Nú verða Sjálfstæðismenn að hlusta

Stjórnarflokkarnir hrapa fyrir björg, fylgi Framsóknar vex dagvöxtum en íhaldið stendur í stað. Þetta kemur mér ekki á óvart. Framsóknarmenn endurnýjuðu forystuna og tefldu fram nýjum mönnum. Vitaskuld er þetta áfram sami gamli spillti, ljóti ógeðsflokkurinn en nýjar umbúðir duga alltaf til að blekkja einhverja.

En íhaldið þarf að skoða þessi skilaboð vandlega. Hvers vegna eykst ekki fylgi Sjálfstæðisflokksins þegar vinstri flokkarnir sýna og sanna á hverjum degi að þeir eru alls ófærir um að stýra landinu?

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að ganga í endurnýjun lífdaganna. Hann þarf að þakka nokkrum þingmönnum fyrir samstarfið og tefla fram nýjum umsækjendum. Þessi þurfa að fara og það án tafar: Þorgerður Katrín, Illugi, Tryggvi Þór, Guðlaugur Þór, Árni Johnsen. Margt gott má um þau segja en það er fjallgrimm vissa að þau eru svo nátengd hruninu og "gamla Íslandi" að þau verða aldrei annað en hræðilegir dragbítar á flokkinn.

Verst er vitaskuld að neyðast til að hafna Illuga Gunnarssyni, því hann er heiðarlegur og góður drengur, vel viti borinn og til forystu fallinn. En hann tróð hrunadansinn af kappi og verður að gjalda fyrir það með pólitísku lífi sínu.

Sjálfsagt vilja sumir fresta óhjákvæmilegum hreinsunum fram að næstu kosningum en það er ekki eftir neinu að bíða. Flokkurinn verður að fá svigrúm til að biðja kjósendur um nýtt traust og nýtt umboð. Geri hann það ekki í tíma - þá fellur hann á tíma.


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Það er ljóst að við verðum að lifa með því flokkakerfi sem nú er í gangi. Borgarahreyfingin tók að sér að sanna það. Ég skellti mér í Framsókn korter í síðustu kosningar og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum enn. Þingmenn Framsóknar hafa lagt fram ljómandi góð frumvörp, og stundum í samvinnu við öðlinga eins og Lillju Móses og kannski Ögmund. Þetta sama fólk hefur mætt reglulega hjá okkur í Hagsmunasamtökum heimilanna og merkilegt nokk, hlustað.

Núna verður gott fólk að mæta og breyta þessum flokkum innanfrá. Það er kannski auðveldast í Framsókn vegna smæðar.

Axel Pétur Axelsson, 2.10.2009 kl. 19:19

2 identicon

Eins og talað frá mínu hjarta. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei ná sínum fyrri styrk meðan þessi nöfn eru þar í  forystu. Eins og þú segir þau eru dragbítar á flokknum. Nú þarf Bjarni að sýna leiðtogahæfileika sína og taka af skarið og moka flórinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:34

3 identicon

Framsókn er framsókn, eigum við að ræða það?

Ólafur nokkur Grímsson gæsabóndi bað um svigrúm, og hvernig fór? "Hún" þolir ekki gæsirnar þær ku skíta á túnið á Bessastöðum! Hvað er til ráða?  Eigum við að skjóta gæsirnar, og þá er ég að sjálfsögðu að tala um þær fiðruðu.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, ég spái því að nýr hægri sinnaður stjórnmálaflokkur muni líta dagsins ljós fyrir næstu kosningar. Menn hafa alltaf talað um sundrungina á vinstri vængnum en það fylgja því margir kostir að hafa fleiri en einn flokk á væng. Vinstri menn hafa getað valið um tvo kosti - og stundum fleiri - en hægri menn hafa bara haft íhaldið. Frjálslyndi flokkurinn var aldrei annað en gerpi og ég tel hann ekki með. En íhaldið þarf á samkeppni að halda og ég vona að sú verði raunin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið sig sem skyldi.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 19:35

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, ég held ekki að Bjarni hafi styrk til að gera þetta. Þau verða að fara af fúsum vilja.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 19:36

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hæ Hallgerður, alltaf gaman að sjá þitt bjarta bros á skjánum. Gæsabóndinn er einn þeirra sem verða að víkja og rýma til fyrir nýju fólki. Best væri að hann sæti ekki út kjörtímabilið heldur viki nú þegar.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 19:37

7 identicon

Kalsi. Nú erum við farin að tala saman! Ertu laus um helgina?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:38

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú veist vel að þú átt öruggt pláss í hjarta mínu - vel á minnst, fór til Eyja í sumar, gisti eina nótt og lék tvo hringi. Við vorum fjögur pör saman. Þetta jafnaðist á við utanlandsför. Eyjamenn tóku okkur vel. Ég heimsótti gamlan vin og brá mjög þegar hann sagði mér að konan hefði látist ekki fyrir löngu síðan. Ég var feginn að ég skyldi heimsækja hann.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 19:41

9 identicon

Sum sé fugl á pari?

Held, eða veit hver hann er.

HEIMSPEKI: Af hverju fegin?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 20:11

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef ekki hitt hann í mörg, mörg ár, en vinátta okkar á sér djúpar rætur. Hann var greinilega í sárum og mér fannst gott að rifja upp hina fornu vináttu, því hvað veitir okkur meiri styrk í lífinu en einmitt vináttan? Ég bað hann endilega að heilsa upp á mig og Jónu næst er hann kæmi í borgina og vona að hann geri það. Er það ekki svo að vinirnir verða okkur æ kærari eftir því sem aldurinn færist yfir okkur?

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 20:15

11 identicon

Jú. En þversögnin er, að við ræktum hana minna einhverra hluta vegna. Erum við þá ekki  að tala um eitthvað annað hittandi gamlan vin?. Erum við að tala um birtingarmynd þess sem við hittum?.

Eða minninguna sem fylgir fólki? Sem við höfum ekki blandað geði við en finnum þegar aldurinn færist yfir að það sé fólkið sem mótaði okkur? Samferðamenn okkar.

Eða Ræturnar. Golfvöllurinn heima er flottastur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 20:29

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við skulum ekkert sundurgreina tilfinningar okkar, það vinnur okkur ekkert gagn. Ræktum tilfinningarnar, ræktum vináttuna, ræktum allt sem er gott í öðrum og okkur sjálfum. Amen.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 20:31

13 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Baldur þessi nöfn sem þú skrifar hér, þau fengu sitt tækifæri til að láta sig hverfa einhverjir vildu þau áfram og mér er til efs að þau eigi svo margar ömmur og afa að það nægi til að halda þeim á floti.   En djöfull fara sumir þingmenn í mínum flokki í taugarnar á mér.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 2.10.2009 kl. 20:37

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Allt þetta fólk á öflugar flokksvélar sem mala atkvæði í prófkjörum þegar á þarf að halda.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 20:39

15 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Baldur. Þetta er bara sami hringurinn, hægraSér, vinstraSér og bólga í miðjunni.

Er þetta ekki hringavitleysa ?

Axel Pétur Axelsson, 2.10.2009 kl. 21:03

16 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Því miður þá held ég að þetta sé nákvæmlega eins og þú segir, því fyrr því betra

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 21:09

17 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

má ég copera þetta á mitt blogg ?

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 21:11

18 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Kæri bloggvinur,

Ef þessi Capacent könnun hefði verið gerð í gær og í dag, þá hefði niðurstaðan orðið önnur, nú þegar skattpíningarfrumvarp kommúnistastjórnarinnar er komið fram.  Enda sýndi það sig á Bylgjunni í gær og dag að D listinn er kominn með 45% fylgi og Framsókn 20 !!!

Merkilegt að Capacent skuli alltaf koma með þessar kannanir sínar rétt fyrir afar óvinsælar aðgerðir núverandi stjórnar.  Hver skyldi eiga þetta Capacent appartat  ??

Sigurður Sigurðsson, 2.10.2009 kl. 21:11

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, afrita þú eins og þér sýnist, við myndum svona blogg-bandalag.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 21:16

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, ég þekki mann sem vinnur þarna - ég hef enga trú á samsærum hvað þetta varðar.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 21:17

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Axel, líf okkar er ekki hringavitleysa - það veist þú eins vel og ég og líklega betur.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 21:17

22 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

En tímasetningin er engu að síður afar sérstök ??

Sigurður Sigurðsson, 2.10.2009 kl. 21:20

23 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er hinsvegar sammála þér með það að ákveðnir þingmenn virðast ekki ganga í takt við langstærstan meirihluta okkar Sjálfstæðismanna.  Það er afar miður og sennilega mun koma til uppgjörs fyrr en síðar.  Sérstaklega hefur pirrað mig þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir réðst mjög harkalega á Davíð Oddsson sem Seðlabankastjóra.  Maður hefur á tilfinningunni að hún hafi kosið Samfylkinguna í apríl ??

Sigurður Sigurðsson, 2.10.2009 kl. 21:23

24 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sumir hafa sagt þetta, en ég segi það líka , þú ert óborganlegur Baldur. Feginn að þú ert kominn aftur :)

Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 21:23

25 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk Baldur

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 21:24

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, love you too

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 21:37

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, ég gæti best trúað því að 99,99 % af öllum samsæriskenningum séu hugarórar. Veröldin er bara dyntótt, flóknara er það ekki.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 21:40

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, ég er sammála þér um Ragnheiði.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 21:41

29 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

man að svokallaður "gaddavír" var 75% og þótti öllum nóg um þannig að 99,9% er tja hva  

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 21:43

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, þetta er eins og að bera saman lykkjuna og pilluna.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 21:45

31 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hverjir koma í staðinn ef

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 21:46

32 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

stór hluti forustunnar sér að sér

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 21:47

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, allt er það í Drottins hendi - og þá meina ég ekki Drottinn Oddsson.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 21:48

34 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

bara að hugsa upphátt - sjáum til

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 21:48

35 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

bannað að birta

Jón Snæbjörnsson, 2.10.2009 kl. 21:52

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur Bárðarson, hér er Eartha Kitt með einn góðan fyrir þig sérstaklega á þessu myrka haustkvöldi þegar gróssérar falla hver um annan, borgin brennur og Jóka knýr hörpuna á Arnarhvoli:

http://www.youtube.com/watch?v=atZS2PNi0pU

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 22:20

37 Smámynd: Fannar frá Rifi

varðandi gallup. þeir birta ekki neitt. spurningin er alltaf hverjir láta gera könnun og hvort þeir vilji birta hana. engin var t.d. birt í sumar þegar ESB umræðan stóð sem hæst nema af Andríki og þá sem forsíðu auglýsing í mogganum minnir mig. rúv fjallaði aldrei um það að ráði. þannig að þarna má finna samsæriskenningu ef menn vilja og nenna að horfa á hlutina og það sem er að gerast.

annars held ég að breytingar muni verða í prófkjörum. ef prófkjör fá að halda áfram og það verður ekki prófkjör á kjördag eins og einhverjir vilja. það sást hérna í NV kjördæmi að fólk vildi breytingar, þær voru nú ekki miklar verð ég að játa, en þó nokkurar. sama má segja um suðurkjördæmi, þar urðu breytingar bara ekki mjög miklar. íhaldsmenn breytast ekki hratt:)

Fannar frá Rifi, 3.10.2009 kl. 00:13

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Trúlega rétt hjá þér Fannar. En mér finnst þessi prófkjör hafa skaðað flokkana. Útsmognir gaurar koma sér upp vel smurðum kosningavélum og fylgi manna í prófkjörum endurspeglar alls ekki alltaf gengi þeirra meðal almennra kjósenda. Það er margt ógeðfellt í þessu. Að sumu leyti finnst mér einmenningskjördæmin skást - eins og þeir hafa í Bretlandi.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 00:17

39 Smámynd: Björn Birgisson

Færslan var um nauðsynlega endurnýjun Bláhersins. Menn fara hér um víðan völl. Sammála þér, Baldur, um eitt. Allt það fólk sem kom að hrunadansinum verður að víkja. Ekki bara í þínum drullumallsflokki, heldur í öllum hinum flokkunum líka. Nýtt Ísland. Nýtt fólk.

Björn Birgisson, 3.10.2009 kl. 00:58

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, gleymum ekki Dauðanum, hann er mannkyninu hjálplegur í svona tilfellum.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 01:17

41 Smámynd: Björn Birgisson

Meaning?

Björn Birgisson, 3.10.2009 kl. 01:29

42 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ó meðan veruleikafirrtur rógslýður heldur áfram að berja hausnum við steininn og hamra á því að XD hafi sett Lemannsbanka á hausinn kemst engin skynsamleg umræða af stað -

fólk sem telur að það fall sem og atburðirnir í Florida séu hérlendum stjórnmálamönnum að kenna verður þetta vesalings fólk lokað í sínum þrönga hugarheimi. Og fjölmiðlar syngja með.

Bandaríkjaforseti sagði - kreppan hófst með því að íbúðarkaupendur í Florida gátu ekki staðið í skilum og endaði með efnahagshruni á Íslandi.

Hann hefur yfirsýn og víðsýni

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.10.2009 kl. 05:04

43 Smámynd: Fannar frá Rifi

Baldur, þá þurfa fleiri að taka þátt. hér í norðvesturkjördæmi var lokað prófkjör. einungis skráðir félagsmenn máttu taka þátt. yfir helmingurinn og langt upp í 2/3 af þeim sem kusu flokkinn hérna í kosningunum tóku þátt í prófkjörinu. það tóku fleiri þátt í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í nv kjördæmi heldur en tóku þátt í prófkjörum allra hinna flokkanna í kjördæminu til samans. 

einmennings kjördæmi munu skapa kjördæmapotara af verstu sort. 

Fannar frá Rifi, 3.10.2009 kl. 07:34

44 identicon

Davíð er þvílíkt ofmetinn af sumum að það er með ólíkindum. Það stendur akkúrat ekkert eftir þennan mann sem við íslendingar getum verið stoltir af, akkúrat ekkert, heldur þvert á móti hefur hann skilið við störf sín þannag að allt er í rúst að hans baki. Seðlabankinn fór á hausinn, maðurinn hefur verið kosinn einn af 25 verstu seðlabankastjórum HEIMSINS, hann hefur fengið grín nóbelsverðlaun frá Harvard háskólanemum fyrir skussahátt, hann skildi eftir sig 300 miljarða skuld í seðlabankanum og landið setti hann á hausinn með hjálp jábræðra sinna. Svo kemur fólk hérna og dásamr verkin. Það er eitthvað mikið að hérna á Íslandi og þess vegna munum við aldrei losna undan klíkuveldi Sjálfstæðisflokksins. Þegar þriðjungur þjóðarinnar er svo gjörsamlega gagnrýnislaus á þennan blessaða sjálfstæðisflokk að það hálfa væri nóg. Hvernig væri nú að fólk notaði skynsemi þegar það er að rýna í málefni þjóðarinnar í stað tifinninga? Eða halda stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins að þeir séu að gera þjóð sinni eitthvað gott með því að styðja við bakið á mönnum sem vilja viðhalda klíkuveldinu? Leggið nú höfuðið í bleyti og setjið ykkur að vera gagnrýnin á allt sem stjórnmálamenn gera, sérstaklega það sem Sjálfstæðismenn ger, því þar er spillingin.

Valsól (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 07:46

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur Ingi, hér á landi væri allt í blóma ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir - á þann máta sem þeir voru einkavæddir. Það getur enginn séð við öllu og ég vil ekki ganga of langt í ásökunum, en ef ráðamenn hefðu sett bönkunum stífari reglur og takmarkanir hvað varðar stærð og umfang, þá hefði ekki allt farið úrskeiðis. Hérna brást hin pólitíska ábyrg, því verður hreinlega ekki neitað og við getum ekki bara yppt öxlum og lifað í afneitun. Og enn eitt: Davíð Oddsson margvaraði ráðamenn við framvindunni og aðvaranir málsmetandi manna bárust að utan - en ríkisstjórnin aðhafðist ekkert. Ef stjórnin hefði haft "a sense of danger" og brugðist við í tíma, þá væri hér enn þá við lýði sú almenna hagsæld sem Davíð Oddsson skóp hér meðan hann réð ríkjum.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 10:21

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Valsól, ég tek nákvæmlega ekkert mark á einhverjum vindhönum úti í heimi. Vindhani verður ekki merkilegri fyrir þá sök að hann er útlendur en ekki íslenskur.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 10:39

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fannar, ég hef lesið skemmtilega frásögn af því hvernig það atvikaðist að Tony Blair var valinn sem frambjóðandi í kjördæmi sínu. Mig minnir það hafi verið fimm manna nefnd sem tók ákvörðun og þar af var formaðurinn valdamestur. Þarna var ekkert prófkjör. Mér hugnast ekki prófkjör. Veit ekki hvernig þetta er í Bandaríkjunum en þar er reyndar pólitísk þátttaka mun minni en hér tíðkast.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 10:42

48 Smámynd: Fannar frá Rifi

Tony Blair bauð sig fram í einmenningskjördæmi. það eru bara til slík í bretlandi. þess vegna gerist það að flokkur sem fær kannski bara 35% atkvæða á landsvísu fær upp undir 60% af þingmannafjöldanum. meirihluti í hverju kjördæmi þarf bara að vera rétt yfir 33%. lýðræðið er nú ekkert sérstaklega mikið í slíku kerfi.

Fannar frá Rifi, 3.10.2009 kl. 18:28

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fannar frá Rifi, þetta er afar umdeilt. Allir hafa jafnan kosningarétt, allir frambjóðendur hafa jafna möguleika. Winner takes all. Það er hægt að framkvæma lýðræði með svo mörgu móti. Aðalatriðið er að kerfið sé sjálfu sér samkvæmt og það virki. Eins má minna á að samkvæmt því sem ég hef lesið er það háttur Breta að færa til mörk kjördæmanna þegar breytingar á íbúatölu krefjast þess. En því fer fjarri að ég sé gerkunnugur háttum Breta - eflaust margir hér sem þekkja betur til þar í landi.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 18:33

50 Smámynd: Offari

Ég held reyndar að hægri menn séu jafn klöfnir og vinstri menni í dag. Esb á stóran hlut í þeim klofningi en vissulega þarf að skúra í þingmannalista sjálfstæðismanna. Þa' fer ekkert á milli mála að fólk á erfitt með að sætta sig við þá sem tóku þátt í útrásini eða þeim sem eitthvað tengdust þeim.

Ég kaus ekki sjálfstæðisflokkinn í þetta sinn þar sem mér fannst þeir ekki bjóða heimilum landsins lausnir, Einu flokkarnir sem mér fannst sýna vilja til voru Framsókn og VG en ekki vildi ég fórna stóriðjuni þrátt fyrir ákveðnari andstöðu við Esb hjá Vg.

Offari, 3.10.2009 kl. 18:43

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, hægri menn eru klofnir í tvennt í Evrópudeilunni, á því leikur enginn vafi. Líklega ættu menn ekki að horfa fram hjá þeirri staðreynd, að almennar kosningar um aðild gætu orðið til þess að hreinsa þetta mál út af borðinu - um tíma að minnsta kosti.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 18:52

52 Smámynd: Offari

Ég vill ekki kjós um Esb fyrr enn búið er að laga því það er auðvelt að freysta sveltandi þjóð með einhverjum gylliboðum eða hótunum.

Offari, 3.10.2009 kl. 20:11

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við verðum ekki spurðir. Samfó lætur kjósa þegar henni hentar.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 20:28

54 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef röng niðustaða fæst þá verður kosið aftur og aftur alveg þangað til að rétt niðurstaða fæst í ESB málinu. í mörgum einræðisríkjum þá kýs fólkið en niðurstöðurnar eru ákveðnar fyrirfram. í ESB þá kýs fólkið þangað til að rétt niðurstaðafæst. er það lýðræði?

myndu ESB sinnar vilja sverja þess eið að ef ESB aðild Íslands yrði hafnað þá myndu þeir aldrei aftur minnast á ESB aðild Íslands og aldrei yrði aftur leitað eftir henni?

þetta er sá valkostur sem ESB andstæðingar standa frammi fyrir. ef ESB aðild er samþykkt þá er aldrei möguleiki að fá kjósa landið úr ESB. algjörlega óafturkræfur atburður. 

varðandi ESB sinna innan Sjálfstæðisflokksins. vægi þeirra er meira í orði en á borði. Þeir eru fámennir en það ber mikið á þeim því þeir eru stór yrtir og fjölmiðlar hafa mjög hampað þeim í allir umfjöllun um ESB. klofningurinn yrði þannig mun meir líkari úrsögnum líkum þeim þegar frjálslyndi flokkurinn var stofnaður heldur en eitthvað meira. 

Fannar frá Rifi, 3.10.2009 kl. 22:10

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

ESB sinnar í Sjálfstæðisflokknum sigldu háan byr með Stephensen á Mogga og Pálsson á Fréttablaðinu. Vígstaðan hefur skyndilega gerbreyst. Athyglisvert að ESB skyldi kaupa Íra til að samþykkja Lissabon-sáttmálann. Ég veit ekki til þess að þeir hafi mútað Norðmönnum varðandi inngöngu. Þeir færu þá varla að múta þessum greyjum úti í ballarhafi sem ekkert eiga.

Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 22:19

56 identicon

Ég vill ganga í ESB út af því að ég vill að börnin mín standi jafnfætis öðrum íbúum Evrópu þegar kemur að því að þau langi til að kaupa sér þak yfir höfuðið.

Vissir þú að vextir munu lækka um 228 miljarða á ári, já á hverju ári? Þetta þýðir að við þurfum að leggja minna á okkur til að endar nái saman, sem svo aftur þýðir að við getum eytt meiri tíma með börnunum okkar. Þetta verður mesta kjarabót sem íslenskur lamenningur mun nokkurn tíman standa til boða.

Ef tekið er lán upp á 10 miljónir í íslenskum krónum til 40 ára þá þarftu að borga miðað við að allt væri í þessu fína og 5% vexti og 5% verðbólgu, þá yrði það ekki minna en 90 miljónir til baka. Ef þú tekur sama lán í Þýskalandi, þá borgar þú til baka á 40 árum 12 miljónir. Þú vilt sem sagt að börnin þín þurfi að borga 90 miljónir á sama tíma og þér gefst tækifæri á að bjóða þeim lán þar sem þau þurfa ekki að borga nema 12 miljónir.

Þetta er ótrúlegt, ég skil ekki svona, ég bara skil það ekki. Ef við breytum þessari upphæð í 20 miljónir, þá lýtur dæmið svona út. Annað hvort tekur þú íslenskt lán og borgar 200 miljónir til baka á 40 árum eða þú tekur lán í ESB landi og borgar 24 miljónir.

Mismunurinn á þessum lánum hann fer eitthvert, skilurðu, það er einhver sem setur hann í vasann, hann hverfur ekki bara, og ég get alveg lofað þér því að sá aðili vill ekki ganga í ESB. Ef við göngum í ESB, þá munu verða þeir mestu fjár flutningar á milli stétta á íslandi eins og aldrei áður. 228 miljarðar til almennings á hverju ári í formi lægri vaxtagreiðslna. Nú veit ég að einhver er ekki sammála mér um þennan mismun, en hvort sem mismunurinn fer í vasa einhvers eða hvort þetta var gjaldið sem við þurftum að borga fyrir að vera með krónu, þá skiptir það ekki máli, þetta eru fórnarpeniingar sem voru að sliga fjölskyldur landsins.

Valsól (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 11:18

57 Smámynd: Offari

Valsól ef þetta er hægt í Evrópu þá er þetta líka hægt að gera hérlendis án inngöngu í Esb.

Offari, 4.10.2009 kl. 12:19

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Valsól, er ekki vafasamt að horfa bara á einn þátt tilverunnar? Árum saman voru lífskjör okkar með þeim allra bestu í heiminum - og takist okkur að ýta frá þessari vesölu ríkisstjórnarómynd munum við aftur komast í fremstu röð.

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband