Hetjuljóminn bliknar

Wikileaks hefur stolið mörg hundruð þúsund trúnaðarskjölum úr gagnageymslum bandarískra stjórnvalda og birt þær á netinu. Þessi skjöl varða allt milli himins og jarðar .....  meðal annars hlægilega kjaftafundi með nautheimskum fulltrúum íslenskra stjórnvalda og afar sérkennilega tilburði Árna Finnssonar náttúrufasista, sem vart geta talist annað en landráð.

-

Wikileaks hefur opnað glufu inn í hin margfrægu, reykfylltu bakherbergi alþjóðastjórnmálanna og það er undarleg veröld sem þar getur að líta. Hvað sem Bandaríkjamönnum kann að finnast er sú innsýn ábyggilega af hinu góða.

-

En Wikileaks verður að þola að þeirra eigin gögn séu skoðuð. Wikileaks brýtur af sér gagnvart mörgum aðilum og verða að þola lítilsháttar mótlæti af þeim sökum. Hetjuljóminn bliknar þegar upplýsingahetjurnar fara í felur og vilja ekki veita upplýsingar um sína eigin starfssemi.


mbl.is Aðför að tjáningarfrelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hér er mikill munur á: Wikileaks stal gögnum og birti án vitundar og vilja viðkomandi. Hér er kurteislega farið fram á að gögn verði gerð aðgengileg og þá verður allt vitlaust. Allt í einu má enginn skoða skjöl Birgittu og mörðurinn Assange skríður djúpt inn í holu sína. 

„Mannréttinafrömuðir“ jesúa sig í bak og fyrir. úttroðnir af heilagri vandlætingu og átrúnaðargoð Baldurs, mannréttindaráðherrann og Kúbuvinurinn Ögmundur er með böggum hildar yfir þessu öllu saman. Mér finnst þetta allt saman alveg voðalega skrítið. Hvar er gegnsæið? Á ekki allt að vera fyrir opnum tjöldum? Af hverju má ekki leka upplýsingum um Wikileaks?

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.1.2011 kl. 14:44

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

leka leka leki ?

Óskar Þorkelsson, 9.1.2011 kl. 15:14

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góð spurning, Vilhjálmur. En það er fátt um svör.

Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 15:18

4 Smámynd: Björn Jónsson

Leka leka leki ? SUMIR leka því sem einhver gróðavon er í, aðrir eru einfaldlega ekki lekir. EN, af hverju er vinstra fólk lekara en aðrir ????

Björn Jónsson, 9.1.2011 kl. 16:49

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

EN, af hverju er vinstra fólk lekara en aðrir ????

kannski vegna þess að það er heiðarlegra og réttsýnna en hægri menn ?

Óskar Þorkelsson, 9.1.2011 kl. 16:57

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Áttu annan?

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.1.2011 kl. 17:01

7 Smámynd: Björn Jónsson

Það eru þá væntanlega bestu fleyin sem leka mest ?????

Björn Jónsson, 9.1.2011 kl. 17:07

8 identicon

Gaman að sjá hvað Vilhjálmur er alltaf tilbúinn að tjá sig þegar Wikileaks kemst í fréttirnar, ekki í fyrsta sinn og líklega ekki síðasta heldur...

Skúli (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 340405

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband