjarhaftinu.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 12:47

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halla Rut, ég veit ekki nákvæmlega hvað þú átt við en af skrifum þínum almennt veit ég að í því býr talsverð speki og aldrei skal það bregðast að þú hefur rétt fyrir þér.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 12:48

15 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er aldrei erfitt að skilja Höllu Rut!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.1.2010 kl. 13:00

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Elsku Silla mín, höldum okkur við staðreyndir - það er engin leið að skilja Höllu Rut og raunar er engin leið að skilja konur yfirleitt. Það var aldrei hugmynd skaparans að karlmenn ættu að skilja konur, heldur dást að þeim og tilbiðja, you know what I mean.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 13:03

17 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sko. Þú villt bara ekki skilja ef hallað er á hetjuna sjálfa

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.1.2010 kl. 13:11

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú elskan, hetjan tapar alltaf að lokum, einhver sagði mér að það væri lögmál.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 13:15

19 identicon

Sammála hér kvenskörungur með góða og gilda pólitískastenfu

hún lengi ríði

Trausti Trausta (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 13:17

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Trausti, fallega mælt og karlmannlega. Við eigum víst bara eitt líf og það marg borgar sig að njóta þess.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 13:24

21 Smámynd: Halla Rut

:)

Halla Rut , 9.1.2010 kl. 14:02

22 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nú er kona hetjunnar þinnar búin að fá reisupassann! Flokkurinn úthýsir henni. Hvers eigum við gamlar kerlingar að gjalda Baldur?? :):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.1.2010 kl. 21:35

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu að meina þetta? Ekki hef ég frétt af þessu. En ástríkur eiginmaðurinn mun örugglega ekki úthýsa henni úr svefnherberginu. Ég treysti þessum manni til að elska og fyrirgefa.

Silla: elskum og fyrirgefum!

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 21:41

24 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já það gerum við Baldur!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.1.2010 kl. 21:58

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hm, vel að merkja - það er auðvelt að elska, en höfum við eitthvað til að fyrirgefa?

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 22:06

26 Smámynd: Halla Rut

En karlarnir fá ævinlega að vera þótt leiki þeir þennan sama leik. Meira að segja forsetnn, Bill Clinton, missti ekki neitt. Spáið í ef kerling hefði gert það sama á skifborði forsetans.

Ekkert má konan.

Halla Rut , 10.1.2010 kl. 14:11

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe ég hefði sko hrópað ferfalt húrra fyrir Hillary ef hún hefði gert það á billjard-borðinu fræga. Hér í Hafnarfirði ríkir umburðarlyndið, takk fyrir!

Baldur Hermannsson, 10.1.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband