Bítum á jaxlinn og kjósum D

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu ekki að skila auðu. Þeir ættu að arka á kjörstað, brúnaþungir mjög, og krossa við D, rétt eins og þeir hafa alltaf gert.

Sumir Sjálfstæðismenn vilja refsa flokknum og hyggjast gera það með því að skila auðu. En það er búið að húðstrýkja veslings, litla Sjálfstæðisflokkinn og hann hefur ekki gott af meiru. Það er líka ferlegt fyrir þjóðfélagið að fá yfir sig vinstri stjórn. Alveg ferlegt. Við megum ekki hneppa börnin okkar og barnabörn í áratuga þrælahald, bara vegna þess að við erum spæld út í flokkinn okkar.

Mætum á kjörstað, bítum á jaxlinn og kjósum D eins og við erum vön. Gerum það fyrir Ísland.


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Vel mælt og hraustlega. Ég ef alltaf kosið með útilokunaraðferðinni og aldrei tekið minnsta þátt í pólitisku brölti síðan Þráinn Bertelsson skráði mig inn í Heimdall fyrir hundrað árum þegar við vorum í landsprófi. Þráinn hélt áfram að starfa þar um skeið, en ég ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fullkominn fremur en önnur mannanna verk, en hinir eru miklu, miklu, miklu miklu verri.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.4.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Útilokunaraðferðin hefur þann kost með sér að hún er svo fljótvirk. Ég bjó um hríð í Svíþjóð og sá hvernig vinstri mennskan leikur fólk. Síðan hef ég kosið andstæðuna.

Baldur Hermannsson, 22.4.2009 kl. 12:29

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég hef sömu reynslu af Svíum og þú. Til þess eru vítin, að varast þau. Ég var þar á Víetnamárunum sem bólusetti mig endanlega fyrir vinstrimennsku. Raunar tala ég um þetta í Þjóðmálagreininni "Víetnam, vendipunktur kalda stríðsins", sem nú er á vefsíðu minni. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.4.2009 kl. 12:35

4 identicon

Borgarahreyfingin er ekki vinstri flokkur. Þessi hreyfing er með góð gildi og er einmitt að berjast fyrir því að við þurfum ekki að vera skuldug þjóð um aldur og ævi.

Það þarf að fá allt upp á borðið varðandi samskipti okkar við AGS og þeir meiga ekki stjórna okkar fjármálum, því þá fyrst erum við í svo djúpri skuldasúpu að við náum okkur aldrei upp úr henni. Þá munum við vera að borga vexti af þessum lánum og náum aldrei að borga af höfuðstóli lánanna. Við munum þá borga og borga þangað til við getum ekki meir og þá missum við auðlindir okkar í hendur annarra þjóða.

Ekki kjósa af vana. Takið afstöðu með rökfastri ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn lifir á þeim sem kjósa þá af vana.

Ég sjálfur hef kosið alla flokka nema Vg. Ég kýs af rökfestu og skora á ykkur kæra fólk að gera hið sama.

Heimir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband