Síðasti naglinn í líkkistuna

Ég las á bloggi Jens guðs að Frjálslyndi flokkurinn sé búinn að ganga frá framboðslista sínum í Reykjavík norður. Í fyrsta sæti láta þeir Karl Matthíasson, leiðinlegan kommaklerk sem Samfylkingin er nýbúin að hafna. Ætli þessi pistill Jens sé aprílgabb? Ef ekki, þá er þetta síðasti naglinn í líkkistu Frjálslynda flokksins. Hann er lengi búinn að vera ruslatunna fyrir óvinsæla og duglausa þingmenn sem aðrir flokkar hafa losað sig við. Nú taka þeir enn eina ferðina mann úr flokki sem hefur allt aðra sýn, allt aðra sögu og allt önnur stefnumið. Þetta er pólitísk úrkynjun af verstu gerð. Pólitísk spilling. Svona ráðstöfun upprætir allt sem kalla mætti pólitísk heilindi. Eftir þetta getur enginn maður með sjálfsvirðingu kosið Frjálslynda flokkinn.

Nema Jens guð sé að gabba? Ég held enn í vonina um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Við höfum nú ekki komið vel út úr því að fá einhverja þingmenn sem búið er að hafna í eigin flokki ... ruslakista ... ekki fjarri lagi. Því miður :(

Þarna höfum við t.d formann ungra Frjálslynda, Viðar Guðjohnsen. Maður sem starfað hefur af heilindum fyrir flokkinn í fleiri ár.

Hann er settur til hliðar ... fyrir þennan klerk. Ásamt fleira góðu fólki.. sem raðað er aftar á listana. 

Þetta er til skammar og er mjög ósáttur!!

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

AceR, ég held að allir skilji þína afstöðu. Viðar er afar kraftmikill ungur maður, hann hefur djörfung og dug til að fara sínar eigin leiðir og fylgja sannfæringu sinni. Honum er hent niður stigann til þess að rýma fyrir ótíndum pokapresti sem selur sig fyrir 30 silfurpeninga hverjum sem kaupa vill. Þennan flokk getur þú ekki stutt lengur, AceR.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: ThoR-E

Ég veit bara ekki hvað hægt er að segja við þessu ...:/

Þvílík vonbrigði.

Þrátt fyrir að tveir þingmenn FF .. sem gengu út úr flokknum.. Jón og Kristinn.. gerðu FF gífurlegan grikk ... þeir komu til flokksins með nákvæmlega sama hætti. Þeim var hafnað í eigin flokkum og komu til FF til að fá þingsæti og öruggt launaumslag.

Það skyldi þó ekki vera að FF mundi læra eitthvað af þessu...?? neineinei og nú gera þeir sömu mistök með þessum afdala stjórnmálamanni Karli presti.. sem galt afhroð í eigin flokki ...

Nákvæmlega sama vitleysan að gerast aftur. 

Flokkshollusta mín er það mikil að ég mun styðja flokkinn framyfir kosningar. Endurskoða þetta þá. Hef orðið fyrir miklum vonbrigðum.

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 16:35

4 Smámynd: ThoR-E

Smá viðbót. Jón Magnússon og Kristinn Gunnarsson voru alltaf uppá kannt við aðra flokksmenn sérstaklega sá síðarnefndi sem t.d talaði ítrekað gegn flokkssystkinum sínum í fjölmiðlum ... réðst á sum þeirra með ljótum hætti. Einnig kaus Kristinn oft gegn tilllögum síns flokks.. sem og stjórnarandstöðunnar.

Óalandi lið og getur ekki unnið með neinum.

Nú er FF að gera sömu mistökin aftur.  Hvað getur maður sagt.....

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 16:38

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað þú getur sagt? Nákvæmlega ekki neitt. Það yrði ekki hlustað á þig. Mennirnir sem þú styður og vinnur fyrir hlæja að þér um leið og þú snýrð í þá bakinu. Þeir hirða launin sín en þú situr eftir með sárt ennið. Er þetta góður díll?

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 340442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband