Afleit ráðstöfun hreint út sagt

Barack er geðugur náungi,  sportlegur þótt hann reyki, broshýr og glaðvær, og það er gaman að hafa svona mann á forsetastóli. Hann er flinkur ræðumaður og sómi að honum hvar sem hann kemur. En verðskuldar hann friðarverðlaun Nóbels? Þetta er hæpin ráðstöfun og er þá vægt til orða tekið. Hann hefur nákvæmlegu engu áorkað enn sem komið er. Hann hefur sent frá sér friðarhljóð til allra átta en það hafa Bandaríkjaforsetar áður gert með litlum árangri. Það er ljóst að norska Nóbelsnefndin er með þessu að verðlauna ræðumennsku og talsmáta en ekki gerðir. Svona hreint út sagt, þá er þetta afleit ráðstöfun.
mbl.is Obama fær friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:07

2 identicon

Þú ert líka skemmtilegur penni, veit ekki hvort þú reykir? Ef þú legðir þig fram þá gætir þú eflaust skrifað friðarblogg þó svo þér takist ansi oft að þyrla upp ryki með pennanum. En þú ert ekki hálf hvítur. Ættir þú þá ekki að fá friðarverðlaun Moggabloggsins? Það finnst mér. Þessi snobb nefnd er bara að snobba fyrir fyrsta hálf hvíta forseta Bandaríkjanna.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:07

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er að vísu alhvítur en ég hef breiða nefið hans afa míns og það hlýtur að telja eitthvað.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 13:13

4 identicon

Þú færð atkvæðið mitt  út á nefið

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir það, heldur vil ég þitt atkvæði eitt og sér en atkvæði tólf annarra.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 13:19

6 Smámynd: Offari

Ég gef þér atkvæði mitt.  Hinsvegar er ég ósamála þér að þessi friðarverlaun til bandaríkjaforsetans eé gagnslaus því ég sé nokkuð sterkan leik í þessu útspili Nobelsverðlaunanefndarinar. Forsetinn hefur áhrif um allan heim og sem friðarverðlaunahafi getur hann varla farið út í stríð.   Líka hefði verið hægt að Veita Davíð Oddsyni þessi verðlaun því heimsbyggðin öll hlustar þegar hann talar.

Offari, 9.10.2009 kl. 13:30

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hélt að þetta væri grín.

Finnur Bárðarson, 9.10.2009 kl. 13:35

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, þegar ég sá þetta fyrst hélt ég að um uppástungu væri að ræða, ekki gerðan gjörning.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 13:39

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, trúlega hefur þú rétt fyrir þér, en þá er líka Nóbelsnefndin farin langt út fyrir hlutverk sitt sem er að finna mann sem hefur nú þegar stuðlað að friði og mannást. Þetta er eins og að kjósa stjórnmálaflokk vegna þess að hann lofar öllu fögru og treysta því að atkvæðið geri honum ókleift að svíkja. En við tveir erum nú of gamlir og reyndir til að kaupa slíka bjartsýni, ekki satt?

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 13:42

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held að þegar sagan er / verður skoðuð þá komi í ljós að á bakvið flest þessi "plögg" hvaða nafni það nefnir er tóm hræsni - hvað ætli svona "plagg" kosti td

Jón Snæbjörnsson, 9.10.2009 kl. 13:50

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, erum við ekki flest að gera það litla sem við getum til að tilveran verði eitthvað bærilegri? Það er verst hvað við erum flest lítil og ómerkileg og getum litlu áorkað. Sjálfsagt er þetta fallega hugsað af Nóbelsnefndinni en þetta er líka ákaflega einfeldningslegt og vanhugsað. Það er til fullt af fólki út um allan heim sem vinnur göfugt verk til að hjálpa öðrum og það væri nær að verðlauna þetta fólk og styrkja það í baráttunni. Móðir Teresa var til dæmis verðug útnefning.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 14:07

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fékk Hitler Nóbelinn?  Ef ekki þá voru það sennilega mistök 20. aldarinnar, svona þegar forvarnir eru hafðar að leiðarljósi.

Magnús Sigurðsson, 9.10.2009 kl. 16:25

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hét hann ekki Chamberlain, guttinn sem fór til Þýskalands og kom til baka með "Peace in our time" ?  Hann hefði samkvæmt þessu átt að fá Nóbelinn fyrir að afstýra heimsstyrjöld.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 16:32

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það verður bara að koma hvort Chamberlain of our time er Norskur.

Magnús Sigurðsson, 9.10.2009 kl. 16:39

15 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Líklega hefur Nobelsnefndin aldrei heyrt þennan ágæta málshátt: Lofa skal daga að kveldi og mey að morgni

Ragnhildur Kolka, 9.10.2009 kl. 17:23

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur hefur einmitt alveg nýlega skrifað á sinni síðu um Obama og varað við hóflausri bjartsýni á hans forsetatíð. Trúlega lesa nojararnir ekki sóðuna hennar.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 18:38

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Obama vakti svipaðar vonir og Kennedy á sinni tíð og ekki fékk Kennedy Nóbelinn.

Obama ætlar að senda fleiri hermenn til Afganistan og meiri líkur eru til þess en minni að í Afganistan muni Bandaríkjamenn heyja annanð Víetnamstríð.

Er hægt að veita manni friðarNóbel sem fer með vaxandi hernað á hendur fjarlægri og fátækri þjóð í afskekktu fjallalandi?

Nóbelsverðlaun til Obama vekja svipaðar tilfinningar og þegar Winston Churchill fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

Spurningin er hverjir hinir 204 voru sem tilefndir voru. Ef þeir voru svona slappir hefði kannski vel mátt sleppa því að veita verðlaunin að þessu sinni líkt og gert var nokkrum sinnum snemma á síðustu öld.

Ómar Ragnarsson, 10.10.2009 kl. 00:02

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ómar, ég vorkenndi norska einfeldningnum þegar hann remdist við að réttlæta þessa úthlutun. Þetta er ámóta barnalegt og afhenda efnilegum unglingi gullverðlaun á ÓLympíuleikunum fyrirfram til þess að hvetja hann til dáða. Friðarverðlaunin setja ofan við þetta.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 01:04

19 identicon

Kæri vinur auðvitað verðskuldar hann friðarverðlaun. Það er friður í forvörnum en í þeim er hann snillingur. Kom sterkur inn með öllum ráðum að lægja öldurnar á milli stríðandi fylkja. Þarf alltaf allt að vera í hendi?

Fá þeir einir verðlaun sem hrópa? Það besta er oftast unnið í kyrrþey. Tel að hann sé þar staddur. En ekki síst að vera það sem hann er. Tekur sjálfan sig passlega. Ég eygi í þessum peyja von. Það er góð tilfinning.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 10:38

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hallgerður, það vill svo til að ég eygi líka von í þessum dreng og þóttist vita að hann myndi reyna að eyða þeirri rótgrónu óvild sem ríkir milli austurs og vesturs, en honum hefur ekki orðið ágengt - sem kannski er ekki við að búast, því hann er ekki búinn með árið í Hvíta húsinu. Nei, nojararnir áttu að bíða rólegir. Það læðist að manni sá grunur að þeir vilji slá sér upp með þessari glannalegu úthlutun.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 340407

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband