Járnmeistarinn ofsóttur af hræsnurum

Það liggur alveg ljóst fyrir að Járnmeistarinn hefur farið ansi frjálslega með peninga skattborgaranna og ekki dregið nein skýr mörk milli sinnar einkaneyslu og rekstur þeirrar stofnunar sem hann setti á laggirnar. En vissu þetta ekki allir fyrir? Var ekki öllum ljóst að Járnmeistarinn er enginn venjulegur framkvæmdastjóri? Hann bjó til athvarf fyrir smæstu systkini okkar og það kom margsinnis fram í fjölmiðlum hvað þessu veslings, auðnulausa fólki leið vel í Byrginu hjá honum. Þó einhver óreiða hafi verið í fjármálunum hjá honum þá finnst mér nær að sakfella þá sem áttu að hafa eftirlit með honum, en gerðu það ekki - svo sem Birki Jón alþingismann og fleiri.

Hvað samneyti Jármeistarans við konur áhrærir, þá er nú fyrst þess að geta að þar voru engar mjallhvítar og flekklausar fermingarstelpur á ferðinni, heldur konur útfarnar í hvers kyns nánum samskiptum við karlmenn, eins og glöggt kom í ljós af framlögðum sönnunargögnum í málinu. Sú sem geisaði hvað harðast gegn honum hefur síðan þráfaldlega verið staðin að hrottalegum ofbeldisverkum.

Það ber vott um hrikalega hræsni og þröngsýni að sækja jafn fast að Járnmeistaranum og raun ber vitni. Þetta er einfaldlega of langt gengið. Nær væri réttarkerfinu að láta sverfa til stáls gegn stórlöxunum sem hrindu þjóðinni fram af bjarginu.


mbl.is Guðmundur í Byrginu ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú kannt að koma orðum að því, ja hérna, segi nú ekki annað en það. AMEN.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Milla mín, það vildi ég að fleiri hefðu hjartalagið þitt.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Bittinú.. er bara verið að fiska sterk viðbrögð ??

hilmar jónsson, 7.10.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

Byrgið var ekki svo afleitt ,reksturinn var alls ekkert svo kostnaðarsamur sé miðað við sambærilegar stofnanir það er kostaður á hvern haus.Gæti best trúað að hann hafi hvergi verið lægri en einmitt hjá Guðmundi.Hins vegar þurfti Guðmundur að víkja vegna brotamála sem hann var uppvís að en Byrgið hefði mátt halda áfram með nýju fólki. það var  gerð könnun hjá föngum á hvaða stofnun þeim hefði liðið hvað best og giskið hvaða stofnun það var.?

Hörður Halldórsson, 7.10.2009 kl. 20:08

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Baldur fiskar alltaf upp sterk viðbrögð.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2009 kl. 20:24

6 identicon

Það er hvorki hroki né hræsni að dæma einstakling sem uppvís var að tíu milljóna króna stuldi á skattpeningum þjóðarinnar.

 Munum:  "Menn eru dæmdir af verkum sínum" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 20:26

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

karl ræfillnn

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2009 kl. 20:39

8 Smámynd: Björn Birgisson

Er hann sá eini í Byrginu sem fær ákæru fyrir drátt, fjárdrátt og óreiðu?

Björn Birgisson, 7.10.2009 kl. 20:45

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Baldur hjartalagið mitt getur tekið á sig hinar ýmsu myndir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 20:52

10 Smámynd: Jón Kári Jónsson

Þetta er hárrétt hjá þér Baldur. Nema hvað. Guðmundur Byrgis er ekki verri en margir lausagöngumenn í þessu samfélagi. Aumkunarvert að sjá hvernig sumar af þessum skvísum sem hann hysjaði upp úr skítnum notuðu fyrsta tækifæri til að laumast aftan að honum.

Jón Kári Jónsson, 7.10.2009 kl. 21:02

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón Kári, það var svo sorglega augljóst hvað þeim gekk til - skaðabætur til að kaupa fyrir brennivín og dóp. Mannleg niðurlæging í sinni dapurlegustu mynd. Járnmeistarinn var breyskur maður og ekki til neinnar fyrirmyndar, en hann bjó þessum vesalingum gott og hlýlegt athvarf. Hafi hann heila þökk fyrir það. Ég hef enga trú á því að þeir sem dæma hann harðast séu á nokkurn hátt betri menn en hann.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 21:15

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kalli Sveinss, þessar 10 milljónir eru sem eitt krækiber í helvíti. Hvað heldur þú að Járnmeistarinn hafi sparað þjóðinni mikla fjármuni með því að halda þessu fólki innanhúss í stað þess að hafa það á götunni, valdandi stanslausum vandræðum - ég tala nú ekki um vistun á öðrum stofnunum.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 21:17

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður Halldórsson, þú hittir naglann á höfuðið svo undir tekur. Þrátt fyrir óreiðuna var þetta ekki kostnaðarsamur rekstur. Hvað kostar að hafa mann í fangelsi til dæmis? Ég man ekki töluna en í hvert skipti sem ég heyri slíkar tölur hrekk ég í kút. Og auðvitað er gott til þess að vita að þessum smæstu systkinum okkar leið vel hjá Járnmeistaranum. Okkur væri nær að fella niður þessar heimskulegu ákærur og bjóða honum nýtt Byrgi til að reka.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 21:20

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Auðvitað hefði Guðmundur átt að vera búin að fá stórriddarakross fyrir löngu.  Þetta eru smáaurar miðað við það gagn sem hann vann.  

Magnús Sigurðsson, 7.10.2009 kl. 21:31

15 Smámynd: Björn Birgisson

Hver fangi er talinn kosta ríkið 8.760.000 á ári eða sem nemur 760 þúsundum á mánuði. Þess vegna lagði ég til, hér á blogginu í sumar, að góður sparnaður gæti náðst í kreppunni með náðun sakamanna. Lausaganga fanga. Það er málið. Það eru ekki nema 250 á biðlista! Náðum þriðja hvern og byggjum almennilegt fangelsi fyrir sparnaðinn! Borðliggjandi.

Björn Birgisson, 7.10.2009 kl. 21:54

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, þú segir nokkuð. Hafa ekki alls kyns slordónar fengið Fálkaorðuna? Sigurður Einarsson? Jú ég held ég styðji þessa hugmynd þína en hef ekki trú á því að Bessastaðagrísinn hlusti á okkur.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 22:01

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, blankur Hafnfirðingur fær nú svimakast að lesa svona tölur. Svo væla menn yfir einhverjum 10 milljónum í Byrginu. Mér finnst allt bera að sama brunni - afturköllum þessar smásmugulegu ákærur og leyfum Járnmeistaranum að starfrækja Byrgið á nýjan leik. Fólkinu leið vel hjá honum og þannig á það að vera.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 22:04

18 Smámynd: Ruth

Leitt að lesa um viðhorf þín og annara gagnvart konum sem voru að leita sér hjálpar.

Guðmundur skilur eftir sig sviðna jörð og hefur valdið fyrverandi skjólstæðingum sínum og fjölskyldum þeirra óbætanlegt tjón

Ruth, 7.10.2009 kl. 22:10

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ruth777, ég hef ekki minnstu trú á því að hann hafi valdið nokkrum manni tjóni. Þetta eru innantóm orð. Þessar konur ættu að biðja hann fyrirgefningar.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 22:18

20 Smámynd: Unknown

ertu bara að reyna að fá fólk til þess að úthrópa þig fávita? Sást þú kanski ekki myndbandið? Maðurinn gengdi trúnaðarstöðu og misnotaði hana all SVAKALEGA. Ótrúlegt að nokkur maður með heilu eða hálfu viti myndi láta það útúr sér sem þú ert að láta útúr þér nema í léttu gríni hr. Baldur Hermannsson

Unknown, 7.10.2009 kl. 22:29

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er vandalaust að bjarga mörgum sakamanni með því að byggja þokkalegt afdrep á einhverri eyju og láta fangana bjarga sér á eigin spýtur með ofurlítilli tilsögn. Það yrði besta ráðstöfunin á aflaheimildum sem ég sé fyrir mér í dag. Svo gæti annað hvort ég eða Baldur leiðbeint þeim við sauðfjárbúskap.

Árni Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 22:31

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Baldur, þig á að klóna ~znarlega...~

Steingrímur Helgason, 7.10.2009 kl. 22:54

23 identicon

Er ekki í lagi með þig maður?

 þar voru engar mjallhvítar og flekklausar fermingarstelpur á ferðinni, heldur konur útfarnar í hvers kyns nánum samskiptum við karlmenn, eins og glöggt kom í ljós af framlögðum sönnunargögnum í málinu.

Nú? Og þá er í lagi að nauðga þeim og misnota? Þurfa konur að vera "mjallhvítar og flekklausar fermingarstúlkur" svo að það sé ekki hægt að réttlæta kynferðisofbeldi? Hann var í valdastöðu gagnvart þessum konum og misnotaði það all verulega. Svona hugsunarháttur er ástæða þess að enn þann dag í dag eru konur að berjast fyrir því að vera ekki dæmdar fyrir þá árás sem nauðgun og kynferðisofbeldi er. Skammastu þín bara.

Linda (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:27

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Var nokkru sinni um beina nauðgun að ræða? Var þetta fólk ekki allt saman meira og minna brenglað kynferðislega?

En auðvitað er það með öllu óverjandi að forstöðumaður efni til kynlífsathafna með skjólstæðingum.

Árni Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 23:37

25 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þetta var hvað ofan í örðu þarna og mér finnst sorglegt hvernig endalok þessa heimils varð.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 7.10.2009 kl. 23:50

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Linda, auðvitað eiga forstöðumenn ekki að láta svona. En ef einhver vogar sér að kalla þetta framferði nauðgun þá er það enn eitt dæmið um hvernig búið er að snúa upp á handlegginn á tungumálinu. Járnmeistarinn lá bundinn í rúminu með hettu á höfði meðan stelpugægsnið var að hýða hann og skemmti sér konunglega. Ég skal játa að þetta var fullmikið fyrir jafn meyra sál og undirritaðan og ég skoðaði þessi firn ekki til hlítar. Ef einhverjum var nauðgað - var það þá ekki Járnmeistarinn?

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 00:19

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ekki skal ég dæma um þetta hátterni fólksins, en ég samþykki hitt orðalaust - svona eiga menn ekki að gera. En menn eiga heldur ekki að senda fólk í betrunarvist fyrir svona hátterni. Mér finnst alveg nóg um refsigleði manna. Það kom margsinnis fram í fjölmiðlunum að stelpurnar kærðu hann aðallega vegna þess að þær urðu spældar þegar þær urðu þess vísari að hann hafði haft náið samneyti við aðrar en þær - og vissu þó allar frá upphafi að Járnmeistarinn er kvæntur maður, kvæntur aðdáunarverðri konu sem staðið hefur við hlið hans af óbifandi staðfestu. Og mikilvægast af öllu var auðvitað að herja út skaðabætur. Mér er með öllu óskiljanlegt að fólk með fullu viti skuli ekki sjá í gegnum þennan vef afbrýðissemi og peningagræðgi.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 00:31

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, varðandi hugmynd þína um að leyfa brotamönnum að taka út sína betrunarvist á eyju og stunda þar búskap eða útgerð, þá held ég að það sé löngu tímabært að taka svona hugmyndir til alvarlegrar skoðunar. Þannig byggðu menn Ástralíu á sínum tíma. Mér dettur í hug Hrísey, þar gætu áreiðanlega allir refsifangar landsins hafst við, stundað landbúnað og fengið krókaleyfi, og þetta yrði ánægjuleg ráðstöfun fyrir þá sjálfa - og ódýrari lausn fyrir þjóðfélagið.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 00:36

29 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hrísey hehehehe Baldur þú ert ekki í lagi   Eitt sinn átti að bjóða fínustu lúxus þjónustuíbúðir þar til hvíldardvalar þeim sem á þurftu að halda.  Almáttugur manstu ekki hvað allt sprakk þarna á höfuðborgarsvæðinu út af þessu.  Enn margur fanginn hefði gott af því að fá að dvelja í Hrísey um tíma, það er mannbætandi að anda að sér Eyjafjarðar vítamíninu.

Ég legg til Papey þeir eru svo góðir að leggja þar að sumir krimmarnir.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.10.2009 kl. 00:41

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við Jóna vorum dagsstund úti í Papey á liðnu sumri, það er dásamlegur staður og ekki myndi þar væsa um brotamanninn.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 00:46

31 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Hæ gott fólk, hvað er betra en að vinna,brotamenn eru líka fólk sem þarf að rétta við.

Nú styttist í að göng verði tilbúin til Bolungarvíkur. Þarna eru mörg fyrirtæki og mikið af

íbúðarhúsnæðum. Það kostar þjóðarbúið 5.miljónir hver fangi á ári, Járnmeistarinn fékk 10.milj, sem eru 10.miljónum of mikið, hann bjó til nýja fíkla svo dansinn héldi áfram

Það þarf nýja hugsun og nýtt verklag í málefnum fanga og nú er lag.Best er að bjóða þeim Bolvíkingum sem vilja að selja ríkinu eignir sínar, sett verur hlið með vaktmanni,(fangaverði )

við enda ganganna öðru hvoru megin.Hér verða menn sem hafa stolið og skemmt eigur manna og þeir sem valdið hafa líkamsárásum látnir vinna fyrir hverja krónu sem þeir hafa valdið öðrum allt tjón verði greitt upp, ég vorkenni engum til að gera upp skuldir sínar.

Bolungarvík gæti orðið aftur ein stærsta línuveiðiútgerðarbær, þeir sem vilja ekki beita geta fengið vinnu við saltfisksöltun, baka kleinur eða muffins í bakarríunu, eða vinna í velsmiðjunni.

ég er ekki að tala um að setja þangað hættulega glæpamenn.

Bernharð Hjaltalín, 8.10.2009 kl. 02:30

32 Smámynd: Eygló

Hér að ofan sýnist mér allmargir segja meira en þeir vita... og ekki veit ég.

Hitt sem ég get aldrei skilið... hvernig í ósköpunum hafði einhver lyst á þessum ógeðfellda snælduhaus.

Eygló, 8.10.2009 kl. 02:37

33 identicon

Baldur: Þú ert greinilega stórgallað eintak og ættir að vera kallaður inn sem fyrst vegna framleiðslugalla!!!!!

Þú ert, eins og þú blasir við mér, þröngsýnn og óumburðarlyndur!!! Hreinlega illgjarn!!!!..................... Þú sérð flís í auga náungans.... en sérð ekki bjálka í þíns eigins.

Ótrúlegt að þú skulir leyfa hugarrugglinu og foráttuheimskunni,sem býr í hausnum á þér, rata á alheimsvefinn.

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 02:46

34 identicon

Bernharð Hjaltalín: ,,ég er ekki að tala um að setja þangað hættulega glæpamenn.''   ???????

Hvurn andskotan ertu að babbla þá??????.....

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 03:03

35 Smámynd: Ruth

Baldur !

Ég leyfi mér að vona að þú sért að grínast !

Guðmundur var í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir einstaklinga sem hafa hrasað illa á lífsleiðinni og áttu nánast hvergi höfði sínu að halla þegar þeir leituðu til Byrgisins eftir aðstoð og hann kom fram sem Pastor ,kennari ,verndari ,læknir og ráðgjafi!

Hann misnotaði gróflega skjólstæðinga sem voru í einlægni að leita hjálpar og töldu líf sitt undir því komið vera í Byrginu undir hans handleiðslu og leita þar svo áfram stuðnings bæði félagslega og andlega.

Ein af stúlkunum sem þú níðir niður var aðeins 17 ára þegar hann misnotaði hana !

 

Ruth, 8.10.2009 kl. 07:57

36 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna, menn eru farnir að fara út fyrir kaldhæðnina sem hér ríkir, þetta er nú Baldurs síða og hér ræður hann

Bernharð heldur þú virkilega að Bolvíkingar mundu taka við svona mönnum, aldrei í lífinu, þeir vilja nú ekki einu sinni opna fyrir og vera víðsýnir í ferðamannaiðnaðinum, en það er nú önnur Ella.
Það mætti kannski senda þá í Skálavík og loka vegarómyndinni sem þangað liggur, en auðvitað ræður ríkið þessu öllu.

Annars ætlaði ég bara að segja góðan daginn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2009 kl. 08:10

37 identicon

Jan Mayen eða Surtsey.........  :)   

Jóa (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 08:31

38 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

góðan daginn

Jón Snæbjörnsson, 8.10.2009 kl. 08:35

39 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég nokkurn veginn á sama máli og þú Baldur.  Hvað sem hver segir þá vann Guðmundur gott starf, ég er þess fullviss að það hafi verið vegna "þrýstings" að hann var dæmdur, ef hann hefði látið þessa kynferðislegu hluti eiga sig er ég nokkuð viss um að málið hefði verið "þaggað niður" og hann hefði ekkert hlotið dóm.

Jóhann Elíasson, 8.10.2009 kl. 08:44

40 identicon

Mér er eiginlega nokk sama hver á í hlut en til að halda uppi eðlilegu samfélagi er eðlilegt að menn séu dæmdir af verkum sínum......... þá er ég að meina hvort sem það eru góð verk eða slæm.

Auðvitað á að dæma Guðmund fyrir það sem hann gerði ólöglegt en ég get ekki ímyndað mér að þegar hann byrjaði þessa starfsemi hafi hann haft það í huga sem seinna gerðist. Vald er eitt af því sem mest freistandi er að nota og hann freistaðist til að misnota það. Menn eru breyskir, það er okkar eðli en við megum ekki gleyma því að það er líka í okkar eðli að beina fólki á rétta braut. Það er bara spurning um hvernig við gerum það. 

Freud sagði að okkar helstu hvatir væru árásarhvöt og kynhvöt........... sama og hjá öllum dýrategundum......... við höfum bara í tímans tönn lært að hafa stjórn á þessum hvötum, það er að segja flest okkar.

Enginn er fullkominn af þeirri einföldu staðreynd að það hefur aldrei komið fram fullkomin skilgreining á fullkominni manneskju.

En ég er sammála mörgum hér að ofan að hann er ekki sá einstaklingur sem við þyrftum helst að beina athyglinni að, valdahroki er mikið vandamál í okkar samfélagi, því miður...........

Jóa (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:21

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bernharð Hjaltalín, þetta er áhugaverð uppástunga hjá þér. Það er óhugsandi að Litla-Hraun sé besta svarið við afbrotum. Ég hef heyrt að vistin þar forherði margan manninn sem kannski hefði verið hægt að bjarga af glapstigum. Það er hollt fyrir menn að vinna og skapa verðmæti - þeir skapa sér í leiðinni nýja sjálfsvirðingu.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 10:06

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhann Elíasson, ég er ansi hræddur um að þú hafir lög að mæla - þrýstingur utan frá hlýtur að hafa haft áhrif á dómarana. Þetta er alltof strangur dómur. Þarna var fulltíða fólk að verki, allar athafnir voru gerðar með fullu samþykki leikenda og það liggur fyrir af þeim gögnum sem voru birt almenningi á  að þarna var engin nauðung á ferðinni.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 10:09

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóa, ég er sammála þér. Menn leiðast út í svo margt sem þeir ætla sér ekki í upphafi. Guðmundur hefði frekar átt að fá sálfræðiaðstoð en refsingu. Eitthvað virðist það líka vera í embætti prédikara sem gerir þá viðkvæmari fyrir freistingum en aðra menn. Nú er jafnvel Gunnar í Krossinum búinn að missa geislabauginn og má þá líklega segja að svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 10:12

44 identicon

Tel mig vita það að ruth777 sé ekki alveg óháður aðili í þessu máli

Gunnar (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 11:08

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, þá skil ég málflutning hennar betur. Takk fyrir þessa ábendingu.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 11:11

46 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

ÚFFF,,ég er orðlaus.

Skelfilegast þykir mér af öllu þessu er að hann einn var dæmdur,,það voru nokkrir aðilar,,aðallega einn sem var i forssvari fyrir þessu öllu,,útvegaði ,,járnmeistaranum,, sitt kók,,og hann slapp.Hinir lifðu kóngalífi,og héldu að sjálfsögðu kjafti.Ótrúlegt hvað þetta gekk i mörg ár. Hvar var eftirlitið með þessu,,það nattrlega kvartaði enginn,fólki var mútað á beina eða óbeinan hátt með peningum og gjöfum. Það vissu allir vistmenn hversu mikil spilling var i gangi,enn engin hafði þor eða kjark til að segja neitt. Því ,,ju einkenni alkholisma er lág sjálfsvirðing meðal annars.

Bergþóra Guðmunds, 8.10.2009 kl. 13:57

47 identicon

Birkir Jón... hvers vegna er hann á alþingi... , hvers vegna er hann ekki dæmdur fyrir að henda milljíonum í Byrgið...
Það er vegna þess að Birkir er partur af gamla íslandi... alþingi líka.. og allt heila pakkið

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:12

48 identicon

Það er gott það skulli bara vera til eitt einntak af þér Baldur Hermannsson, miðað við bullið sem veltur úr þér. Mundu að orðið er lifandi og því skal varast þann orðarflaum er úr munni þínum dregur. Þú ert ekki að skilja eitt eða neitt þrátt fyrir ábendingar. Þú kemur fyrir sem persóna sem hefur skoðun á hinnu og þessu en enn um sinn skaltu geyma þá skoðun fyrir sjálfann þig þar eð þú hefur ekki fyrir því að leita uppi sannleikann fyrst áður enn þú tjáir þig.  Þú bullar bara, enn um leið særir þú fullt af persónum.     HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÞÚ VEIST UM ÞESSI MÁL?  Láttu okkur heyra það.

Raven (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:19

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

DoctorE, Birkir Jón er á Alþingi vegna þess að hann mútaði kjósendum í kjördæminu með fokdýrum göngum gegnum fjall.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 15:57

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Raven, Guðmundur í Byrginu á líka fjölskyldu, vini og ættingja sem þykir vænt um hann og harma meðferðina á honum. Varstu búinn að gleyma því?

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 15:58

51 identicon

Það á að banna mönnum að kjósa sveitunga sína...

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:17

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Spurning hvort ekki ætti að setja lög sem harðbanna þingmönnum að framfylgja málum sem eru ekkert annað en fyrirgreiðsla við kjósendur þeirra. Verði þingmaður uppvís að fyrirgreiðslu yrði honum vikið af þingi samdægurs.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 16:47

53 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þarna hittirðu naglann á höfuðið hvernig á að fara að því að skera niður hjá því opinbera. 

Magnús Sigurðsson, 8.10.2009 kl. 17:03

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt Magnús. Því miður dettur þessum ráðherrablókum ekkert annað í hug en flatur niðurskurður. Það hefur verið gríðarleg ofþensla í skólakerfinu, þar mætti skera niður um tugi milljarða árlega án þess að raunveruleg menntun landsmanna skaðist nokkuð. Svo er það silkihúfufarganir út um allt kerfið - það ætti að afnema með einu pennastriki. Allar froðustofnanirnar svo sem Jafnréttisráð og þess háttar, burt með þær. Sendiráðin. Burt með þau. Það þyrfti að senda vaska hreingerningasveit á allt báknið eins og það leggur sig, en stjórnvöld sjá bara flatan niðurskurð og Guðmund í Byrginu.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 17:07

55 Smámynd: Björn Birgisson

Með náðun og lausagöngu 50 fanga má spara ríkinu 438 milljónir á ári. Sjá nánar á síðunni minni.

Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 17:18

56 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég heyri nánast vikulega af innbrotum á heimil fólks sem ég þekki persónulega eða kann skil á, það þyrfti að smala saman þessum þjófalýð og koma þeim öllum fyrir á afviknum stað þar sem þeir geta aðeins stolið hver frá öðrum. Ég vil alls ekki fara illa með þessa ólánsmenn en þeir eru vágestir í þjóðfélaginu og valda ómældum hörmungum. Mér líst best á að vista þá úti í hentugri eyju, þar færi vel um þá og þjóðfélagið myndi spara offjár.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 17:22

57 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hjartnalega sammála Baldur.  Ef þessir ræflar í stjórnarráðinu þyrðu út í niðurskurð á flottræfilshættinum þá gætum við sagt AGS að fara til helvítis og borgað icesave þessvegna tvisvar bara til að sýna hversu ábyrg þjóð við erum. 

Magnús Sigurðsson, 8.10.2009 kl. 17:29

58 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Með því að láta 63 þingmenn ganga sjálfala fæ ég út E5.67000000000.  Ég hef ekki kunnáttu til að reikna út ráðherrana.  En þessar 10 milljónir hans Guðmundar eru greinilega smámál.

Magnús Sigurðsson, 8.10.2009 kl. 17:34

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, þarna ertu að hreyfa við máli sem ég hef stundum leitt hugann að. Þarf 300 000 manna þjóð virkilega 63 þingmenn? Við erum með mörg hundruð sinnum fleiri þingmenn á þúsund íbúa en nokkurt annað vestrænt ríki. Það mætti fækka þeim tafarlaust niður í 15 og ráðherrar mættu vera 5. Kjaftæðið myndi snarminnka og skilvirknin margfaldast. Sveitarfélögin eru líka með alltof marga sveitarstjórnarfulltrúa. Þeim mætti að ósekju fækka um 50-70%. Laun sveitarstjóra eru að jafnaði þrisvar sinnum hærri en nauðsynlegt er. Í kjölfar hrunsins ættum við að hætta að haga okkur eins og 100 milljóna manna þjóð.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 17:45

60 Smámynd: Eygló

Baldur þarna er einmitt kjarninn; setja þessa þjófa-/glæpakumpána út úr almenningi, í fjarlægan dilk

"... þar sem þeir geta aðeins stolið hver frá öðrum."

Eygló, 8.10.2009 kl. 17:50

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló, það er löngu ljóst að við neyðumst til að endurskoða það refsikerfi sem við hófum hróflað upp. Annars vegar hraunum við yfir meinleysisgrey á borð við Járnmeistarann, hins vegar sæta innbrotsþjófar og ofbeldismenn svo hlægilega litlum refsingum að engu tali tekur. Þetta eru vond skilaboð til glæpalýðsins.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 17:54

62 identicon

Hvað er verið að bera þetta Skrímsli samann við einfaldann innbrotsþjóf og kannski grófann ofbeldismann.Og hvað þá eitthverja útrásavíkinga + politíkusa. Hann réðist á sálu fólks  sundraði og tætti,það mun aldrei bíða þess bætur meðan það LIFIR. Og já hann á fjölskyldu hinn helmingurinn tók virkan þátt í viðbjóðinum. Hvað börninn snertir þá vorkenni ég þeim enn tel þeim best borgið að vera laus við hann. Enn það kemur við ykkur öll er stolið er frá ykkur um það getið þið verið sammála vegna það snertið ykkur beint og kemur við kaunann á ykkur. Enn að setja sig í spor annara þolanda er ykkur um megn.

Raven (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:01

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Raven, Guðmundur í Byrginu er þolandi. Þessar stelpur sem voru í slagtogi við hann eru ekki þolendur. Sjálfsagt hefur hann tælt þær, en bæði karlmenn og konur stunda tælingu út um allt land á hverju kvöldi og það er ekki saknæmt athæfi. Án tælingar væri ekki til neitt mannkyn.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 20:17

64 Smámynd: Björn Birgisson

"Án tælingar væri ekki til neitt mannkyn"

Eitt er nú tæling saklausra elskenda eftir ball í Hafnarfirði og daginn eftir, kannski fyrir lífstíð. Það heitir ást tveggja einstaklinga á okkar ylhýra. Allt annað en yfirþyrmandi gredda forstöðumanns Byrgisins og hans spúsu og þeirra brotnu einstaklinga sem þau fengu í leikinn með sér. Líklega með aðstoð fíkniefna. Þar er ekki ástinni fyrir að fara. Þar er hrein og klár misnotkun á ferðinni. Þetta snýst ekkert um að taka þátt í leik með frjálsum vilja. Þetta snýst um að hjálpandinn og leiðbeinandinn bjóði alls ekki til leiks. Guðmundur er eins sekur og hægt er að vera. Refsing? Dómskerfið sér um að útdeila henni. Um hana má endalaust deila. Og hefur verið gert hér á síðunni.

Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 20:45

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, margan góðan drenginn hefur lostinn leitt afvega.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 21:00

66 Smámynd: hilmar  jónsson

Baldur: Á þessum tímapunkti væri ekki galið hjá þér að skrifa: Allt í djóki.

Nema þú viljir vera álitinn maður sem upphefji kynferðisglæpi og líti á þá sem hvert annað sport...

hilmar jónsson, 8.10.2009 kl. 21:01

67 Smámynd: Baldur Hermannsson

Engan svona kjánaskap, Hilmar Jónsson. Ég er margbúinn að taka það skýrt fram að svona eiga menn ekki að gera. En það verður að vera hóf í öllu, líka refsingum. Og þó að Járnmeistarinn hafi vissulega farið yfir strikið og það oftar en einu sinni, þá gerðist hann ekki sekur um neins konar kynferðisafbrot, hann var ekki einu sinni sakaður um kynferðisafbrot hvað þá dæmdur fyrir það. Reyndu nú einu sinni að fara rétt með, gamli skarfur.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 21:05

68 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Ákæra hefur verið gefin út á hendur Guðmundi Jónssyni fyrir að svíkja undan skatti og að draga sér hátt í 10 milljónir króna þegar hann var forstöðumaður Byrgisins".

Menn hafa fengið stórriddarkross fyrir stærri þjófnað.

Magnús Sigurðsson, 8.10.2009 kl. 21:31

69 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður Einarsson til dæmis og trúlega eru þeir miklu fleiri.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 21:33

70 identicon

Baldur: Útskýrðu fyrir okkur einfeldingana hvers vegna hann situr þá innan veggja þessi sómamaður?  Annars hefuru ekki svarað einni né neinni af þeim spurningum sem ég hef spurt, meðal annars hvað það er sem þú veist um þetta mál?  Koma svo láttu okkur ekki býða lengur.  Og bentu okkur á í leiðini hvar þú tekur það fram (margoft) að svona eiga menn ekki að gera.

Raven (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:49

71 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég segi fyrir mig að ég hef alltaf haft helvítið hann Baldur grunaðan um einhverjar undarlegar hvatir.

Árni Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 21:52

72 identicon

Hér er líflegt spjall sem gaman er að fylgjast með. Eina sem ég átta mig ekki alveg á, er hvort menn séu að grínast eða ekki. Þó hef ég lúmskan grun um, að Baldur hlægi hrossahlátri af öllu saman. Þessi setning er algjört gull: "hann bjó þessum vesalingum gott og hlýlegt athvarf. Hafi hann heila þökk fyrir það."

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:55

73 Smámynd: Björn Birgisson

Það er nú þegar búið að dæma Byrgisforstjórann fyrir hans kynferðisglæpi. Hann fékk tvö og hálft ár fyrir sameiginlega greddu þeirra hjóna, sem þau beindu að ungmennum, sem þau höfðu til meðferðar. Afplánun hans fyrir hátterni sitt hófst í mai mánuði 2009. Veit ekki um spúsuna. Hugur minn dvelur hjá börnum þeirra og hvernig þeim muni reiða af. Einnig hjá fórnarlömbunum, sem "lágu svo vel við höggi" eins og Þorgeir Hávarsson sagði forðum, áður en hann hjó höfuðin af fórnarlömbum sínum. Hvar er Guð? Hvar er réttlætið? Er það kannski hjá Jóni Steinari í Hæstarétti? 

Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 21:56

74 Smámynd: Baldur Hermannsson

Raven, þú ert svo þungt haldinn af andlegri leti að þú nennir ekki að lesa og þegar þér er sagt, þá nennirðu ekki að skilja. Ég gagnrýni hegðun Járnmeistarans í athugasemdum 11, 27 og 43. Hér eftir verðurðu að lesa þér til sjálfur, ég er enginn einkalesari fyrir þig.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 22:07

75 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, hann var nú reyndar ekki dæmdur fyrir kynferðisglæpi, heldur fyrir að hafa misnotað sér stöðu sína og það traust sem skjólstæðingar hans báru til hans. Mér er nær að halda að þú sért eini maðurinn á Íslandi sem ekki fékk vitneskju um athafnir þeirra skötuhjúanna því þetta var í öllum fjölmiðlum, jafn ókræsilegt og það nú var. Sá dómur er fallinn, hvort sem mönnum kann að þykja hann full þungur eða alltof þungur, en nú er réttarkerfið búið að ræsa skriðdrekana í annan gang og nú eru það fjármálin sem á að refsa honum fyrir. Best væri að láta það mál niður falla og láta duga sem orðið er.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 22:12

76 Smámynd: Ruth

 Baldur 

Hér er Kynferðisbrotakafli almennra hegningalaga þér til glöggvunar !

Guðmundur var dæmdur í fyrir kynferðisbrot!

XXII. kafli. [Kynferðisbrot.]1)
   1)L. 40/1992, 1. gr.
194. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.]1)
   1)L. 61/2007, 3. gr.
195. gr. [Þegar refsing fyrir brot gegn 194. gr. er ákveðin skal virða það til þyngingar:
   a. ef þolandi er barn yngra en 18 ára,
   b. ef ofbeldi geranda er stórfellt,
   c. ef brotið er framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt.]1)
   1)L. 61/2007, 4. gr.
196. gr. …1)
   1)L. 61/2007, 5. gr.
197. gr. [Ef umsjónarmaður eða starfsmaður í fangelsi, annarri stofnun á vegum lögreglu, fangelsisyfirvalda eða barnaverndaryfirvalda, geðdeild sjúkrahúss, heimili fyrir andlega fatlað fólk eða annarri slíkri stofnun hefur samræði eða önnur kynferðismök við vistmann á stofnuninni varðar það fangelsi allt að 4 árum.]1)
   1)L. 61/2007, 6. gr.
198. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann …1) með því að misnota freklega þá aðstöðu sína að hann er honum háður fjárhagslega, í atvinnu sinni eða sem skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða, sé maðurinn yngri en 18 ára, allt að 6 árum. …2)]3)
…1)
   1)L. 61/2007, 7. gr. 2)L. 40/2003, 1. gr. 3)L. 40/1992, 6. gr.
199. gr. [Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.]1)
   1)L. 61/2007, 8. gr.
200. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að [8 árum]1) og allt að [12 ára]1) fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að [4 ára]2) fangelsi og allt að [6 ára]2) fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing falli niður að því er þau varðar.]3)
   1)L. 40/2003, 2. gr. 2)L. 61/2007, 9. gr. 3)L. 40/1992, 8. gr.
201. gr. [[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða tengt honum þannig fjölskylduböndum í beinan legg eða barn, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 8 árum og allt að 12 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára.]1)
Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að [4 árum]1) og allt að [6 ára]1) fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.]2)
   1)L. 61/2007, 10. gr. 2)L. 40/1992, 9. gr.
202. gr. [Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára],1) skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum].1) …2) [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.]1)
[Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að [6 árum].1)]2)
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir [barn]1) [yngra en 18 ára]2) til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.]3)
…4)
   1)L. 61/2007, 11. gr. 2)L. 40/2003, 4. gr. 3)L. 40/1992, 10. gr. 4)L. 54/2009, 1. gr.
203. gr. …1)
   1)L. 40/1992, 16. gr.
204. gr. [Hafi brot skv. 201. eða 202. gr. verið framið í gáleysi um aldur þess er fyrir broti varð skal beita vægari refsingu að tiltölu sem þó má ekki fara niður [fyrir lágmark fangelsis].1)]2)
   1)L. 82/1998, 102. gr. 2)L. 40/1992, 11. gr.
205. gr. [Nú hefur sá sem sæta skal refsingu fyrir eitthvert þeirra kynferðisbrota sem að framan greinir áður verið dæmdur sekur um slíkt brot og má þá hækka refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.]1)
   1)L. 61/2007, 12. gr.
206. gr. [Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi barns undir 18 ára aldri skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.]1)
[Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn yngra en 18 ára til vændis.
Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann stundi vændi sér til viðurværis.
Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru.
Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.]2)
   1)L. 54/2009, 2. gr. 2)L. 61/2007, 13. gr.
207. gr. …1)
   1)L. 40/1992, 16. gr.
208. gr. [Nú hefur maður, sem sæta skal refsingu eftir 206. gr., áður verið dæmdur fyrir brot á þeirri grein, eða hann hefur áður verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir auðgunarbrot, má þyngja refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.]1)
   1)L. 40/1992, 14. gr.
209. gr. [Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum]1) eða sektum ef brot er smávægilegt.]2)
   1)L. 82/1998, 104. gr. 2)L. 40/1992, 15. gr.
210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[[Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.]3) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)
   1)L. 82/1998, 105. gr. 2)L. 39/2000, 7. gr. 3)L. 74/2006, 2. gr.

 Mér finnst sorglegt að lesa skrif þín og viðhorf og ætla ekki eyða meiri tíma í það.

Ruth, 8.10.2009 kl. 22:54

77 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir það.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 23:01

78 identicon

Baldur: Ég þakka guði fyrir að þú gegnir ekki dómaraembætti eins siðblindur þú ert. Ekki dæmdur fyrir kynferðisglæp hvað þá, það er eins og að hann hafi notað annars mans tittling á priki til að fremja glæpina í hlýlegu og góðu umhverfi og  þess vegna alsaklaus gjörða sinna.

Raven (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:06

79 Smámynd: Björn Birgisson

"Mér er nær að halda að þú sért eini maðurinn á Íslandi sem ekki fékk vitneskju um athafnir þeirra skötuhjúanna því þetta var í öllum fjölmiðlum, jafn ókræsilegt og það nú var."

Þessi setning er óborganleg steypa. Ég fylgist þokkalega með fjölmiðlum. Baldur, þessi skötuhjú eru svo sek að nærvera Þorgeirs Hávarssonar væri kærkominn með sinn brand. Hafandi lesið eitt og annað, hér á þessari síðu; Ekki myndi ég ráða þig til forstöðu á heimili fyrir fólk í vanda.

Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 23:20

80 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, hvers vegna ekki? Ég held þvert á móti að ég yrði góður og farsæll forstöðumaður fyrir fólk í vanda. Ég get því miður ekki stært mig af því að hafa gert mér sérstaklega far um það á lífsleiðinni að hjálpa fólki í vanda, eða styðja það á einn eða annan hátt, en þegar slíkar aðstæður hefur borið að höndum hef ég ekki skorast undan. En ég endurtek: hvers vegna ekki?

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 23:24

81 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Hvað samneyti Jármeistarans við konur áhrærir, þá er nú fyrst þess að geta að þar voru engar mjallhvítar og flekklausar fermingarstelpur á ferðinni, heldur konur útfarnar í hvers kyns nánum samskiptum við karlmenn, eins og glöggt kom í ljós af framlögðum sönnunargögnum í málinu. Sú sem geisaði hvað harðast gegn honum hefur síðan þráfaldlega verið staðin að hrottalegum ofbeldisverkum"

Líklegast þurfa mjallhvitar og flekklausar fermingarstelpur ekki á því að halda að fara á meðferðastofnun eða hvað?  

Konurnar sem um ræðir voru samt sem áður skjólstæðingar Guðmundar. Honum var TREYST fyrir þeim, og staða hans gagnvart þeim var mjög sterk. Þetta er misnotkun á valdi í sinni ljótustu mynd.

Síðan má skoða það hver bar ábyrgð á því að Guðmundur hékk þarna inni svona lengi með þessa vafasömu starfsemi utan allra velsæmismarka og hvort ekki hefði mátt grípa mun fyrr í taumana. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 23:29

82 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhanna, ég veit ekki hvort þú ert að spyrja mig eða hvort þetta er stílbragð hjá þér - en svar mitt er þetta: yfirleitt þurfa mjallhvítar og flekklausar fermingarstelpur ekki á því að halda að fara á meðferðarstofnun.

Hvað varðar athæfi Guðmundar gegn þessum konum þá hef hvorki ég né annar dregið í efa að hann fór yfir strikið. Ég skil ekki alveg til hvers þú ert að stagast á því sem allir eru á einu máli um.

Dómur er löngu fallinn í því máli og hann situr nú inni og afplánar þann dóm, en nú er verið að ákæra hann fyrir fjármálaóreiðuna, sem mönnum mátti vel vera kunnugt um, því Járnmeistarinn Guðmundur í Byrginu er enginn hvítflibbadrengur með háskólaskírteini, heldur vaxinn upp úr sömu jörð og þeir sem hann reyndi að annast og hjálpa. Í öllum málum er skylt að horfa ekki bara á einstök atriði heldur heildarmyndina. Guðmundur í Byrginu lyfti Grettistaki til að hjálpa útskúfuðum smælingjum sem enginn annar vildi snerta. Hann bjó þeim hlýlegt og yndislegt heimili og það kom fram í fjölmiðlum hve vel þeim leið hjá honum og hve vænt þeim þótti um hann. Það ríkti samhugur og eindrægni á þessu heimili og þegar einhverjir villtust frá hjörðinni fóru hinir á stúfana til að leita.

Við erum skyldug til þess að horfa á heildarmyndina og það er alveg krystaltær staðreynd að þessi ágæti maður gerði margt gott, þótt breyskleikinn teymdi hann á stundum á villigötur. Gaman þætti mér að vita hvort þeir sem álasa Guðmundi núna hvað harðast hafi nokkurn tíma gert öðru fólki hundraðasta hluta af því gagni sem Guðmundur vann. Ég efast stórlega um það. Dómharkan gefur því miður ansi skýra mynd af þeirra innri manni.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 23:54

83 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ættleiði þetta innlegg Baldrz, sem mitt.

Steingrímur Helgason, 9.10.2009 kl. 00:05

84 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn, ég ætla ekki að svara þinni síðustu spurningu til mín. Þín vegna.

Björn Birgisson, 9.10.2009 kl. 00:07

85 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þú hefur þegar svarað henni með þessari athugasemd. Ótrúlega lélegt.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 00:40

86 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með Zteingrími.  Sammála Baldur menn ættu að horfa á heildarmyndina.  Hvenær heldurðu að rannsókninni á "Falli Íslands" verði lokið miða við þann framgang sem fjárálaóreiða Guðmundar hefur haft?

Þessi farsi minnir óneitanlega á ónefndan snærisþjóf.

Magnús Sigurðsson, 9.10.2009 kl. 09:00

87 Smámynd: Offari

Þetta er svo viðkvæmt mál að ég þori varla að tjá mig hér. Einu er ég þó ósammála hjá þér mer finnst eftirlitið ekki vera ábyrgt fyrir að hafa treyst manninum. Margir glæpir hafa verið framdir og þar tel ég gerendurnar alltaf vera sökudólgana en ekki þeir sem tóku ekki eftir því hvað þeir voru að gera.

Offari, 9.10.2009 kl. 09:36

88 identicon

Ég er alveg viss um að Jim Jones í People's Temple bjó tíl hlýlegt og yndislegt heimili fyrir folkið í Jonestown. Líkleg voru Allir brosandi og hamingjasamir.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 10:00

89 identicon

Fallegar ljóðlínur hjá Birni í lok færslunnar 8.10, kl. 21.56

"Hvar er Guð?

Hvar er réttlætið?

Er það kannski

hjá Jóni Steinari í Hæstarétti?"

HB (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:43

90 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, jú reyndar bar yfirvöldum skylda til að fylgjast með því hvernig þessum fjármunum var varið og ég man vel eftir því þegar Birkir Jón hreinlega baðst opinberlega afsökunar á því að hafa vanrækt þá skyldu. Auðvitað var Birki vorkunn. Þarna voru þeir samankomnir sem að almanna áliti teljast úrhrök samfélagsins, stórskaddað fólk á marga vegu, og forsprakkinn var sjálfur vaxinn upp úr þeim hópi þótt frelsaður væri. Þennan hóp vildi engin stofnun snerta, meðan Járnmeistarinn hélt þeim frá götunni voru yfirvöld alsæl og voru ekkert að hnýsast í bókhaldið. Sjálfsagt hafa allir gert sér grein fyrir því að þar færi ekki allt fram samkvæmt ströngustu ákvæðum Evrópska efnahagssvæðisins. Þess vegna er þessi málssókn núna bæði hræsnisfull, óviðeigandi - og eiginlega siðlaus ef hægt er að tefla því orði fram í þessu samhengi.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 12:33

91 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, nú skal snærisþjófurinn súpa seyðið af hryðjuverkum stórbokkanna.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 12:35

92 identicon

Er nokkuð of seint að leiða hugann að orði Krists?  "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum"

Jón Arnarr (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 12:55

93 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón Arnarr, það er aldrei of seint að leiða hugann að þessum orðum. Ég skal gefa gott fordæmi og hugleiða þau fyrstur manna á þessu bloggi, kannski fylgja fleiri á eftir.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 13:00

94 Smámynd: Offari

Kristur hefði orðað þetta svona væri hann upp í dag.  ´"Sá iðar sem siðlaus er byrjar að grýta"

Offari, 9.10.2009 kl. 14:10

95 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, ætli það sé ekki líka raunin? Mér blöskrar þessi ofboðslega dómharka í sumum mönnum og maður spyr sig stundum hvort þessi harðneskja sé ekki einhvers konar skálkaskjól. Ekki yrði ég hissa þótt einhvern tíma yrði sannað að það séu einmitt verstu siðleysingjarnir sem alltaf rjúka upp eins og rakkar til að kasta fyrsta steininum.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 14:16

96 identicon

Hér er líflegt.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:20

97 Smámynd: Baldur Hermannsson

Inside Bilderberg, gott, láttu í þér heyra og til þín taka.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 14:41

98 identicon

Talandi um "dómhörku " þá þykir mér hún ríkandi hér ,gagnvart stúlkunum og fólki í neyð.....

Þvílík siðblinda.

Og er nú í lagi að draga að sér 10.miljónir af almanna fé ,af því að aðrir hafa stolið meiru og ?

Ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki komandi standard gagnvart lögunum.....

KJ (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:58

99 Smámynd: Baldur Hermannsson

KJ, þú verður að taka þér tak og hugsa áður en þú skrifar. Hér hefur enginn beðið um að þessum konum yrði refsað. Þær létu stjórnast af afbrýðissemi og fégræðgi en þær eru ekki einar um það og hvorki ég né aðrir hafa farið fram á að þeim yrði refsað. Þær ættu að skammast sín og biðja karlskömmina fyrirgefningar. Hann hefur þegar hlotið alltof harða refsingu. Skynsamlegast hefði verið í öndverðu að skikka hann til að greiða þeim einhverjar skaðabætur, því það voru greinilega peningarnir sem þær voru á höttunum eftir, láta hann stjórna Byrginu áfram og ráða menntaðan fjármálastjóra til að hafa hönd í bagga með honum. Nú er allt þetta góða starf að engu orðið, allt vegna dómhörku og flumbrugangs í kerfinu.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 15:07

100 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur Hermannsson er Hundraðshöfðingi Bloggsins!

Björn Birgisson, 9.10.2009 kl. 15:08

101 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hundraðshöfðinginn er nú greinilega Björn Birgisson.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 15:14

102 Smámynd: Björn Birgisson

Ég er bara óbreyttur fótgönguliði, hálfgert fallbyssufóður!

Björn Birgisson, 9.10.2009 kl. 15:20

103 Smámynd: Árni Gunnarsson

¨"Viskum ekki gef´ okkur að þessu lambið mitt; viskum halda áfram að tátla hrosshárið okkar."

Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 15:36

104 identicon

Dómharka og krafa um refsingu þarf ekki alltaf að fylgjast að.

Dómharka þín Baldur og fl. hér kemur fram í niðrandi og ósönnuðum ávirðingum í garð þeirra sem sem voru að leita sér hjálpar og Forstöðumanninum var treyst fyrir.

Svo hefurðu ekki svarað spurningu minni um þennan nýja standard sem þú kynnir gagnvart lögum landsins.

Og Jón Arnarr

fallegt að vitna í Krist enn eigum við þá ekki að hafa lög í landinu ?

KJ (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 16:05

105 Smámynd: Baldur Hermannsson

KJ, þú ferð með staðlausa stafi. Því fer fjarri að ég dæmi þetta fólk á nokkurn hátt.

Ef þú ert að vísa í þessi orð í pistlinum "Sú sem geisaði hvað harðast gegn honum hefur síðan þráfaldlega verið staðin að hrottalegum ofbeldisverkum.", þá hafa ítrekað birst fréttir af framgöngu hennar í fjölmiðlum. Ég held að þú gerir ekki greinarmun á staðreyndum og dómi.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 16:20

106 identicon


Þú þvælir þessu til og frá eins og þér hentar.

 Hér eru færslur sem bera vott um fordóma og niðrandi ósannaðar ávirðingar í garð fórnarlamba Forstöðumannsins.

 11. það var svo sorglega augljóst hvað þeim gekk til - skaðabætur til að kaupa fyrir brennivín og dóp. Mannleg niðurlæging í sinni dapurlegustu mynd.
 
 26.
stelpugægsnið
 
24. Var þetta fólk ekki allt saman meira og minna brenglað kynferðislega?
 
og færslur 25.23. 27.99. nenni ekki að copy paste meira....
 
Dómharka og hræsni
 
 
 
 
Svo hefurðu ekki svarað spurningu minni um þennan nýja standard lagana .
 
ps.
Góður punkur í færslu  88.
 
"Ég er alveg viss um að Jim Jones í People's Temple bjó tíl hlýlegt og yndislegt heimili fyrir folkið í Jonestown. Líkleg voru Allir brosandi og hamingjasamir."
 
 
 

KJ (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:52

107 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú vitnar þarna ýmist í mig eða aðra. Ekkert af því sem ég hef sagt felur í sér dómhörku. Og ég nenni ekki að taka þátt í einhverjum tilgangslausum spurningaleikjum við nafnleysingja úti í bæ. Fáðu einhvern annan til að leika við þig.

Baldur Hermannsson, 9.10.2009 kl. 18:56

108 identicon

Baldur, þú ert skák og mát, hættu þessaru þvælu. Hrokinn og dómharkan í þér er yfirgengileg

Það lyggur ljóst fyrir hver er gerandi og hver var fórnarlamb í þessu máli. af hverju í ósköpunum viltu snúa því við?

Guðmundur var aldrei hæfur til þessað bjóða upp á meðferð, það lyggur ljóst fyrir. það væri nær að strykja SÁÁ um þá fjármuni sem byrgið fékk, þau samtök hafa meira og minna séð um veikustu sálir samfélagsins síðustu áratugi.

og já, það á ekki að kæra hann fyrir að stela 10 millum, af því að einhver hefur stolið meira, brilljant..þú ættir að svara KJ, hann er marg búin að spyrja þig um standard laganna.

Pall Steinarsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 06:21

109 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll, ég get ekki tekið undir þetta með SÁÁ. Öðru verð ég að láta ósvarað.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 09:36

110 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já þetta er búið spil hjá þér Baldur minn.  Þú ert ekkert annað en hrokafullur nýðingur sem reynir að benda á að Guðmundur sé fyrir rétti vegna bókhaldsóreiðu, sem er smá mál miðað við þá bókhaldsóreiðu sem þjóðin sýpur seyðið af um þessar mundir. 

Nei þú þarft ekki að ímynda þér að maður eins Guðmundur fái að sitja í kaffisamsætinu með Jóhönnu og Steingrími raðandi í sig hnallþórum og kleinum hjá stöðugleikasáttmálaliðinu við að að fela slóðina. 

Nú eru þeir tímar runnir upp að hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin velferð sem ekki tilheyrir háborðinu.  Þá kannski áttar þú þig á að að þýðir ekkert að bera blak af snærisþjófum, hvað þá ef þeir hafa verið dæmdir fyrir kynferðislega óreiðu. 

Magnús Sigurðsson, 10.10.2009 kl. 10:07

111 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, það er fróðlegt og kannski dálítið kostulegt að sjá hvernig skoðanir skiptast á þessum þræði - sumum tekst að sjá ávirðingar Járnmeistarans í samhengi, en jafn mörgum er fyrirmunað að sjá annað en svartnætti í öllum hans gerðum. Það hefur lengi loðað við Íslendinga að mála fólk í svörtu eða hvítu. Sumir eru hafnir upp til skýjanna og þá má ekki benda á nokkurn löst í fari þeirra, þá ærast aðdáendurnir. Aðrir eru svartari en andskotinn og þá ærast menn ef bent er á ljósa bletti. Þetta er einkenni á vanþroskuðu fólki og vanþroskaðri umræðu og þó að það eigi vafalaust eftir að breytast, þá breytist það ekki í einni svipan.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 10:38

112 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Come on, sjáið þið ekki að Baldur þráir að vera í sömu stöðu og Gummi í Byrginu. Eldprédikari sem í krafti almættisins þræðir drósir Satans upp á púlsandi frelsunarsprotann. Frekar augljós sjálfsfróunarfantasía.

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.10.2009 kl. 11:07

113 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rúnar Þór, hver er sínum gjöfum líkastur.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 340349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband