Skörungur með eistu eða eggjastokka

Nú vantar okkur Gaflarana skörung sem gæti dröslað okkur upp úr því óráðsíu feni sem kommarnir eru búnir að koma okkur út í. Það er algilt náttúrulögmál að vinstri menn kunna ekki að fara með peninga. Gerið samfylkingarmann að bankamálaráðherra og bankakerfið hrynur eins og spilaborg. Gerið samfylkingarmann að bæjarstjóra og bæjarfélagið fer á hausinn.

Hafnarfjörður er nánast gjaldþrota eftir langa óstjórn vinstri manna. Stundum hafa Sjálfstæðismenn komist í stjórn og þá hefur bærinn braggast um stund. Svo sækir aftur í sama farið. Nú er Hafnarfjörður kominn á sama stað og Álftanes. Ekkert getur bjargað okkur nema skörungur. Rósa Guðbjartsdóttir er ekki þessi skörungur. Hún er búin að basla í bæjarstjórninni en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Hennar tími var ekki góður og nú er hann liðinn. Viturlegast væri að stíga pent til hliðar og hleypa nýju fólki í efstu sætin.

Þótt Rósa hafi vonandi vit á því að víkja er ekki nóg að einhver mélkisan komi í staðinn. Okkur vantar skörung, mann sem er fullur af atorku, framsýni, gáfum og myndugleik. Mér stendur hjartanlega á sama hvað dinglar á milli læranna á honum - eistu eða eggjastokkar, mér er slétt sama. En skörungur verður hann að vera, annars fer ég í golf á kjördag og læt íhaldið deyja drottni sínum.


mbl.is Rósa gefur kost á sér í 1. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég mótmæli því harðlega, að Rósa sé ekki skörungur. Vinir mínir, kommarnir hafa sérstakt dálæti á henni, ekki síst vegna þess að hún er rauðhærð, og svo hefur framið bókmenntaafrek, sem ekki verður leikið eftir í bráð. Rósa er sem sé Skörungur, með stóru essi, og hana ber að akta á þann hátt að sómi sé að.

Jóhannes Ragnarsson, 18.12.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,og svo hefur hún framið bókmenntaafrek" á að standa í fyrra kommentinu.

Jóhannes Ragnarsson, 18.12.2009 kl. 19:13

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit, Hafnarfjörður er ágætis bær en löðrandi í kommum og allir styðja þeir Rósu í fyrsta sætið, þeir hafa sagt mér það. Þeir ráða ekki við sig af kæti núna, bölvaðir.

Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 19:24

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Algilt lögmál að vinstri menn kunna ekki að fara með peninga , bíddu , ert þú þá úlfur í sauðargæru - vinstrisinnaður eftir allar úthrópanirnar ?

Hörður B Hjartarson, 18.12.2009 kl. 20:11

5 identicon

Mikið gassalega er ég sammála þér krúttið mitt um sköflung, eða var það skörung, jæja það skiptir svo sem engu. Við áttum svo marga slíka hér fyrir stuttu, miðað við fyrri færslu þína, "rífum okkur upp á hárinu", var það ekki annars lygisaga eftir Munchausen annars, jæja skítt með það þá dettur mér í hug hvort Sigurjón Árnason væri ekki tilkippilegur fyrir ykkur elskurnar í Hafnarfirði. Nú ef þú kýst að fara frekar í golf á kjördag getur þú örugglega boðið vini þínum BB frá Grindavík með þér. Jæja blessuð dúllan mín hafðu það gott.

Finna T Geidal (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 20:11

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    !

    Sigurjón Árnason ! Þar færð þú Baldur þó mann með nóg af fjármálaviti

Hörður B Hjartarson, 18.12.2009 kl. 20:16

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þið segið nokkuð, Sigurjón er geysi flottur, ég skal viðurkenna það, en ég sé hann ekki alveg fyrir mér sem skörulegan alþýðuforingja hér í Hafnarfirði. Ég hafði nú hugsað mér frekar einhverja gallabuxna-útgáfu af Gunnari Birgissyni. Annars er þetta rétt hjá þér Finna, einhvern tíma komst gamli Munchausen í hann krappann og reif sig þá upp á hárinu, og ekki bara sjálfan sig heldur truntuna líka. Svona mann vantar okkur Gaflarana sárlega.

Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 20:36

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já svo sannarlega vantar forystusauð hjá ykkur. Kæmi ég til Fjarðarins aftur þá væri ég til en..he he bara djók.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.12.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þannig er þetta alltaf Silla, þegar allt er komið í óefni finna menn hve dýrmætt er að hafa almennilegan kall í brúnni.

Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 21:36

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já en hvernig er með þig sjálfan?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.12.2009 kl. 21:57

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég stjórna bara henni Jónu minni - en ekki nógu röggsamlega, því nú ætlar hún að stinga af og vera hjá Tiger Woods yfir jólin. Kvenfólk

Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 22:36

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Æi Jóna þó! Jóna sem ætlar að heimsækja mig og Gunna í sumar!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.12.2009 kl. 22:50

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hún kemur heim á gamlaársdag sem betur fer. Hvað sér þetta kvenfólk eiginlega við Tiger Woods?

Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 23:07

14 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég ætla rétt að vona að sólin skíni á þig í kjördagsgolfinu.

Björn Birgisson, 19.12.2009 kl. 12:59

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, við gerum kannski samning sem verður á þessa leið: við mætum á Grindavíkurvöllinn áður en kjörstaðir opna, leikum þrjá hringi í miklum rólegheitum og snæðum vel inni í skálanum á milli, og hættum ekki fyrr en kjörstöðum lýkur. Þannig slepp ég við að kjósa handónýtt íhald og þú sleppur við að kjósa þessa kolbrjáluðu vinstri menn í Grindavík.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 13:08

16 Smámynd: Björn Birgisson

Málið er komið í nefnd!

Björn Birgisson, 19.12.2009 kl. 13:32

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott, vona að það séu einhverjir sjálfstæðismenn í nefndinni.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 340449

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband