8.1.2010 | 12:31
Ný vígstaða - ný hernaðaráætlun
Það er ótrúlegt hve mörgum vinstri mönnum er fyrirmunað að skilja einfalda hluti. Fyrir áramót var vænlegasta leiðin fyrir Ísland að hafna Icesave-klúðrinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Synjun forseta Íslands hefur gerbreytt vígstöðunni. Nú blása allt aðrir vindar í fjölmiðlum erlendis. Bretar og Hollendingar sjá að þeir geta ekki leyst málið með ofríki, sem þó í fyrstu virtist vera einfaldasta leiðin fyrir þá.
Breytt vígstaða kallar á breytta hernaðaráætlun. Nú er vænlegast fyrir Ísland að sameinast um nýjan umræðugrundvöll, fá útlenda sérfræðinga til samstarfs og fara með málið á byrjunarreit. Snilldartilþrif Ólafs Ragnars hafa skapað okkur glæsileg sóknarfæri sem við verðum að nýta tafarlaust.
Það er athyglisvert að yngri flokksleiðtogarnir á Alþingi skilja þetta en gömlu brýnin virðast bæði blind og heyrnarlaus og þar að auki frekar seinþroska að hætti Þráins Bertelssonar.
Ný vígstaða - ný hernaðaráætlun. Er þetta of flókið fyrir suma?
Sátt ekki í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr vel mælt.
Tíminn hennar Jóhönnu kom svo kannski einhverntímann en hann er löngu búinn!
Hafdís (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 12:46
Lykilatriði í þessari deilu er að fá RÍKISSTJÓRINA með þjóðinni, VERJA okkar hagsmuni, TALA okkar sjónarmið og HLUSTA á raddir & rök t.d. Evu Joly, Ingibjargar Sólrúnar og fjölda annara sem REYNA að tala VITIÐ fyrir þessa "fábjána sem nú stýra efnahagsmálum landsins" - verkstjórn Jóhönnu & SteinFREÐS er & hefur verið í langan tíma til háborinnar skammar! Ef þau væru í vinnu hjá Ölgerðinni væri fyrir löngu búið að reka þau! Því miður er sú staða uppi að Samspillingin ætlar áfram að taka slaginn gegn þjóðinni í þessu máli & tala máli UK & Hollands. Í mínum huga er þessi ríkisstjórn í "RuslFlokki" og henni verður að koma frá - þau valda því miður ekki verkefninu & eru í raun stórhættuleg land & þjóð.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 8.1.2010 kl. 12:52
Er ekki snjallræði að þvæla þjóðaratkvæðagreiðslunni á þingi með hvort eigi að reyna einhverja samningaviðræður eða senda málið til þjóðarinnar? Alþjóðasamfélagið tekur ekkert eftir samningum, en þegar samningshroðanum yrði hafnað af meirihluta þjóðarinnar sem hefur áréttað að hún vill standa við samninga, getur hún ekki verið annað en stór áfellisdómur fyrir Breta og Hollendinga, sem og stjórnina stjórnarandstæðingum til heimabrúks, sem Evrópuþjóðirnar amk. myndu verða varar við, og væntanlega ekki teljast föntunum til mikilla tekna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 13:06
þráa genið veldur þessu - en kallin þessi (reiðmaðurinn) er vissulega að gera það ágætt núna - Dorrit hlýtur að umbuna kalli vel að kveldi
Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 13:24
Það yrði ekki mikið um varnir hjá þessum varðmönnum lýðræðisins á Alþingi ef þeir væru heimsóttir af handrukkurum.
Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 13:49
Já við verðum að álykta að Dorrit umbuni honum glóðvolg að kvöldi.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 14:00
tala nú ekki um ef er komin með staðbundna "svínaflensuna" þar sem hitinn fer ekki undir 39,7 og sama hvernig viðrar
Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 14:02
Þetta er langt frá því að vera rétt hjá þér. Staða okkar hefur lítið skánað, ef nokkuð. Menn hafa keppst við að slá upp nokkrum fréttum úr breskum dagblöðum þar sem menn hafa skrifað um ósanngirni þess að við greiðum Icesave byrðarnar til baka. Sannleikurinn er sá að menn verða búnir að gleyma þessum örfáu blaðagreinum í næstu viku. Reyndin er sú að andstaða við okkar málstað hefur orðið mun meiri í Hollandi eftir að grísinn neitaði að skrifa undir. Norðurlöndin eru orðin þreytt á þessum eilífu töfum og tilraunum til að svíkjast undan því að greiða þessa skuld okkar. Þú hefur horft á of margar stríðsmyndir Baldur, raunveruleikinn er ekki þannig.
Karl K. (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 14:26
Mig minnir nú að Saving Private Ryan hafi verið sú síðasta sem ég horfði á og ekki endaði hún sérlega fallega. En þú gleymir því að við erum að fást við pólitíkusa og þeir eru allir eins - haga sér eftir vindáttinni.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 14:31
Sammála og Ólafur Ragnar eflist enn og talar máli okkar af röggsemi. Fyrir mánuði hefði ég fyrr gengið í sjóinn en að segja: "Ólafur Ragnar Grímsson, I love you!" Hann er bestasti Íslendingurinn í dag. Á sama tíma eru andlit Jóhönnu og Skallagríms afmyndum af kjarkleysi og ótta en Bjarni og Sigmundur eflast og tala okkar máli þó þannig án þess að nudda salti í sár stjórnarliða heldur tala um samstöðu og samhug. Það er nákvæmlega það sem þarf að gerast núna: Íslendingar að standa saman um hlutina.
Guðmundur St Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 14:31
Ég held reyndar að Neigrímur skilji vel en meðan hannhefur Óbömu sér við hlið er lítil von tilþess að hann noti sinn skilning.
Offari, 8.1.2010 kl. 14:33
svo bregðast krosstré sem ......... já "reiðmaðurinn" ekki knái ætlar sér stóra hluti hér ....... við skulum bara vona að hann fái ekki betra tilboð frá andstæðingum akkúrat þessa stundina ......... hann er líka góður í að hlaupa frá og komast upp með það ...... en er á meðan er ....... vonum það besta ! er hægt að biðja um annað .......... ekki kemur neitt frá þrágeninu ...... nú og svo hinir sem annaðhvort vilja ekki tala "útlensku" eða kunna það ekki ....... tja eða jafnvel hræddir um að missa vinsældir í útlöndum ...... á meðan þjóðinn hangir á horreiminni ........ hvað veit maður
Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 14:39
Ætli þessi horreim sé sterkari en skóreim?
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 14:52
Guðmundur, svei mér þá ef lýsing þín er ekki bókstaflega hárrétt. Það var ægilegt að horfa á kerlingarkvikindið í sjónvarpinu í gær. Hún logaði af hræðslu stafna á milli og hefur elst um 25 ár síðan Ólafur synjaði.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 14:54
Offari, sammála, Neigrímur er ögn brattari, það munar um eistun.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 14:55
ha synjaði Ólafur Jóhönnu ? ekki hissa á því úúúfffffff keep on dreaming
Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 15:25
Það kemur alltaf betur og betur í ljós eins og umræðan erlendis er núna hjá lagafræðingum í alþjóðarétti og upplýsingum Evu Joly eftir samtöl við þá sem smíðuðu reglugerðirnar sem Icesave og bankarnir voru reknir eftir, að Steingrímur og Jóhanna hafa einungis unnið eftir forskrift og að hagsmunum Breta og Hollendinga. Þjóðin ber engin lagaleg skylda eða nokkra ábyrgð á Icesave falsreikningum sem á að neyða hana til að greiða, með dyggri aðstoð íslenskra flugumanna stórveldanna. Heilum 2 stjórnarflokkum og þeirra óhæfu samninganefnd sem sérstaklega var sett saman til að taka við tilbúnum samningi. Sendlar með þá á milli landa.
Það væri spennandi að verða vitni að ef núverandi stjórnarflokkar væru í stjórnarandstöðu og atburðarrásin væri sú sama með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í aðalalhlutverkunum, hversu oft Steingrímur væri búinn að saka stjórn og samninganefndina um landráð? (Samninganefndina og embættismennina sem aldrei má hallmæla á meðan hann setur gamla skítadreifarann á alla sérfræðingana sem gasgnrýna að heilindum og réttilega samningshroðanna)
Það verður strax að fara fram, opinber rannsókn á öllu því sem tengist Icesave hroðanum, og ekki síst eftir að núverandi stjórnvöld tóku stjórnina.
Lagaprófessor í háskólanum sem hefur komið að samningsgerðinni hefur sagt að á bak við allan farsann eru leynisamningar sem honum virtist ekki hugnast. Það þarf ekki kjarnorkuverkfræðing að skilja að um er að ræða ESB inngönguna. Bloggkratar voru fyrir stuttu farnir að koma því inn í spunann að þjóðin þyrfti aldrei að borga ólögvarinn Icesave falsreikninginn þegar allt kæmi til alls. Einhverskonar leikrit. Merkisfólk tengt samningagerðinni hefði haldið þessu fram. Sjá blogg Ómars Valdimarssonar. Það er þá hreint og klárt landráð. Það er löngu kominn tími á að stöðva þá vinnu þar til það sanna kemur í ljós eftir sérstaka rannsókn á Icesave hörmungarstarfi Jóhönnu og Steingríms.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 15:33
Það fýkur í gamlan og heiðvirðan Íslending að heyra þessa ósvinnu. Á höggstokkinn með þetta hyski, og því fyrr því betra.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 15:42
Guðmundur: Það að vera sammála síðasta ræðumanni hefur löngum reynst álíka haldmikið (svona hugsjónalega séð) og að pissa í skóinn sinn.
Ólafur í dag, Davíð og Hannes á morgun ..
Burtséð frá því að Davíð, af gömlum vana virðist ætla að trjóna lengi ofarlega í ykkar lærða loyalíteti og þrælsótta, þá eruð þið brjóstumkennanleg hugsjóanrleg reköld.
Það er reyndar til hugtak yfir þetta : Klappstýrupólitík..
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 15:42
Ég kann nú ekki við þetta klappstýrutal, en brjóstumkennanlegt og hugsjónalegt rekald get ég alveg hugsað mér að vera.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 15:44
Ég er greinilega mikill vinstri maður því að ég skil ekki neitt, hvorki einföldu hlutina né þá flóknu. En til þess skapaði nú guð almáttugur heiminn að hver sem á hann trúir reddi okkur út úr öllum sköpuðum hlutum. Ég veit ekki til þess að Icesave sé þar undan skilið.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 15:45
Benax, þá minnist ég hennar Sigrúnar ömmu minnar sem var nú ekki með guðsorð sýknt og heilagt á vörunum, en hún kenndi mér þetta: Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 15:48
Komon : Þið eruð KLAPPSTÝRUR... Þegar Davíð bregst verður að finna annan.. og Sjá ; Birtist ekki Ólafur erkióvinur,
Freuadíska skilgreiningin á þessu gæti snúist um djúpstæð vonbrigði ykkar á hinum almáttuga sem að, síðast þegar ég tékkaði, var í djúpum skít.
Mjög djúpum.
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 15:49
Í guðanna bænum farðu nú ekki að beita Freudískum útlistunum á þá Ólaf og Davíð, það gæti endað með ósköpum. En við þessi hægri reköld höfnum öllu klappstýruhjali.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 15:52
Séra Sigurður Norland í Hindisvík sagði líka forðum eitthvað á þá leið að það væri sjálfsagt að biðja guð að hjálpa sér ef ekkert bjátaði á en ef fólk lenti í vandræðum yrði hver og einn að grípa til sinna ráða.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 15:56
Þetta sögðu kallarnir á Eyrarbakka líka þegar þeir voru spurðir hvort þeir færu enn með sjóferðabænina: Við erum nú hættir með hana því þessir mótorbátar eru svo öruggir.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 15:59
Stórfrétt sem var að birtast á Moggavefnum áðan: doktor í alþjóðalögum bendir Bretum á að Íslendingum beri ekki skýr skylda til að borga eitt né neitt! Nú gengur okkur allt í haginn. Eins gott að Ólafur synjaði helfararlögum vinstri flokkanna.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/01/08/islandi_ber_ekki_ad_borga/
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 16:08
Ef þetta er ekki ný vígstaða, hvað er þetta þá?
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 16:09
get ekki "tára" varist - þvílík er gleðinn / hvað ætli þetta haldi lengi Baldur
Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 16:33
Þetta er enn eitt inleggið í hið flókna púsluspil sem enginn virðist vita haus né sporð á. Því fleiri álit þeim mun minna er vitað. En ég styð að venju allt sem er gott og kristilegt.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 16:34
Hilmar. Er eitthvað sem er óljóst í skrifum spunatrölls Samfylkingarinnar sjálfs Ómars Valdimarssonar? Hann var augljóslega sendur út á örkina til að sjá hver viðbrögðin yrðu, og fleiri reyndu að planta þessu inn í umræðuna. Ef til er baksamningur sem segir að okkur býðst að losna við að borga Icesave ólögvarinn reikningshroðann, gegn því að við göngum í ESB, þá er það nokkuð klárt landráð. Það um leið gerir Össur og Steingrím brotamenn hvað varðar landráðalög og breytir einu hvort að um óafvitandi gjörning eður ei, þegar þeir létu álit frá bresku lögmannsstofunni Michon de Reya hverfa. Þeir bera alla ábyrgð á ráðuneytunum sínum. Álitið var gert fyrir 1og 1/2 ári síðan sem sagði að réttur þjóðarinnar væri óumdeilanlegur. Með að bera saman hátterni íslenskra ráðherra og embættismenn eins og opinberar yfirlýsingar svo sem klára sekt og ábyrgð þjóðarinnar á Icesave ólögvarinn falsreikninginn og ýmsu öðru, án þess að nokkra sannana um meinta sekt, sem og augljóslega ganga erinda Breta og Hollendinga að ásetningi eða sem afglöp í embætti.
X. Kafli. Landráðalög:
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 22. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 16:38
Jón, gleðjumst meðan gaman er, svo einfalt er það! Við lifum bara einu sinni. Nógur verður drunginn í kistunni.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 16:38
Benax, því flóknara sem spilið verður því erfiðara verður fyrir Breta að láta kné fylgja kviði. Við vinnum þetta stríð. God is on our side!
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 16:39
Þessi Ómar Valdimarsson - er þetta ekki sá Ómar sem Páll Vilhjálmsson kaghýddi hvað harðast hér um daginn?
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 16:41
Baldur, jahá það skulum við gera og syngja lofsöngva um lille grísen fra besastadir
velti fyrir mér með grísen þegar hann er allur, ætli handfönginn verði höfð innaná kassanum
Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 16:43
Ég er búinn að skipa nýja samninganefnd sem hefur það hlutverk að redda málunum fyrir árið 2015:
Baldur Hermannsson (baldher) formaður
Árni Gunnarsson (reykur) varaformaður
Björn Birgisson (hann sjálfur) golfari
Hilmar Jónsson (hilmar jónsson) kjaftaskur
Guðmundur annar (Guðmundur 2.) líka kjaftaskur
Silla (Silla) gleðigjafi
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 16:51
Það verða að vera 7 í nefnd. Benax sjálfskipað hirðskáld!
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 16:53
hirðskáld og vegprestur ;)
Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 16:54
Svo vantar álitsjafa er það ekki :)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.1.2010 kl. 16:57
Jú bæði hann og junior sem er alnafni með R á milli nafnanna. Páll áttaði sig ekki á því og úr varða heljar slagur og oft á tíðum kostulegur, og einmitt um þetta sama málefni. Sá yngri er með Bloomberg fréttaveituþjónustuna hérlendis og ma. gerði í brók í málefni forsetans eins og nánast allir hérlendir fjölmiðlar. N-Kóreska hljóðvarpið í Efstaleiti þó sýnu verst. Junior er afar samfylkingarvænn.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 16:57
Hlutverk nefndarinnar er að redda málunum. Á meðan Baldur og Björn spila golf skal Árni hugsa um þjóðarhag og Silla sjá til þess að Hilmar og Guðmundur þegi.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 17:00
Ertu með gott ráð til að kefla þá niður, Ben.Ax..:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.1.2010 kl. 17:01
Þú færð allavega prik fyrir að vera Liverpoolmaður Ben.Ax. þrátt fyrir allt.
Ekki fer þessi samninganefnd vel í mig..
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 17:02
BenAx. Skil ekki hvað þú ætlar að gera með Hilmar, nema þá að bera töskurnar mínar. Eru kommarnir ekki búnir að skemma allt sem hægt er? Veit ekki hvað ég hef til unnið að kallast "kjaftaskur" sem ég býst við að hafi átt að vera fyrir aftan einhvern annan og þú misst stjórn á lyklaborðinu í hálkunni. Svo það verða engir eftirmálar af minni hálfu. Fyrst og fremst er það Liverpool að þakka.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 17:07
Jú hvernig látum við Guðmundur.. Við vinstri menn komum bankakerfinu á hvolf , ástunduðum arðrán, byggðum upp auðmannaklíkur og kölluðum yfir okkur hryðjuverkalögin.. og báðum síðan guð að blessa Ísland ...sei sei..
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 17:22
Þetta var ort um Baldur þegar hann nýddist á sveitavarginum forðum.
Mikill er menningarsjórinn
og magnaður afturhaldskórinn.
Í öllu því skvaldri
það skaust upp úr Baldri
að skeit hann hér forðum í flórinn.
Svo sat hann þar geði með glöðu
í gallharðri menningarstöðu
uns lak út einn mjúkur,
menningarkúkur.
Svo skeindi hann skutinn með töðu.
Þetta var ort af því tilefni að í vörn fyrir illt umtal um bændur sagðist Baldur hafa verið í sveit og hefði hann skitið í flórinn og skeint sig með töðu. (Þetta eigum við Baldur sameiginlegt.) Ég sendi DV þessar limrur á sínum tíma en þær voru ekki birtar vegna þess að þær þóttu of grófar.
P.s. Hvernig veit Hilmar að ég held með Liverpool?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 17:24
Við vinstri menn erum næmir Ben.Ax.
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 17:27
Silla verður að finna sín ráð við málæðinu. En í mínu ungdæmi þótti gott ráð að þvo munn angurgapa með sápu.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 17:34
Eins og grískar grátkerlingar á túr.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 17:35
Kraftaverk! Guðmundi öðrum tókst að segja það sem segja þurfti i einni málsgrein.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 17:40
Hehe þetta er ekki tær snilld Benax, þetta er kristaltær snilld, og sjaldan hefur sú einfalda athöfn að ganga örna sinna verið sveipuð jafn skáldlegum búningi og hér er gert.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 17:50
Benax, það getur ekki verið okkar Guðmundur 2, sennilega eftirherma.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 17:51
Hehe verst að kjaftaskarnir í nefndinni eru komnir í hár saman og ekki einu sinni búnir að hitta Breta. Íslendingum rétt lýst.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 17:53
BenAx. Ómerkilega hluti segja menn í nokkrum línum. Þekkt er að fyrir ofurtrega komma þarf oft að eyða mörgum orðum yfir einföldustu hluti sem þeim eru kunnug vegna lítils orðaforða og lesskilnings. Við það geta útskýringar auðveldlega lengst um 80%. Engu um að kenna vegna þess að þetta er algerlega genetískt vandamál. Vona að svarið er ekki of stutt fyrir þig.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 17:56
Of stutt fyrir kommana, G2G, greindustu krataræflar gætu kannski botnað í þessu.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 17:58
Annars er Hilmar byrjaður með nýja tísku, því nú er hann farinn að reyta af sér brandara og bara nokkuð glúrna.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 17:59
Fyrir grínið er þetta sennilega orðið helsta gáfumannabloggsamfélagið á vefnum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:04
Fær nefndin ekki bæði dagpeninga og drykkjupeninga (þjórfé)? Hvar eigum við að halda samningafundina? Kanaríeyjar hljóma skratti vel.
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 18:09
Finnst Baldri það brandari að viðurkenna að hann hafi gert mann vinstri sinnaðan?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 18:14
Nú ? Náði þá Björn að koma einhverri glóru í þig Ben.Ax ?
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 18:30
Baldur: Ég hef alltaf verið skemmtilegur, gefandi, jákvæður, réttsýnn og hvers manns hugljúfi.. það hefur ekkert með tísku að gera. Hélt að þú skildir mig betur en þetta..
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 18:32
G2G, mig setur stundum hljóðan þegar ég sé hvernig leiftrar af andagift manna hér um slóðir.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:32
Benax, mér finnst vinstri mennska yfirleitt dálítið góður brandari.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:33
Björn, ertu nú farinn að halla þér að Framsókn?
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:33
Já, ég verð að viðurkenna það að Birni og Baldri hefur tekist með samstilltu átaki að gera mig að mesta vinstrisinna allra tíma.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 18:36
Hilmar, það hef ég aldrei dregið í efa en þú hefur nú ekki alltaf verið með gleðibragði á blogginu og þaðan af síður spreðað bröndurum. En Guð láti gott á vita eins og kellingin sagði. Sól fer hækkandi og kuldinn linar takið. Ólafur knésetur Breta. Þetta er allt á uppleið hjá okkur.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:38
Þegar ég var ungur hugsaði ég mest um að elska. Núna elska ég mest að hugsa.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 18:39
Benax, taktu þá niður myndina af forsetahjónunum sem þú hefur hangandi uppi í svefnherberginu og fáðu þér mynd af Stalín í staðinn.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:39
Hehe þegar svona karlskrattar tala ein sog þeir hafi eitthvert val...hehe.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:40
Góður Ben.Ax..og Baldur he he..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.1.2010 kl. 18:41
Eru til einhverjar afkommunnar stöðvar?
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:46
Ég vildi gjarnan hengja þig á minn vegg.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 18:50
Ásgeir Hannes Eiríksson sagði mér einu sinni frá nokkrum afgömlum karlskröttum sem sátu saman, og eins og gengur fóru þeir að tala um kvenfólk. Mig minnir að pabbi hans hafi verið þar á meðal. Fljótlega fóru karlarnir að grobba af frammistöðu sinni og yfirbuðu hver annan í grobbinu. Eiríkur gamli sat fyrst þegjandi en þegar honum ofbauð varð honum að orði: strákar mínir, ósköp er nú að hlusta á þetta grobb í ykkur, þið sem eigið allir fullt í fangi að geta migið og skitið hjálparlaust. Þá slumaði í körlunum.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:51
Sínum augum lítur hver á gleðina Baldur minn. En það hljóta að vera nokkuð blendnar gleðitilfinningar sem bærast í brjóstum margra náhirðamanna um þessar mundir, tengdar þeim uppstokkunum sem eiga sér nú stað á áður nokkuð stöðugum klappstýruvinsældarlista ykkar.
Nú bregður allt í einu svo við að Hannes H. Björn Bjarna og ritsjórinn frægi ná ekki , þó samklónaðir væru, með tærnar þar sem fyrrverandi erkióvinur hefur hælanna.
Ég get ekki hvað þetta varðar, annað en samglaðst ykkur innilega. Þetta er ekkert annað en tær gleði.
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 18:52
Guðmundur, við ræðum þetta við Gunnar í Krossinum. Hann lumar á ýmsum trixum.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:52
Hilmar, það er svo einkennilegt með okkur hægri menn að við gleðjumst alltaf yfir góðum verkum. Þegar helvítið hann van Nistelrooy var að sparka niður mína menn þá gat ég samt klappað fyrir honum þegar hann fór á kostunum. Þrátt fyrir gróinn fjandskap milli Arsenal og hans vildi ég samt kaupa hann þegar Ferguson flæmdi hann í burtu.
Spurning hvort við hægri menn séum einskonar æðri dýrategund.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 18:55
Forðum daga var þetta ort um ungar stúlkur sem sátu á bryggjupolla í Vestmannaeyjum.
Þær langaði í lostafull kynni
með Lárusi, Jóni eða Finni.
það gekk ekki greitt,
þær gátu ekkert veitt
því að þær sátu á beitunni sinni.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 19:03
Hehe "varje kvinna sitter på en guldgruva" - Böðullinn og skækjan.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 19:06
Að lokum:
Á kennarafundi var rætt um að samþykkt þyrfti ekki bara að vera rétt heldur lóðrétt til að hljóta samþykki:
Mikill er kraftur vors kennarablóðs
ef kraftana stillum til samans.
Sé útkoman lóðrétt hún leiðir til góðs
en sú lárétta er meira til gamans.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.1.2010 kl. 19:27
Þá er undanfari Jóhönnu og Steingríms, embættismaðurinn Gylfi Magnússon byrjaður að planta eiturplöntum í hugum einfaldra kjósenda fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave samningshroðann. Gjáin milli þings og þjóðar minkar þá varla þegar fylkingarnar halda áfram að berja á hverri annarri. Glundroðanum skal halda áfram í trausti þess að sumir haldi að kosningin snúist um líf ríkisstjórnarinnar. Hugleysingjar dauðans.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/08/gylfi_stjornin_fra_ef_icesave_fellur/?ref=fphelst
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 19:27
Benax, þessi er ótrúlega góð og frábært að sjá hvað þú blómstrar eftir að Ólafur synjaði.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 19:31
G2G, ég kunni alltaf frekar vel við Gylfa enda er þetta prúður maður í fasi, en hann er búinn að sýna sitt rétta andlit: skræfa. Þetta minnir okkur á að það er ekki alltaf viturlegt að kippa svona skóladrengjum út úr gróðurhúsinu og gera þá að ráðherrum. Betra að herða þá fyrst í bardögum og sjá til að þeir eigi bakhjarl meðal kjósenda.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 19:33
"Já, ég verð að viðurkenna það að Birni og Baldri hefur tekist með samstilltu átaki að gera mig að mesta vinstrisinna allra tíma." Ben. Ax.
Fokking winner er maður alltaf! Takk fyrir vísurnar Mr. Ben, þær eru tær snilld, eins og önnur þín tillegg hér á síðu.
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 19:38
Svona vertu ekki að skjalla þessa kommúnista.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 19:49
Heiður þeim sem heiður ber, sagði góður maður á þessari síðu nýlega. Við mikla hrifningu lesenda. Eins að minnsta kosti.
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 20:05
Ég sat all nokkuð við tölvuna mína í gærkvöldi og flakkaði um fréttasíður og blogg. Sama hef gert eftir vinnu í dag. Ég verð að segja að þetta kaffihús, eins og þið félagarnir nefnið síðuna, er algjör snilld. Gáskinn og gleðin sem þið félagarnir eruð uppfullir af er til fyrirmyndar. Auðvitað er undirliggjandi alvörutónn, en húmorinn er einhvernveginn límdur við flesta þá sem hér tjá sig. Þú, Baldur, ert greinilega hafsjór fróðleiks og tilsvörin þín oftast skondin, þó rætin líka. Samt skondin. Ben. Ax. er óborganlegur húmoristi. Björn á góða spretti, alltaf stutt í glensið hjá honum. Svo ég nefni tvo af mörgum góðum. Ég segi bara við þig Baldur: Takk kærlega fyrir. Það má vera eitthvað verulega gott í sjónvarpinu til að toppa bloggsíðuna þína.
Logi Logason (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:18
Að gefnu tilefni æta ég að biðja forseta vor, Herra Ólaf Ragnar Grímsson, afsökunar á því að hafa sett á laggir fjáröflunararsíðu á "Face Book" fyrir kaupum á hávaxnasta úlfvalda Marakkó, sem færa átti honum í afmælisgjöf þann 14. maí næstkomandi á 67 ára afmæli forsetans.
Síðunni hefur verið lokað.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:44
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:55
Mig langar að spyrja ykkur tölvusjéní hér: Hvernig fer maður að því að linka á greinar eða annað ? Er reyndar ekki með pc heldur mac..
einhver ?
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 21:03
Logi, það fyndna er auðvitað að menn eru ansi ástríðufullir í sínum skoðunumog yfirleitt er það stál í stál eins og vera ber í snarpri orðræðu; en það vita allir hvar landamærin liggja og svo vilja menn að sjálfsögðu skemmta sér í leiðinni, helst á kostnað hinna eins og gengur.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 21:33
Hilmar, aldrei spyrja mann af minni kynslóð um tölvur. Ég hefði frekar talið að þú vissir þetta. Benax er glöggur og gæti vitað þetta þótt gamall sé.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 21:34
G2G, er þetta nógu stæðilegur úlfaldi til að bera bæði Steingrím og Jóhönnu?
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 21:34
Hilmar. Þú blálitar urlið sem þú vilt birta, efst á skjánum og copy/pastear og (takkinn með eplinu neðst til vinstir við hlið stóra, klikkar á hann um leið og C) pastear (setur) það beint inná athugasemdarflötinn á blogginu með að klikka á eplatakkann og V samtímis. Blálitar urlið sem þú settir inn og þá birtist í vallínunni sem broskarlarnir eru mynd af keðjuhlekkjum. Þá opnast nýr gluggi sem segir ma. "LINK URL" í fyrstu línunni. Þar pastearu urlinu með epli og V og klikkar á báða takkana samtímis. Fyrir neðan er lína sem stendur "Open link in the same window" og ör við hliðina á. Þá opnast sú lína og gefur þér möguleikann á að velja 1 af 2. Þú velur þá neðri sem segir: "Open link in new window". Þá klikkaru á takk neðst til vinstri sem stendur: "Insert." Málið dautt. Með þessari aðferð birtist sama nafn á linknum og þú copy/paste í upphafi. Ef þú villt setja inn í texta eins og Hilmar kommi. þá blálitaru það og copy/pastear og setur í línuna í kassanum sem segir "Target". Urlið upprunalega fer á sama stað efst í kassann eins og í fyrri útgáfunni.
Vona að þetta skiljist. Skil það ekki sjálfur. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 21:42
Hahahaahahahahaha! Ekki vildi ég hafa þig sem kennara - en góður samt!
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 21:43
Takk fyrir þetta Guðmundur.
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 21:45
Já Baldur, þetta eru mikil kvikindi með mikið burðarþol en lítið andlegt. Skapgerð Steingríms og glæsileka .....???? Andskotanum viðskotaillri og vitsmunir á pari við meðal stjórnarþingmann. Lenti eitt sinn í svona skepnu, sennilega krata, og satt að segja get talist stálheppinn að getað slegið þetta inn.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 21:49
Nú spyr maður sig, þar sem fullljóst þykir að þjóðaratkvæðagreiðsla mun enda illa. Hverja á að senda út sem samningamenn fyrir Íslands hönd? Þú nefndir Baldur að Óli hefði verið góður í samninganefnd tengdri Svalbarða, sem er nú fyrir mína tíð og því veit ég ekkert um frammistöðu hans þar. Ég vill reyndar ekki sjá hann í slíkri nefnd, treysti honum bara ekki í slíkt. Gætum alveg eins sent Mola flugustrák og Kalla Kónguló vin hans út. Er ekki málið að grípa eitthvað af þeim nöfnum sem Eva Joly og svo Egill Helga hafa nefnt? Þaulreynda Evrópumenn sem eru hlutlausir og vita hvað þeir eru að gera? Það væri svo hægt að senda einhverja bjúrókrata hérlenda með til skrauts. Einhverja hluta vegna þá leggjast nýjar samningaviðræður afar illa í mig. Ég er handviss um að við sitjum uppi með sárt ennið að þeim loknum. Sama hvað angurapinn á Bessastöðum hefur farið mikinn í erlendum fréttamiðlum síðustu daga. Hann má nú reyndar eiga það að hann hefur sjálfstraust, karluglan, þrátt fyrir að hann tali í frösum og ýki á stundum í þessum viðtölum. Stórhættulegur karakter.
Karl K. (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 21:50
Ekkert Hilmar. Takk Baldur. Semsagt, þú telur ekki miklar líkur á að tölvurisarnir fái mig í leiðbeiningabæklingagerð?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 21:53
Flórgoði Baldurs hinn málóði grís. kveðja.
Auðun Gíslason, 8.1.2010 kl. 21:55
Karl, ég er nú ekki sérfróður um alþjóðasamskipti og veit sjálfsagt ekki hætishót meira en þú. Mér finnst eins og það gæfi okkar samninganefnd aukna vikt að hafa útlenda sérfræðinga sem hafa langa reynslu af milliríkjasamningum, til dæmis þennan hollenska prófessor sem vann með skulda aðlögun til handa Mexíkó fyrir hönd Alþjóðabankans. Sá Hollendingur tekur einboðið að fella niður hluta af skuldum okkar, því engum sé hagur að því að keyra okkur niður í áratuga örbirgð.
Svo má ekki gleyma því að Eva Joly sjálf nýtur virðingar út um alla Evrópu. Allra best líst mér þó á þá hugmynd Evu Joly - sem Þórlindur Þórólfsson tók undir í Kastljósi kvöldsins - að fela öðrum þjóðum, til dæmis Frökkum og Þjóðverjum, að annast milligöngu.
Kostirnir virðast margir en við verðum líka að horfast í augu við þá hræðilegu staðreynd að okkar eigin ríkisstjórn er lömuð, hún situr uppi með þá óbærilegu hneisu að hafa klúðrað samningunum og ég hef fyrir mitt leyti efast um heilindi hennar fyrir okkar hönd.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 22:01
G2G, jú sakir gáfna þinna og skemmtanagildis!
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 22:01
Nú frestum við málefnum Ísbjargar þar til úrslit Útsvars liggja fyrir. Liðin sem keppa til úrslita semja síðan við nýlenduveldin um skuldir hinnar lauslátu og illa girtu Ísbjargar. Formaður samninganefndarinnar verður Baldur Hermannsson, framhaldsskólakennari og ofurbloggari. Slíku teymi treysti ég til að ná þannig samningum að stórveldin fyrrverandi borgi okkur, en ekki við þeim. Væri það ekki betra?
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 22:01
Auðun, takk fyrir, þessi flýgur upp á vegg strax í kvöld.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 22:02
Björn, veður skipast svo geysihratt í lofti þessi dægrin að fari svo sem horfir getum við farið að krefja Breta og Hollendinga um tafarlausa greiðslu skaðabóta í lok næstu viku. Magnaður þessi þarna á myndinni. Og fyrir rúmri viku voru okkur öll sund lokuð. Ég endurtek: heiður þeim sem heiður ber.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 22:05
Það er deginum ljósara að Icesave verður að taka úr höndum stjórnvalda og allra sem að málinu hafa komið. Á byrjunarreit. Einhverja víkingasveit með heimsþekktan formann. Það einfaldlega mannlegt að fólk berst fram í rauðan dauðan að aldrei viðurkenna nein mistök. Til að komast upp með það ganga þeir eigin hagsmuna sem jafnframt hagsmuni þá sem þeir unnu með í samningavinnunni framar þjóðarinnar. Icesave var aldrei deila milli íslenskrar samninganefndar og stjórnvalda og Breta og Hollendinga. Þar var allt í góðum fíling. Deilan stendur aðeins á milli tveggja fylkingar þjóðarinnar. Mér líst ekkert á brölt Steingríms og Össurar. Þeir banka ekki uppá til að tilkynna að ekkert sem þeir hafa sagt áður er marktækt, og núna ætla þeir að gera allt aðra hluti. Einhver skítalykt af málinu. Á sama tíma er "ef þið hafnið Icesave þá fellið þið stjórnina" spuninn settur í gang í dag af Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra. Virkaði giska vel á Vinstri græna í atkvæðagreiðslunum um Icesve og EBS. Að sundra þjóðinni eins og stjórnvöld hafa gert í málinu allt frá upphafi er ekkert annað stórkostleg afglöp óhæfra eða hryðjuverk.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:38
Ég þakka þér fyrir þessa nístandi greiningu. Hún er því miður hárrétt. Og þetta er það eina sem virkilega íþyngir hjarta mínu þessa dagana. Að vita að okkar forystumenn ganga til þessa verks með hálfum huga og vilja í aðra röndina að það mistakist.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 22:47
Benedikt var orðinn áttræður. Ekkjumaður til margra ára. Fór til síns læknis í skoðun. Þar laumaði hann því út úr sér að gifting væri framundan. Gifting? Já, ég hitti hálfþrítuga konu og við bara smullum saman! Já, þú segir nokkuð. Heldurðu að þú ráðir við allt þetta lambakjöt? Jaaaaaaaaaah, ég held það bara. Þiggðu samt ráð frá mér: fáðu þér sprækan leigjanda, til íhlaupa ef illa gengur og gamli folinn bregst þér.
Nokkrum mánuðum síðar hitti Benedikt lækninn sinn fyrir tilviljun í Smáralind. Sæll og blessaður, hvernig gengur með nýju konuna? Vel, hún er ólétt. Já, já, gamli skunkur! En hvað er að frétta af leigjandanum? Hún er líka ólétt!
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 22:53
Hahaha þessi var myljandi góður. Djöfull er þetta hressandi fyrir nóttina. Ég verð að segja það.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 22:55
Samstaða Baldurs og G2G er óhugnanleg. Tvö glæsimenni að lepja ruglið úr munni, eða tölvuborði, hvors annars. Ef annar rekur við, fagnar hinn. Ef annar tjáir sig tekur hinn undir, sama hvað sagt er. Nógu erfitt er fyrir samvaxið fólk að lifa lífinu. Óþarfi að gerast Síamstvíburar í beinni, í augsýn alþjóðar. Hvor ykkar þarf að reka við núna?
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 23:03
Veit upp á mig sökina. Stalst í rúsínuboxið í dag síðdegis.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 23:05
Jamm þetta er að verða.. geisp.. frekar fúttlaust.
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 23:06
Sagan segir þegar Steingrímur J rekur við, þá kemur fýlan út frá Birni Val Gíslasyni, hans hundtrygga hægri hönd í að kommast.
Sagan af Birni er snjöll.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:07
Er Hilmar ekki að fara linka eitthvað spennandi?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:09
Sjálfsævisagan hans Bjössa verður best-seller.
Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 23:14
G2G "Sagan af Birni er snjöll" Skil ekki alveg. Útskýrðu, en prumpaðu ekki!
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 23:31
Las á milli línanna að þú værir gamla kyntröllið. Segist hugur að að er það sem Baldur er að ýja að þegar hann segir ævisöguna þína verða best-seller.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:37
G2G, mín saga verður aldrei sögð, umfram þetta bull á netinu. Hef miklu meiri áhuga á þinni sögu og auðvitað sögu þíns Síamstvíbura í bullinu, Baldurs Hermannssonar. Verður það ekki jólasmellurinn 2010?
Björn Birgisson, 8.1.2010 kl. 23:58
Aldrei að vita nema við gerum DVD disk? Talandi um myndir. Myndin Avatar er meistarastykki sem allir verða að sjá í bíói í 3D. Stendur fullkomlega undir öllu lofinu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:04
Guðmundur 2, þar með er sunnudagskvöldið frátekið. Hlakka til að sjá hana. Vonandi betri en Taggart var í kvöld.
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 00:14
Sjáið heldur Mömmu Gógó. Kemur heldur betur inn á greindarskerðingu vegna Alzheimers sjúkdómsins. Ljúf og falleg mynd. Síamstvíburar borga hálft gjald. Ég greiði hinn helminginn.
Björn Birgisson, 9.1.2010 kl. 00:40
Já myndin er allt öðruvísi en maður hefði ætlað. Einföld barnaleg saga, en gengur upp 100%. 3D effectinn virkar mjög vel, Notaður í að skapa umhverfið og dýpt, en ekki að bregða fólki. Mynd sem verður ein af þessum fyrst. Eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Ef einhverjir rokkhundar eru á ferli, þá tók ég eftir að leikstjórinn hefur leitað í smiðju listamannsins Roger Dean, sem ma. gerði plötuumslögin fyrir YES í sama stíl og leikmynd og dýrin eru í myndinni. Satt að segja var maður hálf undrandi þegar myndin var búin, Með einn 6 ára sem skildi hana alveg og boðskapinn. Og ég skildi hana líka..... held ég? Veit ekki hvor skemmti sér betur? Og hér líkur menningaþættinum.
http://www.artistsuk.co.uk/acatalog/ROGER_DEAN_PRINTS_AND_POSTERS.html
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:49
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 01:06
Björn, á ég að trúa því að menn séu enn eina ferðina að velta sér upp úr Alzheimer? Það var andskotans nóg að sjá myndina um Iris Murphy, sem reyndar var á margan hátt ágætis rithöfundur - sérstaklega af kvenmanni að vera. Ég legg það ekki á mig að horfa á meira af þessu tagi. Á sjálfur fullt í fangi að afstýra Alzheimer í eigin höfði.
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 12:52
G2G, ég sé ekki betur en Grindavíkur-Stalín haldi að talan 2 í nafni þínu merki að þú sért Síams-tvíburi. Verð ég þá ekki að kalla mig Baldur 2 ?
Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 12:55
Jú það er ráðlegt. Vissi ekki að það væri komið nettenging alla leið til Grindavíkur.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 13:15
Tveir, kannski B. Hver veit? Í Grindavík er gott að búa. Við erum mátulega langt frá ruglinu á höfuðborgarsvæðinu. Getum þó alltaf komið til bjargar með stuttum fyrirvara.
Björn Birgisson, 9.1.2010 kl. 21:14
Í fréttum nú í kvöld er augljóst hve reiður Steingrímur er forsetanum. Hann veit ekki að forsetinn bjargaði honum frá þeim mesta óleik sem nokkur fjármálaráðherra hefur nokkru sinni gert þjóð sinni.
Hann ætti þakka Ólafi eins og aðrir menn þakka almættinu líf sitt.
Halla Rut , 10.1.2010 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.