Stórsigur á tuddum kommúnista

Lýðræðið hefur unnið stórsigur á tuddum kommúnista. Stjórnarskrá lýðveldisins er okkur heilagt plagg og við skulum ekki líða nein handarbakavinnubrögð í sambandi við hana. Ætli menn sér að hrófla við henni skal það fara fram í góðu tómi. Allar breytingar á að skoða ofan í kjölin og leita þarf ríkrar samstöðu um þær.

Jóhanna, Steingrímur og Össur koma fram við stjórnarskrá Íslands eins og hún sé einhver skítableðill sem þeim leyfist að niðurlægja að vild.

Hafi þeir heila þökk fyrir drengilega baráttu, Sigurður Kári og Birgir Ármannsson. Það er gott til þess að vita að æska landsins skuli standa vörð um lýðræðið. Nú get ég sofið rólegur á nóttunni.


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þjóðin mun lengi minnast þeirrar svívirðu, sem Sossarnir ætluðu að fremja á Stjórnarskránni. Ævarandi þökk sé þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að hindra þessa aðför.

Aðför Samfylkingar að fullveldi þjóðarinnar var hrundið, en trúarofstæki verður ekki upprætt nema með staðfastri andstöu. Sjálfstæðismenn og aðrir sjálfstæðissinnar horfa fram á langa baráttu við undirlægjuhátt styrkja-aðalsins við hið erlenda vald.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Júdasareðlið er svo sterkt í þessu hyski að það gefst aldrei upp.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei nei, w00t, það gerðu þeir ekki. Þeir drógu frumvarpið til baka. Menn mega alltaf draga tillögur sínar til baka. Skárra væri það.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 13:26

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurbjörg, Íslendingum sárnar alltaf þegar vegið er að heiðri lands og þjóðar. Þetta mál hefur styrkt Sjálfstæðisflokkinn til lengri tíma litið og dregið úr trúverðugleika vinstri flokkanna.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 13:49

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Baldur, varðandi athugasemdir 3 og 4 þá er 26. gr stjórnarskránnar svohljóðandi:

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Eins og w00t bendir á þá brutu Sjálfstæðismenn stjórnarskránna þegar þeir drógu frumvarpið til baka. Samkvæmt orðanna hljóðan var, að setja umrædd lög í þjóðaratkvæðagreiðslu, það eina sem mátti gera eftir synjun forseta  , annar valkostur er ekki gefin, enda lögin orðin að lögum, sem þjóðin þurfti að synja ef fella ætti þau úr gildi.

Lög er almennt ekki hægt að draga til baka, þau verður að fella úr gildi með annarri lagasetningu á Alþingi. En auðvitað hengja menn sig ekki í svoleiðis tittlingaskít þegar hagsmunir Sjálfstæðisflokksins eða þjóðar fara ekki saman,  þá ræður flokkshagur, annað er að sjálfsögðu hrein rökleysa!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2009 kl. 14:42

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég man vel eftir þessu ákvæði frá þeim tíma er umræðan var hvað mest. Ég er í engum vafa um að þeir sem lögðu frumvarpið fram geta dregið það til baka ef forseti synjar því staðfestingar. Vilji þeir halda því til streitu skal kosið um það. Stjórnarskráin er lítið skjal og fáort, ekki nema 3000 orð ef marka skal það sem einn frambjóðandinn sagði í sjónvarpinu í gær, og það gefur auga leið að í svo stuttu máli getur komið upp tvíræðni. Þegar ráðist verður í breytingar á stjórnarskránni munu menn væntanlega reyna að uppræta alla tvíræðni úr henni.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 15:40

7 identicon

Auðvitað hefur minnihlutinn alltaf rétt fyrir sér! Hinir lipru nautabanar sjáLfstæðisFLokksins hafa lagt kommatuddana að velli í tuttuguprósenta stórsókn sinni.

Íslendingar skulu ekki voga sér að hrófla við Stjórnarskránni okkar, nema kannski á 500 ára fresti og þá í góðu tómi og að vandlega yfirlögðu ráði, í samráði við FLokksmenn.

Síðast en ekki síst þá getur Baldur Ærlegur sofið rólegur næstu vikuna. Eftir kosningar verður Stjórnarskránni breytt

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:51

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfsagt að breyta stjórnarskránni. Hún er kjölfesta þjóðfélags í landinu. Við gefum okkur til þess allan þann tíma sem svo göfugt verk þarfnast.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 15:56

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Stjórnarskrá sem á sér langa sögu hlýtur að njóta þeirrar virðingar, að henni sé ekki breytt í skyndi.

Finnst einhverjum eðlilegt, að Stjórnarskránni sé breytt af hverjum nýjum meirihluta sem myndaður er á Alþingi ? Finnst nokkrum eðlilegt, að umdeildar breytingar á Stjórnarskrá fái flýtimeðferð og forgang fram fyrir nauðsynleg lög um efnahagsmál ?

Eitthvað þeirra mál sem Sossarnir voru með og vildu setja í Stjórnarskrána kanna að vera nothæft. Hins vegar er engin ástæða að gera þeim til geðs að samþykkja það. Vönduð umræða verður að fara fram um allar breytingar á Stjórnarskránni, hvort sem allir eru sammála um þær eða ekki.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 16:18

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur, það skilja þetta allir heilvita menn. En það er eins og æði margir hafi einhvern veginn glatað jarðsambandinu við allan hamaganginn í vetur. Menn með eðlilega greind eru allt í einu farnir að tala og hegða sér eins og það sé sjálfsagt að kúvenda stjórnarskrá lýðveldisins bara ef því að einhver saurpokalýður og múrsteinaskríll heimtar það í bríaríi. Ísland þarf að endurheimta festu sína.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 16:39

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Baldur, það var ekki verið að draga frumvarp til baka! "Frumvarpið" var orðið að lögum með atkvæðagreiðslu á Alþingi. Forseti synjaði settum lögum staðfestingar, ekki frumvarpi. Lögunum, sem eigi að síður öðluðust gildi, þrátt fyrir synjun forseta, varð samkv. 26. gr. stjórnarskr. að vísa til þjóðarinnar til samþykktar eða synjunar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.4.2009 kl. 17:45

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, ég skil og virði þitt sjónarmið fullkomlega. En ég er ekki bókstafstrúarmaður og get ekki annað en litið svo á að meirihlutinn hafi mátt afturkalla sitt eigið frumvarp. Ég bara endurtek: alla hugsanlega tvíræðni þarf að uppræta úr stjórnarskránni.

Stjórnarskrá er hins vegar bara mannanna verk og verður líklega aldrei óaðfinnanleg. En þegar við breytum henni skulum við gera það eftir vandlega íhugun og vitrænar samræður. Við erum þrátt fyrir allt þátttakendur í sama þjóðfélaginu hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Baldur Hermannsson, 17.4.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband