Er hann spéhræddasti maður Íslandssögunnar?

Allir muna hvernig Steingrímur lét eftir síðustu kosningar. Þarna sat hann í hornsófanum í sjónvarpssal, öskrandi og frussandi yfir dauðskelfdan formann Framsóknarflokksins, viti sínu fjær af reiði vegna þess að Frammarar höfðu birt af honum grínmynd í kosningabaráttunni.

Grínmynd! Hugsið ykkur pempíuskapinn. Hvað gerir hann eftir kosningarnar núna? Hann mun lögfesta ritskoðun þar sem stranglega verður bannað að teikna skopmyndir af Múhameð spámanni og honum sjálfum. Ljósmyndir af höfuðpaurum vinstri flokkanna verða því aðeins leyfðar að Kolbrún Halldórsdóttir háyfirritskoðari hafi lesið textann og samþykkt birtinguna.

Ætli Steingrímur sé spéhræddasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar?


mbl.is Segja VG hindra skoðanaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Frekar súr og steikt færsla hjá þér. Er þetta öll hugmyndaauðgin hjá ykkur stöðnuðu íhaldssleikjunum ?

hilmar jónsson, 24.4.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hugmyndaauðgi???? Það þarf enga hugmyndaauðgi til að lýsa hlutunum sannferðuglega, flónið þitt.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 16:37

3 identicon

Göngu-Grímur er maður að mínu skapi. Sérðu fyrir þér Sigurð Kára og þessa stuttbuxna stráka ganga þvert yfir Ísland. Nei, það gera aðeins menn sem unna þjóðinni og landinu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður Kári og Birgir Ármannsson munu fá nægan tíma til að ganga yfir landið þvert og endilangt á næstu árum. Dreg ekki í efa að þeir muni gera það meðan Göngu-Grímur rífur skopmyndirnar.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 16:51

5 Smámynd: Björn Birgisson

Fín færsla hjá þér Baldur. Þetta er óþolandi pempíuháttur. Menn í sporum Steingríms eiga að einbeita sér að stóru málunum og láta svona tittlingaskít eiga sig.

Björn Birgisson, 24.4.2009 kl. 17:03

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vinur þinn Björn hittir naglann á höfuðið. Þetta er hlægilegur pempíuháttur.

Ragnhildur Kolka, 24.4.2009 kl. 18:07

7 Smámynd: Björn Birgisson

"Vinstri Grænir hafa kært Vefþjóðviljann til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna auglýsingar sem birtist í dagblöðum í vikunni og var beint gegn flokknum með mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni hans ......."

Svo allrar sanngirni sé gætt. Aðkoma Steingríms að þessum skrípalátum? Hver er hún? Kannski engin? Ekki veit ég það. En málið flokkast undir lágkúrulega aumingjapólitík.

Björn Birgisson, 24.4.2009 kl. 18:43

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, ég arkaði nú þvert yfir landið, frá Þingvöllum og niður í Skagafjörð, án þess að blása úr nös. Þetta er ekkert mál.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 18:43

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég gekk til Færeyja, ekkert mál...

hilmar jónsson, 24.4.2009 kl. 19:03

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Til Færeyja? Gott hjá þér. Ég ók frá Englandi til Danmerkur hér um árið, ekkert mál....

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 19:12

11 identicon

Voðalegt þramm er þetta á ykkur, hafið þið ekkert þarfara að gera eða hvað

Skallagrímur og Kolbrúnaþunga klúðruðu svo í umræðum um drekasvæðið að það liggur við að maður vorkenni þeim   en ég geri það samt ekki

(IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:28

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, ég skil þig. En ég hef nú alltaf aumingjagóður verið og get ekki annað en vorkennt Kolbrúnu. Það hlýtur að vera erfitt að vera fyrst hafnað af eigin kjósendum og síðan flengd opinberlega af eigin formanni. Kolla er ekki slæm stelpa en forræðishyggjan er löngu búin að kæfa í henni alla vitræna hugsun.

Baldur Hermannsson, 24.4.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband