Móðgun við menninguna

Stjórnin gerir hárrétt í því að leggja niður þessa stofnun og þótt fyrr hefði verið. Skattgreiðendur eru þvingaðir til að standa undir fjölmörgum opinberum útgjaldaliðum sem engum tilgangi þjóna og nú er lagið að uppræta þá. Þar er ekki um að ræða tugmilljónir heldur tugmilljarða.

En vinstri flokkarnir eru sjúklega fastheldnir á óþarfann. Þegar Katrín Jakobsdóttir varð menntamálaráðherra lét hún verða sitt fyrsta verk að fjölga listamannalaunum um 30. Hún stóð andspænis mörgum valkostum en aðeins einn af þeim var réttur: að  afnema listamannalaun með öllu í fimm ár meðan þjóðin er að rétta úr kútnum.

Ég hef sjálfur slysast inn á listaverkasýningar á umliðnum árum og jafnan gengið beygður út. Þar getur að líta notaða smokka í sultukrukkum eða fólk að míga hvert yfir annað. Fyrir örfáum vikum var sýndur í sjónvarpi afrakstur árs vinnu borgarlistamanns Reykjavíkur. Afraksturinn var gínur sem hún lét kaupa frá Ameríku og klæddi í einhverjar dulur. Spott er þetta og spé, en list er það ekki.

Öllum er vitaskuld frjálst að reiða úr eigin vasa fjármuni fyrir slíka gjörninga en það er ekkert annað en rán og þjófnaður úr vösum skattgreiðenda að halda þessari lágkúru gangandi ár eftir ár með valdboði Katrínar Jakobsdóttur.

Heiðarlegt, harðduglegt fólk er svipt atvinnu sinni um land allt, þjónusta er skorin niður í heilbrigðiskerfinu, þrengt er að menntakerfinu, alþýðan sveltur - en fjármunum er ausið í lágkúru sem er ekkert annað en móðgun við menninguna.


mbl.is Varnarmálastofnun lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið vildi ég að það væri hægt að koma VITINU fyrir þetta "menningarsnobblið" eins og "menntamálaráðherra" (fermingarstelpuna).  Ég er 130% sammála þessari grein.  Margir "listamenn" virðast líta á list sem keppni í að ofbjóða almenningi.

Jóhann Elíasson, 5.12.2009 kl. 11:58

2 identicon

Menningarelítan vítti þess útnefningu Steinunnar. Lýðræði í hnotskurn með öfund í bland. Skoðanafrelsi á Klakanum.

Kæri vinur ég er þér 100% sammála auðvitað  að markaðurinn að ákveða. Og listamenn að lúta sömu lögmálum og þeir sem eru að selja stöffið sitt.

Annað allt annað, orðið hönnun er mér hugleikin..Allt sem verið er að hanna í dag hef ég séð áður. Er hönnun ekki nýsköpun? -þetta er búið-

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hallgerður mín, þú hefur sjálf bloggað alveg nýverið um hönnun sem er innilega kær hjörtum okkar beggja. Hafðu heila þökk fyrir það.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 12:09

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhann, þessi afkáraskapur er svo ömurlega vitlaus að hann nær því ekki einu sinni að ofbjóða. Manni ofbýður helst heimskan í þeim sem eiga að gæta pyngju skattgreiðenda en gera það ekki.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 12:11

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Fáir hitta naglann yfirleitt betur á höfuðið en þú.

Ágúst Ásgeirsson, 5.12.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakka þér fyrir gamli hlaupagarpur!

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 12:30

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Djöhh...Hvað varð um gamla landslagsmálverkið ? Jöklana, sveitafólkið, sjómennina, sauðkindina.. Freymóð og Steingrím Edenmálara..hmm..

hilmar jónsson, 5.12.2009 kl. 13:04

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sorry, Hilmar, nú ertu einskis virði ef þú mígur ekki yfir næsta mann og otar notuðum smokkum að sýningargestum.

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 13:28

9 identicon

Það er mun betra að eyða pening í að láta bomba brúnt fólk í tætlur í útlöndunum.

Enginn (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:08

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vinstri stjórnin er nú ekki byrjuð á því enn þá.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 340452

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband