6.1.2010 | 08:24
Gungan og Druslan verða að hverfa
Hrikaleg framganga Jóhönnu Sigurðardóttur er loksins búin að opna augu almennings fyrir þeirri staðreynd að hættulegustu óvinir Íslands eru hvorki Bretar eða Hollendingar, heldur hún sjálf og Steingrímur Sigfússon.
Aldrei í sögu mannkynsins hefur nokkur þjóð þurft að burðast með jafn fullkomlega óhæfan forsætisráðherra. Eftir glæsilega vörn forsetans hefði mátt búast við því Jóhanna tæki af skarið um baráttuvilja þjóðarinnar og upplýsa hvaða skref yrðu stigin til þess að tryggja hag okkar, en þess í stað gruflaði hún æ dýpra ofan í skjalabunkann, og hvarf þar ofan í svartagallstuldur, hrakspár og hótanir.
Við skulum horfa til þess sem Sweder van Wijnberg, virtur hagfræðiprófessor við Háskólann í Amsterdam segir í Mogganum í dag:
1. Íslandi verður ekki útskúfað frá fjármálamörkuðum vegna þessarar ákvörðunar.
2. Ísland getur ekki staðið undir skuldabyrði sem nemur mörg hundruð prósentum af þjóðarframleiðslu.
3. Lánardrottnar Íslands eiga að fella niður hluta af skuldunum.
4. Um leið og búið er að semja upp á nýtt mun erlent lánsfé flæða inn í landið.
Augu almennings hafa líka opnast fyrir þeirri staðreynd hvílíkt óláns úrræði það var að fela Svavari Gestsyni, afdönkuðum Rússadindli, að semja um þetta mál fyrir Íslands hönd. Og ég held að allir séu líka búnir að sjá að það gengur ekki að hafa kjarklausan úrtölumann eins og Gylfa Magnússon á ráðherrastóli.
Glæsileg frammistaða forsetans í vörninni fyrir Ísland skapar okkur stórkostleg sóknarfæri, en við munum ekki geta hafið sókn með handónýta liðsodda. Gungan og Druslan verða að hverfa eins og vondur draumur og það strax. Þau eru ofurseld kjarkleysi, úrræðaleysi og aumingjaskap.
Vinstri flokkarnir eiga á að skipa hæfum forystumönnum, til dæmis Lilju Mósesdóttur og Ögmundi Jónassyni. Nú verða þau að taka við stjórntaumum í VG, en Samfylkingin verður að fara úr ríkisstjórn Íslands nú þegar.
Mikil reiði í stjórnarliðinu vegna ákvörðunar og framkomu forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Baldur :)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.1.2010 kl. 08:28
Sæl Silla mín!
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 08:29
Takk fyrir. Það er gott að fá hressandi lesningu með fyrsta kaffibolla dagsins. Sammála öllu, að sjálfsögðu.
Birgir Finnsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 08:35
mér er það ljúft að apa eftir Sigurbjörgu og býð góðan daginn
það er bjartara framundan
Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 08:35
Og Össur brást við eins og krakki sem gotteríið hefur verið tekið af og segir: "ÉG VIL EKKI LEIKA MEIRA VIÐ ÞIG HREKKJUSVÍNIÐ ÞITT". Voðalega "þroskað" hjá honum......... Og ég sem hélt að meðlimir "ríkisstjórnar fólksins" gætu ekki lengur komið mér á óvart með viðbrögðum sínum.....
Jóhann Elíasson, 6.1.2010 kl. 08:42
Þessi ríkisstjórn mun ekki segja af sér. Því miður tilheyra þau þeim hópi sem segjast ekki hætta við hálfklárað verk, hversu illa sem það verk er unnið. Þau hafa enga tilfinningu fyrir því að þeirra tími er útrunninn og það fyrir löngu. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa til þess að þau ætla að klára það verk sem þau hafa hafist handa við og það er að sigla þjóðarskútunni algjörlega á bólakaf. Þau sigla áfram á þrjóskunni einni saman því ekki eru það vitsmunir sem ýta þeim áfram. Þau sitja sem fastast þar til þau verða borin út!
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 08:49
Góður pistill Baldur, hverju orði sannara.
Ég velti því fyrir mér í gær í framhaldi af blaðamannafundinum hvort Jóhanna og Steingrímur væru í raun að verja hagsmuni Íslands ??
Það er greinilega allur vindur úr Steingrími og hann á sér ekki lengur viðreisnar von !!
Sigurður Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 08:50
Þau tala ísland niður og eru því ekki verðugir leiðtogar - þetta gildir um alla hér
Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 08:57
Ótti ríkisstjórnarinnar snýst fyrst og fremst um það að ef hagstæðari niðurstaða næst á icesave þá afhjúpar það getuleysi hennar.
Hreinn Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 09:02
Mikið er gott að hér skuli enn finnast vindmilluriddarar því að það er ekkert jafngöfugt og að ráðast stöðugt á það sem manni er um megn í þeirri bjargföstu trú að maður muni hafa sigur að lokum.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.1.2010 kl. 09:31
Amen...
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 09:36
Samfylkingin er versti óvinur Íslands.
Við skulum bara rifja upp hvernig gekk í þorskastríðunum. Það er helzt að skilja á sumum að þau hafi aðeins verið skærur við breta sem heimsbyggðin fylgdist með full aðdáunar á Íslendingum. Það var nú öðru nær. Þá áttum við nefnilega einnig í útistöðum við Vestur-Þjóðverja, Belga, hollendinga og fleiri. Ekki var útlitið bjartara þá en þjóðin hafði vit á að standa saman og koma sterk út úr þeim átökum. Þá höfðum við döngun í okkur til þess að sýna stóveldunum puttann og leita okkur markaða annarsstaðar.
Guði sé lof að þá var ekki til nein Samfylking.
Emil Örn Kristjánsson, 6.1.2010 kl. 09:49
Í Mogganum er líka sagt frá skoðun Hollendingsins Daniel Gros, sem situr í Seðlabankaráði. Gros bendir á að skynsamlegast væri að hefja afborganir strax í stað þess að bíða í 7 ár. Hvers vegna fáum við ekki þessa menn til að semja fyrir okkar hönd, í stað þess að senda Rússadindla á sauðskinnskóm, menn sem ekkert skilja og ekkert kunna?
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 09:49
Edda, þessi ríkisstjórn má ekki sitja stundinni lengur. Hún hefur ekki gert annað en glappaskot frá þeim degi er hún tók við völdum. Það var til dæmis glapræði að flæma Davíð Oddsson úr Seðlabankanum - nú væri okkur einmitt hald í sterkum og ótvíræðum skörungi sem gæti haft forgöngu að nýjum samningum við stórþjóðirnar. Ég hef ekkert á móti litla kommastráknum sem nú situr í Seðlabankanum, en hann er náttúrlega bara lítill, glottandi kontóristi sem engu kemur til leiðar.
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 09:53
Hreinn, það er trúlega eitthvað til í þessu hjá þér. Stjórnin situr með hendur í skauti, gersamlega lömuð.
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 09:53
Baldur, ég er nú ekki sammála þessu með Davíð en ætla nú ekki í rökræður um það. Sá maður er ekki alsaklaus í sambandi við hrunið og vandræðagang Seðlabankans. En stjórnin þarf að víkja og það strax.
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 09:57
Gott mál Edda, það er engin ástæða til þess að við séum sammála um allt milli himins og jarðar. En öll þjóðin verður að standa saman sem einn maður núna, og þá gengur ekki að hafa ónýta forystu.
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 10:48
Ég vona að þú (Baldur) og G2G geri mér þann heiður að taka við myndum af nýja vini ykkar forsetanum í viðhafnarútgáfu. Það yrði mér mikil gleði að fá að gefa ykkur hana til að skreyta hýbýli ykkar,svo er ekki amalegt að byrja morguninn með "Heill forseta vorum" Húrra húrra.
Rannveig H, 6.1.2010 kl. 11:03
Já ertu orðin skotinn í Óla? Meira hvað þessi gaur hefur mikið tak á kvenfólkinu.
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 11:07
Ruglið á Íslandi minnir á bíómyndina um Apaplánetuna. Á apaplánetunni stjórnuðu aparnir mönnunum og voru með þá sem þræla. Þeir voru minna gáfaðir enn þrælarnir sem var mannfólk.
Aparnir voru í fötum og með völd. Að öðru leyti voru þeir ekkert ósvipaðir Íslensku Ríkisstjórninni í útliti og alveg eins í hegðun. Enn mér finnst samt að það eigi að friða apa. Og það er alveg óþarfi að hafa þá í fötum. Jú annars! Þegar ég hugsa til Jóhönnu og Steingrím án fata þá held ég að það sé best að þau séu í fötum...
Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 11:55
Ja hérna , góðan og blessaðan, seint yrði ég nú skotin í honum Ólafi forseta vorum og tel nú að hún Rannveig vinkona mín verði það heldur ekki, en af verkum hans kannski, bara hvaða fjandans verkum?
Kveðjur frá Húsavík.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2010 kl. 11:56
Forsetinn er vinur þjóðarinar.
Offari, 6.1.2010 kl. 12:11
Ég hef hellings álit á Steingrími og Jóhönnu en ég get samt ekki neitað því að okkur vantar kjarkmikið fólk til að berjast fyrir land og þjóð. Þó þau eru stór gáfuð og meina vel þá eru þau ekki hugrakkir leiðtogar en það er það sem okkur vantar núna.
Mofi, 6.1.2010 kl. 12:37
Mikið er gott að þurfa ekki að velkjast lengur í vafa um hverjir séu best til þess fallnir að stjórna þjóðinni, Sjálfstæðisflokkurinn og Ólafur Ragnar Grímsson með Davíð á hliðarlínunni.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.1.2010 kl. 12:54
Flottur pistill. Rannveig forsetinn virðir skoðun meirihluta þjóðarinnar og fær prik fyrir. Það fá þau 2 ekki sem héldu blaðamannafund í gær sem minntu mig á teikningar gamals listamanna af Grýlu og Leppalúða í vondu skapi í hellinum. Hún stautaði sig í gegnum torf eftir Einar Karl sem hún virtist ekki skilja bofs í. Nefið orðið svart af prentsvertu eftir að hafa grúft sig svo glannalega yfir innihaldið. Lúðinn eins og barinn Þistilfjarðarhundur. Þar fóru aðilar sem augljóslega eru óð og uppvæg að virða skoðun mikils meirihluta þjóðarinnar og reyna að gera mun betur. Þau hafa einhverra hluta vegna valið að leika í röngu liði með Bretum og Hollendingum gegn þjóðinni. Niðurstaða kannana og undirskriftasöfnunarinnar sýna það óumdeilanlega. Augljóslega hafa þau ekki varið hagsmuni þjóðarinnar af mati hennar og forsetans. Svo fór sem fór og þau geta aðeins sjálfum sér kennt um. Voru tilbúin með stjórnarþingmönnum og ráherrum að samþykja "glæsilegan Svavarssamninginn" óséðan. Hverjar eru líkurnar að þau með stjórnarflokkajólasveinunum geta leyst Icesave málið eftir það sem undan er gengið? Núna eru þau upptekin af því að formenn stjórnarandstöðuflokkana sögðu í gær að möguleiki væri að ná þverpólitískri niðurstöðu um samninginn 96/2009 síðan í sumar, og þá væri eðlilega óþarfi að fara með málið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er merki þess hjá nokkrum mannvitsbrekkum stjórnvalda að ekkert er að marka þessa aðila. Jólasveinar eru á förum til fjalla.
Rannveig. Viðhafnarmynd af forsetanum á hestbaki væri vel þeginn. Þegar ég var í sveit í den, þá sváfu hjónin með potraitmyndir af dönsku konungshjónunum fyrir ofan rúmgaflinn. Það þótti mér undarlegt.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 12:58
þarf ekki að stofna Forsetaflokkinn? Annars er Sjálfstæðisflokkurinn eini möguleikinn. Það þarf að taka verstu glæponanna úr flokknum og kenna þeim mannasiði og ýmislegt annað smátt og gott.
það er betra á hafa gráðugan hægri glæpon í ráðherrastól enn geðtruflaðan vinstri fábjána. Furðulegt að normalt fólk virðist ekki hafa áhuga á að vinna í neinni Ríkissjórn á Íslandi. Besta fólk sem byrjar í svona vinnu, verður snarbilað á stuttum tíma.
Veit vinnueftirlitið af þessu?
Það ætti að prófa að hafa þessa vinnu launalausa og sjá hverjir koma þá að vinna þarna...
Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 13:18
Þingmannskaupið þyrfti að hækka
að þeirra dómi tíma hvurn.
En mér finnst að það mætti lækka
og miða það við eftirspurn
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.1.2010 kl. 13:31
hehe..góð vísa. Auðvitað á að vera með launatilboð í þessa vinnu. þá koma undirboð á færibandi og endar að það kostar sama og ekkert að reka þingið.
Það er lang best að hafa þingmanna og ráðherrastörf sem hobbívinnu og ekki þennan ömurlega "aðals-skrípaleik" sem þetta starf er núna...svo þarf sér byggingu, helst upp í sveit fyrir vinstri fólk og kommúnista svo fólk geti verið í friði fyrir þeim....
Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 13:57
Offari minn kæri, forsetinn á bara einn vin, og gettu hver hann er, jú það er rétt til getið, hann sjálfur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2010 kl. 19:56
Milla, Ólafur Ragnar þarf ekki vini, menn eins og hann afla sér stuðningsmanna en ekki vina. Við styðjum hann núna en þurfum engan veginn að láta okkur þykja vænt um hann. Verður spennandi að vita hvernig honum vegnar á BBC í kvöld.
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 19:59
Mofi, þú veist að forsetinn talar á BBC í kvöld. Er hann ekki nú þegar búinn að taka að sér hálfgert forystuhlutverk fyrir okkur?
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 20:00
Þú meinar Baldur minn, maður verður að hlusta í kvöld ef ég verð ekki sofnuð.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2010 kl. 20:13
Já, ég bara veit ekki hvar hægt er að hlusta á hann. Óli er orðinn svo flottur á nýja árinu að ég má ekki til þess hugsa að missa af honum.
Baldur Hermannsson, 6.1.2010 kl. 21:57
Hefur ekkert ykkar skilning til að hrósa Ben. Ax. fyrir þessa skemmtilegu og vel smíðuðu ferhendu sem hann skildi eftir handa ykkur?
Það eru einmitt svona hnyttnar vísur sem munu koma til með að hækka lánshæfismat okkar hjá fiss reitíng og familíu.
Nokkuð frétt af nassdakk garminum Baldur?
Árni Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 23:42
Árni, já ég blygðast mín - en kvöldið var allt sundurtætt hjá mér og það er eiginlega fyrst núna að ég ber þennan ómþýða kveðskap augum. Hinn eini sanni Benax birtist í kveðskapnum. En ég bíð milli vonar og ótta eftir fréttum af nassdakkinum. Þetta er algert dauðafæri eins og einhver sagði.
Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.