Dauðinn er forsenda nýrrar fæðingar

Verði okkur á að móðga húsráðendur og þeir biðja okkur kurteislega að yfirgefa salinn, þá er ekki til siðs að rífa kjaft og míga yfir samkvæmið, heldur tökum við okkar yfirhafnir og göngum burt. Gísli Marteinn er vinsamlegast beðinn um að yfirgefa lista Sjálfstæðisflokksins og hann á að renna upp buxnaklaufinni og fara.

Listi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni var ótrúlega veikur - það er ráðgáta hvernig svo stór flokkur fer að því að raða saman svo veikum lista - og það sýnir kjarnakraft Hönnu Birnu að henni skyldi lánast að skrapa saman 33% með jafn sviplausa og óvinsæla áhöfn sér til fulltingis.

Hvenær ætli Sjálfstæðisflokkurinn læri af reynslunni? Er honum kannski fyrirmunað að lesa skilaboð fylgismanna sinna?

Sjálfstæðisflokkurinn á að hætta prófkjörum þegar í stað. Það gengur ekki á 21. öld að láta kylfu ráða kasti um framboðslista. Prófkjörin fæla burt besta fólkið en lokka til sín það lakasta. Flokkurinn á að handvelja frambjóðendur, taka mið af ágæti manna, menntun, reynslu og kyni. Enginn skyldi sitja í sveitarstjórn lengur en tvö kjörtímabil.

Bjarni Ben hefur talað fjálglega um endurnýjun flokksins. Enn hefur ekkert sést til þeirrar endurnýjunar. Dauði prófkjaranna er forsenda nýrrar fæðingar. 


mbl.is Gísli var oftast strikaður út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta á allt við um aðra gömlu flokkana-nöfnin eru bara önnur-þart sem þau  falla inn

Sævar Helgason, 1.6.2010 kl. 15:12

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Satt og rétt, Sævar.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Er ekki ólga alls staðar núna? Vonandi hefur fólk vit á að víkja. Fyrr er ekki hægt að byrja upp á nýtt. Ég er sammála þér með Hönnu Birnu og flokkinn. Hún hefur svo sannarlega dregið það sem eftir var af vagninum. Flott stelpa.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.6.2010 kl. 15:18

4 identicon

Af hverju nefnirðu ekki Samfó og Vg?

Geiri (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú Silla, nú er ólga og þá er oft lag til einhverra framfara. Svo síga menn aftur niður í letina og værðina og nenna ekki að breyta neinu.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 16:00

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Geiri, hvers vegna ætti ég að nefna VG og Samfó? Það eru vinstri flokkar og mér óviðkomandi. Ég kýs til hægri og læt mér annt um íhaldið.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 16:01

7 Smámynd: Björn Birgisson

Geiri, láttu Baldur ekki plata þig. Hann nefnir Samfó og VG miklu oftar en íhaldið í sínum ágætu pistlum og gerir þá flokka sér sérlega viðkomandi og ekki er allt fallegt sem hann segir um þá. Reyndar er hann á þroskabraut um þessar mundir, bloggheimi til mikilla heilabrota. Hann er að verða óspar á gagnrýni á íhaldið líka. Það eru ótvíræð þroskamerki.

Björn Birgisson, 1.6.2010 kl. 16:08

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Björn, ekki er það nú þroskamerki, en það er alþekkt reynsla að eina svigrúmið til pólitískra framfara er strax eftir kosningar. Og gagnrýnin verður að koma alveg strax, því eftir nokkra mánuði nennir enginn að tala um breytingar og fyrirfólkið bara ypptir öxlum og glottir við alþýðunni.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 16:19

9 Smámynd: Björn Birgisson

Rólegur! Er ekki landsfundurinn rétt handan við hornið? Ýmsu er þar hægt að breyta - er það ekki?

Björn Birgisson, 1.6.2010 kl. 16:30

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Prófkjör eða handvalið?  Prófkjörin hafa þá galla, sem þú nefnir hér að ofan Baldur.  Handvalið, getur kallað fram raddir um klíkusamfélög, flokkseigendafélög o.s.f.v.

 Kannski væri lausnin fyrir Sjálfstæðisflokkinn í RVK, sú að hverfafélögin tilnefndu öll á sama tíma, t.d. á föstudagskvöldi,   fjölda fulltrúa  í hlutfalli við íbúatölu hverfisins. Niðurstaðan yrði  úr því yrði heilt yfir borgina 30 fulltrúar.

 Til setu og atkvæðagreiðslu á þessum "valfundi" ættu eingöngu þeir að hafa, sem að hafa verið skráðir í flokkinn og eða hverfisfélagið í hálft ár, hið minnsta. Svo má einnig hafa ákvæði um félagslega virkni,  eitthvað ákveðið tímabili fyrir valfundinn.

 Þessir 30 einstaklingar, fengju svo strax næsta dag, ( þess vegna nefndi ég föstudagskv. áðan), að kynna sig, stefnu sína, og fyrri störf, fyrir fulltrúaráði flokksins í RVK, eða stjórn þess, sem að endanlega myndi ráða röð frambjóðenda á lista.  Sjálfstæðisfélögin, víðs vegar um landið, gætu haft svipaðar aðferðir, við val og röðun frambjóðenda á lista.

 Sömu eða svipaðar aðferðir væri svo hægt að nota fyrir Alþingiskosningar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 16:41

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, mun þessi landsfundur áorka nokkru öðru en því að kjósa Hönnu Birnu varaformann?

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 16:52

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kiddi, allar aðferðir hafa sína sérstöku galla. Prófkjörin hafa gersamlega gengið sér til húðar og nú verða menn að prófa eitthvað nýtt. Vera má að það kerfi sem þú bendir á sé gott, ég veit það ekki. Hættan á klíkuskap er alltaf fyrir hendi, því miður - þá er lélegum mönnum hampað en öflugum mönnum hafnað.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 16:55

13 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, það er undir vilja landsfundarfulltrúa komið. Ég vil sjá mótframboð við Bjarna. Flokkurinn gæti hringt til Kidda og fengið nýju prófkjörsreglurnar. Vissulega mun Hanna Birna leika þarna stóra rullu. Breytingar? Nú snýst þetta allt um vilja og kjark til breytinga. Aðallega kjark, held ég.

Björn Birgisson, 1.6.2010 kl. 17:02

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hæfum öflugum, mönnum finnst kannski hag sínum borgið, þar sem þeir eru nú þegar, kannski með milljón plús á mánuði, eða í því starfi sem þeir sjálfir hafa valið sér og líkar vel í. Starfsumhverfið í pólitík, býður kannski upp á miklar fórnir, fyrir þá menn, nema mikil hugsjón búi að baki.

 Hvað landsfundinn varðar, þá bíður þeirra sem þar verða, það erfiða verkefni að skila af sér "byltingarkenndri ályktun", en þó "vitrænni, án þess þó að drekkja því sem flokkurinn stendur fyrir, samkvæmt stefnuskrá og markmiðum flokksins.  Það verður svo verkefni fulltrúa flokksins, hvar sem þeir starfa, að starfa í anda þeirrar ályktunnar og svo fólksins í landinu að dæma (kjósa) flokkinn í samræmi við þann árangur sem næst af því starfi öllu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 17:12

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, fyrst þarf hugmyndir, svo þarf vilja, að lokum kjark. En um fram allt þarf menn sem þora, vilja og geta. Ég bind nákvæmlega engar vonir við þennan landsfund.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 17:20

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kiddi, Ragnar Önundarson er gott dæmi um mann sem þjóðin þarfnast. Menn eins og Ragnar eiga að sitja í sveitarstjórnum og á Alþingi. En þú færð aldrei svona menn í prófkjör. Aldrei.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 17:22

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

En fengirðu slíkan mann til setu á Alþingi, eða sveitastjórn?

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 17:24

18 identicon

Eftir herfilega útafkeyrslu í síðustu færslu ertu greinilega aftur kominn á beinu brautina.

 Illa skipuð er nú sveit

 íhaldsins í voru landi.

Mitt á gólfið Gísli skeit

en Gulli svamm í eigin hlandi 

og

seagull (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 18:08

19 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Besti Flokkurinn er frjálslyndur og heiðarlegur lýðræðisflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á jafnréttisgrundvelli, með víðsýni að leiðarljósi.

Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum. Við viljum opna Kvennastofu þar sem konur geta komið og fengið sér allskonar kaffi með bragðefnum eins og vanillu og kanil. Og svo mega þær tala eins og þær vilja og það verður allt tekið upp og geymt. Við ætlum að skipuleggja óvissuferðir fyrir gamalmenni. Í rauninni erum við samt ekki með neina stefnu en við þykjumst vera með hana. Við hlustum á þjóðina og gerum eins og hún vill því þjóðin veit best hvað er sér fyrir bestu. Við getum boðið meira af ókeypis en allir aðrir flokkar því við ætlum ekki að standa við það. Við gætum haft þetta hvað sem er, til dæmis ókeypis flug fyrir konur eða ókeypis bílar fyrir fólk sem býr útá landi. Það skiptir ekki máli.

Besti Flokkurinn er besti vettvangurinn undir lýðræðislega umræðu, Besti flokkurinn er bestur fyrir þig!

Ég stofnaði Besta flokkinn af því að mig langar að fá vel launað starf og að komast í áhrifastöðu þar sem ég get hjálpað vinum og vandamönnum með ýmislegt. Mig langar líka að vera með aðstoðarmann.

Þetta er allt tekið upp úr stefnu Besta flokksins sem Baldur fagnar svo mjög. Mér finnst að hann ætti að biðja Gísla Martein, þann góða dreng, afsökunar á ummælum sínum og hætta að þykjast vera sjálfstæðismaður. Við, sem erum sannir sjálfstæðismenn, kunnum ekki við svona trakteringar frá mönnum sem eru greinilega grænni en vinstri græn og rauðari en Samfylkingin eins og hún leggur sig.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 19:28

20 identicon

Hanna Birna kom ótrúlega vel út úr kosningabaráttunni.

Held að besti leikur okkar Sjálfstæðismanna sé að kjósa hana sem formann.

Doddi (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 19:49

21 identicon

Tek undir það, að hætta verður með prófkjórin, þau eru skaðvaldur.

Doddi (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 19:53

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kiddi, seta í sveitarstjórn er hlutastarf. Kannski væri skynsamlegast að gera þingsetu líka að hlutastarfi svo unnt sé að fá gott fólk til starfs en ekki eintómar liðleskjur.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 19:58

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Seagull, long time no see! Gaman að sjá þig aftur syngjandi og rímandi, betrjandi og lemjandi.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 19:59

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég minnist þess að vísu ekki að hafa fagnað Jóni jafn ákaft og þú segir, en Besti flokkurinn er strax farinn að hræra upp í stöðnuðum drullupollinum.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 20:01

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sveinn hinn Ungi, ég er búinn að ákveða að hætta að kjósa í prófkjörum. Ég horfi á lista 12 prófkjörsframbjóðenda og veit að annars staðar eru 120 miklu betri einstaklingar sem flokkurinn hefði vel getað fengið ef hann hefði borið sig eftir þeim.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 20:03

26 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líklega nær ómögulegt að gera þingmannsstarfið að hlutastarfi.  Ef að vinnutíminn er reiknaður út frá setu í þingsal, eða í nefndum, þá næst kannski ekki fullur vinnutími út úr því.  En þingmennska, sinnt af einurð og samviskusemi, er kannski lík kennarastarfinu að því leiti að það sem unnið er við fyrir opnum tjöldum, sprettur ekki af sjálfu sér, heldur þarf það undirbúning og sú vinna eflaust oft vanmetin, hjá þingmönnum eins og hjá kennurum.

 Þingmennska, sem hlutastarf, væri líka þróun í allt aðra átt en þá sem Skýrslan leggur til, þ.e. að Alþingi (þingmenn) vinni meira af þeim frumvörpum sem fyrir þingið eru lögð.

 Núna koma vel yfir 90% frumvarpa, sem fyrir þingið koma, frá framkvæmdavaldinu og eru þau mismikið rædd eða unnin í meðförum þingsins.  Oft þarf þingið að kyngja því að það er í rauninni framkvæmdavaldið, sem ræður hversu mikill tími er til vinnu við frumvörp í þinginu, mál afgreiðast seint úr ríkisstjórn, eða stjórnarflokkum, vegna ósættis og jafnvel "hrossakaupa" stjórnarflokka á milli, vegna mála sem ágreiningur er um innan ríkisstjórnar eða stjórnarflokka. Með þessu vinnulagi, er framkvæmdavaldið, sem að er ábyrgð og undir stjórn löggjafavaldsins, farið að stjórna lögggjafavaldinu.  Breyting á þessu vinnulagi er eitt af verkefnum þingsins á næstu misserum, þ.e. að frumvörp verði samin og unnin af þinginu, þá eftir beiðni framkvæmdavaldsins, félagasamtaka og/eða jafnvel einstaklinga.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 20:31

27 Smámynd: hilmar  jónsson

Bjarni Ben á eftir að rífa upp flokkinn með geðvonsku sinni og firringu..

hilmar jónsson, 1.6.2010 kl. 20:32

28 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Benax, fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég minnist þess að vísu ekki að hafa fagnað Jóni jafn ákaft og þú segir, en Besti flokkurinn er strax farinn að hræra upp í stöðnuðum drullupollinum.

Ert þú ekki læs, Baldur. Besti flokkurinn er einn allsherjar drullupollur og viðurkennir það í stefnuskrá sinni. Við, sjálfstæðismenn, höfum reynt af fremsta megni að arka ekki út á þann fjóshaug sem aðrir flokkar hafa spígsporað á vegna léttvigtar sinnar heldur haldið okkur á þurru landi og þegar prómill af frambjóðendum þiggja örfáar krónur ef miðað er við landslýð allan í kosningasjóð ferð þú á límingunum og heimtar afsögn. Hversu bættari erum við með afsögn samflokkskonu þinnar, Steinunnar Valdísar? Er Ísland eitthvað betra í dag en í gær þegar hún sagði af sér?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 20:55

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, sá er gæfumunurinn að þú býrð í Reykjavík þar sem Gnarr er næsti borgarstjóri, en ég bý að hætti Birtings í hinum allra besta heimi allra hugsanlegra heima. Þess vegna sé ég tækifærin þar sem þú sérð bara auðn og tóm.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 21:11

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kiddi, áhugaverðir punktar, líklega er þetta rétt hjá þér. En ég er þess fullviss að ágætis menn á borð við Ragnar Önundarson myndu fúslega fórna ættjörðinni 1-2 kjörtímabil af ævi sinni, þótt honum byðist betur launuð störf annars staðar.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 21:13

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, tímarnir eru svo rosalega breyttir.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 21:14

32 Smámynd: hilmar  jónsson

Tell me about it....

hilmar jónsson, 1.6.2010 kl. 21:18

33 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er um þessar mundir að senda vinum mínum Sögu Álversflokksins og bið því hér með viðstadda að gefa upp netföng. Það kostar ekki neitt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 21:32

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Er þetta ekki rétti tíminn til þess að keyra upp Álversflokkinn og hjóla með hann í næstu Alþingiskonsingar?

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 21:38

35 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvort sem að Álversflokkurinn, eða einhver annar flokkur málið, næstu Alþingiskosningar, þá er það alveg klárt að sú ríkisstjórn sem tekur við, þarf að hafa í sér dug í það að koma upp hér einhverri verðmætasköpun.

 Þessari ríkisstjórn, sem nú er, hefur gersamlega klúðrað þeim þætti, hafi það yfirhöfuð staðið til að rífa hér upp atvinnulífið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 21:46

36 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Safna þú, Baldur minn, netföngum og sendu mér. Mitt netfang er benax@internet.is

Gangi þér allt í haginn og ef ég man rétt ætlaðir þú að kjósa flokkinn næstum því og var það meira en flestir aðrir ætluðu sér. Þegar við vissum síðast höfðum við Steini safnað tveimur kjósendum, mér og honum, og var það 100% aukning frá því að enginn ætlaði að kjósa flokkinn. Eins og kemur fram í Sögunni áttum við í vissum erfiðleikum sem helguðust einkum af því að við náðum ekki eyrum kjósenda. En það stendur allt til bóta.

Steini, vinur minn, er kominn á þann aldur að hann er farinn að sjá illa en fær sér ekki gleraugu af því að þau myndu gera hann svo álkulegan.         „Menn gætu tekið feil á mér og framsóknarmanni og það myndi gera mig vitlausan,” sagði Steini í lyftunni í Landspítalanum í Fossvogi  og sendi okkur gleraugnalaus hratt og örugglega niður í kjallara. Við ætluðum upp á fimmtu hæð.  

          Erindi okkar á Landspítalann var að leita að atkvæði flokksins. Öldruð kona hafði skráð sig í flokkinn af því að hún hélt að flokksskrifstofa Álversflokksins væri anddyri Landspítala Háskólasjúkrahúss og á leiðinni út datt hún í tröppunum og brákaði sig á handlegg. Þegar búið var að gegnumlýsa á henni handlegginn var tekin af henni blóðprufa og mældur í henni þrýstingurinn og sitthvað fleira var gert gegn vilja hennar af því að nú á að gera vel við gamla fólkið. Henni var síðan trillað upp á fimmtu hæð og gefin ýsa.

           Við komumst að þessu seinna eftir alls konar krókaleiðum. Það hvílir nefnilega leynd yfir öllu sem gert er á sjúkrahúsum eins og í bönkum. Ef einhver er með kvef á spítala er það svo mikið leyndarmál að það þarf að fá uppáskrift þriggja sérfræðinga til að segja megi frá því opinberlega.

          En eftir langa leit kom í ljós að það var búið að útskrifa atkvæðið og fannst Steina það mikil ókurteisi af svo gamalli konu að bíða ekki með það að verða frísk þangað til við værum búnir að tala við hana.      „Ég sem ætlaði að bjóða henni ráðherraembætti,” sagði Steini en taldi miðað við þessa framkomu að það yrði einhver bið á því.

           „En það er engu treystandi nú til dags,” bætti hann við og lýsti jafnframt yfir þeirri skoðun sinni að það væri illa komið fyrir þjóðinni ef ekki væri hægt að treysta því að þeir, sem lentu inn á spítala, læknuðust ekki svona rosalega hratt.

           Ég benti Steina á að nú til dags væri fólk sent heim eins fljótt og mögulegt væri og stundum væri meira að segja ekki búið að lækna það. „Ok, sagði Steini,” þetta batnar allt þegar ég verð búinn að leggja niður öll sjúkrahúsin í landinu. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af svona löguðu.”

 

Þegar við gengum út í hreina loftið í Fossvoginum andaði Steini því svo ótt og títt að sér að honum lá við yfirliði og gat þess á leiðinni heim að það væri örugglega hvergi betra að missa meðvitund en á lóðinni við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Þar væri fólk á hverju strái sem gæti blásið lífsanda í hvern sem væri nema kannski Hreyfinguna. Þessa speki bað hann mig að skrifa hjá mér svo að hann gæti vitnað í hana seinna ef á þyrfti að halda.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 22:16

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það mega nú sjálfstæðismenn eiga að engir taka pólitískum ósigrum af meiri rósemi en þeir. Sbr. Ben Ax.

Árni Gunnarsson, 1.6.2010 kl. 22:56

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við erum orðnir svo vanir mótlætinu og þekkjum ekki annað.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 23:09

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, þú bara birtir sögu hins gagnmerka Álversflokks á netinu og þá þarf engin netföng - úrelt þing, eins og dæmin sanna.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 23:11

40 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll, Árni Gunnarsson. Fyrir utan það að missa móður sína er fátt hollara ungum börnum en að missa föður sinn. Eitthvað á þessa leið skrifaði Nóbelsverðlaunahöfundur okkar forðum og þótti mörgum gott. Ég hef verið að benda á andstæður annars vegar Besta flokksins og hins vegar heilbrigðrar skynsemi. Ef það hefur farið fram hjá einhverjum er það ekki mér að kenna. En það verður hver að draga sinn djöful.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 23:14

41 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað eru stjórnmál og hverjir eru alvöru stjórnmálamenn? Ég er kominn á þann aldur að ég get leyft mér að líta um öxl og gera samanburð á nútímastjórnmálamönnum og þeim sem gengnir eru á minni lífstíð.

Ólíku er þar saman að jafna.

Í nútímanum snýst allt um blaður og þvaður, bæklinga og mínútur í sjónvarpi. Ég get nefnt einn stjórnmálamann nútímans sem er mér að skapi, málefnalega séð. Mann, sem umfram allt er heill í öllu sínu. Nefni hann þó ekki hér á nafn, en flottur er hann.

Hvenær hefðu eftirtaldir menn selt sálu sína fyrir ofurstyrki frá fyrirtækjum og forríkum einstaklingum? Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, Magnús Kjartansson, Lúðvík Jósefsson, Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson, Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, svo einhverjir séu nefndir. Aldrei.

Að ég nefni nú ekki þann sem mér er kærastur. Heilbrigðastur allra stjórnmálamanna á Íslandi, en nú brottkvaddur í hárri elli. Sönn fyrirmynd þeirra sem vilja gerast fyrirmyndir annarra. Í hans spor feta aðeins afburðamenn, sem ég ætla rétt að vona að leynist með þessari afvegaleiddu þjóð.

Ísland og Íslendingar eiga miklu betra skilið í stjórnun og stjórnmálum, en það sem snýr upp á teningnum um þessar mundir.

Kemur kannski bara gamli tíminn aftur?

Björn Birgisson, 1.6.2010 kl. 23:23

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, ég held að það sé ekki vafamál. Gamli tíminn kemur aftur - og orðinn nýr. Lurðurnar hafa lifað sitt skeið á enda. Nú koma nýir alvöru stjórnmálamenn fram á sviðið, hver af öðrum.

Baldur Hermannsson, 1.6.2010 kl. 23:38

43 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll, Björn. Ég er sammála öllu sem þú segir enda af gamla skólanum. Mér finnst Steingrímur J. Sigfússon besti stjórnmálamaður nútímans eins og þér. Ég er líka sammála því að Steingrímur Hermannsson hafi verið afburða stjórnmálamaður. Gamla fólkið stóð sig vel af því að það vildi okkur vel. Það hafði hugsjónir. Tek undir með þér að  - Í nútímanum snýst allt um blaður og þvaður, bæklinga og mínútur í sjónvarpi.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 23:41

44 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég minnist þess nú að hafa, fyrir ekki svo löngu, hlustað á ræðu Vilmundar heitins Gylfasonar, frá þeim tíma er hann var að stofna Bandalag Jafnaðarmanna.  Á þeim tíma var að hans mati í það minnsta "grasserandi" spilling í stjórnmálunum, þó að hún hafi verið af öðrum meiði.

 Á þeim tíma og eflaust fyrr sátu t.d. þingmenn í bankaráðum ríkisbankana og öðrum ríkisapparötum og gátu í krafti þeirrar stjórnarsetu, stundað fyrirgreiðslupólitík.  Stuðlað að, oftar en ekki "glórulausum" fjáraustri í sín byggðalög og kjördæmi í von um að fá greitt með atkvæðum sem flestra í næstu kosningum.

 Má ekki kalla þetta spillingu, ríkisrekna spillingu?

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.6.2010 kl. 23:53

45 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax, að við skulum vera sammála, er það ekki reginsynd? Eigum við ekki alltaf að vera ósammála samkvæmt ritualinu? Verð bara að segja að pólitíkin í dag er svö ömurleg og lákúruleg að tíkin sú leggst með hvaða lúða sem er. Hún er bara drusla. Gæti leitað upp í til mín! Hugsaðu þér!  

Björn Birgisson, 2.6.2010 kl. 00:04

46 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Í upphafi allt var hér skapað,
og ekki að neinu var hrapað.
Rauða hafið er rautt
og það Dauða er dautt
en enginn veit ennþá hver þrap það.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.6.2010 kl. 00:07

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt er það Kiddi, þingmenn voru gjörspilltir en þjóðin var samdauna svo enginn fann spillingarfnykinn.

Baldur Hermannsson, 2.6.2010 kl. 00:12

48 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Allra mest ég eftir sé ekki drýgðum syndum. Að vera sammála er varla syndsamlegt í sjálfu sér. Að elska og dýrka lágkúruna orkar að mínu mati hins vegra tvímælis.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.6.2010 kl. 00:18

49 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Spillingin var alla vega ekki fundin upp á þessari öld í lok þeirrar síðustu.  Ekki veit ég hvernig valið var á lista í þá "gömlu góðu", hvort það hafi verið flokksfélög,  stjórnir þeirra eða kjördæmisráð.  Þá mun eflaust hafa verið auðveldara fyrir sitjandi þingmann, sem "skaffað" hafði pening í kjördæmið úr einhverjum ríkisbankanum, eða sjóðnum sem hann sat  í stjórn í, heldur en nýjum og ferskum manni með nýjar og ferskar hugmyndir.  Eflaust hefði það verið svipað á þeim tíma, hefðu prófkjör, verið algengasti mátinn við að raða á lista.

Allt þetta var þó fyrir tíma "sófaafþreyingarinnar".  Fyrir daga "sófaafþreyingarinnar", þá var það "heimsviðburður", hvar sem var á byggðu bóli hér í landi, ef að haldinn væri framboðsfundur í byggðalaginu.  

  Núna á tíma "sófaafþreyingarinnar", er varla nokkrum manni það mögulegt að koma sér á framfæri, nema með þeim tækjum og tækni, sem að "sófaafþreyingin" býður uppá, sem sagt t.d. sjónvarp, útvarp og internetið, auk dreifibréfa og bæklinga, eða þá að þykja "inn" hjá einhverju dagblaðana og fá jákvæða umfjöllun þar, hvort sem hún sé verðskulduð eður ei.

 Prófkjörin hafa eflaust á sínum tíma þótt vera "brilliant" aðferð til að raða fólki á lista, samkvæmt vilja "fólksins" og væru það eflaust enn, ef að tími "sófaafþreyingarinnar" væri ekki löngu runninn upp.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.6.2010 kl. 00:42

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn Birgisson, Finnssonar, ég samhryggist þér.

Baldur Hermannsson, 2.6.2010 kl. 01:03

51 Smámynd: Björn Birgisson

Takk minn kæri.

Björn Birgisson, 2.6.2010 kl. 03:13

52 identicon

Ráðast á þann aumasta, ekki er vitað til að Gísli hafi stolið neinu, ekki er þorað í stórþjófana, gætu kannski verið verndaðir af múrarafélaginu eða í innsta hring

Robert (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 05:22

53 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú skiljum vér hví Björn er svo snjall til orðs og hugsanna, frækilega feðraður sem raun ber vitni og norðlenskrar ættar.

Vér vottum honum honum samúð og sínum honum hluttekningu!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.6.2010 kl. 18:00

54 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég samhryggist Birni vini en hvað er betra en góðar minningar og góð saga manns!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.6.2010 kl. 20:00

55 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka ykkur hlý orð, Magnús Geir og Sigurbjörg.

Björn Birgisson, 2.6.2010 kl. 20:15

56 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Flokkurinn á að handvelja frambjóðendur, taka mið af ágæti manna, menntun, reynslu og kyni.

Hér er ég ósammála þér, Baldur. Flokkurinn ætti ekki að taka mið af kynferði, kynþætti, kynhneigð eða trú einstaklinga, heldur ágæti, dugnaði, menntun og reynslu.

Hanna Birna er ekki vinsæl vegna þess að hún er kona, heldur er hún hæfur einstaklingur og góður stjórnmálamaður.

Að fá forskot vegna kyns er lítillækkandi fyrir hæfan einstakling. 

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 2.6.2010 kl. 20:30

57 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halldóra mín, maður verður bara að sætta sig við veröldina eins og hún er. Kynin eru tvö og mjög ólík. Annað kynið er framsækið og metnaðarfullt, hitt kynið er hógværara. En bæði vilja þau eiga þátt í ákvarðanatökunum. Það er ófarsælt að hafa bara annað kynið. Það veldur streitu og illindum. Við karlmenn vitum af langri reynslu að það verður að hafa stelpurnar góðar, annars fer allt í bál og brand.

Baldur Hermannsson, 2.6.2010 kl. 20:44

58 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hef borið tillögur mínar, sem fram í lið no. 10 í þessum umræðum, undir menn í flokknum og taka þeir þeim ekki illa, hver sem endanleg ákvörðun um aðferð á vali frambjóðenda, verður fyrir valinu.

 Þau tíðindi bárust hins vegar í dag, í ummælum Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, að það væru "femínista-sellur" stjórnarflokkanna, sem stæðu nýjum lögum um persónukjör, fyrir þrifum. 

Ástæðan mun vera sú að þessar "sellur" telja þessi lög um persónukjör, ekki skila nægjanlega "kynjuðu" lýðræði.

 Að endingu vil ég votta honum Birni Birgissyni, samúð mína.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.6.2010 kl. 21:10

59 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, ég þakka kærlega fyrir.

Björn Birgisson, 2.6.2010 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 340407

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband