Eiga Sjálfstæðismenn að skammast sín?

Árni B. Steinarsson Norðfjörð er orðfimur og snarpur bloggari og skrifar ádrepu þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að skammast sín. Hann segir:

"Hvað sem segja má um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags- og skattamálum er ljóst að hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið að vera áfram við völd hefði ekki verið 100 manna tiltölulega afslappað lið að mótmæla þingsetningunni í dag heldur þúsundir og ... best að segja ekki meira."

Þetta er vafalaust rétt hjá Árna. Sætu Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hefðu þúsundir vinstri manna mætt á Austurvöll í dag og grýtt múrsteinum í Alþingishúsið undir öruggri stjórn Álfheiðar Ingadóttur. Það voru grátleg mistök að slíta stjórnarsamstarfi íhalds og komma, sú stjórn hefði náð miklu meiri árangri en það pólitíska afstyrmi sem nú situr að völdum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Mikið erum við alltaf sammála

Hún er hálf mannskæð þessi Álfheiður.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.10.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Voff! Voff!

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Álfheiður er frábær og kona að mínu skapi. Eiginlega í mínum huga hin eina og sanna pólitíska álfkona og draumadís. "Með gullband um sig miðja, þar rauður loginn brann."

En nú fara línur að skýrast í pólitíkinni hér á blogginu fyrst þú ert kominn Baldur minn

Hvernig gekk svo fjallagrasatínslan í sumar?.

Árni Gunnarsson, 1.10.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég átti alveg undursamlegar stundir í fjallasölum landsins okkar. Veit að þetta hljómar eins og upp úr gamaldags kvæði en þetta er sannleikurinn hreinn og klár. Það jafnast ekkert land í heiminum á við landið okkar. Fegurðin og glæsileikinn - en ekki bara fegurð og glæsileiki, það er einhver nálægð þarna, maður finnur fyrir einhverjum æðri kynngikrafti og þegar maður kemur aftur til byggða er maður á einhvern hátt orðinn meiri.

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hélt að búið væri að afgreiða þá þjóðsögu að vinstrimenn hefðu umfram aðra landsmenn séð ástæðu til að mótmæla spillingu og sofanahætti þáverandi stjórnvalda.

Er ekki annars löngu kominn tími á endursýningu Þjóðar Í Hlekkjum Hugarfarsins?

Georg P Sveinbjörnsson, 1.10.2009 kl. 22:05

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heldurðu að þú hafir verið þarna nógu lengi Baldur minn?

Árni Gunnarsson, 1.10.2009 kl. 22:37

7 Smámynd: hilmar  jónsson

he he he....

hilmar jónsson, 1.10.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Áddni fól, Baldrið er ágætt...

Steingrímur Helgason, 1.10.2009 kl. 23:39

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Georg, góð athugasemd hjá þér.

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 23:44

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, það er fljótsagt að aldrei dvelur maður nógu lengi í faðmi landsins. En þau eru nú örlög okkar beggja að búa í borgum og við verðum að hlíta því. Mig langar alveg óstjórnlega til að taka einu rispu á Nesinu. Þetta er ekki orðið gott fyrr en ég hef hitt að máli vættirnar á Nesinu.

Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 23:47

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Velkominn úr grösum og til byggða Baldur. Þú hefur blessunarlega engu týnt á fjöllum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2009 kl. 01:33

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heill og sæll Axel, þú ert mættur á staðinn með fallbyssurnar smurðar og gljáandi!

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 340414

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband